Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Rúmenía: Shevardnadze í Austur-Þýskalandi EDUARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í gær til Austur-Þýskalands í opinbera heimsókn. Er þetta í fyrsta skipti sem hann heiðrar landsmenn með nærveru sinni. Myndin var tekin er Erich Honecker (t.h) heilsaði Shevardnadze í höfuðstöðvum kommúnistaflokksins. Palme-málið: Grípur stjorn- in í taumana? Stokkhólmi, frá Erík Liden, fréttarítara Morgunblaðsins. STEN Anderson, utanríkisráð- herra Svía, sagði á sunnudag að ekki væri útlokað að stjórnin gripi í taumana, ef lögregla og saksókn- ari hættu ekki að deila um rannsóknina á morðinu á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra. Sagði Anderson að Claes Zeime saksóknari og Hans Holmer, lög- reglustjóri í Stokkhólmi, þyrftu að koma sér saman um hvernig leitinni að morðingjanum og rannsókn máls- ins verði háttað því að alheimurinn fylgdist með og gagnrýndi vinnu þeirra. Anderson lét ummæli þessi falla ráðstefnu um vamarmál og var Palme-málið í raun ekki til umræðu. Blaðamenn heimtuðu aftur á móti upplýsingar um ágreining lögreglu og saksóknara í rannsókn málsins. „Þótt ég fylgist ekki með rann- sókninni í smáatriðum verð ég að taka skýrt fram að ágreininginn þarf að leysa til þess að leitin að morðingj- anum geti haldið áfram af fullum krafti," sagði Anderson. „Nauðsyn krefst þess að morðgátan verði leyst." Stjómin hefur þegar látið til sín taka í málinu. Ingvar Carlsson for- sætisráðherra skipaði í síðustu viku nefnd, sem rannsaka á aðferðir lög- reglu. Bretland: Kafbátur tapar hlustunartækium London, AP. t/ BRESKUR kjarnorkukafbátur tapaði hlustunartækjum, sem hann hafði í eftirdragi, er sov- éskur kafbátur sigldi á kapalinn, að því er dagblaðið Mail On Sunday sagði á sunnudaginn. Atburður þessi átti sér stað í Barentshafi skammt undan hafn- arborginni Murmansk. Blaðið kvaðst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þessu en lét þess ekki getið hvenær áreksturinn varð. Kafbáturinn „Splendid“ er nú kom- inn til hafnar á Bretlandseyjum. Kafbáturinn hafði, að sögn blaðs- BclKrad, AP. 27 manns létust í umferðarslysi um 200 kílómetra suður af Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, í gær. Nokkur börn voru á með- al þeirra sem létust. Slysið varð með þeim hætti að vörubifreið, sem skráð var í Dan- mörku, rakst á áætlunarbíl með um 50 farþegum. Farþegamir vom flestir fjölskyldufólk á leið úr vetr- arfríi. Mikil hálka var á veginum, sem þykir sérlega varasamur enda hefur hann hlotið nafnið „Dauða- vegur“ sökum þess hve slys em tíð Dreifibréfum geffn Ceausecu dreift á erötum Bukarest Búkarest, Reuter. CT/ í dreifibréfum, sem dreift hefur verið á laun í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, er hvatt til þess að Nic- olae Ceausescu, forseti landsins og leiðtogi kommúnistaflokksins verði rekinn frá völdum. Er skor- að á fóik að efna m. a. til verkfalla í þessu skyni. Haft er eftir sendistarfsmönnum vestrænna jafnt sem nokkurra aðild- arríkja Varsjárbandalagsins, að þeir hafí komizt yfir tvö mismunandi handskrifuð dreifibréf, sem dreift hefði verið í ljósriti á götum í Búkar- est skömmu fyrir 23. janúar sl., en það er afmælisdagur Ceausescus. Hann hefur nú verið við völd í 21 ár og viðhaldið stalinískum stjómar- háttum í landi sínu. Ekki er vitað, hvaða aðilar standa að baki þessara dreifibréfa. Haft er eftir rúmenskum embættismanni, að erlent ríki gæti staðið að baki þeim í þeim tilgangi _að ögra rúmenskum stjómvöldum. í dreifibréfunum er m.a. skorað á fólk að birgja sig upp af matvælum, en halda sig síðan heima við og fara ekki út fyrir dyr, hvað þá heldur til vinnu fyrr en til- kynnt hafi verið, að Ceausescu sé farinn frá völdum. Hins vegar hafi ekki verið hvatt til byltingar. íbúar Rúmeníu er um 22 millj. og mega nú þrauka þriðja harða vetur- inn í röð. Skortur er þar bæði á matvælum og rafmagni og því ströng skömmtun í gildi. Sjá má langar bið- raðir fyrir framan verzlanir og það er daglegt brauð, að rafmagnslaust verði á heimilum fólks. Stöðugt fleiri og fleiri betlarar sjást á götum Búk- arest og margir þeirra betla af útlendingum fyrir framan hótelin og það þótt leynilögreglumenn séu þar skammt undan. Talið er, að dreifíbréfin gegn Ce- ausescu eigi ekki sízt rót sína að rekja til óánægju með skortinn og erfiðleikana, sem einkenna þjóðfé- lagið. í einu dreifibréfanna segir m. a.: „Verið ekki hrædd. Ef við erum nógu mörg, þá geta yfírvöldin ekkert gert.“ Ræða, sem Ceausescu flutti á fundi stjómmálaráðs kommúnista- flokksins í gær, ber bágum efnahag landsins glöggt vitni. Samkvæmt hinni opinberu frásögn af ræðunni, kom þar fram, að útflutningur lands- ins dróst saman um 11% á síðasta ári. Var lægra olíuverði aðallega kennt um þennan samdrátt. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði í gær gagnvart helztu gjald- miðlum i Vestur-Evrópu, en hækkaði gagnvart japanska jen- inu. Verð á gulli hækkaði. Síðdegis í gær kostaði brezka pundið 1,5175 dollara (1,5082), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8155 vest- ur-þýzk mörk (1,8280), 1,5300 svissneskir frankar (1,5450), 6,0565 franskir frankar (6,1150), 2,0475 hollenzk gyllini (2,0695), 1.293,00 ítalskar límr (1.305,25), 1,3325 kanadískir dollarar (1,34275) og 152,95 jen (152,30). Gullverð hækkaði og kostaði 407,50 dollara únsan (403,60). PORS.vj r/mbwH 1986^ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ÞORSKABARETT ins, háþróaðan hlustunarbúnað í eftirdragi, þegar sovéskur kafbátur af Typhoon-gerð sigldi á kapalinn og sleit hann. Ekki er vitað hvort hér var um ásetning sovéska skip- stjórans að ræða. Búnaður sem þessi var notaður í Falklandseyj- astríðinu og getur hann numið ferðir skipa í allt að 160 kílómetra fjarlægð. í frétt blaðsins sagði að Bretar og Atlantshafsbandalagið teldu þennan búnað mjög nota- dijúgan og mikilvægan. Talsmenn vamarmlaráðuneytisins hafa reynst ófáanlegir til að tjá sig og málið. Júgóslavía: 27 látast í iimferðarslysi Rolnrrod AI* á þessum slóðum. 20 manns vora fluttir í sjúkra- hús, sumir alvarlega slasaðir. Á meðal þeirra var ökumaður vömbif- reiðarinnar, sem er danskur. Þetta er mannskæðasta umferð- arslys í Júgóslavíu um margra ára skeið. Gífurleg umferð er um þjóð- veginn sem liggur í gegnum Júgóslavíu til Grikklands og þaðan í austurátt. Uppi era ráðagerðir um að endurbæta veginn, sem er mjög illa farinn og því hættulegur í fann- fergi og hálku. anSÁ' Sýndur föstudags- og laugardagskvöld. íslenska kabarett landsliðið er mætt til leiks í fjör- ugum og eldhressum Þórskabarett ásamt bandaríska stórsöngvaranum Tommy Hunt. Fær Hemmi Gunn liðið til að bylgjast um af hlátri? Ætli Ómar Ragnarsson Hvaða gestir lenda i klón- Stikli um salinn og kitli um á bandaríska stór- hláturtaugarnar? söngvaranumTommy Hunt? Ekki er ráð nema í tíma sé tekiö SdlltOS Munið að panta borð tímanlega vegna mikillar SÚXtettÍnn aðsóknar. Borðapantanir í síma 23333 og . 23335 mánudaga—fóstudaga milli kl. 10.00 og iGIKUr fyrÍT 18.00 og laugardaga eftir kl. 14.00. dansi Skyldi Raggi Bjarna enn vera með sömu taktana? Haldið þið að Þuriður Sig- uróar syngi kattadúett- inn? Þórskabarett í Þórscafé — lykillinn að ógleymanlegri kvöldstund. Snyrtilegur klæðnaður — Aldurstakmark 20 ár ☆ ☆ ☆ ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.