Morgunblaðið - 03.02.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
HIH
pTedsion
hjörulids-
krossar
nslA
pjÓNuSTA
P>ei<k
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
Mengun í Berlín:
Akstur
bannaður
Berlín, Reuter, AP.
MIKIL mengun er nú í Berlín
og hafa yfirvöld í vesturhluta
borgarinnar bannað akstur í
einkabílum, sem ekki eru bún-
ir hreinsibúnaði til að gera
eiturefni í útblæstri óskaðleg.
Einhver brögð voru að því
að bílstjórar brytu bannið og
sagði lögreglan að fjögur
hundruð manns hefðu verið
sektaðir. Bann af þessu tagi
hefur ekki áður verið sett í
Vestur-Berlín.
Umferð var ekki takmörkuð
í Austur-Berlín. Að sögn tals-
manns borgaryfirvalda í
Vestur-Berlín berst mengunin
með vindum frá borginni
Leipzig í Austur-Þýskalandi.
Akstursbannið tók gildi á
sunnudag.
Perú:
Sextíu
fórust í
flóðum
Lima, Reuter.
SEXTÍU manns létu lífið að
því er vitað er þegar fljótið
Entaz flæddi yfír bakka sínar
eftir miklar rigningar skammt
frá bænum Villarica í Pasco-
héraði í austurhluta Perú, að
því er haft var eftir lögreglu.
Tíu manna var saknað.
Einnig flæddi yfir tvö þorp
í Pasco-héraði. Um fimm
hundruð manns misstu heimili
sín í Villarica, sem stendur í
rótum Andesíjalla. Símalínur
slitnuðu og var ekki hægt að
lenda á flugvelli bæjarins
vegna úrhellis.
Los Angeles:
Notuð lík-
kistaá
víðavangi
Los Angeles, AP.
LÖGREGLA í Los Angeles
fann á laugardag líkkistu á
götu úti og benti allt til þess
að hún hefði verið notuð.
Talsmaður lögreglu sagði
að hér gæti þó einnig verið
um skilaboð frá einum flokki
götustráka til annars. Lík hef-
ur ekki fundist en grunur
Ieikur á að kistan hafi ekki
verið tóm lengi „vegna lyktar-
innar", sagði Vince Rocha,
lögregluþjónn, sem fann kist-
una.
Malasía:
Ekkert má
undir stýri!
Kuala Lumpur, AP.
LAGT hefur verið fram frum-
varp til laga í Malasíu um að
banna að reykja, drekka og
borða undir stýri, að því er
háttsettur embættismaður
sagði í gær.
Samy Vellu ráðherra, sem
leggur frumvarpið fram, segir
að þar verði einnig tillaga um
að sekta menn fyrir að varpa
sorpi út á ferð og stinga hend-
inni út um glugga. „Allar
þessar athafnir trufla menn
við akstur og valda slysum,"
sagði Vellu við blaðamenn.
Hann sagði að bannið við
drykkju í akstri myndi ekki
aðeins eiga við um áfengi held-
ur alla drykki.
Smokkar auglýstir í
The New York Times
Átta þúsund verkamenn fóru í kröfugöngu í Tókýó á sunnudag til að mótmæla áformum Yasuhi-
ros Nakasone, forsætisráðherra Japans, um breytingar á skattalögum. Hann hyggst meðal annars
setja á umdeildan söluskatt.
HeutíT
Japanar mótmæla sköttum
Páf i í smokkaauglýsingu í Sviss
ingafyrirtæki hafa gert og sýna
hugmyndir um hvernig auglýsa
ætti smokka.
BANDARÍSKA dagblaðið The
New York Times hefur ákveðið
að gera breytingu á stefnu sinni
og birta smokkaauglýsingar.
Talsmaður dagblaðsins hefur
staðfest að auglýsing frá banda-
rískum smokkaframleiðenda
verði birt í helgarblaði dagblaðs-
ins 1. mars. TheNew York Times
hafnaði auglýsingu frá fyrirtæki
þessu í haust.
Smokkafyrirtækið „LifeStyles"
hefur einnig reynt að koma auglýs-
ingum sínum að hjá sjónvarpsstöðv-
um. Talsmaður þess segir að nú
hafí tvær sjónvarpsstöðvar sam-
þykkt að sýna hinar umdeildu
auglýsingar. Þar gefur að líta ótta-
slegna unga konu, sem talar um
alnæmi. Auglýsingunni fylgir texti:
„Eg hef gaman af kynlífi, en ég
er ekki reiðubúin til að fórna lífí
mínu fyrir það.“
Smokkaframleiðendur í Banda-
ríkjunum hafa um nokkurt skeið
þrýst á fjölmiðla og reynt að fá
birtar auglýsingar þar sem smokkar
eru tengdir baráttunni gegn al-
næmi.
„LifeStyles“ auglýsti smokka í
vikuritinu Newsweek, sem ekki
hefur áður tekið við slíkum auglýs-
ingum, seint í janúar.
Svissneska dagblaðið Blick birti
á sunnudag auglýsingu þar sem
páfi er sýndur með öskju af smokk-
um í hendi. Auglýsinguna gerði
svissneskt fyrirtæki, sem vill hvetja
fólk til að nota smokka til að fá
ekki alnæmi. í dagblaðinu sagði að
myndin af Jóhannesi Páli páfa II
ætti ekki að fara fyrir brjóstið á
fólki, heldur hvetja það til aðgerða.
Á myndinni, sem klippt var til,
brosir páfi sínu breiðasta og stend-
ur letrað: „Fimmta boðorðið: þú
skalt ekki morð fremja.“
í blaðinu voru einnig birtar sex
aðrar myndir, sem önnur auglýs-
í einni auglýsingunni gefur að
líta nakinn mann, sem situr á gólfi
með smokk á hvoru eyra: „Ég vil
ekki heyra meira um alnæmi."
/ Læknar segja að hætta á að al-
næmi smitist minnki talsvert ef
smokkar eru notaðir.
Kanada og Frakkland:
Fiskveiðideilan
fari fyrir dóm
STJÓRNIR Frakklands og sögu milli frönsku eyjanna St.
Kanada hafa komið sér saman Pierre og Miquelon og Ný-
um að leggja langvarandi deilu fundnalands fyrir dóm, að því
landanna um mörk fiskveiðilög- er segir í bandaríska blaðinu
------------- Wall Street Journal nýlega.
ARQALUK Lynge, formaður
stjórnarflokksins, Inuit Ataquat-
igiit, og formælandi landsstjórn-
arinnar í húsnæðis- og félags-
málum, ætlar að leggja til á
vormisseri grænlenska þingsins,
að stofnuð verði dansk-græn-
lensk nefnd til að hafa umsjón
með bandarískum herstöðvum á
Grænlandi. Ástæða tillöguflutn-
ingsins er hin heiftarlega rimma,
sem orðið hefur út af endurbygg-
ingu ratsjárstöðvarinnar í Thule.
Lynge segir frá fyrirhugaðri til-
lögugerð sinni í viðtali við danska
blaðið Information, þar sem hann
gagnrýnir Jonathan Motzfeldt,
formann grænlensku landsstjómar-
innar, harðlega fyrir að hafa ekki
gengið nógu rækilega eftir trygg-
ingu af hálfu Bandaríkjamanna
fyrir því, að framkvæmdimar í
Thule séu „aðeins" endurbygging
þess, sem þegar sé til staðar — og
brjóti þar af leiðandi ekki í bága
við ABM-gagneldflaugasáttmála
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
frá 1972.
Haft er eftir talsmanni kanadísku
stjórnarinnar, að löndin tvö muni á
næstunni hefja samningaviðræður
um skipan alþjóðlegs dóms, sem
falið verði að fínna lausn á deilunni.
Kanadastjóm hefur kvartað yfir,
að ofveiði franskra fiskiskipa á hinu
umdeilda svæði hafi gert að engu
tilraunir stjómvalda til að vemda
þorskstofnana við suðurströnd Ný-
fundnalands.
Til að auðvelda lausn fiskveiði-
deilunnar hefur skipum, sem skráð
eru á St. Pierre og Miquelon, verið
heimilað að veiða 3.500 tonn af
þorski á St. Laurence-flóa, sem er
austur af þrætusvæðinu. Einnig
hefur frönskum skipum verið heim-
iluð veiði á nokkrum stöðum við
austurströnd Kanada.
Talsmenn fiskveiðifyrirtækja í
Kanada og staðaryfirvöld á Ný-
fundnalandi og Nova Scotia hafa
gagnrýnt Kanadastjóm harkalega
fyrir kvótaúthlutun þessa.
Skipuð verði eftirlits
nefnd á Grænlandi
- til að hafa umsjón með banda-
rískum herstöðvum
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.