Morgunblaðið - 03.02.1987, Page 41

Morgunblaðið - 03.02.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 41 Áhugahópur um byggingxt náttúrufræðihúss: Nýtt náttúrufræðihús AÐ TILSTUÐLAN Hins íslenska náttúrufræðifélags hefur undanfar- in 2 ár starfað hópur áhug'amanna um byggingu náttúrufræðihúss. Hópurinn telur knýjandi þörf á því að vekja áhuga og umræðu um náttúrufræði og minnir á að þjóðin byggir tilveru sína með einum eða öðrum hætti á náttúru landsins og hafsins umhverfis. Því er mikilvægt að skilja og virða náttúruna og gæði hennar. Ennfremur að kynna náttúru næstu grannlanda og annarra svæða og lögmál er almennt ríkja í lifandi og dauðri náttúru. Oflug starfsemi myndarlegs náttúrufræðihúss verður þungamiðja náttúrufræðslu og sífelld uppspretta ánægju og nýrra uppgötvana. Morgunblaðid/Sigurður Jónsson Hyrnunum pakkað í Mjólkurbúi Flóamanna. Ólafur Kristbjörnsson og Guðmundur Birnir Sigurgeirsson mjólkurfræðingur við pökkunar- vélina. Kaffitjómahyrnan er lítil og meðfærileg með kaffibollanum. Kaffirjómi í smáhym- um kominn á markað Ný framleiðsla hjá Mjólkurbúi Flóamanna Selfossi. Hvernig á náttúru- fræðihús að starfa? I Náttúrufræðihúsinu verður nútímalegt náttúrufræðisafn. Safnið á að höfða til allra: einstaklinga og fjölskyldna; kennara og nemenda; náttúrufræðinga og áhugamanna; ferðamanna og leiðsögumanna; þeirra sem nýta landið og náttúru- verndarmanna. I náttúrufræðihúsinu verða sýn- ingar í langan tíma og skamman. Áhersla verður lögð á að hafa sýn- ingarnar lifandi og nota m.a. ýmsa muni úr náttúrunni, myndir, hljóð, hnitmiðaða texta, tölvur og mynd- bönd. Kostir nýrrar upplýsingatækni og fræðandi leiktækja verða nýttir. Safnverðir með fjölbreytilega menntun og reynslu setja upp sýn- ingar í samvinnu við aðra sérfróða menn, leiðbeina gestum og svara spurningum þeirra. Auk eigin sýninga mun náttúru- fræðihúsið fá ýmsa aðila til að „opna“ starfsemi sína fýrir almenn- ingi („opið hús“ víðs vegar um landið). Þá verða einnig skoðunar- ferðir, farandsýningar og ýmislegt áhugavert fræðsluefni verður gefíð út. Gera má ráð fyrir fræðslufund- um, aðstoð við áhugamenn, sam- starfi við skóla um verkefnagerð, nemendasýningum jafnt í skólum sem í náttúrufræðihúsinu og þangað munu fjölmiðlar sækja fréttaefni. Slíkt náttúrufræðihús heimsækja menn ekki aðeins einu sinni, heldur aftur og aftur. Það verður í sífelldri endumýjun og því raunverulegur vettvangur nýrra og náinna kynna fólks af landinu og náttúrunni. Það verður fjölsóttur og skemmtilegur staður, iðandi af lífi. Náttúrufræðihúsið mun styðja og efla starfsemi náttúrugripasafna og náttúrufræðistofa um land allt og njótajafnframt góðs af þeim. Þessar stofnanir fengju farandsýningar frá náttúrufræðihúsinu og margs konar aðstð við að kynna náttúru eigin svæða. Kynning á náttúru ís- lands og almennri náttúrufræði Undanfarin 2 ár hefur áhugahóp- urinn staðið fýrir ýmiss konar kynningum á náttúrunni í borginni og nágrenni hennar í samvinnu við fjölmarga náttúrufræðinga, áhuga- menn og ýmsar stofnanir. Nú hefur hópurinn fengið fastan samastað fyrir kynningar í anddyri Háskóla- bíós. Þá er í undirbúningi „opið hús“ víðs vegar um landið. Markmið áhugahópsins er einkum þetta þrennt: * þrýsta á að hafist verði handa um byggingu náttúrufræðihúss; * auka fræðslu fyrir almenning meðan beðið er eftir að húsið rísi: * afla reynslu sem mun nýtast við að skipuleggja starfsemi hússins. Sótt hefur verið um lóð fyrir nátt- úrufræðihús. Reykjavíkurborg hefur nú gefið vilyrði fyrir ágætri lóð und- ir slíkt hús í Vatnsmýrinni. Málinu hefur verið haldið vakandi með kynningarstarfsemi hópsins og fréttaflutningi. I ársbytjun 1987 eru náttúru- fræðikynningar sem hópurinn hefur gengist fyrir þegar orðnar á þriðja tug. Þeir sem notið hafa fræðslunn- ar skipta tugum þúsunda og þrátt fyrir frumstæða aðstöðu hefur feng- ist ómetanleg reynsla í kynningar- starfsemi af þessu tagi. Jafnvel þótt allt gangi eins og best verður á kosið er ljóst að nokk- ur tími mun líða þar til starfsemi í nýju náttúrufræðihúsi getur hafist. Áhugahópurinn mun því starfa áfram. Frá áhugahópi um bygg- ingu náttúrufræðihúss. KAFFIRJÓMI í 10 millilítra smá- hyrnum er kominn á markað. Rjómanum sem er G-vara er pakk- að í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og er ein þeirra nýjunga í G-vöruframleiðslu sem unnið er að í búinu. Það er Mjólkursamsal- an i Reykjavik sem er dreifingar- aðili vörunnar. Kaffitjóminn er í hentugum um- búðum fyrir veitingastaði, flugvélar og aðra aðila sem þjónusta ferða- menn. Smápökkun á kaffnjóma er hollustuatriði líkt og pökkun sykur- molum og nýtist betur á þennan hátt auk þess sem kaffnjómahyman er meðfærileg, passar vel á undir- skálina með bollanum. Hymumar em opnaðar með því að rífa pappírs- flipa ofan af gati sem ijómanum er síðan hellt út um. Mjólkurbú Flóamanna fékk til landsins sérstaka vél í þetta verkefni að pakka ijómanum. Vélin hentar vel íslehska markaðnum sem er mun smærri en gerist erlendis. Kaffiijómann í smáhymunun má geyma utan kælis í nokkra mánuði og er hann því hentugur til heimilis- nota á ferðalögum og við ýmis tækifæri. Hymumar verða boðnar til sölu í verslunum í öskjum sem í eru 10 pokar, hver með 10 femum. Veitingastaðir geta fengið stórar pakkningar með 400 hynum í kassa. Sig.Jóns. Við fögnum hækkandi sól og bregðum á leik með 20% staðgreiðsluafslætti af öllum vörum. Notaðu tækifærið — Gerðu kjarakaup í KDSTAIBODA ________/ _______. Bankastræti 10, símar 13122 og- 621812. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.