Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
Kveðjuorð:
Sr. EiríkurJ. Eiríks-
son fv. prófastur
Fæddur 22. júlí 1911
Dáinn ll.janúar 1987
Vökumaður, hvað líður nóttinni?
Þegar síra Eiríkur J. Eiríksson
flutti sína fögru áramótaræðu á
nýjársdag í útvarpi með stálhljómi
íslenskrar tungu, og fór snilldarlega
með nokkur vers eftir Hallgrím
Pétursson, þá barst oss til eyma
rödd vökumannsins.
Ævi hans er öll, rétt eftir ára-
mót. Það er eins og lokið sé mikilli
hljómkviðu. Lófatak síðast — síðan
þögn um stund — og gengið úr
hátíðasal til hversdagslegra daga.
Séra Eiríkur lifði jól síðasta árs
heill að sjá og umvafínn mörgum
ástvinum sinnar stóru fyölskyldu,
einnig gamlárskvöld — kvöld upp-
gjörs og alvöru.
Hann söng með sinni hljómsterku
rödd í heimilisins hópi á sínu 75.
gamlárskveldi.
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka.
Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut.
Það gjörvallt er runnið á eilífðar braut.
En minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá.
það flest allt er horfið í gleymskunnar sji
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Sálmurinn heldur áfram sem
heilsteypt listaverk,_ sem ekki á að
rjúfa í kirlqusöng. Ég tek næst hið
síðasta erindi.
Ó gef þú oss Drottinn enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
V.B.
Þannig hafa endað öll ár, sem
ég man á sorgblöndnum tónum
kveðjunnar ásamt huggandi von og
bæn.
Síðan byrjar Matthías Jochums-
son nýja árið á þeirri spumingu,
sem allir spyrja með honum.
Hvað boðar nýjárs blessuð sól,
og hann svarar sjálfur:
Hún boðar náttúrunnar jól.
Hún flytur líf og líknar ráð
Hún Ijómar heit af Drottins náð.
Hér fer þá „í gegnum lífsins
æðar allar sá ástargeisli Drottins",
sem skín í gegnum þjóðsöng vom
og alla sálma Matthíasar Jochums-
sonar.
Matthías heldur áfram með nýj-
árssálminn, listaverkið, ei má það
rjúfa í kirkjusöng. Ég tek hér næst
það vers, sem fer hæst.
Hann heyrir stormsins hörpuslátt.
Hann heyrir bamsins andardrátt.
Hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
Þetta segir skáldið áður en
vísindamenn vorra daga horfðu á
það frá himni jarðstjömu vorrar,
hvemig hjarta geimfarans, sem
fyrstur kom til tunglsins, titraði
ofurlítið þegar það óafturkallanlega
augnablik rann upp, er hann varð
að sleppa geimferjunni og hann
tengdi stjómklefa sinn við tungl-
ferjuna, þegar hann var að koma
inn í þann heim, sem annar geim-
fari síðan sagði um, er hann var
beðinn að lýsa útsýni tunglsins fyr-
ir jarðarbúum, að hann gæti það
ekki af því að sér væri ómögulegt
að líkja útsýni á mánanum við
neitt, sem hann hefði séð á jörð-
unni. Þess vegna gæti hann engum
jarðarbúa gert það skiljanlegt,
hvemig það útsýni væri, sem hann
sá þar.
Þannig var það þá að vera stadd-
ur á þeirri nágrannastjömu, sem
skáld hefur kaliað „lampa nætur".
Það útsýni hefur aldrei áður í
nokkurs manns huga komið. Og
samt er máninn jarðneskur heimur.
Og fyrst menn hér á jörðu geta
fylgst með hjartslætti geimfarans
á tunglinu, hvað mun þá um sjálfan
Drottin og hjörtu vor.
Getur það verið ótrúlegt á vorri
tækniöld að rétt sé lýst sambandi
Drottins við oss, þegar hið Guðinn-
blásna skáld vort segin
Hann heyrir sfnum himni frá,
hvert hjartaslag þitt jörðu i
Oft hef ég orðið þess vör, að
þetta fagra erindi er mörgum ung-
um bömum mjög hjartfólgið. Svo
skarpt, einfalt og skýrt er þessi
háleita hugsun orðuð, að hún geng-
ur beint til hjartans og vekur
skilninginn, ellegar það gerist, sem
kallað er Heilags anda upplýsing.
En titrar ekki hjarta mannsins
ofurlítið, jafnvel hins hugrakkasta
geimfara, þegar sleppa skal geim-
ferjunni og tengja stjómklefa sinn
þeim vagni, sem flytur inn í nýjan
himin á nýja jörð?
Vonandi kemur sendiboði Guðs
að sækja þann, sem deyr — og
vandinn þá ekki eins mikill og hjá
geimfaranum.
Tístrengjuð gullharpa tveggja
skálda fylgir oss enn í gegnum
hver áramót, eftir hundrað ár frá
því að nýja sálmabókin kom út
1886. Það þótti mikið og merki-
legt, þegar Hallgrímssálmar höfðu
lifað hjá þjóð vorri í tvö hundruð
ár, og Matthías orti: „Atburð sé ég
anda mínum nær“. Nú eru aldimar
orðnar þijár. Og enn er Hallgrímur
lesinn í útvarp hjá þessari þjóð.
Valdimar Briem og Matthías
hafa fylgt oss eina öld, glatt og
hughreyst með sálmum sínum. Enn
em sálmar þeirra jafnferskir eins
og fyrst er þeir komu fram. Þeir
lifa einnig næstu hundrað ár til
ársins 2086—7, og enn í hundrað
ár eins og Hallgrímur, ef íslenska
þjóðin lifír, ef hún kann það tungu-
mál áfram, sem Hallgrímur, Valdi-
mar og Matthías ortu á.
Ennþá eigum við menn svo máli
fama að hægt væri, ef keppt er
eftir því, að láta vora ungu kynslóð
heyra hvað er íslenska og hvað er
popp-íslenska, eða ensk-íslenska.
Nú er sá íslands hlynur kvaddur,
sem átti það tungutak er skólaæsk-
an skyldi fá að heyra. Sú er tækni
vors tíma að það er hægt.
Séra Eiríkur J. Eiríksson var af
þeirri kynslóð, sem las Mannkyns-
sögu Þorleifs H. Bjamasonar. Þar
vom ekki eingöngu nöfn og ártöl,
eins og þetta væri símaskrá aftan
úr fomeskju.
Þar var sá gréinarmunur gerður
á Pýþagórasi og Demosþenesi, að
sagt var frá reikningslist þess fyrr-
nefnda — en um Demosþenes, að
hann hefði að upphafi verið fremur
málstirður og veikróma. Hann gekk
með sjó ungur maður og hrópaði í
kapp við öldur hafsins, þar til mál
hans heyrðist yfír brimgnýinn.
Jafnvel hafði hann látið stein í
munn sér að auka torveldi tungunn-
ar. — Síðan náði rödd hans yfír
mannfjölda á miklum útisvæðum —
einnig of endilangan sal í stórhýsum
Rómaborgar.
Þannig náði framsögn fomskálda
vorra of endilangan sal í konunga-
höllum. Flest höfðu þau skáld sem
farmenn lært að hrópa gegnum öld-
ur hafs og veðurdyn.
Mér kom stundum í hug, þegar
ég hlustaði á séra Eirík flytja mál
sitt, að hann hefði ef til vill ungur
drengur lesið um Demosþenes —
og Eyrbekkingurinn æft sig á brim-
strönd, þar sem aldan dynur og
aldan togar.
Öldufaldamir hrynja.
Um hann má segja:
Mál hans rann sem ránarfall,
rómurinn blíður, hár og snjall;
gnóg var spekt og fræði fróð
fólgin djúp í hyggjusjóð.
Þannig lýsir M.J. fegurð íslenskr-
ar tungu í munni orðsnillingsins.
Næstu Ijóðlínur þessa erindis
eiga hér ekki við. Þau völd, sem
rætt er þar um, vom ekki vald séra
Eiríks. Því síður að hann væri
„vélaráðum slunginn höldur".
Frá séra Eiríki hygg ég að þær
Kveðjuorð:
L. Winston Hannes
son - kennari
í nokkram orðum langar mig að
minnast fyrrum enskukennara míns
Winston Hannesson.
Þessar línur era ekki skrifaðar í
hlutverki neins fyrirmyndamem-
anda, sem ég varla var. Kynni okkar
náðu lítt út fyrir kennslustofuna.
En fyrir að kynnast vel kennaranum
og nokkuð persónunni Winston verð
ég ævinlega þakklátur. Er árin líða
kann maður æ betur að meta og
skilja hvaða kennarar sköraðu fram
úr í menntaskóla. Hveijir ætíð með-
höndluðu kjamann, en héldu
hismínu víðs fjarri.
Ég naut leiðsagnar Winston í síð-
ásta enskuáfanga mínum á mála-
sviði. Þar var viðfangsefnið
Shakespeare sjálfur. Við að kynna
okkur verk og orðsins æði þessa
mesta skáldjöfurs allra tíma leynd-
ist engum að Winston naut hverrar
mínútu. Og nemendur um leið. Með
leiftrandi gáfum, hreinskilni, rögg-
semi, kímni og án vífilengja var
flóknu og stórkostlegu efni miðlað
beint til nemenda.
Mig hefði langað að kynnast
Winston enn betur. En slíkt er allt-
af erfíðara í fjölmennum skóla.
Með aðeins þriggja ára millibili
era þau kvödd hinstu kveðju hjónin
Jóhann S. Hannesson og Winston
Hannesson, hverra beggja leiðsögn
verður mér ógleymanleg. En
kannski gat vart öðravísi farið, eins
einlæg og samrýnd þau komu
manni fyrir sjónir.
Maðurinn telur sig máttugan á
jörðu hér. En mót dauðanum er
hann álíka máttugur og strá á miðj-
um akri.
Guð blessi minningu Winston
Hannesson. Minning deyr aldrei.
Ég votta Wincie og fjölskyldu
hennar mína dýpstu samúð.
Pétur VaJdimar, Gaulveijabæ.
tillögur einar hafí komið, sem vóra
göfugs manns ráð úr góðum sjóði
hjartans.
Ég minnist einnar ræðu séra
Eiríks er margþætt var að vanda.
Þar í vora þessi orð: „Vér eram
óviðbúnir að taka krossinn hans á
oss, að bera krossinn Krists."
Þessi orð, þegar hann sagði þau,
brenndu sig inn í huga minn.
Löngu seinna vissi ég að þau
hjón höfðu ung misst lítið bam.
Og orð hennar seinna í öðra sam-
bandi minntu mig á sorg þeirra, án
þess hún nefndi það. — Hún sagði:
Það er líka aðdragandi dauðans,
sem oft er svo sár.“
Það voram við öll minnt á þessi
síðustu jól ársins sem var að kveðja
fyrir skemmstu.
Tárvot jól hjá tveimur eyþjóðum,
annars vegar á vora mannfæðarl-
andi, hins vegar á Stóra-Bretlandi.
Og áramótaskáldin vora tvö, þau
þekktu líka „það hið blíða blandið
stríðu".
Þeir kvöddu báðir heimili sín
ungir drengir, annar tíu ára, hinn
ellefu ára gamall.
Það era lífsreyndir menn og þó
ungir, sem ortu ívitnaða áramóta-
sálma. Þeir umvefya sorgir mann-
anna blíðum tónum.
„Hið mikla djúp, hið litla tár“. MJ.
Og V.B.:
„Gef himneska dögg gegnum harmanna tár.“
Gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár,
og cilífan unað um síðir“.
Er hægt að bera fram fegri bæn
fyrir sorgbitnum ástvinum?
Getur það verið satt, sem bók-
menntamaður sagði fyrir nokkram
áram í blaði, að Matthías Jochums-
son væri úreltur? Og listamaður
sagði við mig, að Valdimar Briem
væri gleymdur.
Valdimar og Matthías geta
hvorki verið úreltir né gleymdir á
meðan íslensk tunga er til í þessu
landi.
Matthías segir það, sem hér á við:
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni,
að ekki geti syrt jafn sviplega og nú.
Aldrei er svo svart yflr sorgar ranni
að ekki geti birt fyrir eilifa trú.
Séra Eiríkur var stundum í firðar
sal, eins og hann væri oss fjær.
Hann týndi samt aldrei bókaher-
berginu sínu.
En hann gerði það, sem enginn
stór bókasafnarí hefur gert, svo ég
viti. Hann gaf í lifanda lífi með
Sigríði Kristínu eiginkonu sinni allt
hið mikla, dýrmæta bókasafn. Eng-
in bók undanskilin. Tveir menn
sammála á jörðinni, þeim er allt
mögulegt, segir Jesús sjálfur.
A bak við þessa miklu gjöf stend-
ur andlegur auður einn saman,
einnig samheldni fyölskyldu, þar
sem era tíu fullorðin böm og mörg
tengdaböm.
Séra Eiríkur hefði getað sagt
með Stefáni Ólafssyni:
Björt mey og hrein
mér unni ein
á ísa-köldu landi.
Lengra nær þó samlíkingin ekki.
Hann bar aldrei sárt mein fyrir þá
silkirein, — og var aldrei sviptur
því tryggðabandi.
Séra Eiríkur, sem oft sat hljóður
og hugsi, hann gat haldið heilu
samkvæmin í glaðri stemmningu,
síðan allt í einu komið öllum til að
staldra við í djúpri alvöru, aftur
léttari tónn, fróðleiks og sögu.
Séra Eiríkur var:
Þéttur á velli og þéttur í lund
þrautgóður á raunastund. (Gr.T.)
Augu hans virtust oft nær hulin
af þykkum gleraugum, en þau gátu
orðið mjög skýr og sterk og skyggn.
— Þau lýstu miidrí alvöra og mann-
viti. — Ef hann óttaðist að sverð
sitt, sverð andans, hefði sært ein-
hvem, þá átti hann lyfstein eða
lífstein hins góða sverðs til græðslu.
Séra Eiríkur, fyrram prófastur
vor, átti nokkurra daga leið undir
nýárs sól, „sem ljómar heit af Drott-
ins náð“.
Síðan bar þennan kalda skugga
yfír húsið hans.
En ég hugsa mér hann sjálfan
hafa með Hallgrími Péturssyni séð
aftur „blómstrið eina“, sem „lit og
blöð niður lagði og fagnandi tekið
við því aftur, með lífsins lit og fögra
blöðum — og fengið að lifa ,jóla-
gleði þá“, sem aldrei tekur enda“.
V.B.
Nú syrgja hann mörg böm með
sinni móður og sínum bömum, einn-
ig tengdaböm. — Mikill nemenda-
fyöldi saknar vinar í stað.
Bæði nemendur, sóknarbom, vin-
ir, heimilismenn og líka ýmsir aðrir
menn, sem gengu þar snöggvast
um garð, þeir munu einnig minnast
móðurhandar við hlið hins ástsæla
höfðingja á Núpi og Þingvöllum,
þar sem veganesti var veitt af gjöf-
ulli, mjúkri móðurhönd til langrar
fjallgöngu og lífsgöngu í tvennri
merkingu.
Hugleiðum þá, hvort þessi orð
geti nokkra sinni orðið úrelt: „Aldr-
ei er svo svart yfír sorgarranni, að
ekki geti birt fyrir eilífa trú.“
Boðun trúar og fyrirbæn vora
síðustu orð séra Eiríks.
Það væri verðugt þeim, sem unna
hugsjónum hans að stofna málþing
í minningu hans, samtök til þess
að æfa flutning íslenskrar tungu,
að hún væri látin heyrast skýrt,
hvert orð of endilangan sal. Þess
er nú þörf.
Séra Eiríkur sagði að manns-
röddin væri svo dýrmæt gáfa, að
við þá gáfu ætti hver maður að
leggja ýtrustu rækt.
„Eitt er það jafnan, sem mannar mann,
einn munur, sem greinir annan og hann,
orðlist hans eigin tungu."
segir Einar Ben.
Mál er komið til að samtök verði
um það, að æfa skýra framsögn
tungu vorrar.
Einnig þarf að skera upp herör
gegn því að útlendar glæpa- og
lastamyndir séu sendar inn á hvert
heimili á landinu til barna og ungl-
inga á kvöldvöku. Þeim tíma, sem
Guðs orð var áður haft um hönd á
íslenskum heimilum. Hið gagn-
stæða getur aldrei verið gott.
Matthías sá hvemig
„Rangár grundin glaða,
er glóði móti sól,
varð orpin ágengum, svörtum
sandi.
Hann með öðram stórskáldum
vorum
orti landið
upp úr sandkvikunni og „hafísnauðum“.
Hannes Hafstein kvað:
„Öllum hafís er verri hjartans ís.“
Svo er um sandauðnir andans
einnig.
Leggjum samt ekki árar í bát;
sandgræðsla er til. Segjum því með
Matthíasi:
Trú þú: Upp úr djúpi dauða
Drottins rennur fagra hvel.
Kveðja frá húsi mínu.
R. B. Bls.
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
sfjórn blaðsins á 2. hæð i
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki era
tekin til birtingar framort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar era
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.