Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 47

Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 47 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Herra stjörnuspekingur. Hér sit ég með höfuðpínu, áður hef þó sent þér línu, væri ekki ráð að svara til dæmis í Mogga bara? Ég er fædd að morgni til, tíu í níu hér um bil, 31. júlí 1938, að ég skil. 9023-5656. Nafnnúmer nú sendi þér og óska að þú svarir mér. Ljón í vanda.“ Svar: Þú hefur Sól og Mars saman í Ljóni, Tungl í Vog, Merk- úr, Venus og Rísandi í Meyju og Tvíbura á Miðhimni. Skapandi Sól og Mars saman í Ljóni í 11. húsi táknar að þú ert skapandi, hlý og drífandi persóna. Þú hefur sterka lífsorku og átt auðvelt með að beita þér í vinnu og fylgja málum þínum eftir. Það sem þú fæst við þarf að vera lif- andi og skemmtilegt og fela í sér samstarf við fólk. Föst fyrir Sól og Mars í Ljóni táknar einnig að þú ert föst fyrir og átt til að vera ráðrík og stjórnsöm. Þú ert einlæg en getur verið yfírþyrmandi og tHætlunarsöm á stundum. Félagslynd Tungl í Vog táknar að þú ert tilfinningalega ljúf og þægileg í daglegri um- gengni. Þú ert félagslynd, hefur sterka réttlætiskennd og vilt ná til sem flestra. Þú ert í grundvallandi jafnvægi og sjálfri þér samkvæm. Nákvœm Merkúr í Meyju táknar að hugsun þín er jarðbundin, nákvæm og skörp. Þú hefur gott auga fyrir smáatriðum og átt til að vera gagnrýnin. Listrœn Rísandi Venus og Neptúnus saman í Meyju táknar að þú hefur sterkt fegurðarskyn og listræna hæfileika, en jafn- framt þarft þú að beita þessum hæfíleikum á hag- nýtan hátt. Þú hefur einnig áhuga á andlegum málum og öllu sem er dularfullt og óvenjulegt. Fegrunarmál Ef kort þitt er skoðað í heild og reynt að finna samnefn- ara fyrir merkin þín, Ljón, Vog og Meyju, má segja að hæfileikar þínir liggi á skap- andi félagslegum og listræn- um sviðum. Hvað varðar starf hefur þú hæfileika á fegrunarsviðinu, s.s. snyrt- ingu, hárgreiðslu og þ.h. en einnig í skáldskap eins og þegar hefur komið fram, leiklist, tónlist, dansi o.s.frv. Störf sem eru lifandi og skapandi eiga vel við þig. P/útó og Neptúnus Að undanfömu hafa tvær plánetur verið sterkar í korti þínu. Plútó er í spennuaf- stöðu á Sól og Neptúnus á Tungl. Hreinsun Plútó á Sól táknar að þú ert að ganga í gegnum hreinsun, ert að breytast. Það gamla er að hverfa og nýtt að koma í staðinn. Þetta er sálrænt tímabil og getur verið gott fyrir þig að vinna markvisst að sálrænum þroska. Óvissa Neptúnusi á Tungl fylgir aukinn næmleiki sem getur leitt til óvissu. Æskilegt er að þú dragir þig annað slag- ið í hlé og sért varkár í umgengni við fólk. Hvort tveggja mun vara fram á haust 1987. GARPUR X-9 GRETTIR UÓSKA S HVERMlG ÆTLI fORRA- | | MATURiNN_SéJ ÉG þOKyA FERDINAND SMAFOLK Er það, já? Hana nú, hafðu þetta! WOOD5TOCK WATE5 IT UIHEN I PUNCH M0LE5 IN MI5 AR6UMENT... Bíbí er ekkert vel við það þegar ég sýni fram á að málflutningur hans er eins og gatasigti ... Umsjón: Guðm. Páll Amarson Útspilið munaði hvorki meira né minna en sex slögum í eftir- farandi spili, sem kom upp í leik Jóns Hjaltasonar og Sigurðar Steingrímssonar í Reykjavíkur- mótinu. Ef þú vilt reyna sjálfur skaltu setja þig i spor vesturs og fylgjast með NS feta sig upp í þijú grönd. Allir á hættu. Norður ♦ D4 ♦ G2 ♦ KG9543 ♦ G32 Vestur Nordur Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Grandopnun suðurs sýnir 15—17 punkta og tveir spaðar norðurs er yfirfærsla í lauf. Tvö grönd lofa háspili í laufi og þá velur norður að fara í geimið. Og nú er að spila út. Það er greinilegt að geimið er þunnt og á að byggjast á 5—6 slögum á lauf. Svo makker getur átt einhver spil, ekki síst í hálit- unum. En mákker doblaði ekki tvo spaða, svo það er hæpið að útskot þar borgi sig. Valið stend- ur á milli tíguls og hjarta. Makker þarf að eiga tígulháspil til að útskot þar heppnist vel, en í hjarta þarf hann að eiga sterk- an fimmlit til að hjartagosinn út skili árangri. Sem er í sjálfu sér líklegt eftir sagnir. Hvað um það. Gissur Ingólfs- son í sveit Sigurðar valdi hjarta- gosann og datt í lukkupottinn: Norður ♦ K86 ♦ D93 ♦ 7 ♦ K109876 Vestur ♦ D4 ¥G2 ♦ KG9543 ♦ G32 Austur ♦ 10752 ♦ ÁK1076 ♦ 102 ♦ D5 Suður ♦ ÁG93 ♦ 854 ♦ ÁD86 ♦ Á4 Vömin tók fimm fyrstu slag- ina á hjarta og spilaði tígli. Misheppnuð svíning og meiri tígull. ÁK í laufi tekinn og síðan spaðakóngur og spaðagosa svínað. Og Gissur lagði upp t vörninni. Fimm niður og 500 í dálk AV. Á hinu borðinu þróuðust sagnir með öðrum hætti. Suður vakti á Vínarlaufi, vestur strögl- aði á tígli, norður sagði tvö lauf og suður þijú grönd. Nú stóð valið á útskoti milli hálitanna, en Jón Hjaltason valdi frekar spaðadrottninguna en hjartago- sann. Þar með fékk sagnhafi bæði tempó og níunda slaginn. Hann fékk reyndar yfirslag og tók fyrir það 630. JL/e resið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.