Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 56

Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 56
TTTr VRGT HAU5TH MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Minning: Njáll Guðmunds- son frá Miðdal Fæddur 28. októbér 1916 Dáinn 25. janúar 1987 í janúarblíðunni lést í Borgarspít- alanum 25. þ.m. Njáll Guðmunds- son, kennari frá Miðdal í Kjós, nýlega sjötíu ára að aldri. Hann fæddist á Litla-Sandi á Hvalfjarðar- strönd 28. október 1916. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Jóns- dóttur frá Brennu í Lundarreykja dal og Guðmundar Brynjólfssonar frá Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi. Það stóðu því að Njáli traustar og góðar ættir. Fárra ára gamall fluttist hann að Miðdal í Kjós er foreldrar hans hófu þar búskap. Þar ólst Njáll upp í stórum og myndarlegum systkinahópi og í góðu andrúmslofti, þar sem græskulausu gamni og alvöru var skemmtilega fléttað saman. Hann þótti snemma liðtækur til verka og fjölhæfur, enda smiðir góðir í ætt- um hans. Ungur fór hann í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi með góðum vitnisburði. Að loknu námi gerðist hann skólastjóri í heimabyggð sinni og gegndi því starfi fjölda ára. Síðan réðst hann að Breiðagerðisskólanum í Reykja- vik og kenndi þar í rúm 20 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Það var við Breiðagerðis- skólann sem leiðir okkar Njáls lágu fyrst saman. Ég þóttist fljótt sjá að þar færi traustur maður. Sú varð og raunin á, hann reyndist afburða góður kennari á hvaða getustigi sem nemendur voru. Börn eru jafnan allra manna miskunnar- lausust í dómum sínum um það sem þau umgangast. Þau eru líka allra gjöfulust á viðurkenningu sé til hennar unnið. Þessa naut Njáll í ríkum mæli, allir nemendur vildu vera sem lengst hjá honum. Hann vann sér því brátt traust menenda jafnt og kennara. Njáll var óvenju heilsteyptur maður. Hann var skarpgreindur, íhugull, kjarkmaður og dæmalaust skyggn á málalok þótt þau væru langt undan. Hann var vel á sig kominn líkamlega, fremur hávaxinn, grannholda alla tíð, stæltur og svo mikill þrekmaður að undrum sætti. Hann iðkaði íþróttir á yngri árum, einkum glímu, enda stundaði hann nám í Hauka- dal hjá hinum merka uppeldis- og íþróttafrömuði, Sigurði Greipssyni. „Þeir voru góðir glímumenn Mið- dalsbræður, Njáll og Davíð,“ sagði Sigurður einu sinni við mig. Þreki sínu og atorku hélt Njáll, að því er virtist, allt til þess að heilsan brast. Njáll kvæntist aldrei. Alla tíð var hann meira veitandi en þiggjandi án þess að gera sér grein fyrir því. Þau voru ófá handtökin sem hann léði skyldum jafnt og vandalausum í gegnum tíðina. Það var gott að eiga með honum spjall ef eitthvað bjátaði á, ævinlega var maður létt- stígari og vonbetri er haldið var af hans fundi. Njáll gat verið nokkuð harður í dómum sínum en aldrei óréttlátur. Einkum átti þetta við ef smámennsku gætti í fari náungans. Njáll var drengur góður. Hann var umbúðalaust náttúrubam og dáði vorið mjög og allt sem það hefur upp á að bjóða. Hann tók okkur, nokkra samstarfsmenn, með sér upp á fjöllin í Kjósinni og taldi það allra meina bót fyrir kyrrsetumenn, sem það og var. Við gerðum okkur til erindis að tína veiðibjölluegg. En annað og meira bjó undir. Það var að „blanda geði við vorið“, eins og hann orðaði það. Þessar ferðir með honum urðu árvissar vor hvert í hálfan þriðja áratug, síðast vorið 1985. Þá dáðist ég svo að léttleika hans að ég hafði á orði að hann væri farinn að vinda ofan af ævi- spólunni. Það var ógleymanlegt að vera staddur með honum uppi á flalli um sólarupprás. Mikið féll maðurinn vel inn í umhverfíð, mér fannst stundum hann vera hluti af því. Eftir slíkar næturgöngur með Njáli var gott að koma í morgun- kaffi til Rósu í Miðdal eða Valgerðar í Hvammi. í gegnum þessar fjalla- ferðir fékk ég tækifæri til að kynnast fólkinu hans, sem var eins og það ætti í manni hvert bein. Slík kynni gleymast ekki. Njáll hafði kennt sér meins um nokkurt skeið, sem tók hann mjög harkalega síðustu mánúðina sem hann lifði. Það var hafin hans síðasta glíma. Mótheijinn að þessu sinni var mað- urinn með ljáinn. Hann leggur enginn að velli. Það var sárt að horfa upp á vin sinn svo kvalinn og illa kominn eins og hann var undir það síðasta. En í dauðaglím- unni reis hann þæst sem persóna og karlmenni. Ósköp varð maður lítill, alheilbrigður, við hliðina á þessum helsjúka manni. Hann gat meira að segja gert að gamni sinu siðasta eftirmiðdegið sem hann lifði. Það tók hann langan tima og heljarátak að færa vinstri hendina frá hliðinni upp á bijóstið. Hægri hendin mun þá hafa verið máttvana með öllu. „Það skal aldrei spyijast að maður geti ekki tekið í hendina á vini sínum að skilnaði." Hand- takið var fastara en ég bjóst við. „Hann er helvítis kvikindi þessi krabbi, ekkert á honum að byggja, flögrar frá einum stað til annars eins og hver annar ómerkingur.11 Þá var svo komið að hann gat ekki reist höfuðið frá koddanum. Þau voru þung sporin okkar hjóna frá Njáli í þetta sinn. „Hann bognaði aldrei en brotnaði í bylnum stóra seinast." Forsjóninni þakka ég fyrir að hafa kynnst Njáli. Miðdalsfólkinu votta ég djúpa samúð. Blessuð sé minninggóðs drengs. Ásgeir Pálsson Sunnudaginn 25. janúar lést í Borgarspítalanum Njáll Guðmunds- son kennari frá Miðdal í Kjós. Hann fæddist á Litla-Sandi á Hvalfjarðar- strönd 28. október 1916. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Jóns- dóttir (f. 1878), bónda á Brennu í Lundareykjadal, Pálssonar og Guð- mundur (f. 1867) bóndi og smiður Brynjólfsson, hreppstjóra á Sóleyj- arbakka í Hrunamannahreppi. Fyrstu tvö búskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík, þar sem Guðmund- ur stundaði sína iðn, en hann var lærður trésmiður. Árið 1907 flytja þau að Melum í Melasveit og eru þar í þijú ár, en flytja síðan að Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd, þar sem þau búa til ársins 1921, eða þar til þau flytja í Miðdal. Á þessum árum eignuðust þau átta böm sem öll komust farsællega til manns, fimm þau elstu voru fædd í Reykjavík og á Melum og telja þau öll árin, þijú jmgstu börnin vora fædd á Litla-Sandi. Börn þeirra Guðbjargar og Guðmundar voru þessi: Valgerður, f. 2. maí 1906, húsfreyja og Ijpsmóðir í Hvammi í Kjósarhreppi. Átti Bjama Ólafsson frá Vindási. Þau slitu sam- vistir. Siguijón, f. 1907, var múrari í Reykjavík, lést rúmlega fimmtug- ur. Lét eftir sig böm. Steinunn, f. 1908, húsfreyja að Blöndubakka við Blönduós, nú ekkja búsett í Reykjavík. Hennar maður var Ás- geir Blöndal. Brynjólfur, f. 1909, látinn fyrir nokkram áram. Lengst af búsettur í Reykjavík, stundaði járnsmíðar. Kvongaðist aldrei, en átti eina dóttur. Bergþóra, f. 1910, d. 1985. Var ráðskona hjá móður- bróður sínum Guðmundi Jónssyni, kennari við Iðnskólann og Mið- bæjarskólann í Reykjavík. Davíð, f. 1914, bóndi í Miðdal, kvæntur Rósu Eiríksdóttur. Njáll, sem hér er kvaddur. Rósa, f. 1921, hús- freyja í Geirshlíð, átti Pétur Jónsson bónda þar, sem látinn er fyrir fáum áram. Hún mun hafa verið aðeins mánaðargömul þegar fjölskyldan flutti að Miðdal. Litli-Sandur mun hafa verið lítil jörð og heldur kostarýr. Er því aug- ljóst að seigt hefur verið í þeim hjónum að bjargast af með svo þunga ómegð. Eftir að þau komu að Miðdal batnaði hagur þeirra. Þau hjón náðu háum aldri, Guðmundur lést 11. apríl 1949, 82 ára gamall. Guðbjörg bjó fyrstu árin eftir lát manns síns í Miðdal með aðstoð barna sinna uns Davíð sonur henn- ar og Rósa Eiríksdóttir tóku við Á NÆSTUNNI stendur til að fastráða sjö til ellefu dagskrár- gerðarmenn á Rás 2 og er það liður í endurskipulagningu RUV. Frá þvi að Rás 2 tók til starfa, hafa eingöngu lausráðnir dag- skrárgerðamenn starfað við þáttagerð á Rás 2 og starfa þar nú um það bii 30 slíkir. Þeir hafa allir sótt um störf fastráð- inna dagskrárgerðarmanna á Rás 2 sem auglýst voru eingöngu innanhúss nú fyrir skömmu. Kristján Siguijónsson, sem á sæti í stjóm lausráðinna dagskrár- gerðarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin með þessu væri að fækka starfsfólkinu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu Re^kjanesi. TVO umferðaróhöpp urðu á veg- inum yfir Hestakleif milli ísa- fjarðar og Mjóafjarðar í siðustu viku. í öðra tilfellinu fór bíll út af veg- inum. í bílnum vora ökumaður og einn farþegi og gengu þeir niður í Mjóafjarðarbotn þar sem þeir gátu fengið aðstoð við að draga bílinn upp á veginn aftur. Bifreiðin skemmdist iítið sem ekkert og fólk- inu varð ekki meint af. Á aðfaranótt laugardags lenti fólksbíll og stór sendiferðarbíll í árekstri á svipuðum slóðum. Fólksbíllinn skemmdist töluvert en ekki urðu meiðsli á fólki. Gífurleg hálka er á þessum vegi, sérstaklega í beygjunum upp úr búi. Hún dvaldi hjá þeim í Miðdal öll árin sem hún átti eftir ólifað að hinu síðasta undanteknu sem hún var á Reykjalundi í Mosfellssveit. Árin urðu mörg, hún andaðist í september 1979 og hafði þá náð 101 árs aldri. Njáll hafði sterkar taugar til ættmenna sinna og æsku- heimilis í Miðdal og má segja að tengslin við það hafí aldrei rofnað og bar ýmislegt til þess Hann var alla tíð maður ókvæntur og hafði því meiri tíma og fijálsræði en ann- ars. Móðir hans var þar í heimili og góð vinátta var með þeim bræðr- um, enda þeir mjög jafnaldra og alist upp saman við leik og störf. Þá má geta þess að ný kynslóð Miðdalssystkina var að alast þar upp. Þau Rósa og Davíð áttu sér- stæðu barnaláni að fagna, eignuð- ust átta efnileg og vel gefín böm. Njáll var stoltur af þessum efnilega systkinahóp, enda hafði hann kennt þeim flestum og fór nærri um hvað í þeim bjó. Hann fylgdjst af áhuga með umbótum á jörðinni, bæði ræktun og húsbyggingum enda allt- af tilbúinn að rétta hjálparhönd ef tími og aðstæður leyfðu. Hann rækti einnig góða frændsemi við Valgerði systur sína í Hvammi, sem búið hefur þar síðan hún heimti jörðina úr „hers höndum", í bókstaf- legri merkingu, við lok heimsstyij- aldarinnar síðari. Veit ég að henni þótti gott að eiga hann að bakhjarli. Það var á haustdögum fyrir nærri hálfri öld, eða árið 1937, að leiðir okkar Njáls lágu saman, en við voram í hópi þeirra nemenda, sem þá settust í fyrsta bekk Kennara- skóla íslands. Kreppan var í al- gleymingi og það atvinnu- og úrræðaleysi sem henni fylgdi, og fór ekki hjá því að þetta markaði ákvarðanatöku ungs fólks um nám. Það sem einkenndi þennan nem- endahóp eins og svo marga árganga Kennaraskólans á þessum áram var sl. föstudag er stefnt að því að lengja dagskrána í 24 tíma á sólar- hring. Ef það nær fram að ganga, myndi dagskrá Rásar 2 verða að mestu leyti í höndum þessara 7 til 11 fast-ráðinna dagskrárgerðar- manna. Þó yrðu nokkrir lausráðnir starfsmenn með einn og einn þátt. Kristján sagði að þessi breyting kæmi til með að ganga hægt fyrir sig þar sem flestir starfsmannanna hefðu munnlega samninga fram á vor. „Það er í raun og veru hægt að segja okkur upp með dags fyrir- vara, en það yrði einfaldlega ekki gert og höfum við vilyrði fyrir því. Með fastráðningu, fara starfsmenn inn á föst laun, en hingað til höfum við fengið greitt fyrir hvern útsend- an þátt," sagði Kristján. Mjóafirðinum. Full ástæða er til að vara fólk við að fara þessa leið nema á mjög vel útbúnum bílum. Heita má að vegurinn um Djúp sé nú algerlega ófær nema stóram jeppum því hann er víða mjög sund- urskorinn og blautur. Að sögn Sveinbjamar Veturliða- sonar hjá Vegagerðinni á ísafírði er nú unnið að viðgerð á verstu stöðunum og er vonast til að vegur- inn verði sæmilega fær fljótlega. Aðstæður era að vísu mjög erfiðar núna, fyrst og fremst vegna hlýind- anna og mikillar umferðar flutn- ingabíla í kjölfar farmannaverk- fallsins. - Björg t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jaröarför KRISTI'NAR BJARGAR BORGÞÓRSDÓTTUR Þiljuvöllum 27, Neskaupstað. Guðmann Guðbrandsson, Bára Guðmannsdóttir, Jón Borgþór Sigurjónsson, Ýris Kristjánsdóttir, Birgir Sigurjónsson. Sigrún Jóhannsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Þórhlldur Slgurjónsdóttir, Jón Ólafsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til eiganda og starfsmanna Gamla kompanísins og allra annarra er sýndu okkur samuð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, LÁRUSAR KRISTÓFERS EYJÓLFSSONAR, Lœkjartúnl v/Vatnsveituveg, Reykjavfk. Ragna Pótursdóttir, Guðrún Lárusdóttlr, Arne Jonasson, Pótur E. Lárusson, Þórunn Lárusdóttlr, Jakob Jakobsson, og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, VIKTORlU JÓNSDÓTTUR, kennara, Hellisgötu 35, Hafnarfirði, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar eru beönir að láta Krabbameins- félag fslands njóta þess. Jörundur S. Garöarsson, Þóra Dögg Jörundsdóttlr, Una Ýr Jörundadóttir, Jón Garðar Jörundsson, Jón Kr. Steinsson, Þóra Jónsdóttir, Sigurður S. Jónsson, Logi Þ. Jónsson, Smári Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð vlö andlát og útför ÞORKELS ÓLAFSSONAR, Stykklshólml. Borghildur Ólafsdóttlr, Unnur Ólafsdóttir og œttingjar. Rás 2: Þrjátíu sóttu uni 7-11 stöður Umferðaróhöpp á Hestakleif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.