Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 23

Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 23 Eigendur hins nýja skips, þeir Unnþór Halldórsson og Guðmundur Gissur AR-6. Morgunbiaðið/JG Baldursson, ásamt eiginkonum sínum. Nýtt fiskiskip á Akranesi Akranesi. NÝJU og glæsilegu fiskiskipi, Gissuri ÁR-6, var hleypt af stokk- unum hjá skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi föstudaginn 30. janúar. Skipið er eitt hinna svokölluðu raðsmíðaverkefna skipasmíða- stöðvarinnar og er eigandi þess Ljósvík hf. i Þorlákshöfn, en eig- endur þess eru tveir ungir menn, þeir Unnþór Halldórsson og Guð- mundur Baldursson, sem áður hafa gert út skip með sama nafni. Það var eiginkona Unn- þórs, Kristín Þórarinsdóttir, sem gaf skipinu nafn við viðhöfn sem fram fór við skipshlið. Skipið, sem er eins og áður sagði eitt hinna svokölluðu raðsmíða- skipa, er 300 rúmlestir, mesta lengd 42,40 m, breidd 8,10 m og dýpt að efra þilfari 6,25 m. Það er byggt sem skuttogskip til úthafsrækju- veiða með aðstöðu til vinnslu og frystingar á aflanum um borð. íbúð- ir eru fyrir 15 menn í eins og tveggja manna klefum. Aðalvél er 990 hestafla, Bergen diesel-gerð fyrir brennslu á svart- olíu. Vélin er tengd Volda niður- færslugír og skiptiskrúfu í skrúfuhring. Á gímum em tvö aflúttök með Stamford-rafölum sem samtals geta framleitt 610 kva. Ennfremur em í skipinu tvær ljósavélasamstæður; Gummins 190 kva og Caterpillar 375 kva. Stýri er af gerðinni Becker. Allar vindur em frá Rapp-Hydema, tog- vindur em með autotroll-búnaði. Frystibúnadður er allur frá A/S Henry Söby Köleteknik, afköst 22 tonn af rækju á sólarhring í tveim- ur láréttum plötufrystum og einum lausfrystiklefa. Rækjuvinnslubúnaður er að hluta til frá Camitech A/S en að öðm leyti smíðaðar hjá Þorgeir og Ellert hf. Vogir em frá Marel hf. í skipinu em fullkomin fiskileit- ar- og siglingatæki svo sem; Fumno litaratsjá með litaferðrita (plotter), Fumno gervihnattaloran, Ánschutz gyro-áttaviti og sjálfstýring, Taiyo-veðurkortamóttakari, Sail- or-talstöðvar, Koden-miðunarstöðv- ar, Fumono-litadýptarmælir, Atlas-djúpsjávarfísksjá, Scanmar- og Furano-aflamælar. - J.G. Kaup á sumum vörum álwarðast af því sem stendur á botninum. Viðbit með fjölómettaðri fitu á stöðugt vaxandi gengi að fagna vegna þess að fjölmargir telja harða fitu lítt holla. AKRABLÓMI hefur hærra hlutfall af fjölómettuðum jurtaolíum en almennt gerist í viðbiti - þess vegna færðu hann mjúkan úr ísskápnum beint á brauðið - í steikinguna, baksturinn og matseldina. Kynntu þér hvað stendur á botni öskjunnar um hlutfall harðrar og fjölómettaðrar fitu. Hiklaus kaup þeirra sem hugsa um hollustuna -og verðið. Aðalvinningur að verðmæti Stór Þróttar í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30. Greiðslukortaþjónusta Næg bílastæði Síðast voru vinningar að verðmæti ,290 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.