Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUN)BLAÐSlNS I HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svör við þeim sem leitað hefiu* verið lyá embætti ríkisskatt- stjóra. Skattframtali verður aðskila Skattgreiðandi spyr: Ég er einn af um 800 mönnum sem ekki hefur fengið á hreint skattauppgjör frá í fyrra en vegna einhverra deilna endurskoðenda og skattyfírvalda um skil á fram- tölum var áætlað á mig á síðasta ári. Má búast við slíku áfram og á ég að fara telja fram núna þeg- ar síðasta framtal er ekki komið á hreint? Svar: Framtalsskyldum aðilum ber að skila skattframtali í lögboðnum framtalsfresti. Það hefur ekki áhrif á skila- skyldu skattframtals þó framtelj- andi eigi óafgreitt mál hjá skattyfírvöldum vegna framtals fyrra árs. Vaxtafrádrátt má ekki færa milli ára Húsbyggjandi spyr: Má færa ónýttan vaxtafrádrátt milli ára vegna húsbyggingar? Svar: Nei. Jens Kjartansson spyr: Ég hef búið erlendis síðustu fjögur ár en er nú fluttur heim. Eg hafði nýlokið við að byggja mér íbúð þegar ég fór út en þar sem ekki er hægt að nýta vaxta- frádrátt þegar búið er erlendis hefur hann fallið ómerkur. Því spyr ég hvort þessi uppsafnaði vaxtakostnaður er frádráttarbær nú þegar ég er fluttur heim aftur? Svar: Nei, það er ekki heimilt að flytja ónýttan vaxtagjaldafrádrátt milli ára. Þeir sem láta af störfum fá afslátt Eftirlaunaþegi spyr: a) Gildir niðurfelling skatta vegna starfsloka bæði fyrir tekjuskatt og útsvar? b) Mega menn halda áfram launaðri vinnu eftir starfslok? c) Þegar ' staðgreiðslukerfí skatta kemst á, verður endur- greitt vegna starfsloka fyrir síðustu 12 mánuði eða fellur frádrátturinn niður? Svar: a) Þeir sem láta af störfum vegna aldurs eiga rétt á sérstökum frádrætti frá tekjum sínum, er þeir hafa aflað sér síðustu 12 mánuði fyrir starfslok. Þeir skulu fylla út sérstakt eyðu- blað „Yfírlýsing og greinar- gerð R3.08_“ vegna þessa frádráttar. Á því eyðublaði, sem og í leiðbeiningum ríkis- skattstjóra á bls. 14, eru nánari skýringar og leiðbein- ingar við útfyllingu þessa eyðublaðs. Frádráttarflárhæð- in færist í reit 36. Þessi liður kemur til frádráttar bæði frá tekjum til útsvars og tekjum til tekjuskatts. b) Framangreindur frádráttur er vegna þeirra sem láta af aðalstarfí sínu vegna aldurs. Ríkisskattstjóri vill vekja at- hygli á því að ekki er um að ræða sjálfkrafa rétt á þessum frádrætti til handa þeim sem náð hafa 55 ára aldri, heldur gildir þetta aðeins fyrir þá sem láta af starfí vegna aldurs eða sú breyting verði á aðalstarfi skattþegns að jafna megi til starfsloka hans. Ljóst er þó að heimila verður mönnum þennan frádrátt, þótt þeir hafí einhveijar launatekjur eftir að þeir láta af sínu aðalstarfi. c) Að svo stöddu er ekki hægt að svara þessari spumingu. Námsfrádráttur færisttil maka Sigurður Gestsson spyr: Ef maki er tekjulaus og við nám í öldungadeild fæ ég að nota námsfrádráttinn? Ef svo er, hvort færist hann á framtalseyðublaðið hjá mér eða maka? Svar: Já, í þessu tilviki yfírfærist námsfrádráttur tekjulausa mak- ans til hins makans. Framtalseyðublaðið ber að fylla út eins og form þess segir til um, þ.e. tekjur og frádrátt hjá hvoru hjóna. Frádráttur sem ekki nýtist hjá öðrum makanum millifærist til hins makans og gerist sú milli- færsla við útreikning og álagn- ingu gjalda. MiUifærsla á maka Halldór spyr: Miðað við að annað hjóna hafí háar tekjur en hitt mjög lágar, hvað má færa mikið yfír á það sem hefur lágu tekjumar og hveij- ar em reglumar í því sambandi, þ.e. kemur það til lækkunar tekj- um í efsta skattþrepi eða mið- þrepinu? Svar: Ef tekjuskattsstofn annars hjóna er lægri en kr. 412.200 hækkar 18% skattþrep hjá hinum makanum um þá upphæð sem skortir á að tekjuskattsstofn fyrr- greinda makans nái kr. 412.200. Millifærð hækkun á lægsta skatt- þrepi má þó ekki nema hærri íjárhæð en kr. 206.100. Næsta skattþrep, þ.e. 28,5%, lækkar um sömu fjárhæð og 18% skattþrepið hækkar um. Færsla á hluta- bréfaarði Björn Jóhannsson spyr: Hvar og hjá hvom hjóna á að færa: a) hlutabréfakaup í atvinnu- rekstri? b) arð af hlutabréfum í atvinnu- rekstri? c) hækkun á hlutabréfum, til dæmis vegna útgáfu jöfnunar- hlutabréfa? Svar: Gera skal grein fyrir hluta- bréfakaupum á bls. 4 á framtali undir liðnum greinargerð um eignabreytingar. Hjá hjónum teljast eignir fram sameiginlega á 1. síðu framtals. Hlutabréfaeign færist undir lið E4. Arður tilgreinist þar sérstak- lega enn fremur skattfijáls jöfnunarhlutabréf og hlutafé í árslok. Arður færist í reit 75 á 4. sfðu framtals. Með arði skal telja skattskylda úthlutun jöfnun- arhlutabréfa á árinu 1986. Til frádráttar er heimilt að færa að hámarki 10% af nafnverði, þó ekki hærri Ijárhæð en kr. 57.375 hjá einhleypingi og kr. 114.750 hjá hjónum. Þessi frádráttur fær- ist í reit 82 á 4. síðu framtals. Framteljendum, sem kunna að eiga rétt á frádrætti vegna kaupa á hlutabréfum í félögum sem upp- fylla skilyrði laga nr. 9/1984, ber að útfylla eyðublað merkt R3.10 og láta það fylgja skattframtali. Frádráttur þessi færist í reit 83 á framtali og kemur til frádráttar tekjum sem færast í teknalið T 14 á framtali. Mismunur á lið T 17 á framtalinu færist hjá því hjóna sem hefur hærri hreinar tekjur, sbr. lið T 9 á skattfram- talseyðublaðinu. Varðandi nánari útskýringar vísast í leiðbeiningar ríkisskatt- stjóra, bls. 5 og bls. 8. Ennfremur útskýringar sem koma fram á bakhlið eyðublaðs R3.10. /iGLinGn/KóLinn Aður auglýst hafsiglinganám- skeið hefst 16. febrúar. Örfá sæti iaus. Inntökuskilyrði 30 tonna próf. Kennsla í meðferð seglbáta og notkun siglingatækja, sem fer fram um borð í skútu skólans, hefst 1. júní. Innritun er hafin. Upplýsingar og innritun í síma 31092. Siglingaskólinn, meðlimur í Alþjóðasigl- ingasambandi siglingaskóla FISKIDÆLUR SL0GDÆLUR • FLYGT dælir auð- veldlega vökva blönduðum fiskúr- gangi og slógi. • FLYGT hefur inn- byggðan hníf sem sker í sundur fiskúr- ganginn. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Kópavogur: Sambýli fyrir aldraða opnað Morgunblaðið/Arni Sæberg Fjölmennl var við opnun sambýlis fyrir aldraða að Skjólbraut 1A i Kópavogi síðstliðinn föstudag. Með sambýlinu er gerð tilraun til að mæta þörfum þeirra sem erfitt eiga með að búa einir og þarfnast að auki einhverrar þjónustu. Að sögn Braga Guðbrandssonar félags- málastjóra Kópavog er stefnt að opnun fleiri heimila gefist þessi tilraun vel. Sambýli aldraða að Skjólbraut 1A í Kópavogi. Byrjendanámskeið í notkun MACINTOSH MACINTOSH-tölvan markar tímamót í tölvuhönnun. Á námskeiðinu er farið rækilega í þá möguleika sem tölvan býð- ur uppá. Dagskrá: * * * * Macintosh, stórkostleg framför í tölvuhönnun. Grundvallaratriði í notkun Macintosh. Kynning á eftirfarandi hugbúnaði: Leiflbeinandi: Ritkerfið Macpaint. Ritkerfið Macwrite. Ritkerfið Word. Töflureiknirinn Multiplan. Ýmis forrit á Macintosh. Umræður og fyrirspurnir. Ath.: Ný Macintosh-handbók fylgir með nám- skeiðsgögnum. Tími: 14. og 15. febrúar kl. 9—17. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík. mÐsimsimu er hægt ad breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir þaö veröa áskri argjoldin sku viökomandi greiðslukortareikn- ing manaöarlega SÍMINNER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.