Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Minning: Guðrún Jóhanns- dóttir Kirkjubóli Fædd 5. ágríst 1914 Dáin 2. febrúar 1987 Mig langar með nokkrum kveðju- orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar og mannkostakon- unnar Rúnu á Kirkjubóli. Hún lést aðfaranótt mánudagsins 2. febrúar sl. um borð í Djúpbátnum Fagra- nesi á leið til Isafjarðar undir læknishendur. Banamein hennar var heilablóðfall og var ekkert í mannlegu valdi hægt að gera til hjálpar. Ég held að sælli dauðdaga hefði hún ekki getað hugsað sér en að fá að sofna. Ég ætla ekki að rekja æviferil Rúnu. Hann þekki ég ekki nógu vel og læt aðra um það. Hún er 16—17 ára gömul er hún kemur að Kirkju- bóli í Langadal, til Steindórs bónda og frænda síns. Þar ílendist hún og verður ein af fjölskyldunni og heimilisfólkinu. Eftir að kona Steindórs deyr sér Rúna að mestu leyti um heimilishaldið og fóstrar son þeirra hjóna, sem er komabam, er móðirin deyr. Kristján hefur allt- af verið Rúnu eins og besti sonur, hann tók við búinu og giftist Guð- mundu Sigurðardóttur úr Reykjavík og voru þau hjón alltaf eins og böm hennar. Fyrstu kynni mín af Rúnu og heimilisfólkinu á Kirkjubóli voru þau, að við systkinin fómm með foreldrum okkar til laxveiða í Langadalsá, er ég var bam að aldri. Snemma myndaðist órofa vin- átta milli þessara heimila sem hefur haldist æ síðan. Það var og er alltaf gott að koma að Kirkjubóli í heimsókn, en það er eins og kallað er þvert í þjóð- braut og síðasti bærinn í dalnum áður en lagt er á Þorskafjarðar- heiðina. Langadalsá, gjöful lax- veiðiá í gegnum tíðina, rennur framhjá bæjarhlaðinu og símstöð hefur verið í fjölda ára fram til þessa dags á Kirkjubóli. Það hefur alltaf verið mjög gestkvæmt á bæn- Skreytum við öll tækifæri ^ Roykjavikurvegi 60, simi 53848. ^ Álfheimum 6, sími 33978. 3LÓMI> HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrá kl. 09-21 alla daganema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími 21330. um þegar vegir eru færir og áningarstaður flölda fólks og bflstjóra. Það var tekið af okkur íjölskyldunni loforð af heimilisfólk- inu um að keyra aldrei framhjá án þess að stoppa og það hefur alltaf verið haldið og því var lofað, ekki síst Rúnu. Alltaf var tilhugsunin um að þessi trygglynda vinkona tæki á móti okkur ásamt hinum úr fjöl- skyldunni, með hjartahlýjunni sinni, faðmlagi og brosi á vör, ljós punkt- ur á langri ferð eða stuttri. Trygglyndi tala ég um, því engan þekki ég eins tryggan og trúan vin- um sínum og Rúna var. Fyrst áttu foreldrar mínir þessa góðu tryggð og vináttu, síðan við systkinin og síðan og ekki síst sonur minn og önnur bamaböm foreldra minna. Þá er ótalið heimilisfólkið á bæn- um, en hjónin þar Mumma og Stjáni eiga fimm böm, Steindór Gísla, Stínu Möggu, Sigurð, Hafliða og Einar Rúnar. Þau vom lífið í brjóst- inu hennar og mjög hjartfólgin henni, eins og besta amma var hún þeim. Ég held að ég halli ekki á þau eldri bömin er ég tala um yngsta son hjónanna á bænum, sólargeisl- ann hennar Rúnu og nafna, Einar Rúnar, en hann hefur alla tíð verið henni sannur geisli. Og er Rúna veiktist hitti svo á að hann var í helgarfríi heima úr skólanum og hélt hann í hendina á henni síðustu mínúturnar, sem hún var með með- vitund, og ég veit að það hefur verið þeim báðum ljúft handtak. Það bregður upp ýmsum mynd- um er hugurinn reikar aftur í tímann. Þar er Rúna við símstöðina að gefa dýranum, Rúna að fylgja okkur fram að hliði, Rúna í eld- húsinu og við heimilisstörfín, en þau tók hún gjaman að sér vegna veik- inda og flarvera húsmóður sinnar. Veit ég að hennar verður sárt sakn- að af heimilisfólkinu og vini sínum, Bjama Hanssyni, en hann hefur verið til heimilis að Kirkjubóli í lengri tíma. Rúna kom ekki oft í kaupstað, eins og hún kallaði ferðir sínar á ísafjörð. En þegar hún kom reynd- um við fjölskylda mín, vinir hennar og systur að láta hana fá sem mest út úr ferðinni. Og alltaf höfðu allir allt of mikið fyrir henni að hennar mati, en maður gat samt aldrei gert nóg fyrir hana að mínu mati, hún átti bara það besta skilið. Það hvarflaði ekki að henni að það væri virkileg ánægja og gaman að fara með henni í bæinn, að versla, í bfltúr, eða bara að ræða lífsins gang. En Rúna var hafsjór af fróð- leik. Hún sagði stundum að sér fynd- ist hún vera hálfgert olnbogabam lífsins. Það var ljúft að sannfæra hana um annað. Greindari konu og minnugri en Rúnu er vart hægt að hugsa sér. Það var sama hvar grip- ið var niður í tímans rás, gagnvart mönnum, málefnum og staðháttum, GuðmundurB. Bjarna- son - Minning Fæddur4.júlí 1912 Dáinn 2. febrúar 1987 Mánudaginn 2. febrúar sl. andað- ist á Landakotsspítala tengdafaðir minn, Guðmundur Björgvin Bjama- son, eftir langa og harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm, sem enginn mannlegur máttur gat stöðvað. Guðmundur Björgvin var fæddur á Bæ í Trékyllisvík, Ámeshreppi, 4. júlí 1912. Foreldrar hans vora Bjami Bjamason og Hallfríður Guð- mundsdóttir, fyrri kona Bjarna, en Hallfríður dó af bamsföram frá þremur bömum þeirra, þeim Hans Hallgrími, Guðmundi Björgvin og Elínu. Seinni kona Bjama var Sigríður Guðmundsdóttir og gekk hún þeim Guðmundi og Elínu, syst- ur hans, í móðurstað og fórst það hlutverk vel úr hendi. Þau Sigríður og Bjami eignuðust tvö börn, Hallfreð og Leopoldínu. Systkini Guðmundar, Elín, Hall- freður og Leopoldína era öll á lífi og sýndu bróður sínum hlýhug og elskulegheit í afstöðnu veikinda- stríði. Úr Árneshreppi lá leiðin að Gautshamri og Hafnarhólmi á Sel- strönd í Kaldrananeshreppi. í þá daga vora lífskjörin nokkuð á annan veg en nú í dag, það urðu allir að Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður vinna hörðum höndum sem á annað borð vettlingi gátu valdið. Guðmundur Björgvin varð því strax og kraftar ieyfðu þátttakandi í almennum sveitastörfum og sjó- sókn á minni bátum. Já, það veitti sannarlega ekki af að geta tekið til hendi og kunna vel til þeirra verka sem til féllu á þeim áram. Á þessum áram kynntist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Bjömsdóttur. Foreldrar hennar vora Guðbjörg Níelsdóttir og Björn Bjömsson, verslunarmað- ur á Hólmavík. Guðmundur og Guðrún stofnuðu heimili og byrjuðu búskap á Hafnar- hólmi á árinu 1932 og var þar búið fyrstu 5 samvistarárin. Áð þeim liðnum fluttust þau Guðmundur og Guðrún til Hólmavíkur en þar lifðu þau sín bestu æviár. Þau vora vel- metnir borgarar í litlu samfélagi og lögðu sinn skerf af mörkum til ört vaxandi sjávarpláss sem Hólmavík var á þessum áram. Þeim hjónum Guðmundi og Guð- rúnu varð sex barna auðið. Þau urðu fyrir þungri sorg er þau misstu nýfæddan dreng. Börn þeirra á lífi era: Sigurmunda, húsmóðir á Drangsnesi, hún á 3 böm; Hallfríð- ur, sjúkraliði í Reykjavík, hún á 4 böm; Bjarni, rafvirkjameistari í Keflavík, hann á 5 börn; Baldur, skriftvélameistari í Reykjavík, hann á 5 böm; Björg, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur á Sauðárkróki, hún á 2 börn. Fóstursonur Guðmundar og Guðrúnar er Bjöm Rúnar Sig- urðsson, hann er dóttursonur þeirra, sonur Hallfríðar. Bjöm var mikill afastrákur og er eftirlæti ömmu sinnar. Á Hólmavík stundaði Guðmund- ur margvísleg störf, enda handlag- inn með afbrigðum og dugmikill alltaf var hún með á nótunum. Aldr- ei hallaði Rúna á nokkum mann. Það var henni svo eðlislæjgt að hugsa um aðra en sjálfa sig. Omæld ánægja var það henni á 70 ára af- mælinu sínu hve margir ástvinir, vinir og fjölskyldufólk hennar tóku þátt í þessum merkisdegi með henni. Svo var eitt sem var henni óvenju kært. Það var kirkjan hennar, Naut- eyrarkirkja. Og það var henni gleðidagur sl. sumar er 100 ára afmæli kirlqunnar var haldið með vígslu, eftir miklar endurbætur og viðgerðir, að tvö böm vora fermd úr sveitinni hennar og annað þess- ara bama var Einar Rúnar, sólar- geislinn hennar. Hún sagði mér seinna að þetta hefði verið sinn hamingjudagur. Svona var Rúna. Alltaf áttu ást- vinir og vinir hug hennar og hlýju. Rúna átti átta hálfsystkini, fímm bræður og þtjár systur, sem vora henni mjög kærar, en þær era Rósa fyrrverandi húsmóðir að Ármúla, Ádda húsmóðir í Amardal og Kæja í Reykjavík. Það er ekki í anda Rúnu að vera með langar lofræður né eftirmála. Nú kveð ég kæra vinkonu fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar með fátæklegum orðum og þakka henni fyrir yndislegar samvera- stundir. Og þakka alla umhyggju- semi, ástúð, tryggð og allt gott á liðnum áram sem hún sýndi okkur fjölskyldunni. Ég bið algóðan Guð að leiða hana á ókunnum stigum og varðveita. Hjá okkur lifír minningin um ein- staka konu sem gengin er, gangan hennar var hljóðlát, en samt svo stór og hlý og vildi ég ekki hafa farið á mis við hana. Ég votta fjölskyldunni á Kirkju- bóli, systkinum hennar og öllum ástvinum hennar, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúna verður kvödd með kveðju- athöfn í fallegu kirkjunni sinni á Nauteyri í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, en jarðsett í heimagrafreit á Kirkjubóli í Langadal við ísafjarð- ardjúp. Dalnum hennar fallega, sem var henni svo óendanlega kær. Bjarndís Friðriksdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. verkmaður. Um árabil gegndi hann verkstjórastarfi við hraðfrystihús kaupfélagsins, var vélgæslumaður bæði á sjó og landi. Við rafvirkjun vann Guðmundur hjá Hjálmari Halldórssyni um langt árabil. Það sem ávallt var einkennandi við öll störf Guðmundar var vand- virkni, samviskusemi og heiðarleiki í allri umgengni. Þessum eiginleik- um er Guðrún einnig búin í ríkum mæli enda elskuð og virt af öllum sem hana þekkja. Þessar umgengisreglur munu Guðmundur og Guðrún hafa lært á sínum æskuheimilum og síðan hafa þau kennt börnum sínum þessar gullnu lífsreglur ásamt fleiri heil- ræðum. í þeirri trú að þau kæmu að notum á lífsleiðinni og fæ ég ekki annað séð en sú kennsla hafi skilað sér. Á árinu 1962 fluttust þau Guð- mundur og Guðrún til Reykjavíkur. Fór Guðmundur þá að vinna hjá heiðursmanninum Einari J. Skúla- syni á skrifstofuvélaverkstæði og var þar nokkur ár virtur af vinnufé- lögum. Síðast vann Guðmundur hjá Pósti og síma við viðgerðir á skrif- stofuvélum. Það var einkennandi við störf Guðmundar í rafvirkjun og skrifstofuvélaviðgerðum, sem útheimta allmikið nám, að hann gekk að þessum störfum sem full- numa maður þótt að aldrei hefði hann á skólabekkinn sest og það hefí ég fyrir satt að betri þóttu handtök hans, en margra þeirra sem höfðu stundað nám, en vora reynslulitlir í starfi. Það verður að segjast að dvölin í höfuðborginni var ekki að skapi Guðmundar, hugurinn var norður á Ströndum. Þar var allt miklu betra, loftið heilnæmara og vatnið tærara. Ætli það geti ekki verið að þeir sem hafa lifað sín manndómsár í faðmi fagurra fjarða við ægifegurð hárra ljalla norður á Ströndum eigi erfítt með að samlagast borgarlífínu í dag? Eftir 25 ára dvöl á Hólmavík fór Guðmundur að kenna lasleika er varð þess valdandi að þau hjón flutt- ust til Reykjavíkur og þá fyrst og fremst til að geta notið fullkomnari læknisþjónustu. Er tímar liðu þurfti Guðmundur að gangast undir uppskurði, ekki einn heldur tvo. Nokkrar vonir vora bundnar við þessar aðgerðir, sem virtust ætla að bera árangur en er tímar liðu fór heilsufarið hnignandi og á liðnu hausti var aðstandendum gert ljóst að við þennan sjúkdóm yrði ekki ráðið. Það verður að segjast að dauða- stríðið hefur verið þjáningarfullt tímabil. Það þrek og sá mannkær- leikur, sem hún Guðrún tengdamóð- ir mín hefur sýnt, er mikill, það era drýgðar hetjudáðir enn á okkar kalda landi. Ég trúi því og veit að heimkoma Guðmundar hefur verið góð og nú er hann laus við þjáningar jarðlífs- ins. Góður Guð gefí honum frið og ró. Þá bið ég Guð almáttugan að blessa Guðrúnu Bjömsdóttur og veita henni og öðram aðstandend- um styrk í sorg. Ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Magnús Guðmundsson, Drangsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.