Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 félk f fréttum Að kunna tökin á tækninni Síðastliðinn miðvikudag hélt bandaríska hljóm- sveitin Smithereens seinni tónleika sína í húsi Islensku óperunnar, Gamla bíói. Var almennt mál manna að báðir tónleikamir hefðu verið vel heppnað- ir, þó svo þeir seinni hefðu e.t.v. verið lakari. Utvarpsstöðin Bylgjan sendi hluta tónleikanna beint út og skyldi maður ætla að það væri töluvert fyrir- tæki. Ekki vafðist það þó fyrir Bylgju-mönnum, enda fagmenn á ferðinni. Sérstaka athygli má þó vekja hversu lítið fer fyrir tækjabúnaði þeim, sem nausynleg- ur telst til útsendinga. Hér er Sigurður við tækjabúnaðinn. Meira þarf Útvarpsmaðurinn ábyrgi, Ásgeir Tómasson, ásamt nú ekki til! Jóni Axel Ólafssyni, magnaraverðinum valin- kunna. Sem sjá má var „Flukey" ekki vinasnauður, hér er hluti þeirra sem vottuðu hinum látna virðingu sína. Morgunblaðið/Bjami Hallgrímur Thorsteinsson, sem var kynnir á tónleikunum og Sigurð- ur Ingólfsson, tæknimaður. Um greftrunarsiði Stokes-fj ölsky ldunnar Willie „Flukey" Stokes, hinn tæplega fimmtugi „eitur- lyíjabarón11 af Chicago, kunni svo sannarlega að setja á svið skraut- sýningar, þegar hann vildi svo við hafa. Þegar sonur hans, Willie „The Wimp“ (raggeit) lést í skotárás fyr- ir u.þ.b. þremur árum sá karl faðir hans til þess að á hvom staðinn sem hann færi nú í vist hinu megin, þá væri öruggt að hann kæmist á leiða- renda. Willie var grafinn í kistu, sem leit út eins og ekta Cadillac, með stýri, blikkandi ljósum, fram- rúðu, hvítum hjólbörðum og „Wimp“ letrað á. Kistan var að sjálfsögðu bleik. í henni lá Willie með hatt á höfði og hendur á stýri. En hafi einhverjum þótt útförin smekklaus, þá tók „Flukey“ gamli ekki eftir neinu. „Jarðarfarir eru ekki mitt sérsvið. Ég veit ekkert um það hvort þessi sé óvenjuleg eða ekki. Ég stunda þær vanalega ekki sjálfur". Jarðarförin vakti töluverða athygli um öll Bandaríkin og þó víðar væri leitað. M.a. birti Morgun- blaðið frétt af henni og blúsgítar- leikarinn frægi, Stevie Ray Vaughan, samdi vinsælt lag um „Willie í Kadiljáks-kistunni". Flukey fór þó í jarðarför á árinu sem leið og það sem meira var — hann var heiðursgesturinn. Að sögn lögreglunnar var honum gerð fyrirsát þar sem hann ók um í Kadilják sínum ásamt Diane nokk- urri Miller, sem verið hafði í tygjum við dópsalann í nokkur ár. Stokes var nýbúinn að hringa heim til Diane og óska eftir því að kveikt yrði á fljóðljósunum við hús henn- ar, svo þau sæju til við komuna þangað. Hann hringdi úr farsíma sem hann skildi aldrei við sig, en af einhverjum ástæðum var kveikt of seint á ljósunum og út úr runnum stukku tveir menn og skutu sem óðir væru á Stokes. Hann og bílstjórinn hafi létust nær sam- stundis, en ungfrú Miller slapp með skrámur. „Flukey" var óþekkjan- legur eftir árásina, því að morðingj- amir notuðu afsagaðar haglabyssur við verknaðinn. Talið er að einhver samkeppnisaðili „Flukeys" standi á bak við morðið. Að öðru leyti hafði árið verið mjög gott fyrir „Flukey“. Hann og kona hans héldu upp á 30 ára brúð- kaupsafmæli sitt með stórfenglegri Jean og „Flukey“ Stokes á brúðkaupsafmælinu í fyrra. Bæði eru þau alsett skartgripum, en Willie er auk þess með skjalat- ösku, sem í er siminn ómissandi. Fyrir ofan hangir mynd af syninum Willie. Willie „The Wimp“ í kadiljáks-kistu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.