Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 k ,Mig ■e.r'cui -finnO- viá Um- feréamiástöð'ina eftit- W. 3. " ♦ | V Með morgunkaffínu Guð sé oss næstur. Lifi ég í tvíkvæni? HÖGNI HREKKVÍSI , pAO VAR. þeeSl MAKALAUSA KY/VINIGÁFA HANS SE/M FyR&r HEILLAPI SOHJU.I" Hestamenn munu brátt geta stundað íþrótt sína í skemmu mikilli sem verið er að reisa inn við Elliðaár. Reiðhöll — paðreimur í Morgunblaðinu 30. janúar ritar Gísli Bjömsson grein um skemmu- byggingu eina mikla sem hesta- menn og fleiri aðilar eru að byggja, hrossum og hestamönnum til skjóls inn við Elliðaár. Er hann ósáttur við það að stöku menn séu að hafa í flimtingum orð- ið „reiðhöll", sem húsi þessu hefur verið gefið. Höll er orðið útþvælt í málinu á síðustu árum sbr. Bænda- höll, Fiskhöll, Bíóhöll, Kjöthöll, Kauphöll o.s.frv. Til er orðið paðreimur, sem tal- ið er vera afbökun væringja á gríska orðinu „hippodrome" og á að hafa borist með þeim út hingað á sínum tíma. Mætti ekki taka þetta orð sem nú er að týnast upp aftur og nota það um byggingu þá, sem hesta- menn eru að reisa við Elliðaár? Lesandi Upphaf þorrablóta Góði Velvakandi. Mig langar til að biðja þig um að koma á framfæri athugasemd varðandi það, sem sagt var í þættin- um „I takt við tímann" í sjónvarpinu 21. janúar sl. um nútíma þorrablót. Þar var sagt að á Austurlandi hefði verið upphaf nútíma þorrablóta og væru 30 ár síðan hið fyrsta var haldið þar. Nú vil ég upplýsa það að á þessu ári er 41 ár síðan fyrsta þorrablótið var haldið hér í Keflavík á vegum Kvenfélags Keflavíkur og er það skráð í bókum félagsins. Félagið var stofnað árið 1943 eða 44. Eg man það ekki nákværrlega, en frú Guðný Asberg var aðalhvatamaður að stofnun þess og var hún fyrsti formaður þess og gegndi því starfi í full 20 ár. Hún var einnig upphafs- maður að þorrablótsskemmtunum félagsins og hvatti jafnframt konur til að klæðast íslenskum búningi á þeim. Þessar skemmtanir kvenfé- lagsins voru svo vinsælar um áratuga skeið að miklu færri kom- ust á þær en vildu. Á fyrstu þorrablótsskemmtununum kom hver maður með sinn sviðakjamma, hangikjöt og annað sem etið er á þorra, auk mataráhalda og margir komu með mat sinn í trogum. 011 skemmtiatriði voru unnin af heima- mönnum og frú Vigdís Jakobsdótt- ir, móðir Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra, æfði og stjórnaði söngkór kvenfélagsins um margra ára skeið. Þetta voru frábærar skemmtanir, sem aldrei gleymast þeim sem nutu. Fjöldi mynda er til af þessum hófum, bæði í vörzlu kvenfélagsins og einstaklinga. Kvenfélagið starfaði með miklum blóma um áratuga skeið og starfar enn og eiga hvatamenn að stofnun þess og stofnendur þakkir skildar ásamt öllum öðrum félagskonum, fyrir mikil og margvísleg störf í þágu bæjarfélagsins. Ég get ekki lokið þessu án þess að minnast aðeins meira á frú Guðnýju Ásberg. Hún var höfðingi í lund og fram- komu og hafði mikinn hug á að halda þjóðlegum siðum og notaði sjálf mikið íslenzka þjóðbúninginn. Að lokum vil ég þakka þér fyrir birtingu allra þeirra pistla sem þér eru sendir til birtingar. Þar kennir margra grasa eins og vera ber. Með beztu þökk fyrir birtinguna. Hallbera Pálsdóttir 80% hækkun? Þ.G. skrifar: Undanfarin ár hef nú þegar nýja gjaldskráin kom ég sent frænda mínum, sem býr út 1. febrúar, þá hafði þetta í Noregi, dagblöð, hálfsmánaðar- hækkað í kr. 131.00, sem ég held lega og hefur þetta verið 1.000 að sé um 80% hækkun. Það væri gramma sending og það hefur fróðlegt að fá skýringu á þessu kostað 72.00 kr. í flugpósti. En frá póstþjónustunni. Víkverji skrifar Sovézki píanistinn Dmitri Alexe- ev heillaði áheyrendur á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar sl. fimmtudagskvöld og aftur á tón- leikum Tónlistarfélagsins á laugar- dag. Uppselt var á báða tónleikana, sem þýðir að um 1800 manns hafa sótt hljómleika hans. Á sama tíma hefur ljóðasöngvarinn Andreas Schmidt sungið tvívegis fyrir fullu húsi í Gamla bíói. Loks er uppselt á Aidu hjá Islenzku óperunni fram í marz! Þessi mikla aðsókn að tónleikum og sýningum, þar sem sígild tónlist er á boðstólum er til marks um að fleira dregur fólk að en poppið. Raunar er spuming, þegar öllu er á botninn hvolft, hvort áheyrendur að sígildri tónlist eru kannski fleiri en þeir, sem vilja hlusta á poppið. Því fer fjarri að þessir tónleikar séu fyrst og fremst sóttir af miðaldra og eldra fólki. Þvert á móti vekur það athygli, hvað mikið er af kom- ungu fólki á tónleikum t.d. Sinfóní- unnar. Þeir, sem standa fyrir því, að velflestar útvarpsstöðvar landsins halda upp stöðugum útsendingum á hávaðasömu poppi ættu að huga að þessu. Það skyldi þó aldrei vera, að þeir geti aukið hlustun á stöðv- arnar með því að flytja meira af klassískri tónlist?! XXX En svo að Víkverji víki eitt and- artak að annars konar tónlist(!) þá er það vel þess virði að fara í Blómasal Loftleiðahótelsins þessa dagana og hlusta á Sif Ragnhild- ardóttur flytja nokkur af þekktustu lögum þýzku leikkonunnar Marlene Dietrich. Sif tekst vel að endur- vekja andblæ þessa löngu liðna tíma. Hið eina, sem setja má út á þessa dagskrá er að hún er helzt til stutt. Þá vakti það athygli áheyr- enda þá kvöldstund, sem Víkveiji hlýddi á söngkonuna, að aukalag, sem hún söng var endurtekning á einu þeirra laga, sem er á hinni föstu dagskrá hennar. Hefur hún ekki æft fleiri lög? Það er orðið nánast ómögulegt að finna bílastæði í miðbænum og ef að það tekst er það orðið býsna dýrt spaug. Víkveiji minnist þess, að er hann var á ferð í New York fyrir nokkmm ámm, var hon- um sagt, að íbúar þeirrar borgar ættu yfirleitt ekki bíl, vegna þess, að það væri svo dýrt að geyma þá í borginni. Þannig kostaði bílastæði í bílageymslu, sem vörður var við um 4000 dali á mánuði! Að vísu kostar ekki 160 þúsund að geyma bíl í miðbænum- en: hálfur dagur á þaki Tollstöðvarinnar kostar 100 krónur eða 500 krónur á viku eða 2000 krónur á mánuði eða 24 þús- und krónur á árí. Þeir sem geyma bílinn sinn þar heilan dag árið um kring borga fyrir þá þjónustu um 48 þúsund krónur á ári. Klukkutím- inn í stöðumælum kostar nú 30 krónur eða 240 krónur á dag eða 1200 krónur á viku. Stöðumæla- sektin er komin upp í 300 krónur í hvert skipti. Þetta em ekki lítil útgjöld fyrir þá sök eina að koma akandi á bíl til vinnu sinnar í mið- bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.