Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Júlíus. Þeir sem vígðu nýja bílinn voru Davíð Oddsson borgarstjóri, Magn- ús L. Sveinsson forseti borgarstjómar, Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri og finnskur maður, fulltrúi framleiðandanna. Þeir vom hífðir í 28 metra hæð. Verkfall boðað vegna loðnufrysting- ar um borð í Grindvíkingi: Slökkvilið Reykjavíkur: Fullkominn ranabíll tekinn í notkun SLÖKKVILIÐI Reykjavikur var í gær afhent ný ranabif- reið af fullkominni gerð. Fyrirtækið Viamatic A/S i Danmörku selur sjálfan ranann, sem er af tegundinni Bronto Skylift. Undirvagn, sem er MAN 26.291, selur Kraft- ur hf. Verð bilsins er um 13 milljónir. Raninn er framleiddur í Finnlandi, hann er 28 metra hár og getur borið 450 kg í körfu. Auk þess að fara 28 metra upp í loftið nær hann 19 metra lárétt út, og getur farið fimm metra niður fyrir undirvagn. Gefur það m.a. möguleika til björgunar úr höfninni. Raninn er búinn öllum helstu tækjum sem slíkur bíll þarf að hafa til notkunar við slökkvi- og björgunarstörf s.s. 2000 lítra vatnslögn í körfu, reykköfunartækjum, háþrýstum vökvaverkfærum o.fl. „Við hönnun ranans var lögð sérstök áhersla á ýmis öryggis- atriði og stöðugleika svo hann á að geta unnið í nánast hvaða veðri sem er. Er hann verður tekinn í fulla notkun eftir u.þ.b. vikulangt námskeið fyrir slökkviliðsmenn í meðferð hans, leys- ir hann af hólmi amerískan ranabíl, sem þjónað hefur borgarbú- um farsællega í bráðum 17 ár. í gegnum árin hafa slökkviliðs- menn oft notað hann við björgun fólks úr eldsvoða og þó nokkrir borgarbúar eiga honum líf sitt að þakka. Er slökkviíið Reykjavíkur nú enn betur búið, með nýja ranann í bílaflota sínum, til að sinna björgunar- og slökkvistörfum, segir í frétt frá slökkviliðinu. IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir noröaustanverðu Grænlandi er 1032 millibara hæð sem þokast austur og hæðarhryggur suðaustur um ísland. Milli Jan Mayen og Noregs er nærri kyrrstæð 995 millibara djúp lægð. Önnur lægö, um 970 millibara djúp, er 600 km suður af Hvarfi og grynnist. SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi (3-5 vindstig) verður ríkjandi um mest allt land. Skýjað og sums staðar él um noröan- og austan- vert landið en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Hægviðri eða suðaustan gola og léttskýjað víða um land. Fremur kalt í veöri. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hki -6 -3 -1 -3 -13 0 2 Akureyrl Reykjavfk Bergen Helslnki Jan Mayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarvo Amsterdam Aþena Barcelona Berifn Chicago Glasgow Feneyjar Frankfurt Hamborg Las Palmas London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Miami Montreai NewYork París Róm Vín Washington Winnipeg 0 1 1 16 4 17 11 1 -1 1 10 4 3 6 14 2 10 16 13 12 -17 -1 1 15 8 3 -5 veftur hálfekýjað léttskýjað skýjað þokumóða snjóél snjókoma moldrok hálfskýjað snjókoma þoka skýjað mistur mistur skýjað skýjað slydda skýjað reykur rigning þokumóða þokumóða vantar mistur alskýjað þokumóða skýjað alskýjað hálfskýjað heiðskfrt snjókoma léttskýjað þoka skýjað þokumóða léttskýjað alskviaft Krafa um 10% frysti- álag ofan á hlut VERKFALL áhafnar nótaskips- ins Grindvíkings hefur verið boðað frá og með 18. febrúar og eru það Farmanna- og fiski- mannasamband íslands og Sjómannasamband íslands sem boða verkfallið vegna Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum, og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Verkfallsboðun þessi er tilkomin vegna kröfu um 10% frystiálag um borð í Grindvíkingi, eins og öðrum frystiskipum, en Grindvíkingur er eina skipið sem er sérbúið til loðnu- hrognafrystingar um borð. Krafa þessi kom fram í heildarsamninga- viðræðunum fyrr í vetur en var ekki látin standa í vegi fyrir sam- þykkt samninganna, sérstaklega þar sem ekki var útlit fyrir loðnu- frystingu þá. Grindvíkingur GK 606. Útgerð skipsins telur að þar sem aflaverðmæti aukist margfalt við vinnsluna um borð skili hluturinn skipveijum yfrið nógu. Þá hefur útgerðin haft uppi efasemdir um að rétt hafi verið boðað til verk- fallsins, þar sem að í nýju sjó- mannasamningunum er kveðið á um 3ja vikna fyrirvara frá verkfalls- boðun þar til það komi til fram- kvæmda. Leikfélag Reykjavíkur: Uppselt margar sýn- ingar fram í tímann ÞRJÍI íslensk leikrit eru nú sýnd hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og er aðsókn með eindæmum góð, jafnan uppselt margar sýningar fram í tímann, að sögn Stefáns Baldurssonar, leik- hússtjóra. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar, til þessa, á leikriti Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar, og er jafnan uppselt á fjórar til fímm sýningar fram f Stefán kvaö Leikgerð Kjartans Ragnars- sonar á bókum Einars Kárasonar, sem sýnd er undir samheitinu Djöflaeyjan, í hinni nýju Leik- skemmu LR við Meistaravelli, sömuleiðis hafa gengið mjög vel. Uppselt er á næstu sex sýningar á verkinu. Þá er enn stöðug aðsókn að söngleiknum, Land míns föður, eftir Kjartan Ragnarsson, sem nú hefur verið sýndur yfir 180 sinn- um: Munu tSþlcga öa.ÖOo manns hafa séð þá sýningu og hún þar með komin í hóp mest sóttu sýn- inga félagsins frá upphafí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.