Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 45 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Reykjavíkurflugvöllur: Lifir eða lagður af? Miðstöð innanlandsflugs færð til Keflavíkur? Farkostir af þessu tagi tengja saman fólk og byggðir í landinu. Flugið gegnir stóru og vax- andi hlutverki i samgöngum innanlands. Þetta gildir jafnt um vöru- og fólksflutninga, sem og viðskipta-, menningar- og félagsleg tengsl fólks í landinu. Reykjavíkurflugvöllur er eins konar miðstöð innan- landsflugsins, enda ferðast fólks ekki hvað sizt, hvarvetna að af landinu, milli síns hejma og höfuðborgarinnar. Árið 1985 fóru tæplega 281.000 far- þegar um Reykjavíkurflugvöll, en þaðan er áætlunarflug til tæplega þrjátíu valla viðs vegar um landið, auk flugs til Fær- eyja og Grænlands. Þetta sama ár fóru og rúmlega 4.000 tonn af vörum um völlinn. Á siðast liðnu ári jókst flugumferð - fólks- og vöruflutningar - um Reykjavikurflugvöli en endan- legar tölur þar um eru ekki tiltækar. Starfsemi á Reykjavíkur- flugveUi er enn ekki upp talin. Þar hafa flugskólar aðstöðu, leiguflugfélög og einkaflug. Þar hefur Landhelgisgæzlan aðstöðu fyrir leitar- og björg- unarflug. Þar er flugstjómar- miðstöð. Þar er stórt hótel og margs konar starfsemi önnur, tengd flugsamgöngum. Flug- vallarsvæðið er vinnustaður fjölmennis. Þar hefur þjóðin og fjölmörg fyrirtæki fjárfest í aðstöðu, sem kostaði mikla fjármuni að koma fyrir annars staðar. Engu að síður komu fram ákveðnar hugmyndir um að leggja ReykjavíkurflugvöU niður í umræðu á Alþingi um flugmálaáætlun fyrr í þessum mánuði. Kaldar kveðjur Reykjavíkurflugvöllur fékk kaldar kveðjur í máli sumra þing- manna, þegar stjómarfrumvarp um flugmálaáætlun var rætt í efri deild fyrr í þessum mánuði. Það var Haraldur Ólafsson (F.- Rvk.) sem orrahríðina hóf. Hann sagði m.a.: „Það er ekki lengur fært að hafa þennan stóra flugvöll í mið- borg, ekki bara Reykjavíkur, heldur raunverulega einnig í mið- bæ Kópavogs. Það hlýtur að vera framtíðarverkefni að flyija innan- landsflugið suður í Keflavík og taka þá upp hraðar samgöngur þangað, t.d. með einspora braut, eins og framsóknarmenn hafa lagt til og barist fyrir...“. Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) tók í svipaðan streng. Hann sagði að „það eigi nú þegar að hefja undirbúning að því að flytja allt innanlandsflug til Keflavíkurflug- val!ar“ bæði vegna öryggisins og þess að Reykjavíkurflugvöllur taki upp dýrmætt land. Karl Steinar talaði og um nýja akbraut til Keflavíkur, „einstefnuakbraut, sem gerði það að verkum að ör- yggi þeirra, sem aka um Reykja- nesbraut, yrði margfalt meira en það nú er“. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir (Kl.-Rvk.) taldi „óæskilegt að Reykjavíkurflugvöllur sé áfram suður í rnýri", „flugvallarstarf- semi og bæjarlíf fari illa saman". Hún talaði og um hávaðamengun og loftmengun, sem flugi fylgdi og samræmdist illa þéttbýli. Vörn fyrir Reykjavík- urflugvöll Reykjavíkurflugvöllur átti einn- ig sína talsmenn í þingdeildinni. Skúli Alexandersson (Abl.-Vl.) taldi að krafan um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður fæli jafhframt í sér að „ijöldi þeirra flugvalla, sem nú eru í notkun, verði lagðir niður sem eðlilegir áætlunarflugvellir. Það eru ekki líkur fyrir þvi“, sagði hann, „að þeir sem nú nota með góðum ár- angri flugþjónustu við höfúð- borgarsvæðið, t.d. vestan af Snæfellsnesi, af Norðvesturlandi og jafvel stöðum eins og Höfn í Homafirði, fari að setjast upp í flugvél til þess að komast til Reykjavíkur og eiga fyrir hendi ferðalag frá Keflavíkurflugvelli eftir flugfar". Hann taldi einsýnt að „hér verði áfram aðalflugvöllur innanlandsflugs, þar sam hann nú er“. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði efnislega að kröfur um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll væm óraunhæft óráðshjal. „Ég held“, sagði hann, „að það verði ailtaf að vera flugvöllur í eða alveg við höfuðborgina". Hann taldi vafa- samt að nægilegt Qármagn væri fyrir hendi til að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og þá vænt- anlega að gera annan nýjan flugvöll í nágrenni borgarinnar", með nauðsynlegri aðstöðu margs- konar, samhliða öðrum aðkallandi verkefnum, tengdum flugvöllum og flugöryggismálum. Jón Kristjánsson (F.-Al.) taldi ólíklegt að Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður í næstu framtíð. „Það er nú einu sinni svo“, sagði hann, „að frá Reykjavíkurflug- velli er stundað margs konar flug, m.a. einkaflug, flugkennsla o.fl., auk þess áætlunarflugs, sem er stundað þar“ til hinna ýmsu staða á landinu. Þannig sýndist sitt hveijum um það hlutverk Reykjavíkurflugvall- ar að vera miðstöð innanlands- flugs. Flugstöðvarbyg■ging• á Reykjavíkurflugvelli Reykjavíkurflugvöllur, það er sú margþætta starfsemi sem þar fer fram, er fyrirbæri, sem ekki verður flutt annað með sama hætti og hendi er veifað. Og þing- menn hafa deilt um margt sem er smærra í sniðum. Hinsvegar er ljóst að ef Reykjavíkurflugvöll- ur á að gegna hlutverki því, er hann nú hefur, næstu áratugi, þarf að gera honum sitt hvað til góða, m.a. að reisa þar flugstöðv- arbyggingu, er svari nútímalegum kröfum flugfarþega, þ.e. almenn- ings. Ekki vóru allir þingmenn sáttir við slíkan Reykjavíkur- kostnað. Helgi Seljan (Ábl.-Al.) sagði t.d.: „Ég veit að það koma áreiðan- lega miklar óánægjuraddir utan af landsbyggðinni ef við flug hing- að á þetta suðvesturhom þarf að bætast ferð frá Keflavík og hing- að [til Reykjavíkur]. Þó hygg ég að það mundi verða miklu meiri óánægja með það úti á landi al- mennt ef menn færu að veija stórkostlegu fé til flugstöðvar- byggingar á Reykjavíkurflugvelli á meðan svo mikið er ógert í flug- vallarmálum og flugöryggismál- um úti á landi“. Reykvíkingar, sem eru skatt- greiðendur eins og annað fólk í landinu, sem og allir þeir, sem sækja þurfa þjónustu á Reykjavík- urflugvöll, hafa sjálfsagt aðrar meiningar í málinu en þessi þing- maður varðandi aðstöðu flugfar- þega á Reykjavíkurflugvelli. Um framtíð Reykjavíkurflug- vallar er hinsvegar margt enn ósagt, bæði utan og innan Al- þingis. Superfos Emballage a/s •• KAUPMENN - KAUPFELOG Höfum á lager, og einnig getum við útvegað nánast allar umbúðir úr plasti fyrir: ÁLEGG — HRÁSALÖT — SÍLD — StLDARSALÖT — SÓSUR — PÖSTUR ofl. Pú nefnir það — VIÐ LEYSUM MÁLIÐ. Leitið tilboða og upplýsinga hjá umboðsmanni okkar á íslandi, í síma 91-24000 LYFJA OG UMBOÐADEILD Ó. Johnson & Kaaber hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.