Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 15 Bryndís Björgvinsdóttir, sellóleikari Björn Davíð Kristjánsson, flautuleikari framtíðinni vonast ég til að taka þátt í tónlistarlífínu á sem flestan hátt. Því miður virðast ekki miklir möguleikar fyrir píanóleikara á að fá að spila með Sinfóníuhljómsveit- inni. Það eru margir mjög góðir píanóleikarar hér sem allt of sjaldan spila með henni, það virðist frekar vera í tísku að fá pianóleikara er- lendis fra, en þetta verður auðvitað að vera í bland," sagði Helga Bryndís að lokum. Selfoss: -------- > IJMFI með drög að skipt- ingn ágóðahluta lottósins Bygging íþróttahúss í athugun hjá ungmennafélaginu Selfossi. STJÓRN U ngmennafélags ís- lands hefur samþykkt drög að skiptingu ágóðahluta síns af lóttóinu. Er í þeim drögum gert ráð fyrir að úthlutað verði beint í sjóð UMFÍ, eftir starfsemi hér- aðssambanda og í sjóði sem sækja þarf um fjármagn til vegna einstakra verkefna. Þetta kom fram á aðalfundi Ung- mennafélags Selfoss á þriðju- dagskvöld en þar kom tii umræðu skipting lottóhagnaðar íþrótta- hreyfingarinnar. Á fundinum var skipuð nefnd til að kanna möguleika á byggingu íþrótta- húss fyrir félagið. í tillögum stjómar UMFÍ um skiptingu hagnaðar er gert ráð fyr- ir að 10% fari í sjóð félagsins. 10% verði úthlutað til héraðssambanda sem ráða sér framkvæmdastjóra, 15% verði úthlutað eftir sölu á hvetju svæði, 15% útdeilist jafnt á sambönd, 10% útdeilist til sam- banda eftir fjölda meðlima, 15% fari í jöfnunarsjóð ferðakostnaðar, 15% útdeilist jafnt á ungmennafé- lög, 8% fari til einstakra verkefna og 2% fari í minningarsjóð Aðal- steins Sigmundssonar. í umræðum um þetta mál komu fram áhyggjur vegna minnkandi sölu getrauna, auk þess sem varað var við því að sjálfkrafa framlög gætu haft deyfandi áhrif á starf- semi félaga. Starfsemi Ungmennafélags Sel- foss var mikil á liðnu ári. Á aðal- fundinum var samþykkt að gangast fyrir stofnun fímleikadeildar innan félagsins en mikill áhugi er fyrir þeirri grein á Selfossi. í starfs- skýrslu félagsins kemur fram að heildarvelta þess nemur 6 milljón- um en til samanburðar má nefna að kennslustyrkur þess nemur ein- ungis 64 þúsundum. Það er því eðlilegt að mönnum sé í mun að hlutur einstakra félaga verði nokk- ur úr lottóinu. Mikill áhugi er fyrir byggingu íþróttahúss og er litið til Akraness um fyrirmynd að bygg- ingu hvað fyrirkomulag snertir. Undirbúningur keppnisliðs HSK á næsta Landsmóti á Húsavík í sumar stendur sem hæst en gert er ráð fyrir að 150 manns verði í keppnisliðinu, þar af um 100 frá Selfossi. Nú eiga Skarphéðinsmenn í fyrsta sinn knattspjmulið í úrsiit- um á þessu móti. Á aðalfundinum var afhent æðsta viðurkenning félagsins til einstakl- ings, Bjöms Blöndal-bikarinn, sem veittur er einstaklingi sem vinnur ötullega að málefnum félagsins. Að þessu sinni hlaut bikarinn Ingvar Gunnlaugsson sem ásamt konu sinni, Helgu Guðmundsdóttur, hef- ur sinnt störfum fyrir félagið af ósérhlífni og áhuga. Böm þeirrá hjóna skipa framvarðasveit afreks- fólks hjá félaginu. í stjóm vora kosnir Bjöm Gísla- son formaður, Gunnar Guðmunds- son gjaldkeri, Elínboijg Gunnars- dóttir, Þórður G. Amason og meðstjómendur, Sumarliði Guð- bjartsson og Guðbjörg Gestsdóttir í varastjóm. SigJóns. Björn Gíslason afhendir Ingvari Gunnlaugsyni æðstu viðurkenningu félagsins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss var vel sóttur. Allt á einum stað. Kaupleigusamningar. Euro og Visa kredit. Skuldabréf. Benco Lágmúla 7, s. 91-84077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.