Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987
15
Bryndís Björgvinsdóttir, sellóleikari
Björn Davíð Kristjánsson, flautuleikari
framtíðinni vonast ég til að taka
þátt í tónlistarlífínu á sem flestan
hátt. Því miður virðast ekki miklir
möguleikar fyrir píanóleikara á að
fá að spila með Sinfóníuhljómsveit-
inni. Það eru margir mjög góðir
píanóleikarar hér sem allt of sjaldan
spila með henni, það virðist frekar
vera í tísku að fá pianóleikara er-
lendis fra, en þetta verður auðvitað
að vera í bland," sagði Helga
Bryndís að lokum.
Selfoss:
-------- >
IJMFI með drög að skipt-
ingn ágóðahluta lottósins
Bygging íþróttahúss í athugun hjá ungmennafélaginu
Selfossi.
STJÓRN U ngmennafélags ís-
lands hefur samþykkt drög að
skiptingu ágóðahluta síns af
lóttóinu. Er í þeim drögum gert
ráð fyrir að úthlutað verði beint
í sjóð UMFÍ, eftir starfsemi hér-
aðssambanda og í sjóði sem
sækja þarf um fjármagn til
vegna einstakra verkefna. Þetta
kom fram á aðalfundi Ung-
mennafélags Selfoss á þriðju-
dagskvöld en þar kom tii umræðu
skipting lottóhagnaðar íþrótta-
hreyfingarinnar. Á fundinum
var skipuð nefnd til að kanna
möguleika á byggingu íþrótta-
húss fyrir félagið.
í tillögum stjómar UMFÍ um
skiptingu hagnaðar er gert ráð fyr-
ir að 10% fari í sjóð félagsins. 10%
verði úthlutað til héraðssambanda
sem ráða sér framkvæmdastjóra,
15% verði úthlutað eftir sölu á
hvetju svæði, 15% útdeilist jafnt á
sambönd, 10% útdeilist til sam-
banda eftir fjölda meðlima, 15%
fari í jöfnunarsjóð ferðakostnaðar,
15% útdeilist jafnt á ungmennafé-
lög, 8% fari til einstakra verkefna
og 2% fari í minningarsjóð Aðal-
steins Sigmundssonar.
í umræðum um þetta mál komu
fram áhyggjur vegna minnkandi
sölu getrauna, auk þess sem varað
var við því að sjálfkrafa framlög
gætu haft deyfandi áhrif á starf-
semi félaga.
Starfsemi Ungmennafélags Sel-
foss var mikil á liðnu ári. Á aðal-
fundinum var samþykkt að gangast
fyrir stofnun fímleikadeildar innan
félagsins en mikill áhugi er fyrir
þeirri grein á Selfossi. í starfs-
skýrslu félagsins kemur fram að
heildarvelta þess nemur 6 milljón-
um en til samanburðar má nefna
að kennslustyrkur þess nemur ein-
ungis 64 þúsundum. Það er því
eðlilegt að mönnum sé í mun að
hlutur einstakra félaga verði nokk-
ur úr lottóinu. Mikill áhugi er fyrir
byggingu íþróttahúss og er litið til
Akraness um fyrirmynd að bygg-
ingu hvað fyrirkomulag snertir.
Undirbúningur keppnisliðs HSK
á næsta Landsmóti á Húsavík í
sumar stendur sem hæst en gert
er ráð fyrir að 150 manns verði í
keppnisliðinu, þar af um 100 frá
Selfossi. Nú eiga Skarphéðinsmenn
í fyrsta sinn knattspjmulið í úrsiit-
um á þessu móti.
Á aðalfundinum var afhent æðsta
viðurkenning félagsins til einstakl-
ings, Bjöms Blöndal-bikarinn, sem
veittur er einstaklingi sem vinnur
ötullega að málefnum félagsins. Að
þessu sinni hlaut bikarinn Ingvar
Gunnlaugsson sem ásamt konu
sinni, Helgu Guðmundsdóttur, hef-
ur sinnt störfum fyrir félagið af
ósérhlífni og áhuga. Böm þeirrá
hjóna skipa framvarðasveit afreks-
fólks hjá félaginu.
í stjóm vora kosnir Bjöm Gísla-
son formaður, Gunnar Guðmunds-
son gjaldkeri, Elínboijg Gunnars-
dóttir, Þórður G. Amason og
meðstjómendur, Sumarliði Guð-
bjartsson og Guðbjörg Gestsdóttir
í varastjóm. SigJóns.
Björn Gíslason afhendir Ingvari Gunnlaugsyni æðstu viðurkenningu
félagsins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss var vel sóttur.
Allt á einum stað.
Kaupleigusamningar.
Euro og Visa kredit. Skuldabréf.
Benco
Lágmúla 7, s. 91-84077.