Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 m Undarlegt aksturslag Reuter Ökumanni þessarar Chevrolet-bifreiðar, Tommy Ellis, hefur ugglaust verið um og ó þegar hann lenti í árekstri á fimmtudag í undanrásum 200 km kappakstursins í Daytona í Flórída og bif- reið hans fór nokkrar veltur. Betur fór þó en á horfðist. Þegar Chevrolettinn loks nam staðar steig Ellis upp úr brotajáminu og gekk alheill á braut. Suður-Afríka: Þingið fær fanga- lista með nöfnum 3800 einstaklinga - þar af 281 barns undir 15 ára aldri Höfðaborg. AP. ADRIAN Vlok, öryggismálaráð- herra Suður-Afríku, afhenti í gær þingmönnum á suður- afríska þinginu lista með nöfnum 3800 einstaklinga, sem haldið hefur verið í fangelsi í meira en 30 daga án málssóknar. Af þess- um fjölda var 81 bam undir 15 ára aldri. Þrír fanganna, sem unnt er að halda ótímabundið í varðhaldi án þess að bera fram ákæru, eru und- ir 12 ára aldri, að því er Vlok sagði, en 18 12 ára, 91 13 ára og 169 14 til 15 ára. Vlok sagði, að öðrum föngum hefði verið haldið skemur en 30 Kauphöllin í Wall Street: Þrír handteknir fyrir ólög1- leg verðbréfaviðskipti New York, Reuter. ÞRÍR verðbréfasalar, sem starfa á verðbréfamarkaðnum í Wall Street í New York, vom hand- teknir í gær og sakaðir um að hafa brotið lög um verslun og viðskipti með hlutabréf. Þeim er gefið að sök að hafa veitt skjól- stæðingum sínum upplýsingar um að setja ætti hlutabréf á markað áður en til þess kom. Verðbréfasalar og viðskiptavinir þeirra í Wall Street óttast nú að lög um viðskipti með hlutabréf verði hert. A undanfömum mánuðum hefur mikið verið flallað um ólögleg viðskipti með hlutabréf, sem felast í þvi að fastir viðskiptavinir fá upp- lýsingar, sem almenningur hefur ekki aðgang að. í nóvember sakaði nefnd ríkisstjómarinnar, sem falið er að hafa eftirlit með viðskiptum í Wall Street, Ivan Boesky um að hafa stundað slík viðskipti og var honum gert að greiða 100 milljóna dollara sekt (um fjóra milljarða ísl. kr.). „Yfirleitt hefur ekki farið gott orð af verðbréfaviðskiptum og þetta bætir tæplega úr skák," segir Brenda McCoy, markaðssérfræð- ingur hjá verðbréfasölufyrirtækinu Paine Webber. „Mikið hefur verið rætt um að breyta lögum um hluta- bréfakaup manna, sem hafa nánari upplýsingar, en almenningur á kost á að afla sér, og það mun án vafa Dregst Máritanía inn í átökin á nýjan leik? Paris, AP. FULLTRÚI Polisario-hreyfing- arinnar, sem berst fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Spönsku- Sahara, sagði á fimmtudag að her Marokkó hefði hafið bygg- ingu nýrrar varnarlínu, til að hindra aðgang skæruliða að Atl- antshafsströnd landsins. Sagði hann auknar líkur á að Márit- anía drægist að nýju inn í átökin, sem nú hafa staðið í 12 ár. Marokkóher hefur þegar byggt fímm vamarlínur og þrengt mjög að skæruliðum Polisario-hreyfing- arinnar. Skæruliðar ráða enn syðsta hluta Spönsku-Sahara og hafa þeir gert árásir á fískiskip og lysti- snekkjur frá þeim hluta strand- Japan: Hagnaður á utanrík- isviðskiptum eykst T6ký6, Reuter. HAGNAÐUR Japana af utanrík- isviðskiptum jókst verulega í janúar. Virðist ætla að verða bið á því að vonir manna um að sterk staða jensins verði til að draga úr útflutningi Japana rætist. Aukinn útflutningur í janúar og samdráttur í innflutningi gerði það að verkum að viðskiptajöfnuður Japana við útlönd var hagstæður um 4,29 milljarða dollara, 170 mill- jarða ísl. króna, miðað við 1,89 milh'arða fyrir ári. Utflutningur Japana jókst um 16,2% í janúar en 3,1% samdráttur varð í innflutningi. I janúarlok voru viðskipti Japana við Bandaríkja- menn hagstæð um 3,28 milljarði dollara, miðað við 2,91 milljarða fyrir ári. Á 12 mánaða tímabili til 31. janúar sl. jókst innflutningur Japana frá Bandaríkjunum um 12,5% en útflutningur þangað um 12,8%. Leiðtogar helztu iðnríkja heims komust að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í september sl. að forsenda þess að þróunin í utanríkisviðskipt- um Japana snerist við væri að japanska jenið styrktist. Jenið hefur hækkað mikið í verði en hækkunin hefur ekki orðið til að draga úr útflutningi eða auka innflutning til Japan. lengjunnar sem liggur að Atlantshafí. Fulltrúi skæruliðahreyfingarinn- ar í Evrópu sagði á fréttamanna- fundi í París að Marokkóher hygðist nú koma í veg fyrir árásir þessar með því að byggja nýjan vamar- garð og sagði hann að þar með myndi Máritanía dragast inn í átök- in að nýju. Aðspurður vildi hann ekki segja til um hvort skæruliðar hygðust halda til innan landamæra Máritaníu. Árið 1975 náðu stjómir Marokkó og Máritaníu samkomulagi um skiptingu Spönsku-Sahara. Suður- hlutinn kom í hlut Máritaníu og tók Polisario-hreyfíngin þá að heija á landið. Fjórum árum síðar samdi stjóm landsins um frið við skæru- liða. Hassan konungur Marokkó brá skjótt við og lýsti þann hluta Sa- hara, sem komið hafði í hlut Máritaníu, yfírráðasvæði sitt. Talsmaður skæruliða minnti á að Sameinuðu þjóðimar og Eining- arsamtök Afríkuríkja hefðu reynt að koma á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Spönsku-Sahara, sem form- lega tilheyra ýmist Marokkó eða Alsír, um stofnun sjálfstæðs ríkis. Sagði hann að brottflutningur her- liðs Marokkó væri forsenda fyrir slíkum kosningum auk þess sem skæruliðar krefðust þess að þús- undir Marokkóbúa, sem sest hafa að í Spönsku-Sahara undanfarin 12 ár yrðu fluttir á brott. hafa áhrif á almenningsálitið." Robert Freeman, yfírmaður hjá Goldman Sachs eignarhaldsfyrir- tækinu, Timothy Tabor, fyrrum sölumaður eignarhaldsfyrirtækisins Kidder Peabody, og Richard Wig- ton, yfírmaður hjá Kidder Peabody, voru ákærðir á fímmtudag. Banda- ríska alríkislögreglan (FBI) hand- tók þá snemma dagsins og vom þeir síðar látnir lausir gegn 25 þús- und dollara tryggingu. Wigton og Freeman eru sérfræð- ingar sinna fyrirtækja í kaupum og sölu á hlutabréfum, sem gerð eru til að hagnast á tímabundnum gengis- eða verðmismun á milli kauphalla. Undir þess háttar við- skipti flokkast einnig samruni fyrirtækja eða þegar haft er á orði að fyrirtæki eða fjármagnseigandi ætli að sölsa undir sig meirihluta verðbréfa í fyrirtæki. Telst það lagabrot þegar slík viðskipti eru reist á upplýsingum, sem veittar eru í trúnaði. Boesky var í slíkum áhættuviðskiptum. Wigton, Freeman og Tabor eru ákærðir fyrir að hafa veitt slíkar upplýsingar. Yfírvöld sögðu að fjórði maðurinn væri með í spilinu og hefði hann flett ofan af hinum ákærðu. Sá maður hefur játað sekt sína. daga. Hann vakti athygli á, að stjóminni bæri engin skylda til að birta nöfn þeirra. Hann sagði þó, að fangatalan hefði aldrei náð 20.000 eins og stuðningsnefnd for- eldra bama, sem era í fangagæslu, svo og fleiri samtök, hefðu haldið fram, frá því að neyðarlögin vora sett. I fyrra afhenti Louis le Grange, sem var ráðherra öryggismála á undan Vlok, þingmönnum fanga- lista með nöfnum 9.667 einstakl- inga. Aðstoðarmenn Vloks sögðu, að á 3800 manna listanum, sem afhent- ur var í gær, væra nöfn þeirra, sem " haldið hefði verið í meira en 30 daga á tímabilinu frá 1. september 1986 til 1. janúar 1987. Ekki er ljóst hversu margir fang- anna á síðari listannum vora einnig á hinum fyrri. Vlok sagði, að yfír 1000 þeirra, sem nú væra í haldi, hefðu þegar verið ákærðir fyrir morð, íkveikjur, skemmdarverk eða ofbeldi. Samkvæmt neyðarástandslögun- um má halda föngum ótímabundið í varðhaldi án þess að Ieggja fram kæra. Vlok sagði í sjónvarpsviðtali fyrr í vikunni, að sum barnanna, sem haldið er í fangelsi, hefðu ekki verið leidd fyrir rétt, af því að vitni væra of hrædd til að leggja fram vitnisburð sinn gegn þeim. Hann sagði, að vitað væri, að böm allt niður í 12 ára aldur hefðu gegnt hlutverki „dómara alþýðu- dómstóla" í hverfum svertingja og „dæmt“ fólk til dauða. Hann tók ekki fram, hvort nokkur böm hefðu enn verið ákærð fyrir slík brot. Stuðningsnefnd foreldra bama, sem haldið er í fangelsi, gaf út yfir- lýsingu í Pretoriu 'a miðvikudag, þar sem segir, að um 40% gæslu- fanga séu börn undir 18 ára aldri. „Böm endurspegla það, sem fyrir þeim er haft. Böm, sem verða að ganga í gegnum píslir fangelsunar, era til vitnis um átakanlegan þjóð- arharmleik." ERLENT Hvítur hákarl Reuter Hvítur hákarl nefnist þetta ökutækl, sem nú er til sýnis á kapp- aksturssýningu í París. Þar gefur að líta bæði bifhjól og bifreiðir. Hákarlinn er á þremur hjólum, knúinn Volkswagen-vél og er hann byggður í líki skolts á hákarli. Jay Ohrberg frá Kalifomíu hannaði ókindina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.