Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987
Póst- og símaminjasafnið
FRÍMERKI /
Jón Aðalsteinn Jónsson
Þriðjudaginn 27. janúar sl. var
opnað Póst- og símaminjasafn að
Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Hér
hefur rætzt langþráður draumur
allra þeirra, sem áhuga hafa á
póst- og símasögu landsins. Langt
er orðið síðan því máli var fyrst
hreyft, að koma þyrfti á fót safni
póst- og símaminja, svo sem löngu
hefur verið gert meðal flestra
menningarþjóða. Þeir eru örugg-
lega margir, sem séð hafa slík
söfn á öðrum Norðurlöndum og
haft nautn af að skoða. En margt
hefur orðið þess valdandi, að þetta
er fyrst nú að verða að veruleika
hjá okkur.
Við opnun safnsins voru marg-
ir starfsmenn Póst- og símamála-
stofnunarinnar og þá einkum þeir,
sem hafa tengzt undirbúningi
undir stofnun þess með ýmsum
hætti. Enn fremur voru þar við-
staddir umdæmisstjórar pósts og
síma víðs vegar að af landinu, en
þeir héldu einmitt fundi með sér
hér syðra um það leyti. Þá voru
þar einnig nokkrir gestir á vegum
Landssambands íslenzkra
frímerkjasafnara og þeirra
tveggja félaga frímerkjasafnara,
sem starfa á Reykjavíkursvæðinu.
Póst- og símamálastjóri, Olafur
Tómasson, bauð gesti velkomna
með stuttri ræðu, þar sem hann
m.a. rakti í nokkrum orðum að-
draganda að safni þessu. Þar kom
fram, að Frímerkja- og póstsögu-
sjóður, sem stofnaður hefur verið
og tekur senn til starfa, verður
að hluta til sá bakhjarl, sem saf-
nið mun treysta á. I þennan sjóð
rennur t.d. allt yfirverð frímerkja
og smáarka, sem sérstaklega
verða gefín út í þessu skyni.
Fyrsta örk í þessu skyni kom út
á Degi frímerkisins 9. október sl.
Annars á þessi sjóður einnig að
styrkja störf og rannsóknir á sviði
frímerkjafræða og efla hvers kon-
ar kynningar- og fræðslustarf-
semi til örvunar frímerkjasöfnun-
ar.
Tveir aðrir starfsmenn pósts
og síma, Þorgeir Þorgeirsson,
formaður safnráðs, og Ari Jó-
hannesson póstfulltrúi, tóku
einnig til máls og röktu ýmsa
Póst- og símaminjasafnið að Austurgötu 11 í Hafnarfirði.
Gamlir númerastimplar, sem notaðir voru frá 1903 á bréfhirðing-
arstöðum um land allt um nokkurra áratuga skeið.
þætti við stofnun minjasafnsins.
Að því loknu ávarpaði Matthías
Bjarnason, póst- og símamálaráð-
herra, gesti og lýsti safnið síðan
opið almenningi.
Póst- og símaminjasafnið er í
gömlu og virðulegu húsi að Aust-
urgötu 11, svo sem áður getur,
en þar var símstöðin í Hafnarfirði
til húsa um áratugaskeið. Eftir
það hefur húsið verið notað sem
skjalasafn póstsins og er raunar
enn. Hins vegar hefur hinu nýja
minjasafni verið komið fyrir í
hluta neðri hæðar og svo á efri
hæð.
Gerður hefur verið snotur sex-
blöðungur (brytlingur (folder))
handa sýningargestum, þar sem
gerð er grein fyrir safninu og til-
urð þess í örstuttu máli. Þar segir
m.a.: „Meðal hinna mörgu, sem
lögðu grunninn að safninu var
Eyjólfur Þórðarson, efnisvörður
bæjarsímans í Reykjavík, sem um
árabil safnaði að sér ýmsum tækj-
um í kjallara Landssímahússins.
Þá má nefna að Matthías Guð-
mundsson, fyrrverandi póstmeist-
ari í Reykjavík, sýndi mikinn
áhuga á varðveislu gamalla póst-
minja.“ Enn fremur segir þar:
„Langt er liðið síðan hugmyndinni
um stofnun safns af þessu tagi
var hreyft en farið var að huga
að uppbyggingu þess eftir að sett-
ar voru reglur um póst- og
símaminjasafn árið 1979, af þá-
verandi póst- og símamálastjóra,
Jóni A. Skúlasyni." Loks er tekið
fram, að opnun Póst- og síma-
minjasafnsins haldist í hendur við
80 ára afmæli símans og 210 ára
afmæli póstþjónustu á síðastliðnu
ári.
Gunnar Bjamason, leiktjalda-
málari, annaðist uppsetningu
safnsins, og verður ekki annað séð
en það sé gert af smekkvísi og
vel af hendi leyst miðað við þröng-
ar aðstæður í gömlu húsi, sem
var ekki hugsað sem safnahús í
upphafí. Safnvörður er Magnús
Eyjólfsson, fyrrverandi póst- og
símstjóri í Hafnarfírði.
Ég var viðstaddur opnun sýn-
ingarinnar, en þar var eðlilega svo
margt um manninn, að tóm gafst
ekki til að skoða alla hluti ná-
kvæmlega. Verður það því að bíða
annars tíma. Hitt fór aftur á
móti ekki fram hjá mér, að síma-
safnið tekur meira rúm en
frímerkjasafnarar munu kjósa.
Vissulega fer svo mikið fyrir tól-
um og tækjum símans á 80 ára
ferli, að erfítt er að koma þeim
vel fyrir í sambýli við póstminjar
og frímerkjasöfn. Hlýtur því óhjá-
kvæmilega að koma seinna til
meiri greiningar hér á milli. En
þrátt fyrir þröngan stakk í þessum
húsakynnum hefði hlutur póstsins
að ósekju mátt vera meiri þegar
í upphafí. Hitt kom aftur fram í
ræðum manna, að reynt verður
að hafa safnið á hreyfíngu, þ.e.
að skipta um sýningargripi við og
við. Þá verðum við að vona, að
meira sjáist af frímerkjaefni en
þar er nú til sýnis. Engu að síður
hvet ég frímerkjasafnara og aðra
áhugamenn um minjasöfn til þess
að leggja leið sína til Hafnarfjarð-
ar og skoða Póst- og símaminja-
safnið. Verður það fyrst um sinn
opið á sunnudögum og þriðjudög-
um kl. 15—18, og er aðgangur
ókeypis. Aðumefndur sexblöð-
ungur eða brytlingur, eins og einn
samstarfsmanna minna vill kalla
þetta fyrirbæri, sem nefnist folder
á ensku, er fáanlegur í pósthús-
um. Með þessum þætti fylgja tvær
myndir úr téðum blöðungi.
Alparós
Alparósir eru lyngættar, skyld-
ar t.d. beitilyngi, sauðamerg og
beijalyngi. Margar tegundir alpa-
rósa eru ræktaðar í görðum
erlendis enda mjög fagrar í blóma.
Fremur lítið reyndar hér á landi.
Stofu-alparós hefur oft verið köll-
uð azalea, sem eiginlega þýðir
þurr og bendir til vaxtarstaða
sumra tegundanna. En nú orðið
er hún talin til sömu deildar og
aðrar alparósir og er vísindanafn
hennar Rhododendron simsii.
Rhododendron þýðir rósatré.
Þessi rósalyng eru austræn að
uppruna og flutt til Evrópu frá
Kína, Japan og Indlandi. Hafaþau
smám saman verið mikið kynbætt
og er nú til fjöldi mismunandi
afbrigða. Litbrigði blómanna eru
mjög fjölbreytt. Þau geta verið
hvít eða hvítflekkótt, en algeng-
astir eru allskonar rauðir og
bleikir litir.
Alparósin er þrýstin, trékennd
jurt, með breið, sígræn hálfleður-
kennd blöð, dökkgræn að ofan en
grágrænni í neðra borði. Garð-
yrkjumenn kaupa þær oft hálf-
þroskaðar og rækta þær svo
áfram til blómgunar og selja síðan
í blóma. Þetta eru yndisfagrar
stofujurtir ef ræktunin er í lagi.
Prýðilegar gjafajurtir.
Alparósin þarf súra mold, á hún
að vera gróf og laus í sér og frá-
rennslið í jurtapottunum þarf að
vera í góðu lagi. Ákjósanlegust
er lyng- eða skógarmold, en sé
hún ekki til má nota mómyslnu,
nýtt lauf og grófan sand. Forðist
samt skeljasand vegna kalksins
sem er í honum. Við bestu skil-
yrði getur jurtin enst árum saman
en ekki má búast við að hún beri
blóm nema einu sinni. Aðalvand-
inn er ef til vill vökvunin, auk
jarðvegsins. Ef rótin gegnþomar
dugir ekki venjuleg vökvun á eft-
ir heldur verður að láta jurtina í
ílát með vatni amk. í klukkustund
svo rótin nái vatni. En stöðug
ofvökvun er líka hættuleg, einkum
ef moldin er þétt og föst.
Alparós - Rhododendron simsii
Eftir blómgun eru visin blómin
tekin burt en þó ber vandlega að
varast að láta brumhnappana
verða fyrri hnjaski, ef einhvetjir
eru. Síðan er jurtin hirt vel og
vökvuð hæfilega með kalksnauðu
vatni. Vatnið á íslandi er hentugt
að því leyti. Regnvatn er einnig
ágætt. Best er að vökva með yl-
volgu vatni. Jurtin þarf loftgóðan
stað og góða birtu en þolir samt
ekki vel sterkt sólskin. Að vetrin-
um fer best um hana á björtum
en fremur svölum stað. Ákjósan-
legasta hitastig er 8—12°C og
frost þolir hún ekki. Má svo flytja
hana inn í stofuglugga i febrúar/
mars. Er þá vökvun aukin. En lítið
má vökva um háveturinn.
Brumknappar eiga að myndast
fyrir haustið. Fljótandi áburður
hentar vel að sumrinu, t.d. daufur
mykjulögur eða þá tilbúinn
blómaáburður.
Ingólfur Davíðsson