Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Bj ami Halldór Rafnar afhendir Gísla Signrbjömssyni Gulllampann, heið- Gestir við opnun Sjónstöðvar Islands ursviðurkenningu Blindrafélagsins Sjónstöð Islands opnuð SJÓNSTÖÐ íslands, þjónustu- og endurhæfingarstöð sjón- skertra, var formlega opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk henn- ar er m.a. að annast ýmis konar þjónustu við blinda og sjón- skerta, svo sem sjúkdómsgrein- ingu, úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, þjálfun og hvers konar endurhæfingu, sem sjón- skertir og blindir þurfa á að halda. Heilbrigðisráðherra Ragnhildur Helgadóttir opnaði stöðina form- lega. Við athöfnina sagði hún m.a. að með opnun Sjónstöðvar- innar væri náð mikilvægum áfanga í þjónustu við blinda og sjónskerta, þar sem nú yrði hægt að sinna mikilvægri þjálfun og endurhæfingu hér á landi. Hún sagði að vel færi á því að opna í björtum húsakynnum Sjónstöð íslands, sem ætlað væri að veita Þetta tæki gerir sjónskertum kleift að lesa texta af bók birtu inn í líf blindra og sjón- skertra. Ráðherra þakkaði einnig öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og gefið fé til tækjakaupa og bað blessunar því starfí sem þama færi fram. Guðmundur Viggósson yfir- læknir stöðvarinnar gerði m.a. grein fyrir stöðu blindra í þjóð- félaginu, sögu Blindrafélagsins og hlutverki Sjónstöðvarinnar. Auk hvers konar þjónustu og endur- hæfingu við blinda og sjónskerta, er stofnuninni ætlað að hafa sér- fræðilega umsjón með sjónþjálfun og augnlæknisfræðilegri meðferð sjónskertra bama og halda skrá yfir blinda og sjónskerta á íslandi. Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins bað við þetta tækifæri Gísla Sigurbjömsson um að veita viðtöku heiðursviður- kenningu Blindrafélagsins, Gull- lampanum, fyrir margháttuð störf I þágu blindra. Sjónstöðin er til húsa að Hamrahlíð 17, á 5. hæð í húsi Blindrafélagsins og skiptist í fimm deildir, augnskoðunardeild, um- ferliskennsludeild, sjónþjálfunar- deild, augnsmíðaverkstæði og gleraugnaverkstæði. Öll húsa- kynni em sérstaklega hönnuð með tilliti til blindra og sjónskertra. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra opnaði Sjón- stöð íslands formlega. Yfirlæknir stöðvarinnar, Guð- mundur Viggósson, augnlæknir íslensk getspá: Þátttakan aldrei jafn mikil óeðlilegt að hafa tvo kassa,“ sagði Vilhjálmur en kassinn á Hvamms- tanga er tilkomin vegna deilu tveggja aðila, sem báðir vildu hafa kassann. Vilhjálmur sagðist búast við að í framtíðinni yrðu fleiri kassar settir upp á hverjum stað ef þörf væri á. Morgunblaðið/Kr.Ben. Verkalýðsfélag Grindavíkur 50 ára Grindavík. „ÞAÐ stefnir í metviku hjá okk- ur núna,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmda- sljóri íslenskrar getspár. Enginn var með fimm tölu rétt- ar síðastliðinn laugardag og færist því vinningurinn kr. 2.320.095 yfir á 1. vinnig um þessa helgi. í þessari viku bættust margir nýir kassar við og sagði Vilhjálm- ur að nú væru komnir upp kassar nánast um allt land. Þó á eftir að setja upp kassa á þremur stöðum á vestfjörðum og í Hrísey. Nokkuð er mismunandi hvað margir kassar hafa verið settir upp á hveijum stað. Fjórir eru á Akureyri, þrír á Selfossi, í Keflavík og í Vest- mannaeyjum og tveir á Hvamms- tanga, sem er nokkuð óvenjulegt þegar aðrir staðir af svipaðri stærð hafa látið sér nægja einn. „Þetta er staður með um 15 til 16 hundr- uð íbúa svo það er ef til vill ekki VERKALYÐSFÉLAG Grindavík- ur varð 50 ára í gær föstudaginn 13. febrúar. Afmælishófið verð- ur hinsvegar í kvöld í félags- heimilinu Festi og byrjar kl. 20.00. Félagið var stofnað 13. febrúar 1937 og mættu 25 manns á stofn- fundinn. í fyrstu stjóm félagsins var Erlendur Gíslason kosinn for- maður en hann er nú vistmaður á Bergholti í Biskupstungum. Aðrir í stjóm félagsins vom Guðlaugur Þórðarson ritari og Bjami Guð- mundsson féhirðir. Umræður á þessum fyrsta fundi snémst einkum um þijú mál. Efst á baugi vom hlutaskipti á bátunum og vom allir sammála um að þau skildu vera sem líkust. Tillaga um þetta kom frá nýkjömum formanni að skipti á bátunum skildu vera sem hér segir: „A bát með 8 manna áhöfn sé 14,5 staðaskipti, útgerðin skaffi allt sem að netum lítur nema riðil, hann skal borgast af óskiptu." Tillagan var samþykkt. Þá kom önnur tillaga frá Erlendi um að mánaðarkaup skuli vera 220 krónur og ábyrgðist vinnuveitandinn minnst þriggja mánaða vinnu. Þessi tillaga var einnig samþykkt. Auk þess lagði Erlendur til að inntökugjald í félag- ið skuli vera 2 krónur og árstillag 4 krónur fyrir karlmenn en inntöku- gjald kvenna sé 1,50 krónur og árstillag 3 krónur. Var það sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Stjóminni var síðan falið að kynna sér kauptaxta í Keflavík og semja við atvinnurekendur í að fé- lagsmenn geti mætti í hófíð. Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.