Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Fagnaðarárið eftir Benjamín H.J. Eiríksson Ríkisstjómin hefir lagt fram á Alþingi frumvarp um nýtt stað- greiðslukerfi skatta. Hún styðst við meirihluta í þinginu. Eins og nú horfír, verður frumvarpið því orðið að lögum innan fárra vikna. Skattleysisárið er því fundið! Það er komið! Árið er 1987. Hvílíkt ár! Það er samt skylt að taka strax fram að skattleysið, sem svo mik- ið hefir verið talað um, er í raun og veru ekki neitt skattleysi. „Skattleysið" er aðeins það að álagningin á árinu 1988 verður ekki miðuð við tekjur ársins 1987, tekjur skattleysisársins. Hug- myndin um skattleysi hefír aldrei verið annað en misskilningur. En þrátt fyrir það verður þetta ár, árið 1987, fagnaðarár í sögu þjóð- arinnar. Hið nýja staðgreiðslufyrirkomu- lag verður áreiðanlega til bóta, einkum þegar sá tími kemur að stjómmálamönnum vex hugrekki og þeir ráðast gegn hinu fyrirferð- armikla niðurgreiðslufyrirkomu- lagi. Hið nýja fyrirkomulag verður til bóta, miðað við núverandi stað- greiðslukerfí, fyrst og fremst fyrir þá sem hafa mjög ójafnar tekjur frá ári til árs, til dæmis að taka sjómenn sem fara í land og fá þar miklu lægri tekjur. Með þessum lægri tekjum eiga þeir að greiða skatt af hinum háu tekjum ársins á undan. Þeir taka skattbyrðina og þar með vandann með sér yfír á nýja árið. aukinn dugnað og vinna sér inn hærri tekjur í ár en annars, þeir græði á nýja kerfínu, vegna þess að árið verði skattlaust. Fyrir þá sem fá lægri tekjur árið 1988 en 1987, þá er um ávinning að ræða. Hjá þeim miðast skatturinn nú við lægri tekjur ársins 1988, en ekki við hærri tekjur ársins 1987, eins og hefði verið samkvæmt núgild- andi staðgreiðslukerfi. En vari dugnaðurinn, þá má búast við því að í stað þess að dugnaðarmaður- inn fái lægri tekjur á næsta ári, á árinu 1988, þá fái hann einmitt hærri tekjur á því ári heldur en á árinu 1987. Og hvað þá? Ja, þá tapar hann á nýja fyrirkomulag- inu! Það gerist vegna þess að nú miðast skatturinn við tekjurnar sem hann vinnur fyrir, tekjunum árið 1988, en ekki við tekjur árs- ins á undan, ársins 1987, þegar þær voru lægri. Á verðbólgutímum sem nú, er svona þróun einmitt líkleg, og í rauninni meir en líkleg. Tekjur fara hækkandi frá ári til árs, og tap skattgreiðandans þeim mun líklegra. Annars er ég á móti því að fjasa um það þótt ríkið fái meiri tekjur, meiri skatta. Eng- ir fjasa meir um þörf fyrir meira fé til heilbrigðis- og menningar- mála, að ég tali nú ekki um kennaralaunin, en þeir sem fjasa mest um skattana. Niðurstaðan er sú, að sumir græða á nýja fyrirkomulaginu, aðrir tapa, og ég tel víst að sá hópur sé langtum stærri. En þetta lagast með lægri álagningarpró- sentu. Vér sjáum því að þama er rétt einu sinni á ferðinni hinn gam- alkunni tröppugangur lífsins. Þeir sem fá hærri tekjur árið 1988, en árið 1987, tapa, en þeir sem á sama hátt kynnu að fá lægri tekj- ur árið 1988, en árið 1987, græða. Verðum vér öll samanlagt jafn slyppifeng í þessum viðskiptum við nýja staðgreiðslufyrirkomulag- ið og áður við hið fyrra fyrirkomu- lag? Nei, alls ekki. Vér græðum öll. Ávinningurinn er sá — hinn mikli ávinningur er sá — að vér hættum að langmestu leyti að flytja áhyggjur af vanda skatt- byrðarinnar yfir á nýja árið. Og enginn skyldi vanmeta hina and- legu byrði skattgreiðslunnar. Svo að þrátt fyrir það að skattlausa árið sé aðeins eitt af þykjustufyrir- brigðum sandkassa stjómmál- anna, þá er „skattleysisárið" samt fagnaðarár. Höfundur er fyrrverandi banka- stjóri ogfyrrum efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnarinnar. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson „Skattleysið“ er aðeins það að álagningin á ár- inu 1988 verður ekki miðuð við tekjur ársins 1987, tekjur skattleysis- ársins. Hugmyndin um skattleysi hef ir aldrei verið annað en mis- skilningur. En þrátt fyrir það verður þetta ár, árið 1987, fagnaðar- ár í sögu þjóðarinnar. Um leið blasir við brotalöm í röksemdafærslu þeirra sem sjá ávinning nýja skattgreiðslukerfís- ins í því, að menn sem öðlast Kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar Sunnudaginn 15. febrúar verður hin árlega kaffisala Kvenfélags Laugamessóknar. Kaffisalan verð- ur í Safnaðarheimili Laugames- kirkju og hefst að lokinni guðsþjónustu. Á undanfömum árum og áratug- um hefur kaffisöludagurinn verið sannkallaður hátíðisdagur í söfnuð- inum. Konumar í kvenfélaginu hafa ávallt lagt sig fram um að gera daginn sem eftirminnilegastan, enda er þetta aðal fjáröflunardagur félagsins. Kvenfélagið hefur frá upphafi staðið vörð um kirkjubygg- inguna og byggingu safnaðarheim- ilisins og kirkjustarfið í heild sinni. Að þessu sinni er sérstök ástæða til að samfagna, því nú er nýbúið að festa kaup á nýjum húsgögnum í safnaðarsalinn. Guðsþjónusta dagsins hefst kl. 14.00. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sóknarprestur í Skálholti, prédikar. Einsöng syngur Jóhanna Möller. Konur úr kvenfélaginu lesa ritning- arlestrana. Kirkjukórinn syngur undir stjóm organistans Þrastar Eiríkssonar. Jón D. Hróbjartsson LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. / UTSALA Einstakt tilboö! Seljum útlitsgallaöa skápa á stórlækkuöu veröi. Komiö að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og gerið hagstæö kaup. SÍÐASn DAGUR Fataskápamir frá AXIS henta allstaðar! ASKAPUM AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.