Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Tónlistaskóli Reykjavíkur: Fjórir ljúka einleikaraprófi Tónlistarskólinn í Reykjavík og Sinfóniuhljómsveit íslands helda i dag útskriftartónleika í Háskólabíói, þar sem fjórir nemendur skólans Ijúka hluta einleikaraprófs. Nemendumir §órir eru Bryndís Björgvinsdóttir, sellóleikari, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleik- ari, Bjöm Davíð Kristjánsson, flautuleikari og Emil Friðfinnsson sem leikur á hom. Einleikarapróf- ið er í tveim hlutum, annars vegar einleikur með hljómsveit og hins vegar einleikstónleikar. A tónleik- unum í dag leikur þetta unga tónlistarfólk einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands.Stjómandi á tónleikunum er Mark Reedman. BlaðamaðurMorgunblaðsins hitti þau Biyndísi, Emil, Helgu Bryndísi og Bjöm Davíð að máli þar sem þau voru við æfíngar. Þau gáfu sér tíma í stutt spjall um námið og framtíðaráform. Óll eiga þau það sameiginlegt að hafa öll stundað tónlistamám frá blautri bamsbeini. „Maður skapar sér sin tækifæri sjálfur“ Bjöm Davíð hóf tónlistamám sittf Bamamúsíkskólanum í Reykjavík en stundaði síðan nám f Tónlistarskólanum í Reykjavík jafti- hliða menntaskólanámi. Hann Iauk stúdentsprófí fyrir 5 árum sfðan og sagðist hafa tekið flautuleikinn af meiri alvöru síðan því námi lauk. Bjöm Davíð lauk blásarakennara- prófi í fyrra, burtfararprófi árið þar áður og lýkur í dag einleikaraprófi. »Ég er búinn að sækja um við nokkra skóla í Evrópu, en það á eftir að koma í ljós hvar ég verð niðurkominn næstu árin. En í raun er þetta endalaust nám og maður getur alltaf lært meira. Tónlist- amám er langt frá því að vera arðbært nám, í þeim skilningi að maður verður ekki ræíkur af því. Hvað atvinnumöguleika varðar, þá eru þeir nokkuð góðir nú orðið. Þó Sinfóníuhljómsveitin sé að vísu orð- in fullsetin í bili af flautuleikurum, þá skapar maður sér að miklu leyti sín tækifæri sjálfur, verður bara að vera duglegur við að koma sér á framfæri. En kosturinn við að vera tónlistarmaður er að þetta er afskaplega gefandi starf, svo ég er mjög bjartsýnn á framtíðina," sagði Bjöm Davið Kristjánsson. „Sjálfsagt mál að læra að spila á hljóðfæri“ „Mér fannst alltaf sjálfsagt mál að læra að spila á hljóðfæri. Tvær eldri systur mínar voru í tónlist- amámi, önnur spilaði á fíðlu og hin á píanóg ég átti að læra á þver- flautu en harðneitaði því,“ sagði Bryndís Björgvinsdóttir þegar hún var spurð hvers vegna sellóið hefði orðið fyrir valinu. Hún hefur spilað á selló síðan hún var níu ára, fyrst í Bamamúsíkskólanum, en síðustu fímm árin í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Bryndís lýkur í vor prófí frá strengjakennaradeild samfara seinni hluta einleiksprófsins. “Eg vonast til að fara út og læra meira og hef einna helst verið að spá í fjögurra ára framhaldsnám í Bandaríkjunum, en það er samt allt opið ennþá. Markmiðið er að fá að starfa sem tónlistarmaður, en flestir þurfa að kenna með, ekki vegna þess að það sé það sem fólk kýs sér, heldur til þess að sjá fyrir sér,“ sagði Bryndís að lokum. „Ekki hægt að lifa af því að spila“ Emil Friðfinnsson er Akureyring- ur og lauk stúdentsprófi á tónlistar- braut frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1985. Þá lá leiðin til Reykjavíkur í nám við Tónlista- skólann, þaðan sem hann lýkur einleikaraprófi í vor. „Ég byijaði á blokkflautu í forskóla, en fór síðan að spila á althom sem gjaman er byijendahljóðfæri. Síðan skipti ég yfír í waldhom sem í daglegu tali er bara kallað hom, og hef haldið mig við það síðan. Eg býst við að fara í framhalds- nám annaðhvort til Bandaríkjanna eða Bretlands, sennilega í fjögurra ára framhaldsnám," sagði Emil- Aðspurður um hvað tæki við að námi loknu sagði hann að hann vonaðist til að fá tækifæri til að spila með Sinfónúhljómsveitinni. „En ég held að allir tónlistarmenn stundi einhveija kennslu, því það ekki hægt að lifa af því að spila- Maður getur aldrei verið öruggur með stöðu og það em fímm atvinnu- homleikarar á landinu," Markmiðið að þroskast ítónlistinni „Ég fékk að elta hann bróður minn sem er tveimur ámm eldri en ég. Við fómm saman í tónlistarnám og ég var þá fímm ára. Síðan fórum viðí píanónám hjá Guðmundi H- Guðjónssyni, sem kenndi okkur í átta ár,“ segir Helga Bryndís Magn- úsdóttir, píanóleikari. Helga Biyndís er alin upp í Vest- mannaeyjum, en leiðin lá síðan til Reykjavíkur, til Jónasar Ingimund- arsonar í Tónlistaskólanum. Hún hefur verið í píanókennaradeild síðustu þijú árin, samhliða píanón- áminu sjálfu, en lýkur hvoru tveggja f vor. Bróðir hennar heltist hins vegar úr lestinni einhvers stað- ar á leiðinni. „Ég stefni að framhaldsnámi f London en annars langar mig til að fara og læra á fleimm en einum stað, drekka í mig sem flestar stefn- ur. Markmiðið er að þroskast sem tónlistarmaður og leiðbeinandi. í Svo er að drífa sig Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson TENINGUR. Vettvangur fyrir listir og bók- menntir 3. hefti janúar 1987. Ritstjórn: Eggert Pétursson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Harðarson, Hallgrimur Helgason, Páll Valsson, Sigfús Bjartmarsson og Steingrimur Eyfjörð Kristmundsson. Af bókmenntaefni í Teningi að þessu sinni em smásögur áberandi. Það bendir til þess að vegur smá- sögunnar sé nú meiri en oft áður. Augljóst er að smásagnasamkeppni Listahátíðar hefur ýtt undir þetta. Fyrstan skal frægan telja í Ten- ingi Einar Kárason sem á smásög- una Opus Magnum eða Söguna um Vigni Erkiengil. Þetta er hressileg saga hjá Einari og ekki óskemmti- leg aflestrar. Söguefni rithöfundar og raunvemleikinn mætast í Opus Magnum, en sögulokin gera það að verkum að svona sögu mætti alveg eins birta í afþreyingarriti, ekki kæmi á óvart að rekast á hana þar. Hinn fallni nefnist stuttur þáttur eftir Thor Vilhjálmsson. Þar segir frá manni sem liggur á götunni eftir byltu. Aukapersónum er lýst af slíku örlæti að það hvarflar að manni að lýsingarorðum sé ofaukið í ekki lengri þætti. Óskrifað blað eftir Böðvar Bjömsson er saga úr skólalífí og efnistök höfundar með þeim hætti að hann hlýtur annaðhvort að vera í skóla eða nýsloppinn þaðan. Ljóðin f Teningi em af ýmsu tagi, en flest þeirra em til marks um byijendur sem em að þreifa fyrir sér. Þetta gildir um ljóð Gunnars Hersveins Sigursteinssonar, Jóns Halls Stefánssonar, Jóns Stefáns- sonar og Jóns Egils Bergþórssonar. Það er helst að örli á fmmleika og nokkurri kunnáttu hjá Braga Ólafs- syni í ljóðunum Hér inni og Fransk- ur kafbátur í Reykjvíkurhöfn. Undanskilinn er Þórarinn Eldjám sem á nokkur ljóð í Teningi og bera af gamansamt ljóð sem nefnist Til- laga um handhægt ferðasett handa póetískum flóttamönnum og Þykkni. í fyrmeftida Ijóðinu er kom- ist svo að orði um öndvegissúlumar: Á flóttanum sé ég hvemig súlumar taka flugið meðaldræg hugskeyti sem æða á vit hins óþekkta í von um að finna sér furðuströnd. En svo er að drifa sig Vífill minn og Karli og finna þær áður en bændur ganga á reka og saga þær niður í girðingarstaura Magnús Gezzon þýðir Ijóð eftir Danann Soren Ulrik Thomsen og tekst með þýðingum sínum að sann- færa lesandann um að hér sé í ferðinni skáld sem eitthvað hefur til málanna að leggja. Þýðing Friðriks Rafnssonar á ljóði eftir André Breton, Rósrauður dauði, er virðingarverð tilraun. En ekki kann ég að meta orðalag eins og „Silfursins langa hlé“ og „Til hinstu grýtingar". Þýðing Friðriks á þessu ljóði frá árinu 1932 minnir á að fyrir löngu hefði átt að þýða úrval ljóða Bretons á íslensku. Lífsgleðin á grunnplaninu er að mörgu leyti forvitnilegt viðtal við Einar Má Guðmundsson. En Göfgar hláturinn manninn? eftir Keld Gall Jorgensen er aHtof mglingsleg út- tekt á Pétri Gunnarssyni fyrir minn smekk. Ég efast um að höfimdurinn skilji hana sjálfur. Þar sem hann er útlendingur virðist hann einnig lítt fær um að átta sig á íslenskum texta. Innan um og saman við em Einar Kárason athyglisverðar ábendingar og ekki ófróðlegar. Töluvert er um myndlistarefni í Teningi og las ég það allt með at- hygli þótt betur færi á því að myndlistargagnrýnandi blaðsins fjallaði um það. Ég vil nefna grein eins og Umhverfis myndlist eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Á meðal Stam-bura eftir Hallgrím Helga- son, List og kennslulist eftir Magnús Pálsson og Peter Anger- mann segir frá sem Eggert Péturs- son tók saman. Allt þetta efni er unnið af mikilli alvöm og bendir til þess að á íslandi og víðar sé geijun Þórarinn Eldjám í myndlist. Lokaorðin verða Magn- úsar Pálssonar, það sem hann segir eftirminnilega um listkennslu: „Listkennsla er list og á að vera list. Hún færir sömu unun og lífs- fyllingu og öll önnur list. Hún krefst sömu atorku, hugmyndaauðgi og hæftii til að hrífa aðra og hvetja þá til sköpunar. Þetta hafa menn ekki skilið. Listin að kenna þarf að öðlast sömu viðurkenningu og önn- ur list og vera höfð f hávegum. Góður listkennari fæst við kennslu á sama hátt og með sömu alvöru og sá sem fæst við uppákomur eða geminga, eða þá hljómsveitarstjóri eða Ieikstjóri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.