Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 18

Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 íslandsmyndir Mayers Békmenntir Erlendur Jónsson ÍSLANDSMYNDIR MAYERS 1836. 298 bls. Umsj. Ásgeir S. Björnsson. Bókaútg. Örn og Ör- lygur hf. 1986. Paul Gaimard kom hingað fyrst 1835 en síðan árið eftir og þá við fjölmenni. í leiðangri hans var með- al annarra málarinn Auguste Mayer. Það eru myndir hans sem hér koma fyrir sjónir í viðhafnar- útgáfu. Með fylgir bókin Chants Islandais — kvæði sem Hafnar- íslendingar kváðu til heiðurs Gaimard er hann kom til Kaup- mannahafnar 1839. Var honum þá haldið samsæti eins og gekk og gerðist þegar heiðursmenn voru á ferð. Minningin um samsæti þetta lifir enn í ljóðlínum Jónasar: Þú stóðst á tindi Heklu hám /oghorfð- ir yfír landið fríða. í sama kvæði standa líka orðin: Vísindin efla alla dáð — sem Háskóli íslands hefur gert að nokkurs konar einkunnar- orðum. Það var í sjálfu sér reynsla fyrir íslendinga að kynnast útlendingum sem komu ekki fram af derringi og yfirlæti eins og títt var um danska kaupmenn og embættismenn, þá sem hingað voru sendir. Frakkar gera sér, síst allra, mannamun eftir stöðu og efnahag. Slíkur var líka glæsibragurinn yfir frönsku þjóðlífi á 19. öld að Frakkinn þurfti engan að öfunda. Vísindi og listir stóðu þá með hvað mestum blóma þar í landi. Frakkland var upprennandi heimsveldi eins og Stóra-Bretland. Þáttur í hinni ósjálfráðu útþenslu var að kanna heiminn. Fé til leið- angra af því tagi sem Gaimard fór hingað lá því nokkuð á lausu. Að loknum leiðangri Gaimards hingað til lands var síðan gefið út í Frakklandi stórglæsilegt Islands- rit. Segir umsjónarmaður þessarar útgáfu að betur hafí ekki verið gert síðan. Það var skaði fyrir íslendinga hversu lítil tengsl þeim auðnaðist að hafa við Frakkland á 19. öld. En Danir snobbuðu mjög fyrir Frökkum þannig að frönsk áhrif gátu borist hingað gegnum Kaup- mannahöfn. Tómas Sæmundsson hafði að sönnu dvalist í París og gat því frætt aðra Fjölnismenn um lífíð í þeirri borg borganna og and- rúmsloft franskrar menningar á heimaslóðum. Myndir Mayers eru merkilegar fyrir margra hluta sakir. Landslag- ið er að vísu nokkuð ýkt, tæpast sakir vankunnáttu: að stækka og fegra var kækur á 19. öld. Fjöliin urðu hærri, tindamir brattari, sveitasælan blárri. Sama máli gegndi um mannamyndir. Karlar voru t.d. gerðir sætari en í raun- veruleikanum, sléttari og fínni. FYakkar voru á 19. öld forystu- þjóð í læknavísindum. Gaimard var læknir að mennt. Áhugi leiðangurs- manna á þeirri grein birtist meðal annars í því að málaðar voru mynd- ir af íslenskum holdsveikisjúkling- um. Ef dæma má af öðru myndefni má ætla að útlit þeirra hafi verið jafnvel enn sjúklegra en myndimar sýna. Mannvirki vom hér fá og smá. Aðeins eitt af stórfljótum landsins var þá brúað: Jökulsá á Dal. Fróð- legt er að virða fyrir sér brúna hjá Fossvöllum. Risamannvirki gat hún talist á íslenskan mælikvarða þótt lítið hefði farið fyrir henni í Evrópu á Ijórða tug 19. aldar. Með fyrirvara um rómantík þá sem flestir fylgdu á tímum Mayers verður ekki annað sagt en hann hafí verið raunsær í vali myndefnis og vinnubrögðum öllum. Eftirtekt- arverð er t.d. mynd af kirkju og kirkjugarði á Breiðabólsstað í Fljótshlíð: Jarðarför stendur yfir. Nánustu ættingjar þyrpast að op- inni gröfínni. Fjær er smáhópur á tali. Hundur stendur álengdar og fylgist með. Presturinn, séra Tómas Sæmundsson, ætlar að fara að kasta rekunum. Baðstofumyndimar í bókinni bera líka með sér að F'rakkamir hafa gert sér glögga grein fyrir f\HEFURÐlfy w EFNIA AD SLEPPA ÞESSU? Gallabuxur og kakíbuxur í öllum stæröum á ótrúlega lágu veröi vegna hagstæðra magninnkaupa elle SKÓLAVÖRÐUSTlG 42 )KRÁS TTTTTT^ T ^ 1 1 1 t 1 1 1 1 11 1 X+TTT m/i SÍIX/II 67 10 20 rí, rafknúnum rúðum, rafknúnum læs- ingum og öllum lúxusbúnaðí kostar nú aðeins 553 þúsund krónur. Aðrar gerðir kosta frá 474 þúsund krónum. Þú gerir vart betrí bílakaup! Opið laugardaga frá kl. 1—5 BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 68 12 99 genglsskr. 6.2.87

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.