Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 21 Afþreying og leikgleði LEIKLIST Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Hafnarfjarðar: Halló, litla þjóð eftir Magneu J. Matthiasdóttur og Benóný Ægisson. Tónlist: Jón Steinþórsson og Hörður Bragason. Dansar: Dagný Emma Magnús- dóttir. Leikmynd: Hrafnkell Sigurðs- son. Búningar. Alda Sigurðardóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Aðstoðarleikstjóri: Jakob Bjarnar Grétarsson. Söngleikurinn, Halló litla þjóð er skopgerð samfélagsmynd, eins konar farsi og revía í senn. Efni er rýrt, en bætt upp með söngvum og leikrænu fjöri. Áhorfendur fá að kynnast fjöl- skyldulífi hjá ráðherranum Heinreki Hans Thorvaldsen og konu hans, Þórdísi Harefoed Jens- en. Einnig er litið inn í fangelsi til ungra afbrotamanna. Hvernig ráðherrafjölskyldan og afbrota- mennimir tengjast er lýst í leikrit- inu, en þungamiðjan er kosningar, þar sem Flokkurinn okkar vinnur mikinn sigur. Heinrekur ráðherra er þá ekki lengur í framboði af Ráðherrafrúna leikur Vilborg Gunnarsdóttir. óviðráðanlegum ástæðum, en tengdasonur hans, afbrotamaður- inn Daníel Jóakimsson, er í fararbroddi. Efnistök höfunda hafa á köflum í sér ádeilubrodd, en fáránleikinn yfirgnæfír. Skot í ýmsar áttir eru fremur máttlítil, enda held ég að áhorfendur muni fyrst og fremst líta á leikinn sem gaman, að vísu dálítið grátt á köflum, einkum þegar magnaðir eru upp draugar. Söngtextar voru smellnir, þeir sem ég heyrði og lögin áheyrileg. Það var galli að textamir áttu það til að drukkna í tónlistinni, hún var óþarflega hávaðasöm. Það var ekki síst leikgleðin sem gerði Halló, litla þjóð að afþrey- ingu sem er ekki verri en hver önnur. Ég hefði óskað þess að leikaramir fengju að spreyta sig á betri texta en boðið var upp á, glíma við átakameiri leikfléttu. Andrési Sigurvinssyni leikstjóra tókst að lyfta sýningunni með þeim hætti að í heild sinni var hún ekki bara áhugamannaleik- sýning. Athygli vakti hve fáir hnökrar voru á framsögn leikaja og sáralítill viðvaningsbragur. Ég nefni vemlega góðan leik þeirra Þórhalls-Gunnarssonar, Atla Geirs Grétarssonar og Davíðs Þórs Jónssonar í hlutverkum hinna ungu afbrotamanna. Vilborg Gunnarsdóttir lék ráðherrafrúna á eftirtektarverðan hátt og naut sín vel í söngatriðum. Sama er að segja um ráðherradótturina sem Vigdís Gunnarsdóttir lék einkar skemmtilega. Guðný Dóra Gestsdóttir vakti athygli sem Gullbrá Jámann. Hallur Helgason náði einnig að sýna inn í hugskot jámanns ráðherrans sem einnig er elskhugi frúarinnar. Ráðherr- ann sjálfan með langa nafnið lék Lárus Vilhiálmsson og er ekki öfundsverður af að túlka aðra eins fígúm sem ekki er maður heldur Ráðherra (Lárusi Vilhjálmssyni) mikið niðri fyrir. klisja. En Láms lék á kraftmikinn hátt og náði greinilega til áhorf- enda þrátt fyrir útjaskaða per- sónugerð frá hendi höfunda. Þögult hlutverk, brennivínsþamb- andi og vindlareykjandi peysu- fataklædd móðir ráðherrans, var í ömggum höndum Katrínar Þor- láksdóttur. Nærvera móðurinnar benti ekki til þess að höfundar verksins líti á eldri kynslóðina sem fyrirmynd. Þeir em líklega ekki haldnir neinni aldamótarómantík. Fleiri leikara mætti vitanlega nefna, því fleiri létu að sér kveða en upptalningin vitnar um. Meðal þeirra vom Gísli Guðlaugsson og Jóhanna Sigríður Kristmunds- dóttir. Leikmynd og búningar vom hin þokkafyllstu verk og ýmis tækni- leg atriði sýningarinnar vom vel unnin. Það sem fyrst og fremst kætti áhorfendur í Bæjarbíói var að kynnast verki sem þó nokkur metnaður var lagður í varðandi flutning og það sem hægt var að gera við ekki betri aðstæður. Frammistaða leikaranna er að mínu mati nokkur áfangi fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. SUMARAÆTLUN 1987 dxn. A. mmt APRÍL APRÍL MAÍ . - 'V ÁGÚST ÁGÚST ÁGUST OKTÓBER OKTÓBER OKTÓBER SEPTEMBER SEPTEMBER SEPTEMBER Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er Iíka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. m FERÐA __■ ■ CeHÍsdZ MIÐSTOÐIN Tuutee AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.