Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 24

Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Landskeppni í eðlisfræði lokið: Hef lært margt nýtt nú síðustu vikurnar - segir Gunnar Guðnason, sem varð hlutskarpastur í keppninni Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Guðnason, sigurvegari í Landskeppni í eðlisfræði, 1986-86, og Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri keppninnar. Til marks um þyngd viðfangsefnanna í keppninni sagðist Viðar hafa spreytt sig á dæmunum en orðið að láta í minni pokann fyrir Gunnari. GUNNNAR Guðnason, 19 ára menntaskólanemi, varð hlut- skarpastur í úrslitakeppni Landskeppninnar i eðlisfræði, 1986-87, sem haldin var um síðustu helgi. Átta keppendur spreyttu sig í lokaáfanganum, en fimmtíu og einn tók þátt í undankeppni sem fór fram í öllum framhaldsskólum landss- ins á síðasta hausti. „Það má fullyrða að þetta hafi verið erfíð dæmi og miklu erfíðari en ég hef komist í kynni við áð- ur,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Gunnar sagði að viðfangsefnin í keppninni væru talsvert þyngri en viðfangsefni í eðlisfræði eru allajafna í fram- haldsskólum, en hann hefði aflað sér viðbótarþekkingar, vegna þess að honum þætti gaman á prófum að nálgast viðfangsefnin frá öðr- um hliðum en þeim sem kenndar eru í skólanum. Gunnar varð í öðru sæti í for- keppninni, á eftir Davíð Aðal- steinssyni, sem vann keppnina á síðasta ári, og keppti þá meðal annars á Olympíuleikunum í eðlis- fræði. Núna varð Davíð að sætta sig við annað sætið á eftir Gunn- ari. Gunnar sagði að hann hefði metið það svo í fyrra að hann ætti ekkert erindi í keppnina. „Ég hef verið að læra svo margt nýtt nú síðustu vikur og mánuði, og ef ég hefði kunnað það í forkeppn- inni sem ég kann nú hefði ég sjálfsagt fengið jafn mörg stig þá og ég fékk í úrslitunum," sagði Gunnar. Faðir Gunnars, Guðni Sigurðs- son, er kjameðlisfærðingur. Gunnar sagðist þó ekki hafa hug á að læra slíkt, og reiknaði frekar með að leggja stund á rafmagns- verkfræði eftir að hann lýkur stúdentsprófí í vor. Keppendumir átta í úrslita- keppninni voru Gunnar Guðnason frá MH, Davíð Aðalsteinsson frá MK, Hjörtur Jónsson frá MA, Sig- uijón Kristjánsson frá Fjölbraut í Garðabæ, Hjörtur Kristjánsson frá MA, Tryggvi Egilsson frá MA, Geir Agnarsson frá MR og Garpur Dagsson frá MH. Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri keppninnar sagði að vonast væri til að íslend- ingar gætu sent lið á Olympíuleik- ana í eðlisfræði í sumar, eins og gert hefur verið undanfarin þijú ár, en ekki hefði enn fengist svar frá menntamálaráðuneytinu varð- andi umsókn um fararstyrk. Ólympíuleikarnir í sumar verða haldnir í bænum Jena í Austur- Þýskalandi, og mega keppendur ekki vera orðnir 20 ára þegar keppnin hefst. Viðar sagði að fjór- ir úr úrslitahópnum væm enn innan aldursmarkanna^ þar af bæði Gunnar og Davíð. Islending- um hefur ekki gengið sem skyldi á þeim Ólympíuleikum sem þeir hafa tekið þátt í til þessa, og yfír- leitt verið í neðstu sætunum. Landskeppni í eðlisfræði er haldin af Félagi raungreinakenn- ara og Eðlisfræðifélaginu. Morgunblaðið hefur staðið straum af kostnaði við keppnina, og lagði til verðlaunafé til sigurvegarans, 15.000 krónur. Morgunblaðið/Einar Falur K.N.K. Biwatt orku- og svæðisþróunarráðherra Kenya, og Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, undir- rita bókun um frekara samstarf þjóðanna I orkumálum að viðstöddum embættismönnum og fulltrúum fyrirtækja sem aðild eiga að samkomulaginu. Kenya o g Island undirrita bókun um samstarf í orkumálum: Stærsta áætlun Islendinga um útflutning* á þekkingu - segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra ORKUMÁLARÁÐHERRA Kenya, K.N.K. Biwatt og Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra, undirrituðu í gær sérstaka bókun varðandi samstarf íslands og Kenya í orkumálum, þar sem meðal annars var kveðið á um undirbúningsrannsóknir í Kenya sem Islend- ingar munu annast, og er áætlaður kostnaður þeirra verkefna um 65 miljónir bandaríkjadala eða um 2,6 milljarðar íslenskra króna. Nánari samningar um einstök verk- efni sem íslendingar munu annast í Kenya verða milli fyrirtækja á íslandi og í Kenya, en aðilar að samkomulaginu eru af íslands hálfu Virkir hf., Órkustofnun, Orkint og Jarðboranir ríkisins. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að meginatriði bókunarinnar, sem undirrituð var í í ráðherrabú- staðnum við Suðurgötu í gær, væru að stjómvöld landanna eru sam- mála um að efla það samstarf sem löndin hafa átt á sviði jarðvarma, og hafa skilgreint verkefni þar sem sala á íslenskri sérþekkingu kemur til greina. Þetta ætti aðallega við um hagnýtingu jarðvarma til raf- orkuvinnslu, þar á meðal byggingu raforkuvers, en hugsanleg væri einnig samvinna á öðrum sviðum þar sem jarðhitinn er notaður, t.d við húshitun, byggingu sundlauga og við ýmislegt annað sem kemur inní framleiðslu á afurðum sem Kenya hefur uppá á bjóða, til dæm- is þurrkun á fiskimjöli, meðferð á sykurreyr, kaffí og te. Einnig var, að sögn Alberts, rætt um að Islend- ingar aðstoðuðu Kenyabúa við rafvæðingu sveita á svipaðann hátt og gert hefur verið hér. „Þetta er langstærsta áætlun um útflutning á þekkingu sem íslend- ingar hafa gert,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er mjög víðtæk samvinna sem verið var að undirbúa hér sem hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkar vísindamenn og verkfræðinga. Aðeins kostnað- urinn við undirbúningskannanir, boranir og undirbúning að fram- kvæmdum eru áætlaðar vera 65 milljónir dollara sem þýðir um 2,6 milljarðar íslenskra króna. Þessa samvinnu verður síðan að semja nánar um og það verður gert innan fárra vikna með nýjum fundi í fram- haldi af þessum. Þar verður ákveðið nánar á hvaða sviðum verklegar framkvæmdir geta hafíst nú næstu mánuði," sagði Albert Guðmunds- son. K.N.K. Biwatt sagði við Morgun- blaðið, eftir undirritun bókunarinn- ar, að Kenyabúar vildu með þessu styrkja samvinnu þá milli landanna sem þegar væri fyrir hendi og sagði Biwatt að Ingi Þorsteinsson aðal- ræðismaður Islands í Kenya og Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra hefðu unnið ötullega að því máli af íslands hálfu. „Við eigum svipaðar orkulindir, og því meira sem við vinnum saman á því sviði, því betra. Að auki er ísland Iítið land og það er stundum betra að eiga samvinnu við smáþjóðir. Þær sýna slíku meiri áhuga; þegar unn- ið er með stærri þjóðum vilja smærri atriði stundum gleymast, þótt slík smáatriði séu oft mikil- væg. Við höfum hagnast af sam- starfínu við íslendinga því við höfum séð hvemig hægt er að nýta varmaorku, m.a. til að þurrka mat- væli og til lækninga. Ég er því ánægður með þetta samkomulag og tel það grundvöll meiri og betri samvinnu milli íslands og Kenya um ókomin ár.“ Karvel Pálmason: „Menn þurfa að vera samstíga“ „MENN áttuðu sig á því að þeir þurfa að vera samstíga. Eftir fund kjördæmisráðsins er ég vonbetri um að okkur takist að ná tveimur mönnum á þing,“ sagði Karvel Pálmason fyrsti maður á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Listi flokksins var samþykktur ein- róma á fundi kjördæmisráðs um helgina og tók Sighvatur Björg- vinsson annað sæti hans. „Við kepptum báðir að því að ná fyrsta sætinu og vorum kapps- fullir eins og vera ber. Um listann hafa náðst fullar sættir,“ sagði Karvel. Aðspurður um þær deilur sem urðu um úrslit prófkjörsins fyrir áramót sagði Karvel að jafnaðar- stefnan hefði orðið ofan á. Staða flokksins væri góð, í höfuðvígi hans Vestfjörðum. „Það er rétt að ég sagði það að ég hefði vikið hefði ég orðið í öðru sæti. Hinsvegar er það alfarið mitt mál og mín skoð- un, þannig að Sighvatur réði því hvað hann gerði," sagði Karvel. Listinn hefur ekki verið birtur i heild sinni þar sem ekki hefur náðst til allra sem kjördæmisráðið óskar eftir að sitji á honum. Auk nafna þeirra Karvels og Sighvats var kunngert að Bjöm Gíslason bygg- ingameistari taki þriðja sæti listans. Námskeið sjálfstæðis- kvenna um skattamál ODDVITAR sjálfstæðiskvenna í Reykjaneskjördæmi sóttu um helgina námskeið um skatta-, lífeyris og tryggingamál. Að sögn Salome Þorkelsdóttur al- þingismanns er hér um að ræða lið í undirbúningi kosningabar- áttunnar. „Við lögðum áherslu á sérstöðu kvenna og heima- vinnandi húsmæðra í skatta- málum og varðandi lífeyris- greiðslur og voru málin kynnt frá fræðilegu sjónarmiði. Nám- skeiðið var fjölsótt og umræður líflegar," sagði Salome. Frummælendur á námskeiðinu vom dr. Sigurður B. Stefánsson sem talaði um skattamál, Bjami Þórðarsson sem Qallaði um lífeyr- issjóðamál og Hilmar Björgvins- son sem ræddi um tryggingabæt- ur. Þáttakendur voru konur af framboðslista, í sveitastjómum og trúnaðarstörfum á vegum flokks- ins. Námskeið um aðra mála- flokka munu fylgja í kjölfarið að sögn Salome.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.