Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 29

Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 29 Bretland: Eiturbrenna Um helgina brenndu mexíkönsk yfirvöld 800 kg af kókaíni og ópíuvalmúa skammt fyrir utan Mexíkóborg. Fjöldi hermanna stóð vörð meðan eitrið varð eldi að bráð. Brennan er liður í herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Gera Bretar samkomulag um lausn Terry Waite? Ákveðið að styrkja stjórnmálasam- band Bretlands við Syrland til að tryggja frelsi Terry Waite Saint Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRETAR hafa ákveðið að styrkja stjórnmálasamband sitt við Sýrland til að reyna að tryggja frelsi Terry Waite, að því er breska sunnudags- blaðið Observer segir. Bretar rufu stjórnmálasam- band við Sýrland á síðasta ári, þegar sannað þótti, að sendiráð landsins hefði átt hlut að tilraun til að sprengja þotu frá ísraelska flugfélaginu E1 A1 í loft upp á Heathrow-flugvelli. Þegar stjórnmálasambandið var rofið, urðu nokkrir sendi- ráðsstarfsmanna Sýrlendinga eftir í sendiráði Líbanons í Lund- únum til að gæta hagsmuna lands síns. í Damascus urðu nokkrir breskir sendiráðsstarfs- menn eftir í sendiráði Ástralíu. Nú hefur utanríkisráðuneytið í Lundúnum staðfest, að það hafí heimilað hærra settum sendiráðsstarfsmanni að fara fyrir Sýrlendingum í sendiráði Líbanons en áður. í Damascus hefur fyrsti sendiráðsritari tekið við af öðrum sendiráðsritara. Sýrlendingum er mjög um- hugað um að endurheimta álit sitt á Vesturlöndum, eftir að Nesar Hindavi var dæmdur í 45 ára fangelsi í London fyrir til- raun til að sprengja ísraelsku þotuna í loft upp. Sannað þótti, að hann hefði haft náin tengsl við sýrlenska sendiráðið í Lond- on. Hafa öfgamenn hreiðrað um sig í mikilvægum embættum? London. Reuter. EINN af þingmönnum íhalds- flokksins hélt því fram i gær, að ýmsir öfgasinnaðir vinstrimenn hefðu komið sér fyrir í mikilvæg- um ráðuneytum og krafðist hann á því opinberrar rannsóknar. Kenneth Warren, þingmaður fyr- ir Hastings, sagði í viðtali við fréttamann Reuters, að hann hefði undir höndum lista með nöfhum 270 félaga og stuðningsmanna „Her- skáu vinstrihreyfingarinnar" (Milit- ant Tendency), manna, sem væru í mikilvægum stöðum í vamarmála- ráðuneytinu, innanríkisráðuneyt- inu, vegabréfaskrifstofunni og öðrum stjómarskrifstofum. „Þessir menn eru stjórnleysingjar að eigin sögn og hafa lýst yfir, að þeir vilji lýðræðið feigt," sagði Warren. „Þessi listi er aðeins yfir það, sem upp úr stendur af ísjakan- um. Ég mun skrifa forsætisráð- herranum og fara fram á ítarlega rannsókn." „Herskáa vinstrihreyfmgin" er samtök, sem nokkuð mikið hefur borið á síðustu fímm árin, en talið er, að félagar hennar séu um 7000 talsins. Eru þeir mjög virkir og vel skipulagðir. Er þessari hreyfíngu almennt kennt um mikinn ósigur Verkamannaflokksins í kosningun- um 1983 og Neil Kinnock, formaður flokksins, hefur heitið að reka hvem þann félaga hennar, sem komist hefur í valdastöðu innan flokksins. Talsmaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra, segir, að hún hafi ekki séð umræddan lista en eftir öðmm heimildum er haft, að henni hafi verið skýrt frá, að öfgasinnað- ir vinstrimenn fæm með ýmis embætti á skrifstofum stjómarinn- ar. Sir Marcus Fox, formaður í áhrifamiklum hópi íhaldsþing- manna, kvaðst í gær mundu skrifa Richard Luce ráðherra, sem fer málefni opinberra starfsmanna, og hvetja hann til að endurskoða þær reglur, sem gilda um ráðningu opin- berra starfsmanna. í þeim em nú ákvæði, sem banna félögum í kommúnistaflokknum og hægri- sinnuðum fasistasamtökum að gegna opinbem starfí en ólíklegt Begun látinn laus eft- ir sextán ára baráttu? Moskvu, Reuter. HÁTTSETTUR sovéskur emb- ættismaður tilkynnti á laugar- dag að sovéski gyðingurinn Iosif Begun yrði látinn laus úr fangelsi og sagði Georgi Arb- atov, sem situr í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins, að honum hefði verið sleppt. Fjölskylda Beguns fékk þær upplýsingar hjá sovéskum emb- ættismönnum i gær að hann sæti enn í fangelsi. Begun hef- ur í sextán ár barist fyrir að fá brottfararleyfi til Israels og hefur þrisvar verið dæmdur til fangelsisvistar á þeim tíma. Begun er 56 ára gamall stærð- fræðingur frá Moskvu og sótti hann fýrst um leyfi til að flytja úr landi árið 1971. Beiðni hans var hafnað af sömu ástæðu og beiðnum margra annarra gyðinga í Sovétríkjunum: því var haldið fram að hann hefði leynilegar upplýsingar undir höndum. Begun var vikið úr starfi hjá hagfræði og skipulagsstofnun ríkisins, Gosplan, og hófust þá miklar samningaumleitanir við yfirvöld um að veita honum leyfi til að kenna hebresku. í júní árið 1977 hófust mála- ferli á hendur Begun og var hann sakaður um að vera sníkjudýr og þjóðfélaginu til byrði. Hann var dæmdur til tveggja ára útlegðar í Síberíu. Begun var handtekinn á nýjan leik skömmu eftir að hann var leystur úr haldi og sakaður um að hafa brotið reglur um bú- setu. Reuter Sovéski andófsmaðurinn Iosif Begun. Aftur hófust réttarhöld og nú var Begun sendur í þriggja ára útlegð í Síberíu. Hann afplánaði dóm sinn, en var handtekinn þriðja sinni í Leníngrad í nóvember árið 1982. Dómur féll í máli hans í október ári síðar og hann var þungur. Andófsmenn úr röðum gyðinga óttuðust að dómurinn yfir Begun ætti að vera víti til vamaðar þeim mönnum, sem kenndu hebresku. Begun var dæmdur til að af- plána sjö ára vist í þrælkunarbúð- um og flmm ára útlegðar þar á eftir. Þrælkunarbúðir í Sovétríkj- unum eru greindar í fjóra flokka eftir mataræði og aðbúnaði. Beg- un var sendur í fangabúðir, sem skipa næststrangasta flokk. Opinbera fréttastofan TASS greindi vitnaði í úrskurð dóms- valda í máli Beguns: „Begun skrifaði, dreifði og sendi til út- landa róg og lygar um lífið í Sovétríkjunum og leiðbeiningar um hvemig skipuleggja ætti andsovéskar miðstöðvar erlend- is.“ Inna, kona Beguns, og sonur hans Boris föstuðu í Moskvu til að draga athygli að máli hans og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók sögu Beguns sem dæmi um mannréttindabrot Sovétmanna. Síðan Mikahil Gorbachev komst til valda í Sovétríkjunum hefur andófsmönnunum Anatoly Shcharansky, Yury Orlov og Andrei Sakharov og konu hans Yelenu Bonner verið sleppt. Hefur athygli vestrænna ríkja því beins að máli Beguns í auknum mæli. Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að 140 fangar yrðu nú leyst- ir úr haldi. Aftur á móti væri Begun enn í fangelsi vegna þess að hann neitaði að undirrita yfir- lýsingu um að hann myndi láta af aðgerðum gegn stjórnvöldum. Kona Beguns, sonur hans og nokkrir vinir þeirra reynda að mótmæla fyrir hönd Beguns á götu í Moskvu en óeinkennis- klæddir lögregluþjónar leystu mótmælin upp. er talið, að þau muni ná til félaga í „Herskáu vinstrihreyfíngunni". Kenneth Warren ætlar hins vegar að leggja til, að þeir verði fluttir í ábyrgðarminni störf. Talið er, að Sýrlendingar og Iranir séu að reyna að semja um lausn Terry Waite. Sýrlendingar reyna að þrýsta á um, að hann verði látinn laus fljótlega, og vilja, að sér verði þökkuð lausn hans. íranir vilja hins vegar not- færa sér hann í samningum um vopn frá Bandaríkjamönnum. Breska utanríkisráðuneytið hefur neitað, að það standi í samningaviðræðum við Sýrlend- inga um að fá Terry Waite lausan úr haldi. Þessi mynd var tekin í Sydney í Ástralíu í gær, eftir að Mark Thatc- her kom þangað með eiginkonu sinni Diane í brúðkaupsferð. Bretland: Miklar varúðarráð- stafanir fyrir brúð- kaup Marks Thatchers Þrjátíu manns komu til að horfa á # St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. A Valentínusarmessu, hinn 14. febrúar sl., gekk Mark Thatcher að eiga Diane Burgdorf frá Texas, dóttur bilasala og milljónamærings, í Savoy-kapellunni í London. Um 150 gestum var boðið í kapelluna. Fáir komu til að horfa á. Það var væta og svalt í veðri þennan morgun. Miklar varúðarráð- stafanir höfðu verið gerðar vegna þessa atburðar og lögreglumenn leitað í öllu nánasta umhverfi að sprengjum og leyniskyttum. Öll herbergi á Savoy-hótelinu voru ná- kvæmlega skoðuð, vegna þess að veislan var haldin þar. Um 300 lög- reglumenn voru á verði, þegar athöfnin hófst. Þeir voru þarna til að hafa stjórn á mannfjöldanum og koma í veg fyrir óeirðir, að sögn yfirlögregluþjónsins. Um 30 manns komu til að horfa á. Gestimir byrjuðu að koma um ellefuleytið, en athöfnin hófst klukkan hálftólf. Þar mátti sjá feg- urðardísir frá Texas í loðfeldum, Cesil Parkinson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Thatcher, sem varð að segja af sér vegna þess að hann hélt við einkaritarann sinn og gat við henni barn. Margaret Thatcher sjálf mætti bláklædd frá hvirfli til ilja og ljómaði af sælu. Hún sagði, að þetta væri hamingjuríkasti dag- urinn í lífí sínu. Mark Thatcher hefur átt litríkan feril. Hann hefur stundað viðskipti, verið kappakstursmaður og fyrir- sæta. Eitt sinn týndist hann í Sahara-eyðimörkinni á ökuferð. Til að koma í veg fyrir, að sama gerð- ist á brúðkaupsdaginn birti Daily Mirror kort af leiðinni í kapelluna. Brúðguminn kom á tilsettum tíma með gulu Texas-rósina í barminum. Carol Thatcher, systir Marks, sagði, að athöfnin hefði verið elsku- leg, enginn hefði ruglast í svörunum og enginn grátið. Mark og Diane eru farin til Ástr- alíu í brúðkaupsferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.