Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
Einn skattstofn, eitt skatthlutfall, einn afsláttur:
Hærri persónuafsláttar
- hærri skattfrelsismörk
Betri kostur frá sjónarhóli ef nahagsstj órnunar, sagði fjármálaráðherra
Stórmál með góð markmið en annmarka, sagði Ragnar Arnalds
Með góðum rökum má ætla að
þegar fram í sækir muni þær
breytingar á skattkerfinu, sem í
frumvörpum þessum felast, leiða
til hagræðis og aukins árangurs
i innheimtu. Einföldun skattkerf-
isins mun gera framtöl einfaldari
og úrvinnsla þeirra mun ekki
krefjast sömu vinnu og nú. Þeim
starfskröftum, sem þannig losna,
verður unnt að beina að verkefn-
um við eftirlit og aðhald, einkum
hjá fyrirtækjum og einstakling-
um í rekstri", sagði fijármála-
ráðherra í efri deild Alþingis i
gær, er hann mælti fyrir frum-
vörpum að skattkerfisbreytingu
[staðgreiðslu skatta].
„Frá sjónarmiði efnahags-
stjórnunar er staðgreiðslukerfi
betri kostur en það kerfi sem
verið hefur við lýði. I breytilegu
árferði og hagsveiflum hefur
núveradi kerfi yfirleitt virkað
andstætt við þær kröfur, sem
gera þarf til góðs hagstjórnar-
tækis. Staðgreiðslan mun hins-
vegar stuðla að jafnvægi, draga
fé frá neyzlu á þennslutimum en
draga úr skattbyrði ef kaup-
máttur dregst saman", sagði
fjármálaráðherra.
Róttækar skattkerf is-
breytingar
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra, vék í upphafi máls sís
að róttækum skattkerfisbreyting-
um á Vesturlöndum, einkum í
Bandaríkjunum. Víðast hafi verið
breið pólitísk samstaða um þessar
breytingar. Meginmarkmið þeirra
hafi verið að gera skattlagningu
einfaldari, skilvirkari og auðskiljan-
legri þeim sem við þurfi að búa.
Áður hafði víðast hvar verið horfíð
að staðgreiðslu skatta. Hér er hug-
að að þessum breytingum samtímis,
en einföldun álagningarreglna hafi
verið forsenda þess að koma við
staðgreiðslukerfi.
Fjármálaráðherra rakti aðdrag-
anda að þeirri skattkerfísbreytingu,
sem fyrirhuguð er, m.a. endurskoð-
un allra meginþátta tekjuöflunar-
kerfis ríkisins, en fyrir Alþingi
liggur nú frumvarp um virðisauka-
skatt í stað söluskatts. Ráðherra
sagði sérstaka nefnd hafa unnið að
endurskoðun tekjuöflunarkerfisins
frá því í nóvembermánuði. Með
skipunarbréfi hafi nefndin fengið
það hlutverk að kanna: 1) Einföldun
skattkerfisins, m.a. grisjun frá-
dráttarliða og lækkun skattþrepa,
2) Skattlagningu íjármagnstekna
og eignatekna, 3) Skattlagningu
fyrirtækja m.a. með tilliti til af-
skriftarreglna, 4) Staðgreiðslu
skatta og hvemig hún tengist öðr-
um nauðsynlegum skattlagabreyt-
ingum.
Þá vék ráðherra að skilaboðum
aðila vinnumarkaðarins (ASI og
VSÍ) um skattamál í desember sl.,
þar sem áherzla var lögð á einfald-
ara skattkerfi, breikkun á skatt-
grunni og fækkun leiða til
undanskota, sem opna myndi leið
til lækkunar skatthlutfalls og
hækkunar skattleysismarka, þ.e.
sömu markmiða og ráðuneytis-
nefndin vann að.
Stjómarfrumvörp um skattkerf-
isbreytingu, sem nú hafa verið lögð
fram, eru síðan árangur þessa
starfs alls.
Tekjuskattur og útsvar
Ráðherra gerði síðan grein fyrir
efnisatriðum fmmvarps til breyt-
inga á tekjuskattslögum og frum-
varps um staðgreiðslu skatta.
Telqusköttum ríkisins (tekju-
skatti, sjúkratryggingargjaldi,
gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra,
sóknargjaldi og kirkjugarðsgjaldi)
er nú steypt í einn skatt, sem ásamt
útsvari til sveitarfélaga verður lagð-
ur á einn og sama gjaldstofn.
Innheimtunni verður síðan skipt,
eftir ákveðnum reglum, milli þeirra
er þessarra skatta njóta nú.
Gjaldstofninn verður samansett-
ur úr launatekjum viðkomenda,
ásamt bifreiðastyrkjum, dagpen-
ingum og öðrum starfstengdum
greiðslum og fríðindum. Ennfremur
er gert ráð fyrir að lífeyrir og trygg-
ingabætur falli innan gjaldstofns-
ins, en hinsvegar verða lang flestir
bótaþegar almannatrygginga innan
skattleysismarka.
Persónuafsláttur, sem dregst frá
hinum sameinaða skatti, verður kr.
11.500 á mánuði fyrir hvem skatt-
greiðanda, miðað við verðlag í
febrúar 1987. Millafæra má skatt-
afslátt til maka að fjórum fimmtu.
Afsláttur þessi svarar til þess að
að tekjur neðan við 33 þúsund á
mánuði verði skattfijálsar hjá ein-
staklingum og 59-66 þúsund krónur
hjá bamlausum hjónum.
í stað vaxtafrádráttar húsbygg-
enda er gert ráð fyrir húsnæðis-
bótum 55 þúsund á ári í sex ár.
Ráðherra vísaði til útreikninga
sem „staðfesti það að horfur eru á
að skattbyrði lækki hjá þeim, sem
ekki njóta nú ívilnana (skv. gildandi
kerfi)... Samkvæmt þeim lækkar
skattbyrði yfirleitt vel upp fyrir
miðjan tekjuskalann og þar fyrir
ofan er niðurstaðan breytileg... í
heild má segja að með breytingum
skv. frumvarpinu og þeirri lækkun
á tekjuskatti sem í þvi felst hafi
tekist að ná þeim markmiðum, sem
að var stenft, þ.e. að hækka skatt-
leysismörk og lækka skatthlutföll,
samfara einföldun skattkerfisins",
sagði ráðherra.
Jákvæð markmið með
annmörkum
Ragnar Arnalds (Albl.-Nv.)
sagði stórmál á ferð, sem hefði já-
kvæð markmið, sem flestir fagni.
Hann minnti á að hann hefði flutt
frumvarp um staðgreiðslu skatta
þegar fyrir fjórum árum, sem þá
hlaut ekki byr hjá þingmönnum.
En þó marmkiðin séu jákvæð, sagði
Ragnar efnislega, er ekki þar með
sagt að frumvörpin, sem að skatt-
kerfísbreytingunni lúta, séu full-
komin.
Helzti galli frumvarpanna er sá,
sagði ræðumaður, að það á ekki
eitt yfir aila að ganga. Fyrirtæki
og rekstraraðilar verða sum sé utan
skattkerfísbreytingarinnar, en
þessir aðilar hafa undanfarið slopp-
ið vel gegn um möskva skattakerf-
isins. Nauðsynlegt hefði verið að
grisja einnig frádráttarskóginn hjá
fyrirtækjunum og færa skattbyrði
af launþegum yfir á þau.
Ragnar taldi og að skattþrepin
hefðu mátt vera tvö í stað eins til
að ná betur til hærri tekna og gera
tekjuskattinn réttlátari.
Með því móti að hafa skattþrepin
tvö og færa skattbyrðina í ríkara
mæli yfir á fyrirtækin, sem sleppi
of vel, mætti hækka skattleysis-
mörk almenns launafólks enn
meira. Með því að flytja skattbyrði
frekar yfir á fyrirtæki, t.d. um
1.200 m.kr., mætti færa skattleys-
ismörk upp í 50 þús. krónu
mánaðarlaun. Þannig væri hægt
að standa við loforðið um að afnema
tekjuskatt af almennum launatekj-
um, sem stjómarflokkamir hafí
svikið til þessa.
Þá taldi Ragnar að skattleggja
ætti vaxtatekjur, umfram verð-
breytingar. Eignatekjur væru
heldur ekki nægjanlega skattlagð-
ar.
Þingmaðurinn sagði óljóst, hvem
veg tekjuhluti sveitarfélaga skilaði
sér úr samsköttun þessari. Þar um
vantaði skýrari ákvæði.
Ýmsa fleiri meinta annmarka
nefndi hann. Til dæmis hlut gjald-
enda, sem veiktist í upphafí árs
1987 (og væri tekjulaus það ár) en
kæmi síðan beint inn í staðgreiðlu
skatta í upphafí árs 1988. Sam-
kvæmt gamla kerfinu hefði hann
verið skattlaus 1988, en því yrði
ekki að heilsa í hinu nýja. Sama
gilti um námsmann, sem væri tekju-
laus 1987 en hæfi störf í ársbyijun
1988. Sá sem hinsvegar inni baki
brotnu 1987 en dragi í landi 1988
kæmi vel út úr dæminu.
Þá sagði Ragnar að rangt væri
að miða greiðslu eftir á við lán-
skjaravísitölu. Ef laun hækkuðu
umfram verðlag, sem vona yrði,
þýddi þetta stóraukna skattbyrði í
þjóðfélaginu.
Höfuðgallinn er sá, sagði þing-
maðurinn efnislega, að skattar
almennings halda velli en fyrirtæk-
in sleppa áfram.
Umræðu var frestað þegar þing-
flokkafundir hófust klukkan fjögur
síðdegis í gær. Þá vóru nokkur
þingmenn á mælendaskrá, fyrstur
Eiður Guðnason (A.-Vl.). Umræðan
hélt síðan áfram kl. 8,30 um kvöld-
ið.
Haf narfj ör ður:
Böm fá vísan sama-
stað utan skólatíma
Hafnfirðingar á aldrinum
7-11 ára hafa nú fengið aðstöðu
í félagsmiðstöðinni Flatahrauni
til leikja og ýmiss dundurs,
ýmist fyrir eða eftir hádegi.
I gær hófst þessi starfsemi í
félagsmiðstöðinni, en áður hefur
starfíð þar verið bundið við kvöld-
starf unglinga. Jóna Ósk Guðjóns-
dóttir, forseti bæjarstjómar, sagði
að enginn samastaður hafi verið
í Hafnarfirði fyrir böm á grunn-
skólaaldri eftir að skóla lyki.
Æskulýðs- og tómstundaráð bæj-
arins hafi bent á að félagsmiðstöð-
in væri ákjósanlegur staður, enda
hafi húsnæðið staðið ónýtt allan
daginn. Fyrir tveimur vikum hafí
fjárhagsáætlun bæjarins verið
samþykkt og þar hafi verið gert
ráð fyrir starfi þessu.
Brynhildur Skarphéðinsdóttir,
varaformaður Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfjarðar, sagði
að húsið yrði opið frá kl.
8.30-17.00 alla virka daga og
fengi hvert bam hálfs dags vist-
un, þ.e. fyrir eða eftir hádegi.
Fimmtán böm yrðu í hvorum hópi.
Brynhildur sagði að ýtt yrði undir
þroskandi leiki, bömin fengju
ýmis verkefni og fyrirtæki og söfn
yrðu skoðuð. Loks sagði Bryn-
Erla Ýr Kristjánsdóttir, Jóhann Gunnarsson og Laufey Birna Ómarsdóttir voru svo upptekin við
billjarð-borðið í Flatahrauni að þau máttu ekki vera að því að líta upp. Þau lýstu því þó yfir að
þau ætluðu að koma þarna aftur.
WS&£5
Morgunblaðið/Einar Falur
Skólabörn í Hafnarfirði fengu í gær fastan samastað utan skóla-
tima í æskulýðsmiðstöðinni Flatahrauni. Á myndinni eru þau
Brynhildur Skarphéðinsdóttir, varaformaður Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfjarðar, Arni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi,
og Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Fyrir framan
þau eru féiagarnir Jóhann Gunnarsson og Stefán Viðar Grétars-
son.
hildur að Ámi Guðmundsson,
æskulýðsfulltrúi, ætti heiður skil-
inn fyrir ötult undirbúningsstarf,
en Ámi mun hafa veg og vanda
af rekstrinum.
Við opnum staðarins vom þeg-
ar mætt nokkur böm, sem em
að fylla fyrsta áratuginn. Þau
dunduðu sér í sátt og samlyndi
við billjarð-borðið og vom spurð
hvort þau ætluðu að koma þarna
oftar. „Já, ég kem sko ömgglega
aftur, það er líka búið að innrita
mig,“ sagði Stefán Viðar. „Ég er
alltaf einn heima, pabbi og
mamma em að vinna. Ef ég færi
ekki hingað mundi ég fara til
ömmu eða frænku minnar, eða
leika við hundinn minn, sem heit-
ir Týra." Jóhann vinur hans
sagðist líka ætla að vera þama
eftir skóla. „Annars fer ég venju-
lega í fótbolta þegar ég er búinn
í skólanum og það er líka
skemmtilegt."
Tvær stelpur vom með þeim
félögunum við billjarðinn, þær
Laufey Birna og Erla Ýr. Þær em
báðar í skóla fyrir hádegi, eins
og strákamir og sammála þeim
um að það væri miklu betra að
vera þama eftir skóla en einhvers
staðar á flækingi. „Ég er alltaf
heima eftir skólann og líka systk-
ini min, en þau em eldri,“ sagði
Erla Ýr. Laufey Bima sagðist
vera einbirni. „Það er miklu
skemmtilegra að vera héma eftir
hádegið heldur en að vera heima
eða flækjast um úti,“ sagði hún.
Að svo mæltu hafði hún engan
tíma til að stússast í viðtali, enda
var billjarðinn miklu áhugaverð-
ari.