Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 35

Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987____ Kvennalistinn 35 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikill fjöldi fólks var viðstaddur vigsluathöfnina eins og sjá má. Fremst á myndinni er frú Sólveig Asgeirsdóttir, biskupsfrú, og fyrir aftan hana Kristján frá Djúpalæk, sem gerði textann við annan sálm- anna sem frumfluttir voru. Tónlistarflutningnr undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Faðir hans, Áskell Jónsson, lék á orgel. Þeir feðgar sömdu lögin við sál- mana tvo sem frumfluttir voru. í árslok 1983 var gengið frá samningi við hönnuði: Svan Eiríks- son, arkitekt, um grunnplan og útlit, Verkfræðiskrifstofu Norður- lands um lagnir og burðarvirki, og Eirík Rósberg, rafmagnstækni- fræðing, um raflagnir og hljóm- flutningskerfi. Nú eru aðeins liðin rúm tvö og hálft ár síðan fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin. Það gerði herra Pétur Sigurgeirsson 81. maí 1984. 16. júní það ár hófst vinna við jarðvegsskipti og eftir að opnuð höfðu verið tilboð í fyrsta áfanga, uppsteypu neðri hæðar, var gengið til samninga við lægstbjóðanda, Híbýli hf. I apríl 1985 var síðan gerður samningur við Híbýli hf. um annan áfanga, uppsteypu efri hæð- ar og tums. 7. júní 1986 var kirkjan orðin fokheld. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Glerárkirkju á sunnudaginn tit að vera viðstaddur vígsluna. Sóknar- presturinn, séra Pálmi Matthíasson, sagði að líklega hefðu verið á átt- unda hundrað manns viðstaddir. „Þetta er mikill hamingjudagur — að geta tekið fyrsta áfangann í notkun. Hér hefur verið unnið gífur- legt sjálfboðastarf og sumir hafa hreinlega búið hér síðan klárað var að múra kirkjuna um jólin og hægt var að fara að innrétta," sagði séra Pálmi í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Hann sagði að með þessu nýja húsi yrði gjörbylting í allri starfsemi í sókninni og tók skýrt fram að allir sem vildu nýta sér aðstöðuna væm velkomnir, hvort sem um fundi eða annað væri að ræða. Sóknarpresti og söfnuði bár- ust mörg heillaskeyti og blóma- skreytingar í tilefni dagsins. Séra Pálmi gat þess að margir, sem ekki áttu heimangengt, hefðu hugsað til þeirra — til að mynda hefðu borist skeyti frá áhöfnum togaranna Ak- ureyrarinnar og Kaldbaks. Verksmiðjusljórínn með poka af innfluttu Tess-laxafóðri. starfsfólki og aðstöðu. Útflutning- urinn til Færeyja verður grundvöll- ur verksmiðjunnar í nokkur ár — þetta gengi ekki annars, því mat- fiskeldið hér innanlands er enn ekki orðið nógu mikið til að standa und- ir svona verksmiðju. Við höfum verið í innflutningi og sölu fóðurs og tækja hér og í Færeyjum frá því fyrirtækið var stofnað, í geysiharðri samkeppni við framleiðendur annarra tegunda þurrfóðurs, sérstaklega Ewos, og hefur gengið vel. Einnig eigum við f samkeppni við votfóðrið. Sam- keppnin verður áreiðanlega mikil áfram, en við sjáum ekki fram á neinar þær breytingar á markaðn- um sem gætu orðið okkur í óhag. Við leggjum höfuðáhersluna á gæði framleiðslunnar og ráðgjöf og þjónustu við kaupendur fóðursins, viljum selja árangur. Við gerum okkur grein fyrir því að menn geta fundið ódýrara fóður en getum stað- hæft að okkar fóður er ekki dýrt, þegar litið er á hvað hvert kfló í vexti fisksins kostar þegar upp er staðið. Fiskeldið er viðkvæm atvinnu- grein. Því er nauðsynlegt fyrir fiskeldismenn að hafa valmögu- Ieika. Það veitir framleiðendum aðhald og þýðir að við verðum að standa okkur í samkeppninni. Við höfum visst forskot á aðra með samstarfinu við T. Skretting. Þeir eru leiðandi í vöruþróun og erum við því með tryggingu fyrir þvf að vera alltaf fyrétir með nýjungar í framleiðslunni." _ í verksmiðju ístess hf. í Krossa- nesi verður í upphafí eingöngu framleitt þanið laxafóður (extruter- að), sem notað er fyrir 125 g fiska og stærri. ístess mun geta lækkað verð þess um 10—15% miðað við það sem innflutta fóðrið hefur kost- að. Fyrirtækið mun áfram flytja inn seiðafóður, þar sem það er ódýrara en að framleiða það hér, vegna þess hvað markaðurinn er lítill enn sem komið er. Orfá ár eru síðan T. Skretting hóf að framleiða þanda fóðrið, fyrst allra fiskfóðurframleið- enda, og er það nú orðið vinsælasta eldisfóðrið. Það er framleitt með svipuðum aðferðum og komflögur og cocoa puffs, svo dæmi séu tekin. Pétur sagði að þetta fóður væri orkuríkara en annað fóður auk þess sem það sykki hægar og fengist því betri nýting á því. Guðmundur og Pétur sjá tölu- verðan markað fyrir framleiðsluvör- ur verksmiðjunnar fyrir utan laxafóðrið. Þeir segjast hafa vissa möguleika á að selja hráefni til votfóðurframleiðenda. Einnig gera þeir sér vonir um að geta selt þurr- fóður til loðdýrabænda. Það gæti verið hagkvæmt fyrir bændur sem ættu langt í fóðurstöð að nota þurr- fóður í loðdýraeldið. Þá sögðust þeir hafa möguleika á enn frekari útflutningi fiskfóðurs en til Fær- eyja, ef á þyrfti að halda. Verksmiðja fstess hf. er í Krossa- nesi, í nábýli við Sfldarverksmiðjuna þar. Þá eru fyrirtækin með sameig- inlega skrifstofuaðstöðu á Akur- eyri. Krossanesverksmiðjan stuðlaði að stofnun ístess í þeim tilgangi að komast inn á þennan markað með gæðamjöl, en hún er stærsti framleiðandi gæðamjöls hér á landi. Þá var hugmyndin að sam- nýta tæki og aðstöðu. Guðmundur Stefánsson sagði að ekki væri jafn mikill hagur að þessu nábýli og í fyrstu var ætlað vegna þess að framleiðslan yrði miklu meiri en gert var ráð fyrir í fyrstu áætlun- um. ístess hf. væri sjálfstætt fyrirtæki og yrði að vera sjálfu sér nægt með sem flesta hluti. Loðnu- mjöl og lýsi er uppistaðan í fisk- fóðrinu og kemur því 76—77% af hráefni ístess frá Krossanesverk- smiðjunni. Afgangurinn er innflutt- ur, til dæmis vítamínblöndur. Fiskfóðurverksmiðjan kostar um 100 milljónir kr. Bygging hennar er aðallega fjánnögnuð með hlutafé (20 milljónir kr.) og lánum hjá Norræna fjárfestingarbankanum og Iðnlánasjóði. - HBj. Málmfrí ður í fyrsta sæti FRAMBOÐSLISTI Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra fyr- ir alþingiskosningarnar í vor hefur nú verið ákveðinn og skipar Málmfríður Sigurðardóttir í Reykjadal fyrsta sætið eins og við síðustu kosningar. Listinn var ákveðinn á fundi á Akureyri í fyrrakvöld. Hann lítur þannig út: 1. Málmfríður Sigurðardóttir, Reykjadal. 2. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Akur- eyri. 3. Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Bárðardal. 4. Edda Hrafnhildur Bjömsdóttir, Raufarhöfn. 5. Sigurborg Daðadóttir, Akur- eyri. 6. Ásta Baldvinsdóttir, Húsavík. 7. Hólmfríður Jónsdóttir, Akur- eyri. 8. Hanna Helgadóttir, Dalvík. 9. Ingibjörg Gísladóttir, Mývatns- sveit. 10. Bergljót Hallgrímsdóttir, Að- aldal. 11. Gunnhildur Bragadóttir, Akur- eyri. 12. Margrét Samsonardóttir, Húsavík. 13. Bjarney Súsanna Hermundar- dóttir, Þistilfírði. 14. Elín Antonsdóttir, Akureyri. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 18.00 Vandræðabörn (North Beach and Rawhide). Tveir ungir drengir eru sendir á vinnuhæli eftir að hafa reynt að stela mótorhjóli. Þar leitast fyrrver- andi fangi fangi við að beina þeim inn á rétta braut áður en það er um sein- an. Aðalhlutverk: William Shatner, Christoper Penn og Tate Donovan. 19.40 Teiknimynd. Gúmmíbirnir (Gum Bears). 20.05 Allt er þá þrennt er (3's Comp- any). Þegar Larry og Jack ákveða að skipta um íbúð heldur Larry að nú séu draumar hans loksins að rætast. 20.35 í návigi. Yfirheyrslu- og umræðu- þáttur í umsjón Páls Magnússonar. 21.20 Hættustund (The Final Jeopardy). Bandarísk bíómynd með Richard" Thomas, Mary Crosby og Jeff Corey i aðalhlutverkum. Ung hjón ætla að gera sér glaðan dag i stórborginni Detroit. En dagurinn fer allur úr skorð- un og endar með skelfingu. Bönnuð börnum. 22.50 Bandaríski körfuboltinn (NBA). Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.15 Dagskrárlok. VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. Öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. = HEÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu simtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega fHftfgtmlpIftfrUi LE i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.