Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
\
IfCBAAm
„ \>ab k&mur alár&i ncinn straetö,
þegcir mnSur pcxrf exb rv?to- Þ0- •
ást er___
... að vita að þú ert
alltaf í hjarta hans.
TM Reg. U.S. Pat Off.-all ríghts reserved
© 1986 Los Aogeles Times Syodlcate
Með
morgunkaffinu
hala í bænum. — Górilla
leikur lausum hala í bæn-
um ... Górilla ...
• •
Ossur í stað Guðrúnar
Mikið var að einhver pólitískur
fulltrúi í stjórn SVR gerði eitthvað
sem tekið var eftir og varðaði að-
búnað okkar vagnstjóra. Við erum
svo vanir þeirri lágkúru og áhuga-
leysi pólitísku fulltrúanna, að það
tekur mann tíma að átta sig á því,
að loksins var tekið á vandamálum
fyrirtaekisins í stjóminni með tillögu
Ossurar Skarphéðinssonar varafull-
trúa Alþýðubandalagsins.
En yfirmenn SVR hafa komist
upp með það í áratugi að standa í
vegi fyrir allri framþróun, bæði
hvað varðar þjónustu við farþega
og kjör og aðbúnað okkar vagn-
stjóra.
Tilefnið var að aðbúnaður vagn-
stjóra hefur verið nöturlegur á
ýmsum endastöðum leiðanna. Og
höfum við margítrekað kvartað yfir
því við forráðamenn fyrirtækisins
við litlar undirtektir fram að þessu.
í kjölfar bréfs öryggisfulltrúa okkar
starfsmannanna, flutti Össur tillögu
sem fólst í því að skipuð yrði nefnd
með forstjóra SVR, einum fulltrúa
frá minnihluta og öðrum frá meiri-
hluta, og tveim vagnstjórum, til
tafarlausra úrbóta á þessu ófremd-
arástandi.
Það er eitthvað meira vit í svona
vinnubrögðum en andvaraleysi „al-
vöru“-fulltrúans, Guðrúnar Agústs-
dóttur, sem hefúr horft upp á að
þjónusta SVR drabbist niður og
sætt sig við að aðbúnaður vagn-
stjóra á endastöðum sé fyrir neðan
allar hellur og ásamt því að horfa
framhjá að vagnstjóri hafí verið
rekinn vegna skoðana sinna.
Réttast væri því, að Guðrún
Ágústsdóttir segði af sér, og Össur
Kvæðið um
mánuðina
Þakklát væri ég, ef einhver les-
andi þinn, Velvakandi góður, gæti
hjálpað mér og sent þér til birting-
ar kvæði sem ég lærði sem bam
um mánuðina tólf og hófst eitthvað
á þessa leið: „Janúar á undan með
árið í faðmi sér“.
Kona á Bráðræðisholtinu
Össur Skarphéðinsson
tæki hennar sæti sem aðalmaður.
Því hann er okkar maður og hefur
sýnt það í verki eftir aðeins örfárra
funda setu í stjórn SVR. Svo er ég
Miðvikudagsmorguninn 4. febrúar
á milli klukkann hálfníu og níu var
í útvarpinu talað við nokkra aðila
í sambandi við mál eins landflótta
manns frá íran. Af öllum þeim sem
voru spurðir var aðeins ein kona
sem talaði af sannfæringu í tengsl-
um við greindarsfarslegt og hreint
huglíf. Allar hinar persónumar tóku
neikvæða afstöðu til þessa land-
flótta manns.
Fimmtudaginn 5. febrúar birti
síðan Þjóðviljinn svör fímm aðila
ásamt myndum. Þar kom jákvæð
afstaða fram hjá öllum nema einum
manni, hann var annar í myndaröð-
inni, málari að atvinnu. Hann
lagðist algjörlega gegn þessum
manni frá Iran.
í íran ráða menn sem tileinka
sér miðaldasjónarmið, en það er
múhammeðsk villutrú, sem á ekkert
skylt við raunverulega trúarhugsjón
er gæti komið einhverju góðu til
leiðar. Það má líkja þessum valda-
mönnum ( íran við þýsku fanga-
verðina í hinum illræmdu
fangabúðum Þjóðverja í síðustu
heimsstyijöld og er þá stórt til orða
Guðrún Ágústsdóttir
nú viss um að Össur yrði enginn
kokteilvinur Sveins Bjömssonar
forstjóra.
Ari Tryggvason, vagnstjóri SVR.
tekið þó satt sé. Ég vil ráðleggja
þessum manni að kynna sér heims-
myndina betur áður en hann fer
að tala meira og dæma útlenska
flóttamenn. Það sama á við þá nei-
kvæðu einstaklinga sem komu við
sögu í útvarpsþættinum.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðcina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Flóttamaðurinn frá íran
Víkverji skrifar
Sú var tíðin, að Þjóðleikhúskjall-
arinn var einn af viðhafnarmeiri
og notalegri veitingastöðum borg-
arinnar. Langt er síðan breyting
varð á því, enda hefur rekstur hans
verið með ýmsum hætti. Nú orðið
ber staðurinn þess merki, að ekki
hefur verið gert verulegt átak til
þess að endurreisa hann, þannig
að hann geti náð fyrri sessi, sem
einn af virðulegri veitingastöðum
borgarinnar. Það er ekki sérlega
eftirsóknarvert fyrir leikhúsgesti að
koma þar í hléi, einfaldlega vegna
þess, að andrúm og yfírbragð er
ekki nógu þægilegt.
Víkveiji vill hvetja forráðamenn
Þjóðleikhússins til þess að huga að
þessari starfsemi. Veitingahús, sem
rekið er af nokkmm metnaði á vel
heima í tengslum við leikhús. Nú
orðið sækir fólk veitingahús meira
en áður var til þess að snæða þar
hádegisverð eða kvöldverð. Líklegt
má telja, að leikhúsgestir mundu
sækja Þjóðleikhúskjallarann í
ríkara mæli fyrir eða eftir leiksýn-
ingar, ef aðdráttarafl staðarins yrði
svipað því, sem var, þegar vegur
Þjóðleikhúskjallarans var ■ sem
mestur.
XXX
Nýlega birtist athyglisverð grein
um sjónvarpsfréttir í banda-
riska blaðinu Washington Post. Hún
hófst á þessa leið (í lauslegri þýð-
ingu): „Á síðustu 10 árum hefur
orðið veruleg breyting á banda-
rískum sjónvarpsfréttum, bæði í
efni og framsetningu. Margir telja,
að þessi breyting hafí orðið til hins
verra, þar sem sjónvarpsstöðvamar
hafí lagt áherzlu á fólk (þ.e. sjón-
varpsþulina) og form á kostnað
upplýsinga."
Er eitthvað þessu líkt að gerast
hér?
XXX
IMorgunblaðinu sl. laugardag
birtist athyglisvert bréf í Velvak-
anda, þar sem fjallað er um viðhorf
íbúa höfuðborgarsvæðisins til
landsbyggðarinnar. Þar sagði m.a.:
“Ég er utan af landi og „meira að
segja“ úr sveit. Ein mín fyrstu kynni
af hugsunarhætti höfuðborgarbúa
voru í gegnum bamatíma sjón-
varpsins. Þegar ég, „saklaust og
fáfrótt sveitabamið" sat eitt sinn
sem oftar framan við viðtækið varð
ég vitni að því að stjórnandi St.und-
arinnar okkar sagði smeðjulega:
„Krakkar mínir! Hafið þið komið
upp í sveit og séð öll skemmtilegu
dýrin ...!“
Er hér var komið sat ég, aum-
ingja bamið, og starði í forundran
á skerminn. Það sem eftir lifði
bamatímans og bamæskunnar
braut sveitabamið smágerðan heil-
ann um það, hvað blessuð konan
hefði verið að meina. Vissi hún
ekki, að margir krakkar bjuggu í
sveit, t.d. ég? Af hveiju hafði hún
þá sagt þetta svona? Var kannski
ekki ætlast til þess að sveitakrakk-
amir horfðu á Sturidina okkar? ...
Konuvesalingurinn féll einfaldlega
í sömu gildru og svo margir aðrir
höfuðborgarbúar hún var búin að
gleyma þvi, að á íslandi er einnig
mannlíf utan háttvirts höfuðborgar-
svæðis.“
Em þessi orð ekki nokkurt um-
hugsunarefni fyrir íbúa suðvestur-
homsins?
XXX
> •
Igamla daga var ekki hægt að
treysta þvi, hvorki í matvörubúð-
um eða á veitingastöðum, að væri
beðið um nautakjöt fengist alvöru
nautakjöt. Stundum var það ólseigt
beljukjöt en það bar líka við að fol-
aldakjöt væri selt, sem nautakjöt.
Þetta er liðin tíð, sem betur fer.
Nú er yfírleitt hægt að treysta
því, þegar nautakjöt er keypt í við-
urkenndum matvöruverzlunum, að
gæðin séu í samræmi við verðið.
Þess vegna kom það einum við-
mælanda Víkveija mjög á óvart,
sem keypt hafði dýrt nautakjöt í
verzlun Sláturfélags Suðurlands í
Austurveri, (nálægt 1000 kr. kíló-
ið), að kjötið reyndist ólseigt og
langt frá því að standa undir nafni
— eða verði.
Þetta á ekki að geta komið fyrir
hjá svo traustu fyrirtæki.
-H