Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 4

Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Hald lagt ámikiðaf vopnum STARFSMENN fíkniefnadeildar lögreglunnar lögðu hald á fjórar skanunbyssur, tvo riffla og fimm haglabyssur, auk 103 skota árin 1985 og 1986. Byssurnar voru ýmist nýjar eða gamlar, en allar virkar. Þetta kom fram í skýrslu forsæt- isráðherra um fíkniefnamál, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þar segir enn fremur að lagt hafí verið hald á mikið magn alls konar hnífa og lagvopna, en mjög algengt sé að neytendur og sökumenn fíkni- efna beri slíkt á sér. A munaskrá lögreglu fyrir þessi tvö ár eru um 50 hnífar og önnur Iagvopn. Þar fyrir utan eyðilögðu starfsmenn fíkniefnadeildar um 20 vopn strax eftir afsal kærðra. Auk þessarra vopna var lagt hald á nokkrar kylf- ur, bæði heimatilbúnar og keyptar erlendis, nokkur hnúajám og einn örvaboga. Morgunblaðið/RAX Vopnin, sem starfsmenn fíkniefnadeildar hafa lagt hald á undan farin tvö ár, skipta tugum. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Á Grænlandshafi er 988 miilibara lægð sem þokast norðaustur, og önnur 976 millibara djúp um 1000 kíló- metra suðsuðvestur í hafi á leiðinni norðnorðaustur. Yfir norðaust- urströnd Grænlands er 1026 millibara hæð. SPÁ: í dag verður allhvöss sunnan- og suðvestanátt á landinu, skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en rigning í fyrstu austan- lands. Á norðurlandi verður úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 2 til 5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Suðvestlæg átt og hiti um eða undir frostmarki. Dátítil él um sunnan- og vestanvert landið, en bjart með köflum norðaustanlands. Undir kvöld á laugardag þykknar upp sunnanlands með vaxandi suðaustanátt og fer að hlýna. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað •a Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / -|0o Hrtastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld CX3 Mistur —(* Skafrenningur (y Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hiti veóur Akureyri 5 úrk.igr. Reykjavík 4 úrk.fgr. Bergen 0 rigning Helslnki -13 snjókoma Jan Mayen -1 súld Kaupmannah. -4 snjókoma Narssarssuaq -15 heiðskírt Nuuk -10 heiðskfrt Osló -8 skýjað Stokkhólmur -10 léttskýjað Þórshöfn 4 rigning Algarve 22 heiðskfrt Amsterdam -3 mistur Aþena 4 skýjað Barcelona 13 alskýjað Berlín -4 skýjað Chicago -3 léttskýjað Glasgow 3 mistur Feneyjar -1 heiðskfrt Frankfurt -3 skýjað Hamborg -4 léttskýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 1 slydda Los Angeles 17 skýjað Lúxemborg -8 skýjað Madríd 19 mistur Malaga 26 hélfskýjað Mallorca 15 skýjað Mlami 20 alskýjað Montreal -14 léttskýjað NewYork vantar París 0 skýjað Róm 7 heiðskfrt Vín -6 léttskýjað Washington vantar Winnipeg -2 skýjað 200 til 400 líklega al- næmissmitaðir 1986 LÍKLEGT er að á árinu 1986 hafi 200 til 400 manns borið smit af völdum alnæmisveirunn- ar á Islandi, samkvæmt upplýs- ingum frá Landlæknisembætt- inu. Með tilliti til hinnar hröðu útbreiðslu alnæmis á undanförn- um árum má gera ráð fyrir að tölur þessar séu lágmarkstölur. Aigengi smits er mest meðal homma eða 13,5%, en um 3% með- al lyfjafíkinna, sem sprauta sig. Komið hefur í ljós að hommar á aldrinum 30 til 34 ára skila sér ekki sem skyldi til mótefnamæl- inga, en flestir þeir sem fengið hafa alnæmi í Evrópu hafa verið á aldrinum 30 til 39 ára. Kynjahlut- fall smitaðra er níu karlar á móti einni konu. Enginn dreyrasjúkling- ur virðist hafa smitast á íslandi til þessa. Af þeim 30 sem fundist hafa með mótefni hafa fjórir verið með alnæmi, tólf með forstigseinkenni en Qórtán voru einkennalausir. I nóvemberbyijun 1985 hófust mótefnamælingar gegn alnæmis- veiru á rannsóknadeild Borgarspít- alans. I fyrstu fóru þar fram bæði skimun meðal blóðgjafa og rann- sókn áhættusýna. Frá ársbyrjun 1986 hóf Blóðbankinn skimun með- al blóðgjafa en rannsóknadeild Borgarspítalans hefur til þessa sinnt mótefnamælingum á öðrum sýnum. Heildarfjöldi sýna sem rannsak- aður var fram að síðustu áramótum á rannsóknadeild Borgarspítalans var 3.555 en ef miðað er við fjölda einstaklinga var hann 3.221. Heild- arfjöldi blóðeininga úr blóðgjöfum sem rannsakaður var í Blóðbankan- um á þessum tíma var 20.013. Kostnaður við sorphremsun: Reykjavík og Garða- bær ekki sambærileg - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞAÐ er fáránlegt að taka bæjar- félag eins og Garðabæ, sem er eins og Fossvogshverfið hjá okk- ur, og bera það saman við Reykjavíkurborg,11 sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, en á Við- skiptaþingi á þriðjudag kom fram sú fullyrðing að borgin hefði get- að sparað sér 14 milljónir króna á síðasta ári ef sorphreinsun hefði verið boðin út, líkt og Garðbæing- ar hafa gert. „Það er ekki hægt að líta bara á íbúafjölda og reikna út kostnað við sorphreinsun með þeim hætti,“ sagði Davíð. „I Reykjavík er um helmingur kostnaðar við sorphreinsun vegna atvinnustarfsemi, en Garðabær er að mestu leyti svefnbær. Allur sam- anburður sem miðar eingöngu við að deila kostnaði niður á íbúafjölda er því út í loftið. Borg þar sem búa 90 þúsund manns er alls ekki sam- bærileg við bæ þar sem búa 3-4 þúsund manns og einn vörubíll næg- ir til sorphirðu." Davíð sagði að ekki hefði komið til álita að bjóða sorphreinsun í Reykjavík út. „Sorphreinsunarmönn- um hefur fækkað á undanfómum fímm árum á meðan borgin hefur stækkað og íbúum t.d. fjölgað um átta þúsund síðustu fimm árin. Það sýnir að mennimir vinna ákaflega vel og hagræðing í starfi þeirra er meiri en áður var. Eg á því ekki von á að borgin myndi spara neitt við að bjóða út sorphreinsunina," sagði borgarstjóri. Verð á loðnu og hrognum frjálst til vertíðarloka Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um að gefa frjálst verð á loðnu og loðnuhrognum til frystingar til útflutnings og loðnu til beitu, beitufrystingar og skepnufóðurs áfram til loka vetrarloðnuvertí- ðar 1987. 22 ára magister GUÐNI Elísson er einn þeirra nemenda sem útskrifaðist með magistergráðu, í íslenskum bókmenntum, frá Háskóla ís- lands, um síðustu helgi. Guðni er aðeins 22 ára að aldri og er, að sögn starfsmanna heim- spekideildar, örugglega yngsti maður nokkru sinni til að út- skrifast af cand.mag. stigi frá háskólanum hér. Guðni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, að- eins 18 ára að aldri. BA—gráðu lauk hann á tveimur árum og magistergráðunni á 1 1/2 ári. Lokaritgerð Guðna heitir „Frá ofurmenni til andhetju," og fjallar um ofurmennishyggju í íslenskri nýrómantík. Lokaeinkunn hans var 8.90. í spjalli við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Guðni um fram- tíðaráform sín: „Ég ætla að reyna að komast inn í háskóla í Banda- ríkjunum í haust til að skrifa doktorsritgerð um enskar bók- menntir. Eg hef, meðal annars, sótt um Stanford, Comell, Har- vard og Háskólann í Chicago. Guðni Elísson, bókmenntafræð- ingur Hinsvegar hef ég ekki verið í ensku við háskólann hér, svo núna sæki ég aukanámskeið í enskum og amerískum bókmenntum. Ég þarf nefnilega að sýna fram á að ég hafi einhveija undirstöðu í fag- inu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.