Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 60
STERKTKORT
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
XJöfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
VERÐ I LAUSASOLU 50 KR.
Ottastað
olían geti
mengað sjó-
eldi Snælax
Um 80.000 lítrar af
gasolíu láku í sjóinn
í Grundarfirði
TALIÐ er að um 80.000 lítrar
af gasolíu hafi lekið í Grund-
arfjarðarhöfn úr tanki
Olíuverslunar íslands. Olíu-
brák hefur borist út fjörðinn
og var mikii mengun í eld-
iskvíum Snælax þegar komið
var að í gærmorgun. Óttast
er að einhver spjöll hafi orðið
á þeim 100.000 regnbogasil-
ungum og löxum sem þar eru
aldir.
Að sögn Ólafs Hilmars Sverris-
sonar sveitarstjóra hafði OLÍS
verið gefinn frestur til 15. apríl
til þess að ganga þannig frá tank-
inum að olía úr honum gæti ekki
lekið í sjóinn. Starfsmenn Sigl-
ingamálastofnunar héldu vestur í
gærkvöldi með búnað til að stöðva
mengun og munu hefjast handa
nú árdegis.
Olíutankurinn hafði nýlega ver-
ið tekinn í gegn og hreinsaður.
Hann var fylltur með 150.000
lítrum af gasolíu úr dæluskipinu
Kyndli á mánudag. Þegar starfs-
menn Snælax fóru til fóðurgjafar
í eldiskvíunum í gærmorgun veittu
þeir athygli mikilli olíubrák á sjón-
um. Var þegar gert viðvart í land
og lekinn rakinn til geymis Olíu-
verslunarinnar. Brugðið var á það
ráð að dæla þeirri oliu sem eftir
var yfir í geymi Olíufélagsins, um
70.000 lítrum.
Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri
OLIS, sagði að ákveðið hefði verið
að láta steypa tilskylda þró í kring-
um tankinn í apríl. „Það kom bréf
frá sveitarstjórninni inn á borð til
mín fyrir tíu dögúm. Við höfðum
þegar ákveðið að hefjast handa,
en þetta óhapp hendir nú öllum
að óvörum. Framkvæmdir á
Grundarfirði hafa dregist nokkuð
vegna þeirrar endurskipulagning-
ar sem gerð hefur verið á dreifíng-
arkerfi OLÍS. Við vonum bara að
mengunin valdi engum skemmd-
um í sjóeldinu, enda bendir allt til
þess að svo verði ekki.“
Furðufólk
áöskudegi
KRAKKAR um allt land
brugðu á leik í gær. í tilefni
af öskudegi klæddust þau
margvíslegum gervum og
máluðu sig. Víða voru „kettir
slegnir úr tunnurn", þó svo
að víðast hafi sælgæti leyst
ferfætlingana af hólmi. Með-
fylgjandi myndir voru teknar
á Akureyri í gær.
Sjá nánar á síðum 35 og 56.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Reikning-
ar tíf öld-
uðust í
tölvunni
Gíróreikningar Pósts og
síma sem sendir voru um 200
áskrifendum Islenska gagna-
netsins hljóðuðu upp á nær
tífalt hærri upphæð en menn
áttu von á.
Agúst Geirsson, bæjarsímstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að ruglingurinn hefði komið
til vegna gjaldskrárbreytinga
gagnanetsins um áramót og hefðu
rangar upplýsingar farið til
Skýrsluvéla ríkisins, sem sjá um
útkeyrslu á reikningunum. I eldri
gjaldskrá var hver verðeining mið-
uð við tíu gagnasneiðar, en í þeirri
nýrri er miðað við eina gagnasneið.
Þetta er í fyrsta sinn sem áskrif-
endur gagnanetsins eru rukkaðir
síðan það var tekið í notkun fyrir
tíu mánuðum. Að sögn Ólafs Tóm-
assonar, póst- og símamálastjóra,
urðu ákveðin mistök hjá Skýrslu-
vélum ríkisins í gerð forrita og því
er þessi seinkun til komin.
Arni Johnsen í greinargerð með þingsályktunartillögu um að lyfjasala verði gefin frjáls:
„Landlæknir fær ekki upp-
lýsingar um sölu á lyfjum“
Margt í greinargerðinni er ekki sannleikanum sam-
kvæmt og atvinnurógnr segir formaður Apótekarafélagsins
„MESTA gróðabrall í landinu á
ekki að vera í skjóli sjúkdóma og
því er fyllilega tímabært að skera
þetta kerfi upp með stóraðgerð,"
sagði Arni Johnsen alþingismað-
ur, sem hefur ásamt þremur
öðrum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins lagt fram á Aiþingi
þingsályktunartiliögu sem gerir
ráð fyrir að ríkisstjórninni verði
falið að undirbúa lagafrumvarp
um að lyfjasala verði gefin fijáls.
í greinargerð með tillögunni seg-
ir m.a. að 99% af upplýsingum
um lyf komi frá apótekurum og
sölumönnum en aðeins 1% frá
landlækni og slikt væri gróða-
brallið í sölu lyfja að ekki einu
sini.i landlæknir fengi að vita
hvert sé söluhæsta lyf landsins.
Landlæknir staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði ekki
fengið þessar upplýsingar þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir
í greinargerðinni segir ennfremur
að Islendingar muni kaupa lyf fyrir
að minnsta kosti 1,8 milljarða króna
á þessu ári, en með skynsamlegri
stýringu og afnámi einokunar í sölu
lyfja ætti að vera unnt að spara 600
til 700 milljónir króna. Þá er fullyrt
að verð lyfja hækki um 140% frá
innflutningsverði og þar til neytand-
inn fái lyfið afhent og að lyfsalar
freistist til að kaupa inn dýrari lyf
til að fá hærri álagningu. Ennfremur
Yfirborganir á fisk 10 til 50%
að dæmi séu um að lyfsalar leigi
út aðstöðu fyrir læknastofur sem oft
eru setnar læknum sem skrifa út
hátt liiutfa.ll lyfjaávísana, en þessar
lyfjaávísanir renni síðan inn í lyfja-
verslun leigusalans.
Ólafur Ólafsson landlæknir stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í
gær að upplýsingar um lyf og lyf-
sölu hér á landi væru að mestu í
höndum apótekara og oft lægju þær
ekki á lausu. „Það var til dæmis
gefin út bók um lyíjasölu hér á landi
sem heitir „ The Icelandic Drug Mar-
ket“. Ég hef gert ítrekaðar tilraunir
til að fá hana en án árangurs, hver
svo sem ástæðan er,“ sagði land-
læknir. Hann kvaðst ekki geta sagt
um á þessu stigi hvort þingsályktun-
artillagan yrði til bóta í þessum
efnum þar eð hann hefði ekki kynnt
sér hana.
Eitthvað um yfirborganir á laun fiskverkaf ólks
FISKVERKENDUR um allt land greiða nú nokkru hærra verð fyrir
fisk en lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Yfirborgunin er
af ýmsu tagi, bein hækkun á lágmarksverðið eða að samið er um
greiðslu samkvæmt fyrirfram ákveðnu mati. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er yfirborgunin frá 10% og jafnvel upp í tæplega
50%. Ennfremur tíðkast það á einhverjum stöðum að laun fiskvinnslu-
fólks eru hærri en umsamdir taxtar.
Yfirborganir þessar á fiskverð
stafa meðal annars af því hve miklu
hærra verð hefur fengist fyrir fisk-
inn erlendis. Á sumum stöðum er
yfirborgun háttað þannig, að fyrir
hluta fisksins er borgað sama verð
og fæst úr gámasölu á sama tlma
og landað er heima og auk þess
koma um 10% ofan á verðið fyrir
hinn hlutann, einkum þó fyrsta
flokk. Annars staðar eru um 10%
greidd ofan á fyrsta flokks físk. Þá
er í einhveijum tilfellum samið um
fast verð á fiskinum án tillits til
raunværulegs gæðamats. Þannig er
kannski samið um að greitt skuli
fyrir landaðan afla eins og 80% hans
færu í fyrsta flokk, þó að svo sé ekki
í raun.
Aukið svigrúm fískverkenda til
yfirborgana stafar meðal annars af
rúmri afkomu í saltfiskverkun, en
verð fyrir saltfisk á erlendum mörk-
uðum hefur hækkað talsvert á milli
ára. Ennfremur hafa verðhækkanir
á frystum físki verið talsverðar í
erlendum gjaldmiðlum eða í kringum
30% í mörgum tilfellum, bæði vestan
hafs og austan. Vegna þessa þurfa
útflytjendur á ferskum fiski nú
hærra verð fyrir hann en áður til
að hagnast á sölunni miðað við lönd-
un heima. Nærri lætur að verð á
fyrsta flokks þorski úr gámum þurfi
að vera um 60 krónur á hvert kíló,
þegar selt er erlendis og er þá tekið
tillit til flutningskostnaðar, kostnað-
ar við útskipun og rýmun afla á
leið á áfangastað.
Yfirborgun á launatöxtum fisk-
vinnslufólks stafar einnig af rýmri
afkomu fiskverkenda en áður, en
helgast þó aðallega af atvinnu-
ástandi á hverjum stað. Nú, þegar
framkvæmdir við flugstöðvarbygg-
inguna á Keflavíkurflugvelli og við
Helguvík eru í fullum gangi, er mik-
il eftirspurn eftir vinnuafli. Því hafa
fiskverkendur á Suðurnesjum í
mörgum tilfellum neyðzt til að yfir-
borga starfsfólk, bæði til að fá það
og halda því í vinnu. Þá má ennfrem-
ur reikna með að að aukið álag og
þörf vinnuafls við frystingu loðnu
og loðnuhrogna hafi haft áhrif til
hækkunar launa.
Stefán Sigurkarlsson, formaður
Apótekarafélags Islands, sagði í
samtali við Morgunblaðið að rnargt
af því sem fram kæmi i greinargerð
með tillögunni væri ekki sannleikan-
um samkvæmt og fullyrðingar um
samráð lækna og lyfsala um innkaup
á dýrari lyfjum væru hreinar dylgjur
og atvinnurógur. Hann sagði að
lyfjaverslun hér á landi væri í sam-
ræmi við hefðir annars staðar í
Norður-Evrópu. Hann kvaðst enga
skýringu hafa á því hvers vegna
landlæknir hefði ekki fengið í hend-
ur umrædda bók þar sem innihald
hennar væri ekkert leyndarmál.
Sjá nánar greinargerð Árna
Johnsen og samtal við formann
Apótekarafélagsins á bls. 33.