Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
Bréf frá Noregi:
Norsk klipping
Gro Harlem Brundtland með norska klippingn.
eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur
Fíkniefnalögreglan í Osió gerði
rassíu fyrir nokkrum vikum og rudd-
ist meðal annars inn í eitt fíkniefna-
hreiðrið í borginni. Ekki er það
sosum neitt fréttnæmt í sjálfu sér,
heldur hitt, að sjálfur dómsmálaráð-
herrann, frú Bosterud, sem var með
í förinni til að kynna sér alla and-
styggðina, sparkaði upp hurðinni
að hreiðrinu og bófunum var svo
brugðið að þeir réttu frúnni fram
hendumar þegjandi og orðalaust.
Því má svo bæta við að hún hefur
stóraukið fjárveitingu til fíkniefna-
mála því hún vill, eins og hún segir,
bara losna við þennan andskota sem
fyrst.
Við morgunverðarborðið héma
einn daginn í frostinu horfði maður-
inn minn lengi á mig, svo lengi að
ég var farin að óttast að nefíð á
mér hefði skekkst um nóttina, en
sagði svo að síðustu laus við alla
tilfínningasemi: Þú átt að fá þér
norska klippingu. Ég þurfti aðeins
að velta þessum ummælum fyrir
mér og starði sisona út um eldhús-
gluggann og sá þá hana Turid
(Þuríði) í næsta húsi, og manninn
hennar hann Arvid (Amvið) vera
að festa á sig gönguskíðin sem þau
fara alltaf á til vinnu sinnar. Turid
var með norska klippingu, það var
ekki um að villast.
„Eg hef oft reynt að
skilgreina konuna
hérna á sálfræðilegan
og sögulegan hátt,
grúskað á bókasafninu
og talað við eldri kon-
ur, því þótt ég viti að
klippingin eigi stærsta
þáttinn í krafti þeirra,
þá veit ég að meira býr
undir sem ég ekki kann
skil á.“
Skyndilega sá ég samhengið, all-
ur kraftur norsku kvenþjóðarinnar
liggur í þessari klippingu. Hárið
snöggklippt, blásið frá andlitinu og
síðan er örlítill brúskur látinn falla
fram á ennið. Best mætti lýsa þessu
með því að benda á klippingu for-
sætisráðherrans hennar Gróu, og
svo hans Mortens í a-ha. Konur á
besta aldri halla sér meir að Bmndt-
landsklippingunni en þær yngri að
Morthens. Síðan em alls kyns út-
færslur á hárgreiðslunni, en klipp-
ingin er hin sama og hún gefur
konunum ferskan, traustvekjandi
og kraftmikinn blæ.
Af 18 ráðherrum í Noregi em 8
konur og þær hver annarri aðsóps-
meiri. Á Bostemd hef ég áður
minnst, en Gróa til dæmis gefur
henni ekkert eftir nema síður sé.
Síðan ég fór að horfa og hlusta á
hana í fréttatímum sjónvarpsins
hafa útgjöld heimilisins lækkað um
tíu prósent. Það er nefnilega þannig
að þegar Gróa talar þá skýtur hún
fram hökunni eða horfír hvasst út
undan sér og allt sem hún segir er
skýrt, skorinort og tæpitungulaust.
Um daginn tók hún bankastjórana
í gegn m.a. fyrir of háa vexti, og
sagði, að svo það næði ekki nokk-
urri átt, og nú nota ég hennar eigin
orð, hvemig þeir hlypu á eftir fólki
til að fá það til að taka lán. Mér
var nú ósjálfrátt hugsað til banka-
stjóranna heima, og minntist þess
þegar ég bæði þurfti að kijúpa og
fara með sjö Maríubænir til að kría
út lán fyrir einni Nilfískiyksugu.
En það var sem sagt voða gaman
að hlusta á hana í fyrstu, því maður
nýtur þess innilega þegar hún
skammar aðra, en þegar hún svo
að lokum horfði beint framan í
myndavélina og sagði að meiningin
væri ekki að sóa heldur að spara,
þá kipptist maður við, leit laumulega
á fjöískylduna og læddist svo með
heimilisbudduna fram í eldhús og
faldi hana í mslaskápnum. Keypti
ekkert laugardagsgotterí fyrir helg-
ina. Á ijármálaþingi ríkisstjómar-
innar nýverið sagði hún að draga
yrði úr niðurgreiðslum, jafna launa-
mismuninn og svo harðneitaði hún
að lækka skattana. Hún hefur verið
nokkuð skapstirð síðan Margaret
Thatcher kom í heimsókn héma í
haust, sjálfsagt er hún farin að
keppa við jámfrúna bresku, a.m.k.
skammaði hún Möggu heilmikið fyr-
ir bévítans kjamorkuúrganginn sem
hrúgast upp á vesturströnd Noregs.
Samt sá ég þó Bmndtland loksins
brosa í fyrsta skipti í fyrradag, enda
hresstist ég öll við og keypti laugar-
dagsgotterí. Hún leit svo afskaplega
vel út með norsku klippinguna, litlu
eymalokkana og hálsmenið sitt og
svo var hún með nýjan varalit. Hún
brosti svona huggulega semsagt og
ég brosti á móti eins og maður ger-
ir alltaf þegar einhver brosir í
sjónvarpinu, en svo þyrmdi yfír mig.
Heimilistæki
sem bíða ekki!
ísskapnr WTw.
iwn m amm
iiiiinriiiM
þurrkari
clclavél
trystikistð
Nú er ekki eftir neinu aö bíöa, þú verslar í Rafbúö
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af
ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eöa hrærivél viö og skipt greiöslum jafnt niöur á
24 mánuöi. Engin útborgun og fyrstagreiösla eftir
einn mánuö. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Haföu sam-
band viö Rafbúö Sambandsins strax - þaö er ekki
eftir neinu aö bíöa.
TAKMARKAÐl ÆÆ f Oll’ll
=magneee1 n niaÚÁB
a þessum kjonjma &SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 slml 687910