Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 2

Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Tvær fóstrur vilja reka einka- barnaheimili TVÆR fóstrur hafa leitað til borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, eftir heimild til að fá að reka einkabarnaheimili í Reykjavíkur- borg. Davíð sagði frá þessu á Viðskiptaþingi á þriðjudag en kvað málið nýkomið á sitt borð og því ekki afgreitt. Borgarstjóri sagði ennfremur, að hann gæti ekki annað en tekið umsókn fóstranna vel og nefndi sem dæmi að tveir kennarar hefðu á sínum tíma farið fram á að reka einkagrunnskóla í Reykjavík. Sá skóli hefði nú sýnt sig að vera mjög vel rekinn. Það kom og fram í máli borgar- stjóra, að í Reykjavík eru nú um 60 barnaheimili og dagvistarstofn- anir og að hann sæi ekkert athuga- vert við það að setja eitthvað af þeim í hendur einkaaðila. Hann ræddi ennfremur möguleika á því að fá foreldrum sjálfum í hendur þá peninga sem það kostaði borgina að vista börn þeirra, ef þeir gætu ráðstafað þeim á betri veg en nú er gert. Hann tók fram, að þetta væru aðeins hugrenningar sínar. Fríkirkju- vegur breikk- ar ekki „VIÐ gerum ekki ráð fyrir að Fríkirkjuvegur breikki sem neinu nemur þótt ráðist verði í lagfæringar á Tjarnarbakkan- um,“ sagði Davíð Oddsson borgarsljóri. Borgarstjóm hefur samþykkt að veita átta milljónum króna til lag- færingar á Tjarnarbakkanum, sem er víða illa farinn. Verst er þó ástandið við Fríkirkjuveg. „Því hef- ur verið haldið fram að Fríkirkju- vegur breikki um þijá metra við þessa framkvæmd, en það er rangt,“ sagði Davíð. „Það þarf hins vegar svigrúm til lagfæringanna á austurbakkanum, en þar er tvíbreið gangstétt svo það er hægt að nýta sér. Hins vegar er óhjákvæmilegt annað en að taka eitthvað af Tjörn- inni við þessar lagfæringar, því bakkinn er beinlínis hættulegur í núverandi ástandi." INNLENT Sá guli gefur sig ekki Morgunblaðið/Ami Sæberg Skipveijar á Garðey frá Hornafirði voru ekki sérlega ánægðir með aflabrögðin er blaðamenn Morgunblaðsins fóru með þeim í róður í vikubyijun. Þeim fannst sá guli heldur tregur, en aflinn í þessum róðri var um 7 tonn úr 9 trossum. A myndinni greiða skipveijar úr netunum. Útflutningur á ferskum fiski til Vestur-Þýzkalands: Upplýsingaskylda til að spoma við offramboði STJÓRN Landssambands íslenzkra útgerðarmanna hefur samþykkt og lagt fram tillögu um upplýsingabanka hvað varð- ar sölu á ferskum fiski til Vestur-Þýzkalands. Tillagan er samþykkt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir offramboð á fiskmörkuðunum þar og tryggja hagstætt verð fyrir fiskinn. Ut- flytjendur verði þá skyldugir til að gefa skrifstofu LIU upp áætl- aðan útflutning og fái á móti upplýsingar um endanlegt magn á leið á markaðinn. Þá er þess óskað að viðskiptaráðuneytið veiti ekki útflutningsleyfi þeim, sem ekki gefi upplýsingar um áformaðan útflutning. Ekki er gert ráð fyrir beinum hömlum á útflutninginn. Sala á heildverslun: Hæstiréttur heimilar riftun NÝVERIÐ gekk dómur í Hæstarétti, þar sem heimiluð var riftun á kaupsamningi, sem gerður hafði verið vegna eig- andaskipta á heildsöluverslun, sem hafði einkasöluleyfi á vörum frá Max Factor (Mary Quant). 29. júlí gerði áfrýjandi Kristj- leyfis frá Max Factor fyrir 1. ana Guðmundsdóttir samning við stefndu Jóhönnu Heiðdal, þar sem sú síðamefnda seldi heildverslun sína til Kristjönu. Stefnda hafði að mestu hætt verslunarrekstri sínum, þar eð vörur fengust ekki afgreiddar vegna ógreiddra skulda við hið erlenda fyrirtæki. Þessu leyndi hún áfrýjanda. Þá segir í samningnum, að tiltekin umboð séu framseld til áfrýjanda. Fram kom í málinu að stefnda hefði ekki heimild til þessa og gaf hún þó í samningnum tryggingu fyrir því, að svo væri. Þá skuld- batt stefnda sig í samningnum til þess að afla skriflegs einkasölu- desember 1983. I dómnum segir síðan: „Þetta umboð virðist hafa verið veigamesti þáttur verslunar- rekstrarins, en ekki tókst stefndu að efna skuldbindinguna um framsal þess.“ Að mati dómsins voru vanefndir þessar svo veruleg- ar, að áfrýjanda hafi verið heimilt þann 29. júní 1984 að rifta kaup- unum. Stefnda var og dæmd til greiðslu málskostnaðar fyrir hér- aðsdómi og Hæstarétti. Mál þetta dæmdu Hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Bjami K. Bjamason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjömsson og Þór Vilhjálmsson. Víðtæk leit að dreng á Djúpavogi Elti heimilishund- inn út að Búlands- neshöfn Á SJÖTTA tug manna leitaði þriggja ára drengs á Djúpa- vogi í gær, sem hafði villst frá heimili sínu. Hann fannst hrakinn og blautur á gangi í mýrlendi nálægt Búlandsnes- höfn laust eftir kl. 20.00 i gærkvöldi. Að sögn Sigurðar Gíslasonar héraðslögregluþjóns var það um sexleytið í gær, sem strákur hvarf ásamt heimilishundinum. Hann hafði verið að leika sér heima við og móðir hans brugð- ið sér frá í nokkrar mínútur. Ættingjar hófu þegar leit. Strákur virðist hafa farið hratt yfir því hann fannst ekki í næsta nágrenni. Þegar myrkva tók var björgunarsveitin köiluð til og bæjarbúar flykktust til leitar. Strákur fannst tveimur kíló- metrum fyrir utan bæinn og hafði þá gengið um þýfið og skorið mýrlendi drykklanga stund. Hann hresstist fljótt þeg- ar heim var komið. Gaf hann þá skýringu á ferðum sínum að hann hefði verið að elta hundinn Tillagan hefur verið kynnt sjó- mannasamtökunum, sem hafa lýst sig henni fylgjandi, og sömuleiðis útflutningsnefnd Félags íslenzkra stórkaupmanna, sem hefur á sinni hendi megnið af útflutningi físks í gámum. Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði aðeins litið lauslega á tillögu LÍÚ og ætti hann eftir að hugleiða hana betur. Því vildi hann ekki tjá sig um hana fyrr en síðar. Jón Ásbjörnsson, fískútflytjandi segir tillöguna spor í rétta átt, þó hún firri menn ekki áhættunni á verðfalli vegna offramboðs. Helgi Laxdal, varaforseti Farmanna- og fískimannasambands Islands, segir tiilöguna geta verið fyrsta skrefíð í þá átt að koma lagi á útflutning á ferskum fiski. í tillögu LÍÚ er gert ráð fyrir því, að bókanir fískiskipa á söludög- um verði óbreyttar. Ekki er gert ráð fyrir því, að fyrirkomulag þetta nái til útflutnings til Bretlands, meðal annars vegna þess, að fisk- markaðurinn þar fer yfirleitt ekki jafn neðarlega og markaðimir í Þýzkalandi. Dæmdir fyrir inn- flutning á amf etaíni í vindlingapökkum SAKADÓMUR í ávana- og fíkni- efnamálum hefur dæmt tvo menn til fangelsisvistar fyrir inn- flutning á 350 grömmum am- fetamíns. Hlaut annar þeirra tveggja ára og níu mánaða dóm, en félagi hans var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Málavextir eru þeir að maður var handtekinn við komu til landsins í apríl 1986 og reyndist hann þá vera með 350 grömm af amfet- amíni í fórum sínum. Daginn eftir var félagi hans handtekinn við komu til landsins. Hafði sá fengið þann fyrmefnda til að flytja efnið til landsins gegn 300 þúsund króna greiðslu, en ætlaði sjálfur að selja efnið hér á landi. Mennimir fóru báðir til Luxemborgar og ferðuðust þaðan til Amsterdam, þar sem ann- ar keypti amfetamínið. Síðan héldu þeir aftur til Luxemborgar og kom kaupandinn fíkniefninu fyrir í vindl- ingapökkum, en þannig flutti félagi hans efnið til landsins. I niðurstöðum dómsins segir að styrkur amfetamínsins hafl ekki verið mjög mikill, en efnismagn hafí hins vegar verið mjög mikið og efnið ætlað til endursölu. Kaup- andi efnisins hafði hlotið reynslu- lausn í desember 1985 í 2 ár á eftirstöðvum refsingar, 280 daga fangelsi. Hann rauf því skilorð með sakfellingu í málinu. Þótti brot hans í þessu máli svo alvarlegs eðlis að ekki kæmi til álita að láta standa óbreytt sem skilorðsdóm óloknu fangelsi. Því þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og níu mánuði. Sá sem flutti efnið til landsins hlaut hins vegar eins árs dóm. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.