Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 13
mma MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 13 ODDUR Björnsson, básúnuleik- ari, leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands, á tónleikum í Háskólabiói í kvöld. Á efnis- skránni eru „Lítill konsert fyrir básúnu og strengjasveit," eftir Lars—Erik Larsson og „Júbílus II,“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Oddur útskrifaðist frá kennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1981. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna og lagði stund á básúnuleik við New England Cons- ervatory of Music í Boston næstu Qögur árin. Hann útskrifaðist það- an með BM—einleikaragráðu vorið 1985 og hefur síðan leikið með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Auk þess kennir Oddur við Tónlistarskólann í Reykjavík og hann var einn af stofnendum Léttsveitar Ríkisút- varpsins. Oddur leikur nú einleik í fyrsta skipti á íslandi. Þegar blaðamaður Oddur Björnsson, básúnuleikari hjá Sinfóníuhljómsveitinni og þá breytti Atli því töluvert og gaf því nafnið Júbílus n. Einleikarahlutinn óx töluvert, jafnframt því sem hlutur hljóm- sveitarinnar stækkaði. Þetta er heilmikið verk. Það skiptist auðvit- að í þrjá aðalþætti, en inni í aðalþáttunum eru margir minni þættir, þar sem skiptast á básúna og önnur hljóðfæri, og básúna og segulband, bæði með elektrónískri tónlist og hefðbundnum hljóðfæra- leik. Síðan eru kaflar þar sem öllu er blandað saman.“ Er ekki tiltölulega sjaldgæft að skrifuð séu verk fyrir básúnu sem einleikshljóðfæri með hljómsveit? „Jú, það hefur verið fremur sjald- gæft. Þó hafa tónskáld á þessari öld uppgötvað möguleika þess.a hljóðfæris, þannig að síðustu 4—5 áratugina hefur töluvert verið sa- mið fyrir básúnu. Bæði með píanói og kammersveitum. En síðast, og Tónskáld á þessari öld hafa uppgötvað möguleika básúnunnar - segir Oddur Björnsson sem leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld Morgunblaðsins hitti hann að máli og spurði hann út í tónleikana sagði hann: „Á tónleikunum ætlum við að frumflytja Júbílus II, eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið er skrifað fyrir básúnu og hljómsveit. Upphaf- lega samdi hann Júbílus I fyrir Tónlistarskólann á Akureyri og þar var það frumflutt þar fyrir fáum árum. Seinna hittumst við Atli og ákváðum að reyna að fá verkið flutt ekki síst, hafa komið fram margir konsertar fyrir básúnu og hljóm- sveit. Fyrir utan þessa öld eru ekki til nema 1—2 konsertar fyrir bás- únu á hveiju tímabili tónlistarsög- unnar." Mynd Ásgríms Jónssonar; Flótti. Úr þjóðsögunni um Fjalla-Eyvind. Skólasýning Ásgrímssafns SKÓLASÝNING Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Leitast var við að hafa sýninguna sem fjöl- breyttasta, bæði hvað viðfangs- efni og tækni snertir. Sýndar eru olíu- og vatnslitamyndir auk fjölda þjóðsagnateikninga. í vinnustofu málarans á efri hæð hússins eru sýndar olíu- og vatns- litamyndir og er þema þeirra að þessu sinni „Árstíðimar í list Ásgríms Jónssonar“. í heimili mál- arans á neðri hæð hússins eru sýndar þjóðsagnamyndir. Rakel Pétursdóttir safnakennari annast í vetur safnkynninguna á vegum menntamálaráðuneytisins. Hún mun skipuleggja heimsóknir bama úr gmnnskólum landsins og tekur á móti pöntunum um heim- sóknir í safnið á þriðjudögum kl. 08.00-12.00 í síma 10665. Sýningin er opin öðmm en gmnnskólanemum á opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16.00. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Metsölublad á hverjum degi! lOOrásym jMöguleikia ^OjÁsarnÍDnii- m stenohijónHi 20 NNÖtt. FBÁ K.R sVúN8-SÍMl:(91)27500 SQMKÍtqV*'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.