Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 36

Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 36 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Lausar stöður sérfræðinga við Raunvísindastofnun Háskóians Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rann- sóknastöður við Raunvísindastofnun Háskól- ans sem veittar eru til 1-3 ára. a. Tvær stöður sérfræðinga við Reiknifræði- stofu. Starfssvið Reiknifræðistofu er einkum í aðgerðargreiningu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvunarfræði. b. Ein staða sérfræðings við Stærðfræði- stofu, en á Stærðfræðistofu fara fram rannsóknir í stærðfræði og stærðfræði- legri eðlisfræði. Fastráðning kemur til greina í þessa stöðu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september nk. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf og rannsóknaáætlun skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. mars nk. Æskilegt er, að umsóknum fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði um- sækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu verða í lokuðu um- slagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Óskum að ráða kvenfólk til starfa við bræðsluvélar. Mjög góðir launamöguleikar fyrir duglegt fólk. Upplýsingar veittar hjá verkstjórum regnfata- deildar á vinnustað. Sjókiaeðagerðin, Skúlagötu 51. Ferðaskrifstofa Starfsmaður með kunnáttu í farseðlaútgáfu óskast í hlutastarf sem fyrst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „F — 200" fyrir 12. mars. Garðplöntustöð í Reykjavík, tveir útsölustaðir, til leigu. Garðyrkjumenn sem hafa áhuga leggi nöfn sín og upplýsingar í umslag á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „G — 5221 “ fyrir 9. mars. Bifvélavirkjar Viljum ráða bifvélavirkja til starfa á fólks- bifreiðaverkstæði okkar. Framtíðaratvinna fyrir duglegan mann. Góð vinnuskilyrði. Góður vinnutími. Upplýsingar gefur Ásgeir Rorsteinsson, þjón- ustustjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá símaverði. HEKIAHF Laugavegi 170-172. Sími 695500. Laust embætti erforseti íslands veitir Prófessorsembætti í kennilegri eðlisfræði (Theoretical physics) við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Þá er umsækjandi beðinn að benda á þrjá aðila sem væru reiðubúnir að gefa umsögn um störf hans ef eftir væri leitað. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menn tamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Laus staða Við Háskóla íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra í sameiginlegri skrifstofu verkfræðideildar og raunvísindadeildar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu og geta nýtt sér tölvur við almenna stjórn- sýslu, skráningu gagna og notkun þeirra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður V. Friðþjófsson, deildarstjóri, Háskóla íslands (sími 25695). Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. apríl nk. ásamt gögnum um menntun og störf. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Skrifstofustarf Kvikmyndagerðin Sýn hf. leitar að starfs- manni til almennra skrifstofustarfa. Hér er um hálfsdagsvinnu að ræða. Æskilegt er að umsækjendi geti hafið störf sem fyrst. Fram- tíðarstarf fyrir röskan og traustan starfs- mann. Umsóknir er greina frá menntun og fyrri störfum sendist fyrir 11. mars til Sýn hf. Box 5194, 125 Reykjavík. Starfsstúlkur óskast til verksmiðjustarfa nú þegar. Sápugerðin Frigg,' Lyngási 1, Garðabæ. Sími51822. Símavarsla Stúlku vantar til símavörslu. Upplýsingar veittar á skrifstofunni, fyrir hádegi, á Skólavörðustíg 42, 2. hæð, (gengið inn bakatil). 1 15 80 Steindór Sendibílar Byggingarverk- fræðingur óskast Byggingarverkfræðingur með nokkra starfs- reynslu óskast til starfa við útibú okkar á Reyðarfirði. Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn- un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð tilboða og aðra verktakaþjónustu. Við leitum að röskum manni, sem getur unn- ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á við margvísleg verkefni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykjavík. hönnun hf Ráðgjafarverkfræðingar FRV Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311 Tækniteiknari Tækniteiknari óskar eftir vinnu sem fyrst. Upplýsingar í síma 82952. Aðstoðarfólk íbókband vantar nú þegar í ísafoldarprentsmiðju. Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 16.00 og 19.00 (Ásgeir). Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ísafoldarprentsmiðja hf., Þingholtsstræti 5. Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar og til afleysinga í sumar. Sveigjanlegur vinnutími — lifandi starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 91-29133 frá kl. 8.00-16.00. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Starf Starf tónmenntakennara við Grunnskóla Þor- lákshafnar og organista við Þorlákshafnar- kirkju er laust til umsóknar. Góð laun og góð kjör í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-3621 og heimasíma 99-3910 og sóknarnefndarfor- maður í síma 99-3638 og vinnusíma 99-3990. Afgreiðslustúlka Sjúkranuddstofa Hilke Hubert óskar að ráða viðmótshlýja stúlku til starfa við símavörslu og afgreiðslu. Uppl. í dag í síma 13680. Smurbrauðsdama Óskum að ráða stúlku til starfa í smurbrauðs- stofu vora. Starfsreynsla æskileg, þó ekki skilyrði. Vaktavinna. Starfið er laust nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 28470. #hótel OEHNSVE BRAUÐBÆR Óðinstorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.