Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 31

Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 31 > • >1S- áliim Endurskipulagning almannatrygginga Jafnframt verður að hefjast handa um endurskipulagningu almanna- trygginga í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið og hlýtur að verða í lífeyr- issjóðakerfinu. Almannatryggingar og lífeyrissjóðimir eiga skipulagslega að mynda tryggingarheild sem trygg- ir mannsæmandi lágmarkslífeyris- réttindi að viðbættum viðbótarlífeyri í samræmi við áunnin lífeyrisréttindi á grundvelli greiddra iðgjalda af ævitelqum. Þáttur sjálf- stæðismanna Sjálfstæðismenn hafa haft frum- kvæði og forustu í lífeyrismálum landsmanna á síðustu árum. Það er óumdeilt. Það var í tíð ríkisstjórnar Bjama Benediktssonar, forsætisráð- herra, árið 1969 sem aðilar vinnu- markaðarins og ríkisstjóm íslands gengu frá samningum um lífeyris- sjóði sem náðu til meginþorra launamanna á íslandi. Það var upp- haf byltingar í lífeyrismálum á íslandi. Þetta er óumdeilanleg stað- reynd. Síðan hefur umræðan haldið samfellt og skipulega áfram. Arið 1976 og síðar var fmmvarp til laga um Lífeyrissjóð íslands lagt fram á Alþingi af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. I því vom settar fram róttækar hugmyndir sem knúðu á um svör og enn meiri átök í þessum efnum. Þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, setti sama ár á laggimar nefnd, skipaða aðilum ríkis- ins og vinnumarkaðarins, til að fjalla um framþróun þessara mála. Að til- lögum nefndarinnar hefur ýmis nýskipan verið gerð í málefnum lífeyrissjóðanna sem horfir til bóta í framkvæmd lífeyrismála á íslandi. Þá er rétt að minnast þess að í tíð Geirs Hallgrímssonar náðist sam- Guðmundur H. Garðarsson komulag um háar greiðslur til umsjónamefndar eftirlauna, en þær fóm síðan í eflingu greiðslna eftir- launa til ellilífeyrisþega í hinum veikari lífeyrissjóðum sem vom eink- um sjóðir verkamanna og verka- kvenna. Efling lífeyris- trygginga Höfundur þessarar greinar kann- ast ekki við neitt sérstakt raunvem- legt fmmkvæði af hálfu alþingis- manna Alþýðuflokksins í lífeyrismál- um landsmanna á síðustu ámm. Ekki hafa þeir almennt verið á vettvangi í virkri fomstu í verkalýðshreyfing- unni í umfjöllun þessara mála. Þar með er ekki verið að segja að al- þýðuflokksmenn hafi ekki áhuga á góðum framgangi þessara mála. Það er annað mál, en staðreyndin stendur eftir sem áður óhögguð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki unnið að eflingu lífeyrismála á síðustu áratugum en Alþýðuflokkur- inn hefur verið óvirkur. Sjálfstæðis- flokkurinn mun halda ótrauður áfram að efla lífeyrisréttindi landsmanna og tryggja grandvöll þeirra með við- eigandi ráðstöfunum. Höfundur skipar 6. sætí á framboðs■ lista Sjálfstæðisflokksins í Keykjavík. )anir og deilumál Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra ræðir við hinn danska starfsbróður sinn Poul Schliiter í gær. Nordfoto legra tengsla á það í raun við um allar þær þjóðir, sem við Norðvestur- Atlantshafíð búa. Enn em ferðir íslendinga til ann- arra landa einna flestar til Kaup- mannahafnar. Enn sækir mikill fjöldi íslenskra námsmanna framhalds- menntun í dönskum skólum. Vinátta og virðing þjóðanna er gagnkvæm og sterkari en nokkm sinni fyrr. Það er einlæg von mín að svo megi verða um allan aldur. Um leið og ég endurtek þakkir okkar, bið ég viðstadda að lyfta glasi og skála fyrir ævarandi vináttu ís- lands og Danmerkur. AF ERLENDUM eftir TORFA H. TULINIUS VETTVANGI Átök innan Kommún- istaflokks Frakklands Kommúnistaflokkurinn var lengi eitt sterkasta stjórnmálaafl Frakklands. í lok seinni heimsstyrjaldar nam fylgi hans 25% þjóð- arinnar en var lengst af um 20% þar til fyrir skömmu. Nú hefur fylgi flokksins minnkað um meira en helming á átta árum, úr 20,3% í þingkosningunum 1978, niður í 9,7% í kosningunum í mars á siðasta ári. Margir telja þessa þróun óhjákvæmilega því að það sé ekki lengur grundvöllur fyrir stórum kommúnistaflokki í Frakklandi. Allar tilraunir flokksstjórnar til að sporna við þessari þró- un virðast mistakst, en það má rekja til þess hve hún hefur hald- ið stíft í að „linunni" sé fylgt og eins hefur hún séð til þess að öll gagnrýni á flokksstjómina hefur verið kæfð þegar hún hefur kom- ið frá óbreyttum flokksfélögum. Af þessu leiðir að franska kom- múnistaflokknum hefur verið líkt við bróðurflokkinn í Sovétríkjun- um enda hafa franskir kommún- istar verið frekar fylgispakir honum. Margir einlægir kommún- istar hafa neyðst til þess að segja af sér á síðustu ámm, annaðhvort vegna þrýstings frá flokksstjóm- inni eða vegna þess að þeim hefur blöskrað hvað lýðræðinu er ábóta- vant í flokknum. Hins vegar hefur hingað til borið lítið á því að þess- ir vonsviknu kommúnistar mynduðu hópa til að beita flokks- stjómina þrýstingi. Því vom það talsverð þáttaskil í sögu Kommúnistaflokksins, þeg- ar fjölmiðlum barst, fimmtudag- inn 19. febrúar, ávarp frá skipulögðum hópi andstæðinga núverandi flokksstjórnar. í þess- um hópi er einungis fólk sem enn er í flokknum, er óánægt með gang mála en hefur ákveðið að reyna til þrautar að breyta flokkn- um innan frá. Þetta fólk hefur verið kallað „endurnýjunarsinnar“ í frönskum fjölmiðlum en Georges Marchais, aðalritari flokksins, og einn af fulltrúum þeirra sem engu vilja breyta, kallaði þetta sama fólk „upplausnarsinna“ í sjón- varpsviðtali um daginn, og var það eins og að hella olíu á eld óánægjunnar í flokknum. Það sem í öðmm stjómmála- flokkum væri ekkert annað en eðlilegar deilur um stefnur, er orðið að alvarlegri kreppu hjá frönskum kommúnistum út af því hvemig flokkur þeirra er skipu- lagður. Hann starfar samkvæmt því sem þeir kalla „lýðræðislega miðstjomarstefnu", en hún er eins konar sovétskipulag, þar sem eina leyfílega gagnrýni óbreyttra flokksfélaga fer fram á sellufund- um. Samkvæmt kenningunni á þessi gagnrýni að berast mið- stjóm flokksins í gegnum flókið kerfí fulltrúaráða. „Endumýjun- arsinnamir“ halda því fram að 1 flokksstjómin notfæri sér þetta skipulag til að tryggja sig í sessi og til að koma í veg fyrir allar breytingar á stefnu flokksins, að lýðræðið í flokknum sé aðeins sýndarmennska en að miðstjóm- arstefnan ráði öllu. „Lýðræðisleg mið- stjórnarstefna“ í ávarpi sínu fara endumýjun- arsinnamir fram á að innra skipulagi flokksins verði breytt en þeir em reyndar búnir að margbijóta starfsreglur hans með því að gagnrýna stefnu hans opin- berlega og með því að mynda skipulagðan hóp utan flokksins. George Marchais, formaður franska Kommúnistaflokksins. Flokksstjómin gæti skýlt sér á bak við reglumar til að múlbinda andófsmennina en geri hún það, má telja víst að hún tapi enn meira fýlgi, því þá mun hinum síðamefndu ekki vera annað fært en að yfírgefa flokkinn. Eins mun það orð sem flokkurinn hefur á sér um að vera ólýðræðislegur og steinmnninn festast enn frekar við hann og fæla enn fleiri kjós- endur burt. Nú fyrir skömmu sögðu tveir málsmetandi kommúnistar sig úr miðnefnd flokksins. Annar þeirra, Marcel Rigout, var ráðherra með- an sósíalistar og kommúnistar störfuðu saman á fyrstu ámm forsetatíðar Mitterrands. Hann er einn af síðustu fulltrúum þeirra kommúnista sem tóku virkan þátt í andspymuhreyfíngunni gegn Þjóðveijum í seinni heimsstyijöld- inni. Frammistaða slíkra manna meðan Frakkland var hersetið, skiptir enn máli í frönskum stjóm- málum. Því var það talsvert áfall fyrir flokksstjómina þegar Rigout sagði af sér, en það var til að mótmæla þeim ummælum sem Marchais, aðalritari, hafði haft um „endumýjunarsinnana". Samstarf eða ekki samstarf Þá er ef til vill komið að einu gmndvallaratriði í yfirstandandi átökum innan flokksins, en það er afstaðan sem á að taka til sósí- alista. Arið 1972 gerðu þessir tveir flokkar með sér samstarfs- samning. Þá vom kommúnistar talsvert öflugri, en Mitterrand forseti var þá nýbúinn að stofna Sósíalistaflokkinn. Eftir því sem árin liðu, kom í ljós að samstarf flokkanna væri sósíalistum meira í hag en kommúnistum. Skömmu fyrir þingkosningamar 1978 mfu hinir síðamefndu samstarfið en það er talin vera ein af höfuð- ástæðunum fyrir ósigri vinstri flokkanna þá. Þetta vom einnig gmndvallarmistök hjá kommún- istum því þá fóm þeir að missa mikið fylgi yfír til sósíalista þar sem þeim var kennt um ósigurinn. í þingkosningunum 1981, eftir að Mitterrand var kjörinn forseti, fengu sósíalistar hreinan meiri- hluta á þingi. Þeir gátu stjómað án kommúnista en völdu þann kostinn að veita þeim nokkra ráð- herrastóla. Pierre Mauroy, þáver- andi forsætisráðherra, taldi nauðsynlegt að tryggja samstöðu vinstri manna, enda var hann, fyrst um sinn, að efna kosninga- loforð sósíalista en kommúnist- arnir gátu alveg samþykkt þau. Eftir að raunvemleikinn neyddi sósíalista til að taka upp aðra hagstefnu, byijaði að örla á óánægju hjá kommúnistum en hún fór vaxandi eftir því sem á leið kjörtímabilið. Stjóm Kom- múnistaflokksins var hávæmst í þessari gagnrýni, og vænir Sósíal- istaflokkinn um að vera bara miðjuflokk en ekki flokk sem sé fær um að breyta frönsku sam- félagi til batnaðar. Afstaða Kommúnistaflokksins er því sú að einangra sig frá sósí- alistum og reyna að laða til sín alla þá sem vilja róttækari breyt- ingar en Sósíalistaflokkurinn er tilbúinn að standa fyrir. Núver- andi átök koma því stjóminni mjög illa. „Endumýjunarsinnam- ir“ taka jákvæðari afstöðu til Sósíalistaflokksins, telja að það sé ekki rétt að hafna samstarfi. Slökun í Moskvu, en hvað með París? Það er eftirtektarvert að á meðan stjóm Kommúnistaflokks Frakklands hefur einbeitt sér að því að þagga niður í óánægjurödd- um í sínum röðum, stendur Gorbachev fyrir tilslökunum í lýð- ræðisátt í Sovétríkjunum. Fransk- ir kommúnistar hafa yfírleitt verið fremur fylgispakir Kremlarherr- um, en þegar Gorbachev flutti ræðu sína í áheym Sakharovs um daginn, þar sem hann talaði um „byltingarkenndar breytingar" á sovésku samfélagi, mátti greina nokkuð hik í dagblaði franskra kommúnista. Franskir kommún- istar virðast ekki hafa vitað í fyrstu hvemig bregðast skyldi við stefnu Gorbachevs. Síðustu dag- ana hefur dagblað þeirra reyndar tekið við sér og greinir nú sam- viskusamlega frá umbótum þeim sem Sovétleiðtoginn hyggst standa fyrir. Sumir halda því þó fram að Marchais og hans menn . séu ekki ýkja ánægðir með þróun mála eystra og benda á að Bilak, næstæðsti maður Tékkóslóvakíu, hafí verið staddur í París fyrir eigi allöngu og að hann muni hafa verið að fá frönsku kommún- istana í lið með sér gegn Gorbac- hev. Auðvitað er hér aðeins um get- gátur að ræða. Að minnsta kosti vora „endumýjunarsinnamir" miklu fljótari til að fagna stefnu- yfírlýsingu Gorbachevs. Pierre Juquin, einn af þekktustu fulltrú- um þeirra taldi að breytingamar sem hann vildi að framkvæmdar yrðu á franska Kommúnista- flokknum væm einmitt í sama anda og þær sem aðalritarinn vildi að framkvæmdar yrðu á sovésku samfélagi, það er að opna hann, gera hann nútímalegri og auka lýðræðið í honum. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.