Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 5. MARZ1987
Frá afhendingn myndbandstækja til fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar í Reykjavík. Frá vinstri Þóra Ólafsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir,
Hugrún Jónsdóttir, Sigríður Eyjólfsdóttir, Camilla Hallgrímsson
(form. 1985-86), William Th. Möller og Arnar Jensson.
Atriði úr myndinni Trúboðsstöðin.
Háskólabíó:
Frumsýnir Trúboðsstöðina
Ágóði af frumsýningu í baráttusjóð gegn fíkniefnum
LAUGARDAGINN 7. mars nk.
kl. 17.00 munu lionessur úr Lio-
nessu-klúbbnum Eir í Reykjavík
standa fyrir frumsýningu í Há-
skólabíói á kvikmyndinni „The
Mission" — Trúboðsstöðin" með
Robert de Niro og Jeremy Iron
í aðallilutverkum. Myndin gerist
í Suður-Ameíku árið 1750.
Leikstjóri myndarinnar, Ro-
land Joffe, er m.a. þekktur fyrir
kvikmynd sina „The Killing
Fields“ og með kvikmyndinni
„The Mission" sannar hann enn
hæfileika sína sem kvikmynda-
leikstjóri, enda hefur kvikmynd-
in hlotið tilnefningar til
Óskarsverðlauna fyrir árið
1987, fyrir besta leikstjóra og
bestu listræna leikstjórn og að
auki besta kvikmyndin, besta
kvikmyndataka, bestu búninga,
klippingu og tónlist, eða sjö til-
nefningar alls. Ennfremur hlaut
myndin Gull-Pálmann á kvik-
myndahátiðini í Cannes á sl. ári.
Áður en sýning myndarinnar
hefst mun Karlakórinn Stefnir úr
Mosfellssveit undir stjóm Helga
Einarssonar syngja fyrir frumsýn-
ingargesti.
Lionessuklúbburinn EIR var
stofnaður 8. mars 1984 og er
fyrsti lionessuklúbburinn sem
stofnaður var í Reykjavík. Klúbb-
urinn hefur helgað krafta sína
baráttunni gegn fíkniefnum og
mun allur ágóði af sýningu „The
Mission“ renna í baráttusjóð gegn
þessu böli.
Eir-konur stóðu einnig fyrir
frumsýningu á kvikmyndinni
„Carmen" á sl. ári og var stuðning-
ur almennings þá með ólíkindum.
Færum við þeim hér með alúðar-
þakkir, svo og forráðamönnum
Háskólabíós, sem hafa gert sýn-
ingar þessar mögulegar auk
annarra stofnana og fyrirtækja
sem stutt hafa okkur með fjár-
framlögum. Ágóða af sýningu
„Carmen" á síðasta ári var varið
til tækjakaupa fyrir fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík og hafa
tækin komið að góðum notum.
Eir-konur afla einnig fjár með
ýmsum vinnuverkefnum og fer
hagnaður af þeim til ýmissa líknar-
mála, auk baráttu gegn fíkniefn-
um.
Forsala aðgöngumiða er hjá
Gunnari Ásgeirssyni hf., Suður-
landsbraut 16, og Versluninni
Úlfarsfelli við Hagamel. Auk þess
munu Eir-konur selja miða á sýn-
inguna við ýmsar verslanir á
Reykjavíkursvæðinu fram að sýn-
ingardegi.
Formaður Lionessuklúbbsins
Eirar er Guðríður Thoroddsen.
Gallerí Borg:
Hringur
Jóhannes-
son opnar
sýningu
í dag
ASI og BSRB ræða
líf ey rissj óðsmálin
Hringur Jóhannesson, listmálari
Dr. Calio
1 heim-
sókn til
Islands
Dr. Anthony J. Calio, stjórn-
andi stofnunar, sem sér
meðal annars um hafrann-
sóknir og fiskveiðistjórnun í
Bandaríkjunum (NOAA), kom
á miðvikudagsmorgun hingað
til lands. Hann er hér í opin-
berri heimsókn í boði Hall-
dórs Ásgrímssonar, sjávarút-
vegsráðherra.
Dr. Calio og Halldór Ásgríms-
son munu ræða ýmis mál varðandi
sjávarútveg, þar á meðal hafrann-
sóknir, fiskveiðar, fiskveiðistjórn-
un -og aðra nýtingu auðlinda
hafsins. í fylgd með Dr. Calio eru
Daniel McGovern, lögfræðilegur
ráðgjafi og William Evans, að-
stoðarforstjóri fiskveiðimálefna
stofnunarinnar. Gestirnir munu
einnig fara í kynnisferð til Hafnar
í Hornafirði og Vestmannaeyja.
Heimsókninni lýkur á laugardag.
Amnesty International:
Fundur um
dauðarefs-
ingar og sam-
viskufanga
AMNESTY International
efnir til félagsfundar í kvöld
kl. 20.00 í Odda Háskóla ís-
lands. Á fundinum verður
fjallað um dauðarefsingar í
Bandaríkjunum og sam-
viskufanga í Búlgaríu.
Nýlega hófst herferð Amnesty
International gegn dauðarefsing-
um og þá sérstaklega beitingu
þeirra í Bandaríkjunum, segir í
fréttatilkynningu samtakanna.
Gerð verður grein fyrir þessari
herferð á fundinum og sýnd heim-
ildakvikmynd um dauðarefsingar
í Bandaríkjunum.
Seinna umræðuefnið er sam-
viskufangar í Búlgaríu. Þar hafa
margir tyrkneskumælandi íbúa
landsins verið fangelsaðir vegna
andstöðu sinnar gegn manna-
nafnalögum. Þeim er bannað að
bera tyrknesk skírnarnöfn og fyr-
irskipað taka upp nöfn sem falla
að búlgörsku. Um 10% Búlgara
er af tyrknesku bergi brotinn og
hefur þessi minnihluti haldið
sínum sérkennum gegnum aldirn-
ar, tungu og nöfnum.
Að loknum erindum um þessi
mál verða almennar umræður.
HRINGUR JÓHANNESSON,
listmálari, opnar í dag sýningu,
í Gallerí Borg.
Á sýningunni eru 44 verk, sem
flestöll eru unnin á síðastliðnu ári
og hefur ekkert þeirra verið sýnt
áður. Að sögn Ilrings eru þetta olíu-
málverk, pastelmyndir, teikningar
og litkrít og er myndefnið fjöl-
breytt; hús í Reykjavík, myndir af
ýmsum stöðum úti á landi, og alla-
vega dót.
Nú eru liðin þrjú ár síðan Hring-
ur hélt einkasýningu á nýjum
myndum, en árið 1984 hélt hann
sýningu á Kjarvalsstöðum og í Ás-
mundarsal samtímis. Fyrir réttu ári
hélt hann sýningu i Gallerí Borg,
en á þeirri sýningu voru eingöngu
eldri myndir, sem hann hafði sýnt
áður. Sýning Hrings í Gallerí Borg
núna, stendur til 17 mars og er
opin daglega frá klukkan 10 árdeg-
is, til klukkan 18 og milli klukkan
14 og 18, laugardaga og sunnu-
daga.
ÁGREININGUR Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og Alþýðu-
sambands Islands um tilhögun
lífeyrissjóðsmála var ekki leystur
á fundi, sem fulltrúar samtakanna
áttu með sér í gær. Var ákveðið
að halda áfram viðræðum og verð-
ur boðað til fundar síðar, en
samkomulag var um að ræða ekki
ágreiningsatriði í fjölmiðlum.
BSRB telur að réttindi félaga í
samtökunum séu fyrir borð borin í
drögum til frumvarps um lífeyris-
sjóði, sem ASI og VSI hafa lagt fram
sameiginlega í Endurskoðunamefnd
lífeyriskerfis, svonefndri 17 manna
nefnd, en opinberir starfsmenn hafa
haft fyllri lífeyrisréttindi en gerist á
almennum vinnumarkaði. I BSRB-
fréttum í febrúar segir að „í frum-
varpi fulltrúa Vinnuveitendasamta-
kanna og ASI er gert ráð fyrir að
miða lífeyrisréttindi við það, sem lak-
ast gerist" og BSRB telji „það
augljósa hagsmuni allra landsmanna
að markmiðið verði að samræma
lífeyrisréttindi allra þannig að sótt
verði fram á við til þess sem betra er
í dag, þótt slíkt verði jafnvel að ger-
ast í áföngum".
Fundir með bygg-
ingamönnum
SAMNINGAFUNDUR hefur verið
ákveðinn með byggingarmönnum
á Selfossi og Vinnumálasambandi
samvinnufélaganna hjá ríkissátta-
semjara eftir hádegið í dag, en
félagið hefur boðað verkfall frá
og með miðvikudeginum 11. mars.
Unnið er að því að boða fundi með
öðrum félögum byggingarmanna og
gerði ríkissáttasemjari ráð fyrir að
þeir yrðu boðaðir fyrir hádegi í dag
og haldnir fyrir helgina. Fjögur önnur
félög byggingarmanna hafa boðað
verkfall frá 11. mars, Trésmiðafélag
Reykjavíkur, Iðnsveinafélag Suður-
nesja og Félag byggingarmanna í
Hafnarfirði, en Samband byggingar-
manna fer með samningsumboð fyrir
síðastnefnda félagið.