Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Samningsdrög í anda Reykj avíkurfundar Genf, Reuter, AP. SAMNINGSUPPKAST Banda- rikjamanna um útrymingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Vestur-Evrópu er byggt á þeim hugmyndum, sem fram komu á fundi þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorba- chevs Sovétleiðtoga í Reykjavík í október sl. Þetta kom fram hjá Maynard Glitman, formanni samninganefnd- ar Bandaríkjamanna um meðal- drægu kjarnorkueldflaugamar í Genf, er hann gerði fréttamönnum grein fyrir samningsuppkasti Bandaríkjamanna. Glitman sagði, að tillögur Bandaríkjamanna bygð- ust jafnframt á því, að unnt yrði að staðreyna það, að engum blekk- ingum væri beitt og þá einkum að því er snerti eyðileggingu kjama- odda og eldflauga og einnig að því er varðaði skammdrægar kjam- orkueldflaugar í Evrópu. Glitman tók fram, að Sovétmenn hefðu greinilega yfírburði á sviði skammdrægu eldflauganna og hefði það vakið ugg hjá banda- mönnum Bandaríkjamanna. Því yrði samningur milli risaveldanna einnig að ná til þessara eldflauga, þannig að þeim yrði líka fækkað eða útrýmt. „Við teljum, að það sem enn ekki tekið ákvörðun um hvort fimm Líbýumönnum er lentu herflugvél i suðurhluta Egyptalands á mánudagskvöld verður veitt pólitískt hæli í landinu. Samkvæmt heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu vilja eg- ypskir ráðamenn ganga úr skugga um að Líbýumennirnir séu ekki flugumenn Gaddafis Líbýuleiðtoga. við þurfum þar sé jafnræði. Við ættum að hafa rétt til að standa Sovétmönnum jafnfætis á því sviði,“ sagði Glitman. Samkvæmt tillögum Sovétmanna myndu þeir einnig flytja burt Ríkissjónvarpið í Egyptalandi sagði að tveir háttsettir menn úr líbýska flughernum hefðu beðist hælis sem pólitískir flóttamenn en gat þess ekki hvort hinir þrír, sem einnig eru hermenn, hefðu fylgt fordæmi yfirmanna sinna. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í viðtali í gær að enn hefði ekki verið tekin afstaða til bónar mannanna. Mennirnir lentu flutningavél skammdrægar eldflaugar sínar í Austur-Þýzkalandi og Tékkósló- vakíu og yrðu samningaviðræður þar að lútandi að hefjast í kjölfar samninga um meðaldrægu eld- flaug- arnar. af gerðinni C-130 Herkúles í bænum Abu Simbel. Þeir voru á leið úr birgðaflutningum til líb- ýskra hersveita í Chad. Vélinni var síðan flogið til herstöðvar í nágrenni Kairó. Allmargir Líbýumenn hafa fengið pólitískt hæli í Egypta- landi og kveðast embættismenn þar hafa afstýrt fjölmörgum til- raunum útsendara Gaddafis til að ráða þá af dögum. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI bandaríkjadollars hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum, nema breska pundinu, japanska jeninu og kanadíska dollarnum, á gjald- eyrismörkuðum Evrópu í gær. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,5665 dollara (1,5613), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,8350 vestur-þýsk mörk (1,8310), 1,5435 svissn- eskir frankar (1,5415), 6,0975 franskir frankar (6,0950), 2,0685 hollensk gyllini (2,0680), 1.302,50 ítalskar lírur (1.301,50), 1,33235 kanadískir dollarar (1,33375) og 153,55 jap- önsk jen. Verð á gulli var 406,30 dollarar únsan (404,50). Egyptaland: Líbýumennirnir bíða enn svars Kairó, AP. YFIRVÖLD í Egyptalandi hafa Forsætisráðherrar Dana og íslendinga f unda: Sovésk málefni o g Evrópu- bandalagið efst á baugi Kaupmannahöfn, frá Birni Bjarnasyni. Afvopnunarmál, þróun mála í Sovétríkjunum, skoðanir Mikh- ails Gorbachevs og samskipti íslands og Evrópubandalagsins voru helstu umræðuefni á fundi forsætisráðherra íslands og Danmerkur hér í Kaupmanna- höfn í gær. Kom þetta fram á blaðamannafundi Steingríms Hermannssonar í lok fyrri dags opinberrar heimsóknar hans hingað. Blaðamannafundurinn snerist einnig að mestu leyti um það, sem bar á góma í viðræðum Steingríms Hermannssonar við sovéska ráða- menn í Moskvu á mánudag og þriðjudag. Steingrímur sagði að þeir Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana, hefðu verið sammála um það, að merkilegir hlutir væru að gerast í Sovétríkjunum. Endurtók Steingrímur fyrir blaðamennina, margt af því, sem hann sagði í fréttamiðstöðinni í Moskvu á þriðjudag. Um samskipti íslands og Evr- ópubandalagsins sagði Steingrímur Hermannsson, að Danmörk væri eins konar dyr Islendinga inn í bandalagið. Það væri íslendingum mikilvægt að fyigjast náið með því sem væri að gerast í bandalaginu. Þeir gætu ekki gengið { það, ef þeir þyrftu að afsala sér yfírráðum yfír fískimiðunum vegna inn- göngunnar. Það hlyti að hafa áhrif fyrir ísland ef Noregur yrði aðili að bandalaginu. Aðeins eitt tvíhliða mál bar á góma á fundi forsætisráðherranna, þ.e. ósk íslendinga um að þurfa ekki að taka upp ættamafn í Dan- mörku. Krafa danskra yfírvalda um þetta við skím á íslenskum bömum hér hefur valdið erfiðleikum. Er málið til athugunar og væntanlega úrlausnar í danska dómsmálaráðu- neytinu. I gær snæddu forsætisráðherra- hjónin og fylgdarlið þeirra hádegis- verð hjá Margréti Danadrottningu og sátu kvöldverðarborð dönsku ríkisstjómarinnar. Þá heimsótti ráðherrann þjóðþingið og í dag verða háskólinn og stúdentagarðar skoðaðir. íslenskir stúdentar hafa boðað til fundar með forsætisráðherra í Jónshúsi í kvöld og á hádegi í dag ætla þeir að efna til mótmæla vegna námslánastefnu ríkisstjóm- arinnar á Ráðhústorginu. Hinni opinberu heimsókn lýkur um há- degisbilið. Nordfoto Margrét Danadrottning ásamt Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra. Myndin var tekin áður en sest var að hádegisverði í boði drottningar. íslenskur fulltrúi í embættismannanefnd Kaupmannahöfn, frá Bimi Bjamasyni. ÍSLENDINGAR skipa fulltrúa í norræna embættismannanefnd um kjarnorkuvopnalaus svæði og fela honum að starfa sam- Tillaga Steingríms Hermannssonar: Stofnun á íslandi til að bæta ástandið í heiminum Sovétmenn leggja ef til vill fram fé til stofnunarinnar Kaupmannahöfn, frá Birai Bjamasyni. STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, hreyfði því í viðræðum sínum við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, að í anda Reykjavíkur- fundaríns yrði komið á fót stofnun í höfuðstað íslands til að rannsaka og ræða um úr- lausn þeirra vandamála er heija á mannkyn, s.s. mengun og hungur, samskipti ríkra þjóða og fátækra og sambúð austurs og vesturs. Skýrði Steingrímur frá því á blaða- mannafundi í gær í Kaup- mannahöfn að Gorbachev hefði tekið þessari hugmynd vel og gefið til kynna að Sovétstjómin kynni að styðja framtakið með fjárframlögum. Steingrímur Hermannsson vék einnig að þessari stofnun í ræðu sinni { Kreml og talaði þar um að henni ætti að fela það hlutverk að rannsaka leiðir til að varðveita líf á jörðinni. í samtali við Morg- unblaðið sagðist forsætisráð- herrra ekki að vera að hugsa um friðarrannsóknir eða slík mál sér- staklega. Stofnunin ætti ekki ein- göngu að starfa á sviði öryggis- og afvopnunarmála heldur sinna öllu þvi sem gæti bætt ástandið í heiminum. Sagðist Steingrímur Her- mannsson hafa fengið hvatningu frá fjölmörgum um heim allan þess efnis að eitthvað í þessa veru yrði gert á íslandi í framhaldi af Reykjavíkurfundinum. kvæmt samþykkt Alþingis um afvopnunarmál frá 1985. Steingrímur Hermannsson skýrði frá þessu á blaðamanna- fundi í Kaupmannahöfn í gær eftir viðræður sínar við Poul Schlúter, forsætisráðherra Dana. _ Sagði Steingrímur að ríkisstjóm íslands hefði ekki enn tekið ákvörðun í málinu en það yrði gert og yrði tillaga sín sú að ísland ætti fullgild- an fulltrúa í þessari embættis- mannanefnd en ekki áheymarfull- trúa eins og sumir hefðu viljað. Hefði hann borið það undir Schlut- er hvort því væri nokkuð til fyrir- stöðu, að íslenskir fulltrúar fengju sérstakt erindisbréf og hefði Schlúter ekki andmælt því. Hann hefði talið það eðlilegt og fleiri kynnu að gera hið sama. Embættismannanefndin hefur verið til umræðu í tæpt ár og hefur mætt andstöðu Matthíasar A. Mat- hiesen ráðherra á fundum með starfsbræðmm hans. Utanríkisráð- herrar Norðurlandanna eiga að hittast næst formlega á fundi í Reykjavík 25. mars næstkomandi og þar verður þetta mál til umræðu. „í þessu máli hefur engin af- staða verið tekin," sagði Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á þessum ummælum Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra. Sagði Matthías, að á síðasta fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn hefði skrifstofustjórum stjóm- máladeilda utanríkisráðuneyt- anna verið falið að kanna hvort þeir gætu náð samkomulagi um skipan slíkrar nefndar og að álit þeirra yrði til umfjöllunar á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Reykjavík 25.-27. mars nk. „A fundinum í Kaupmannahöfn í ágúst sl. greindi ég frá því, að afstaða mín til stofnunar nor- rænnar embættismannanefndar mótaðist af ályktun Alþingis frá 1985 um afvopnnarmál. í fyrsta lagi væri svæði, sem aðeins næði til Norðurlandanna, ófullnægj- andi, jafnframt því sem nýtt skref í þessum efnum væri aðeins raun- hæft sem liður í víðtækari aðgerð- um til að efla öryggi í okkar heimshluta, þ. á m. með sam- komulagi stórveldanna. Kjami málsins er sú staðreynd, að öll Norðurlöndin fímm eru kjam- orkuvopnalaus. Þau ógna engum og valda hvorki ugg né ótta við að friðurinn verði rofínn," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.