Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Árshátíð Viðeyingafélagsins verður haldin í Síðumúla 35, laugardaginn 7. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðapantanir hjá Kristjónu Þórðardóttur í síma 23085 og Aðalheiði Helgadóttur í síma 78082. Pantið tímanlega. ViðeyingafélaglS SIEMENS Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. © ®\\m Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Þrenning Myndlist Valtýr Pétursson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum eftir þtjá unga iistamenn. Þar er til sýnis grafík eftir Kristin Guð- brand Harðarson og málverk eftir Helga Valgeirsson og Guðrúnu Láru Halldórsdóttur. Sérhver þess- ara listamanna hefur sitt afmark- aða sýningarsvæði, og er því ekkert vandamál fyrir hendi, þótt um nokkuð ólíkar myndir sé að ræða, en svipur hvers og eins kemur glöggt í ljós, og mætti jafnvel tala um þijár sérstakar sýningar fremur en samsýningu. Þegar gengið er í safnið, verður fyrst á vegi manns dúkskurður eft- ir Kristin Guðbrand Harðarson. Hann er með sýningu á olíumál- verkum sínum í Gallerí Svart á hvítu á sama tíma, og enn fremur er hann einn þátttakenda á sýningu verðandi listamanna á Kjarvalsstöð- um, svo að segja má með sönnu, að hann liggi ekki á liði sínu hvað sýningar snertir þessa dagana. Grafík Kristins er um margt öðru- vísi en olíumálverk hans, og kennir margra grasa í þeim tugum mynda, er hann hefur þama til sýnis. Það er að vísu misjafnt, sem á boðstólum er, en látum það liggja milli hluta, það er fróðlegt að sjá þessa hlið á Kristni. Helgi Valgeirsson hefur lagt und- ir sig stærsta salinn í safninu og sýnir olíumálverk. Hann er nokkuð þungur í litnum, en ekki þó til traf- ala. Hann virðist vinna með nokkurri alvöru að verkum sínum og leggur mikla áherslu á mynd- byggingu, sem á stundum minnir á geometrískt málverk, hvað formið snertir. Skemmtilegir og hressilegir sprettir hér og þar. Guðrún Lára Halldórsdóttir er á loftinu og sýnir átta olíumálverk. Hún sækir viðfangsefni sín í mann- lega tilveru, og ástin á þar í þeim athvarf, ef svo mætti til orða taka. Til að mynda heita tvö verk af þeim átta verkum, sem þama eru á veggjum, „Eva og Adam“. Yfírleitt er Guðrún ekki sterk í litameðferð, og teikningin í þessum verkum virð- ast miklu þroskaðri en liturinn. Eitt verk ber samt af öllum hinum hvað litasamsetning snertir, og er það að mínu áliti besta verk Guðrúnar Láru — það er no. 7 og heitir Logar. I heild er þetta sýning, sem tæp- ast sker sig úr að nokkru leyti. Það er allstór hópur, sem málar í þessum dúr, og sú þrenning, sem hér á í hlut, fylgir þeirri málaralist, er tíðkast hvað mest um þessar mund- ir. Ásgerður Búadóttir við verk sín. Ásgerður Búadóttir sýnir Myndlist Valtýr Pétursson í Listasafni ASÍ við Grensás- veg hefur hin kunna veflistarkona Ásgerður Búadóttir komið fyrir VLT HRABABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraða- breytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 150 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLilN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER nokkrum verka sinna til sýning- ar. Það eru tíu verk sem lista- konan hefur vaiið að þessu sinni. Sum þeirra hafa að vísu verið áður á almannafæri, en flest koma hér fyrir sjónir manna í fyrsta sinn. Tvö af þessum verk- um eru í einkaeign og eitt í eigu Listasafns íslands, en önnur verk á sýningunni eru enn í eigu lista- konunnar. ÖIl eru verkin unnin úr ull og hrosshári, og litun ullar- innar hefur Ásgerður sjálf séð um. Þetta eitt og sér í lagi hlýtur að gefa verkum Ásgerðar per- sónulegan blæ, og önnur vinnu- brögð eru eftir þessu. Ásgerður Búadóttir hefur unn- ið sér nafn, eins og sagt er í listaheiminum, sem þekktasti vef- ari hér á landi. Hún á sér langan vinnudag að baki í listgrein sinni og hefur verið stórtæk hvað af- köst snertir.Á seinni árum heftir hver sýningin rekið aðra hjá Ás- gerði og mörgum mun í fersku minni sýning hennar á Kjarvals- stöðum fyrir stuttu, en hún naut starfslauna um tíma frá Reykjavíkurborg og var sú sýning nokkurs konar kvittun fyrir það tímabil. Nú er ég enginn sérfræðingur í vefnaði né þeirri tækni sem nútímavefarar beita, en mig grunar að Ásgerður standi mjög framarlega á því sviði og sé mik- ill kunnáttumaður, en verk hennar sanna það svo rækilega að það fer ekki fram hjá leik- manni í þessum efnum. Þau verk sem nú eru til sýnis í salarkynnum ASÍ eru sérstaklega látlaus í byggingu og litameðferð, hvergi neinu ofaukið. Ásgerður notar heilleg og sterk form í byggingu myndvefnaðar síns og stundum fer hún mjög nærri því sem í eina tíð var nefnt geometría, en það eru aðrar eigindir sem hún spilar á í vefnaðinum en þær er mest ber á í geómetrísku málverki, þótt skyldleikinn leyni sér ekki. Allt er þetta af hinu góða; lýmið er höndlað í tengslum við þann efnivið sem úr er unnið. Og árang- ur er eftir því. Þessi sýning Ásgerðar Búad- óttur er sérlega aðiaðandi og hefur sterkan menningarlegan svip. Hvergi er þrengt að neinu og allt er til sýningar hefur verið valið fær að njóta sín til fulls og fellur sérlega vel að salarkynnum ASÍ við Grensásveg. Ég hafði augnayndi af verkum Ásgerðar og þakka fyrir mig. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.