Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 34 Þungur skriður á þingmálum: Stjórnaifumvörp þokast áfram - Stuttar þingfréttir Efri deild afgreiddi fjögnr stjómarfrumvörp til neðri deildar í gær: 1) um hlutafé- lagsbanka um Utvegsbankann, 2) um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, 3) um útflutn- ingslánasjóð og 4) um fólks- flutninga með langferðabif- reiðum. Þá mælti Ragnhildur Helga- dóttir fyrir stjórnarfrumvarpi um lengingu fæðingarorlofs - í fjóra mánuði 1988, fimm mánuði 1989 og sex mánuði 1990, en frá því frumvarpi var ýtarlega sagt á þingsíðu Morg- unblaðsins í gær. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti í efri deild fyrir stjómarfrumvarpi um skiptaverðmæti og greiðslumiðl- un innan sjávarútvegsins, sem þegar hefur hlotið afgreiðslu í neðri deild. Neðri deild afgreiddi sem lög frumvarp um kosningar til Al- þingis, samanber frétt hér á síðunni. Þá varð allnokkurt karp í þingdeildinni um tvö stjómar- fmmvörp, sem bæði vóm til fyrstu umræðu (þegar afgreidd í efri deild): 1) um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla og 2) og um veit- ingu prestakalla (afnám prests- kosninga). Þegar fundi var frestað klukk- an Qögur síðdegis, vegna þing- flokkafunda, stóð enn yfír umræða um fæðingarorlof í efri deild og veitingu prestakalla í neðri deild. Umræðum þessum var fram haldið klukkan sex síðdegis. Salorne Þorkelsdóttir, forseti efri deildar alþingis, greiðir atkvæði í þingkosningum 1983. Frumvarp að kosningalögum samþykkt: 22 þingmeim með -18 fjarverandi eða sátu hjá AIMIMil Frumvarp til breytinga á lög- um um kosningar til Alþingis frá 1984 (sem aldrei hefur verið kos- ið eftir) var samþykkt sem lög frá Alþingi i gær, að viðhöfðu nafnakalli, með 22 atkvæðum (af 40 í þingdeildinni), átta þing- menn sátu hjá en 10 vóru fjarver- andi. Með frumvarpinu greiddu atkvæði 13 þingmenn Sjálfstæð- isflokks, 5 þingmenn Framsókn- arflokks, 3 þingmenn Alþýðu- bandalags og 1 þingmaður Alþýðuflokks. Hjá sátu 1 þing- maður Sjálfstæðisflokks (Ellert B. Schram), 2 þingmenn Samtaka um kvennalista, 1 Alþýðubanda- lagsmaður (Hjörleifur Guttorms- son), 2 Alþýðuflokksmenn og 2 framsóknarmenn. Fjarverandi vóru 3 þingmenn Alþýðubanda- lags, 3 þingmenn Framsóknar- flokks, 2 þingmenn Sjálfstæðis- flokks og 2 þingmenn Alþýðuflokks. Vorið 1983 tókst samkomulag milli formanna stjómmálaflokk- anna um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis, sem draga átti úr misvægi atkvæða eftir kjör- dæmum og færa þingstyrk stjórn- málaflokka betur að raunfylgi meðal þjóðarinnar. Fmmvarp þetta varð að lögum nr. 66/1984. Skiptar skoðanir vóm um reikni- reglur hinna nýju kosningalag (úthlutun þingsæta) og tæknilegir ágallar komu í ljós, sem nauðsyn- legt þótti að leiðrétti. Fmmvarp það, sem nú hefur hlo- tið lagagildi, nokkuð breytt, fól ekki í sér umtalsverðar breytingar. Það sníður hinsvegar af nokkra tæknigalla, sem taldir vóm á hinum nýju kosningalögum. Greinargerð Friðriks Sophusson- ar, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, fyrir já-atkvæði hans í gær, sýnir þó, að menn em ekki alls kostar ánægðir með fmmvarp- ið/Iögin, þrátt fyrir breytingarnar. Hann sagði efnislega, að sjálfstæð- ismenn styddu fmmvarpið, sem samkomulagsmál, þó þeir hefðu haft sitt hvað í frumvarpinu á ann- ann veg, ef þeir hefðu einir ráðið ferð. Nauðsyn hafi hinsvegar staðið til þess að sníða af helztu vankanta laganna. Þingflokkur sjálfstæðis- manna væri reiðubúinn til að taka upp þráðinn aftur, við endurskoðun laganna, þegar á næsta þingi. Skipting- þingsæta eftir kjördæmum Eftir samþykkt nýrra kosninga- laga hlýtur Reykjavíkurkjördæmi 18 þingsæti (14 kjördæmissæti og 4 jöfnunarsæti), Reykjanes 11 (9 plús 2), Norðurland eystra 7 (6 plús 1), Suðurland 6 (5 plús 1), en önn- ur kjördæmi 5 (4 plús 1). Þrem fjórðu þingsæta (50) verð- ur úthlutað sem kjördæmissætum en einum fjórði (13) sem jöfnunar- sætum. Að auki er eitt óbundið sæti „flakkarinn" , sem lent getur í hvaða kjördæmi sem eftir, eftir sérreglum þar um. Skipting þingsæta eftir flokkum Ef ný kosningalög hefðu gilt við kosningar til Alþingis síðast þegar kjörið var (1983) hefðu þingsæti skipzt milli flokka sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur: Reykjavík 8, Reykjanes 6, Norðurland eystra 3, Norðurland vestra, Vesturland, Vestfirðir, Austurland og Suður- land 2 í hvetju kjördæmi og Austurland 1, samtals 26. Framsóknarflokkur hefði hlo- tið tvo þingmenn í Norðurlandskjör- dæmunum báðum, Austurlandi og Suðurlandi, en einn í öðrum kjör- dæmum, samtals 12. Alþýðuflokkur hefði hlotið tvo í Reykjavík en 1 í öðrum, utan Norðurlands vestra og Austfjarða, samtals 7. Alþýðubandalag hefði hlotið þrjá í Reykjavík, tvo á Austurlandi en einn í örðum, samtals 11. Bandalag jafnaðarmanna hefði fengið þijá í Reykjavík og einn á Reykjanesi, samtals fjóra. Samtök um kvennalista hefðu hlotið tvo í Reykjavík og einn á Reykjanesi, samtals þrjá. Frumvarp um hlutafélagsbanka um Utvegsbankann: Samþykkt af minni- hluta þingdeildar Gengur nú til neðri deildar Frumvarp um stofnun hluta- félagsbanka um Utvegsbanka Islands var samþykkt í efri (fyrri) þingdeild í gær með 9 atkvæðum (af 20 í þingdeild- inni), fjórir greiddu mótatkæv- ði, þrír sátu hjá og fjórir vóru fjarverandi. Með frumvarpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, utan Björn Dagbjartsson (S.- Ne.), sem sat hjá. Gegn frum- varpinu greiddu atkvæði þingmenn Alþýðubandalags og Samtaka um kvennalista. Þing- menn Alþýðuflokks sátu hjá eða vóru fjarverandi. Björn Dagbjartsson gerði grein fyrir hjásetu sinni. Hann hafði eftir „mér hærra settum", eins og hann komst að orði, að þeir myndu ekki standa að endurreisn Utvegsbankans, þótt þeir greiddu atkvæði með frumvarpinu. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins fengi og tækifæri til að fjalla um málið, áður en það yrði endanlega af- greitt. Hann sæti því hjá við atkvæðagreiðsluna. Mótatkvæði greiddu Helgi Selj- an, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson, þingmenn Al- þýðubandalags, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista. Magnús H. Magnússon (A.-Sl.) sat hjá en Karl Steinar Guðason (A.-Rn.) og Kolbrún Jónsdóttir (A.-Ne.) vóru fjarverandi. Reyndu hana á næsta útsölustað: Mikligaröur v/Sund KB. Borgamesi Rafbúö RÓ, Keflavik JL-húsiö, rafdeild KHB, Egilsstöðum Árvirkinn, Selfossi Rafha, Hafnarf. Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga Kjarni, Vestmannaeyjum Gellir, Skipholti KH, Blönduósi Rafþj. Sigurd., Akranesi Teppabúðin, Suðurlandsbraut Straumur, ísafirði Grímur og Árni, Húsavík Raforka, Akureyri KASK, Höfn Rafborg, Patreksfirði JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 Sundaborg 13, simi 688588 RYKSUGAN Hún er vönduð ogvinnurvel • 1000 watta kraftmikill mótor • Afkastar 54 sekúndulítrum • Lyftir 2400 mm vatnssúlu • 7 lítra pokl • 4 fylgihlutir i Innbyggðri geymslu • Stlllanleg lengd á röri • Mjög hljóðlát (66 db. A) • Fislótt, aðeins 8,8 kg • Þreföld ryksía • Hægt að lóta blása • 9,7 m vinnuradius • Sjólfvirkur snúruinndráttur • Teppabankari fáanlegur • Taupoki fáanlegur • Rómuð ending • Hagstætt verð Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR MIÐBÆRII Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Leifsgata Laufásvegur 2-57 Lindargata 40-63a o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.