Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 29 Sovéski leikstjórinn Gleb Panf- ilov hampar Gullbirninum, hinum eftirsóttu kvikmynda- verðlaunum. Vestur-Berlín. Reuter. Sovéska kvikmyndin „Þemað“ hlaut í fyrrakvöld hin eftir- sóttu verðlaun „Gullbjöminn" á kvikmyndahátíðinni í Vestur- Berlín. Er verðlaunaveitingin talin munu verða sovéskum kvik- myndagerðarmönnum til mikillar hvatningar og auka kröfur þeirra um meira frelsi. Leikstjóri myndarinnar, Gleb Panfilov, sagði, að sovéskir kvik- myndagerðarmenn ættu ekki bara að láta sér vel líka það, sem þeg- ar hefði áunnist fyrir atbeina Gorbachevs, því að enn væri mik- ið verk óunnið. „Við verðum að beijast fyrir því, að ekki verði aftur snúið til fyrri hátta og meg- Kvikmyndahátíðin í Vestur-Berlín: Sovéska myndin „Þemað“ vann til Gullbiamarins um ekki vera hræddir við að fást við viðkvæm mál,“ sagði Panfilov. Panfilov lauk við myndina „Þemað“ árið 1979 en þá var bannað að sýna hana. Eftir upp- stokkunina í samtökum sovéskra kvikmyndagerðarmanna í janúar sl. var hún hins vegar leyst úr banni ásamt ýmsum öðrum kvik- myndum. „Loksins geta kvik- myndagerðarmenn í Sovétríkjun- um ákveðið sjálfir hvað þeir vilja taka fyrir og hvemig. Aður voru okkur lagðar línurnar en nú ráð- um við okkur sjálfir," sagði Panfilov. „Þemað“ fjallar um mál, sem löngum hefur verið þagað um í Sovétríkjunum, um brottflutning gyðinga úr landi og um ofurvald kommúnistaflokksins yfir allri listsköpun. Segir þar frá þægum listamanni, spilltum af forréttind- unum, sem þakklátir kerfiskarlar hafa ausið yfir hann, og ungri konu, sem listamaðurinn verður ástfanginn af. Hún sýnir honum hins vegar fyrirlitningu og hæðir á ýmsa lund fyrir undirlægjuhátt- inn og kynnir hann fyrir ástmanni sínum, rithöfundi af gyðingaætt- um, sem ekki fær bækur sínar gefnar út og verður að vinna fyr- ir sér sem grafari í kirkjugarði. Myndin segir frá tilfinningaleg- um átökum þremenninganna og lýkur loks með því, að rithöfund- urinn ákveður að reyna að komast til ísraels. „Ég vil heldur deyja þar úr heimþrá en veslast hér upp í hatri,“ segir hann og minnir sú yfirlýsing nokkuð á hlutskipti sov- éska leikstjórans Andreis Tarkov- ski, sem lést ur krabbameini í París fyrir nokkru. Yelem Klimov, nýr formaður í samtökum sovéskra kvikmynda- gerðarmanna, sagði á frétta- mannafundi á kvikmyndahátíð- inni í Vestur-Berlín, að örlög Tarkovskis væru mikill harmleik- ur. „Við vitum ekki aðeins, að verk listamanna hafa verið bönn- uð, heldur einnig, að líf margra manna hefur verið eyðilagt," sagði hann. Danmörk skuldug- asta land í heimi Kaupmannahöfn. Frá Barbro Björnbak, fréttaritara Morgunbiaðsins. DANMÖRK er nú skuldug- asta land í heimi. Erlendar skuldir landsins nema 51.400 dönskum krónum (um 293.000 ísl. kr.) á hvert mannsbarn. í árslok námu þessar skuldir 47.600 d. krónum á mann. Áður var það ísrael, sem átti metið, en nú eru erlendar skuldir þess aðeins 43.600 d. krónur á hvern íbúa. ísrael hefur tekist að minnka erlendar skuldir sínar með ákveðnum efnahagsráðstöfunum og hjálp frá Bandaríkjunum. Fall dollarans hefur enn fremur lækkað erlendar skuldir landsins, umreiknað í dönskum krónum, en það sama er ekki hægt að segja um skuldir Danmerkur. I þriðja sæti á listanum yfir skuldugustu löndin kemur írak. •Bæði Israel og írak hafa mikil útgjöld vegna hermála, en slíkt á ekki við um Danmörku. Erlendar skuldir Danmerkur nema 39,6% af heildarþjóðar- framleiðslunni, og á landið í erfiðleikum með afborganir af lánunum, meðan halli er á við- skiptunum við útlönd. Við parketleggjum landið Reykjavík Egill Árnason hf. Parketval Teppaland—Dúkaland Akranes Málningarþjónustan Ólafsvík Litabúðin ísafjörður Pensillinn Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Ólafsfjörður Valberg Akureyri Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Húsavík Kaupfélag Þingeyinga IMeskaup- staður Ársæll Guðjónsson Höfn KASK Vestmanna- eyjar Brimnes Selfoss S.G. Búðin Keflavík Dropinn Teppaland fæst Opið til Kahrs gæðaparket um allt land kl. 16 laugardaga EGILLARNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.