Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
43
Mortens í A-Ha
í íslendingasögum boðar það aldrei
gott ef kona brosir.
En þær hrista ekki bara Storting-
et norsku konumar, heldur grundina
líka svo um munar. Jörðin skelfur
undan fótun Grétu Waitz og Ingrid-
ar Kristiansen, hlauparanna miklu,
enda ekki orðinn nokkur kjötbiti
eftir utan á þeim, og svo eru það
handboltastelpumar. Meðan karl-
peningurinn lúsast um í B-grúppu
í boltanum þá em þær komnar í
A-grúppu og urðu í þriðja sæti í
heimsmeistarakeppninni. Þær em
allar með norska klippingu. Meðan
á útsendingum sjónvarpsins frá
landsleikjunum stóð tæmdust göt-
umar svo og pylsumar í búðunum
því enginn nennti að elda og eftir
eina útsendinguna sagði íþróttaþul-
urinn með þykkju: Hvemig væri það
strákar að þið fæmð að hreyfa ykk-
ur? Þetta vom orð í tíma töluð,
þótt mér þætti þau kannski dálítið
óréttlát vegna hans Arvids í næsta
húsi því hann hleypur jú á hveijum
degi héma um götuna og í skóginum
á bak við. Meira að segja í gær í
svarta þoku lét hann sig hafa það
að fara út að hlaupa, þótt Turid
konan hans þyrfti reyndar að fara
út með sjeffírhundinn seinna um
kvöldið til að leita að honum.
Í daglegu lífi hjá hinni venjulegu
norsku konu kemur þessi kraftur
fram á öllum sviðum. Þær höggva
tré og við í eldinn (Norðmenn kynda
nefnilega upp með viði), mála húsin
og skipta um gler, ýta bílum í snjó-
þunga og skipta um dekk, moka
snjóinn frá húsinu og langt út á
götu og skokka svo með hundinn á
eftir svona um það bil 10 kílómetra.
Þær stjóma húshaldinu, innkaupun-
um og uppeldinu og vinna flestar
úti fullan vinnudag. Ég veit sosum
vel út af hvetju ég á að fá mér
norska klippingu. Ef einhver skyldi
nú halda að þær kúguðu norska
karlmanninn með þessum krafti þá
er það alrangt. íslenskir karlmenn
hér á staðnum sögðu mér það lág-
róma og í fullum trúnaði, að þeir
hefðu tekið eftir því að konumar
hér væru ofboðslega góðar við
mennina sína, miktu betri en þær
heima. Maður vonar samt að
íslenskir karlmenn fari ekki að
flykkjast hingað út þótt þeir frétti
þetta, það er víst nóg að hafa þessa
fáu sem fyrir eru.
Ég hef oft reynt að skilgreina
konuna héma á sálfræðilegan og
sögulegan hátt, grúskað á bóka-
safninu og talað við eldri konur, því
þótt ég viti að klippingin eigi stærsta
þáttinn í krafti þeirra, þá veit ég
að meira býr undir sem ég ekki
kann skil á. Fátækleg niðurstaða
mín er sú, að þær þekki ekkert
annað, hafi alltaf orðið að gera hlut-
ina sjálfar, og kannski það mikil-
vægasta; verið lausar við þessi
amerísku tísku- og snobbáhrif sem
há íslensku konunni. Og hvemig líta
þær svo út þessar elskur? Jú, flestar
bera þær með sér þessa köldu nor-
rænu fegurð, lítið farðaðar, klæða-
burður látlaus og hentugur, blússa
og pils eða peysa og gallabuxur.
En mest áberandi er þó látleysið í
fari þeirra, og má ég til með að
segja ykkur frá konu sem bjó fýrir
utan þéttbýlið og var komin að
bamsburði. Þetta gerðist sl. des-
ember milli jóla og nýárs. Unga
konan var alein heima með dóttur
sína tveggja ára þegar hríðimar
byija en svo illa vildi til að síminn
hafði verið f ólagi í tvo daga, en
þeir hjá símanum lofað, að einmitt
þennan dag skyldi samband koma
Hin dæmigerða norska klipping.
á. Manninum hennar hafði nú ekk-
ert verið vel við að fara í vinnúna
um morguninn því enn heyrðist ekki
píp í símanum, en hún fullvissaði
hann um að allt myndi verða í lagi
og rak hann af stað. Þegar hún svo
er orðin alein þá byija öll ósköpin,
hún fer að hamast í símanum sem
var að sjálfsögðu steindauður því
úti var 30 stiga gaddur og viðgerð-
armenn kannski átt í erfiðieikum,
og að lokum fær hún kollhríðina og
fæðir dreng á stofugólfinu. Með
blóðugt og slímugt bamið í fanginu
staulast hún fram í eldhús, nær sér
í vaskafat og getur losnað við fylgj-
una ofan í það. Síðan skolar hún
það mesta af baminu, vefur það í
teppi og leggur það í bala við hlið-
ina á rafmagnsofni. Vaskafatið með
fylgjunni í setur hún við hliðina á
balanum því enn var ekki búið að
skilja á milli, og fer síðan fram í
eldhús til að hreinsa slettumar af
skápunum og gólfínu. Þegar maður-
inn hennar kom svo heim úr
vinnunni hafði hann eignast hraust-
an og heilbrigðan son, eldhúsið
tandurhreint og konan hans sat
sallaróleg með pijónana sína. Fjöl-
skyldan fór síðan saman upp á
sjúkrahús þar sem uppi varð fótur
og fit og blaðamenn dreif að. Sá
nýfæddi svaf alsæll, enda átti hann
móður með norska klippingu.
Höfundur er húsmóðir, kennarí
ognemi í Kristiansand.
Þu
sparar
með
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
TJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
S)0|S ) II \VJ ||
InHslKI KIHIIN klllml
SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505
Viö erum svolítiö montin af
fermingarfötunum okkar í ár, sniðin eru
pottþétt, litirnir fallegir
og verö góö.
FERMINGARFÖT
Einnig erum viö meö glæsilega leðurjakka og
rúskinnsjakka
fyrir bæöi stráka og stelpur.
Líttu viö því sjón er sögu ríkari.