Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
Happdrætti Háskóla Islands:
Happaþrennan hef-
ur göngu sína
Ágóðavonin frá 50 upp í 500 þúsund krónur
NÝTT skyndihappdrætti, sem
hlotið hefur nafnið „Happa-
þrenna“ hefur göngn sína í lok
vikunnar á vegum Happdrættis
Háskóla íslands. Vinningshlut-
fall er 50% þannig að helming-
ur andvirðis seldra miða fer í
vinninga og sjötti hver miði
hlýtur vinning. Hæsti vinningur
er 500.000 krónur en aðrir
vinningsmöguleikar eru 50,
100, 1.000 og 10.000 krónur.
Hver miði kostar 50 krónur og
getur handhafi hans vitað um leið
hvort vinningur hefur fallið hon-
um í skaut. Á framhlið miðans
er þunn himna sem skafin er af.
Undir henni leynast sex gluggar
og í hveijum þeirra er rituð ákveð-
in fjárhæð. Komi sama upphæð
fram í þremur gluggum er vinn-
ingur vís. í þessu felst Happa-
þrennan og vinningsupphæð
ræðst af tölunum sem upp koma.
Ef á miðanum birtast til dæmis
þrír gluggar með tölunni 10.000,
hefur kaupandinn hlotið 10.000
króna vinning.
Lægstu vinningarnir verða
greiddir út samstundis á viðkom-
andi útsölustað en hærri vinning-
arnir við framvísun miðans á
aðalskrifstofu HHÍ að Tjarnar-
götu 4 í Reykjavík. Nú þegar er
búið að prenta milljón miða, að
sögn Jóhannesar L. Helgasonar,
og eru 250.000 miðar komnir í
umferð. í þeim eru tveir 500.000
krónu vinningar.
Miðamir verða seldir í sölutum-
um og bensínstöðvum ESSO um
land allt svo og á öllum umboðs-
skrifstofum Happdrættis HÍ.
Þetta happdrættisform er
þekkt víða um heim, að sögn
Brians Bateson frá Opax-fyrir-
tækinu í Englandi, sem séð hefur
um prentun á miðunum. Hann
sagði að hliðstæðu Happaþrenn-
unnar væri að finna í meira en
50 þjóðlöndum og hafi það alls
staðar notið fádæma vinsælda.
Líklega skiptir vinningsvonin þar
miklu og sá kostur að vinningur-
inn kemur strax í ljós, að sögn
Brians.
Ágóði af Happaþrennunni
rennur til Háskóla íslands og
sagði Sigmundur Guðbjamarson,
rektor HÍ, á fundi með blaða-
mönnum og öðrum gestum að
reynt yrði að fjármagna tækja-,
tölvu- og bókakaup því þar væri
brýnust þörfin. Háskóli íslands
stendur nú fyrir byggingu yfír
læknadeild og verkfræðideild og
endurbætur em fyrirhugaðar á
húsnæði Raunvísindastofnunar.
Sigmundur sagði að óþarfi væri
að ræða um mikilvægi háskólans
fyrir þjóðlíf og atvinnulíf, en
hagnaður af rekstri happ>drættis-
ins hefði farið til uppbyggingar
háskólans. 20% af hagnaði happ-
drættisins hefur hinsvegar farið
til uppbyggingar rannsóknastofna
atvinnulífsins.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, fékk fyrstu happ-
drættismiðana og sagðist fagna
þessari nýjung HHÍ. Hann sagði
að hingað til hefði háskólinn verið
hálfgert olnbogabam stjómmála-
manna sem þyrfti að sinna mun
betur en gert hefði verið til þessa.
Ráðherra sagðist álíta að ekki
væri vitlaust fyrir ríkissjóð að
standa fyrir slíku happdrætti á
meðan fólk héldi í vonina um vinn-
ing og hefði hann reyndar skotið
þeirri hugmynd sinni á loft ein-
hvern tímann.
Þannig líta miðarnir út. Sex tölur koma i ljós undir þunnri
himnu, sem skafa þarf af og ef þrjár tölurnar eru þær sömu,
hefur viðkomandi haft heppnina með sér.
Morgunblaðið/Bjami
Sigmundur Guðbjarnarson, rektor Háskóla íslands og formaður stjórnar Happdrættis HÍ, kynnti
fyrirkomulag Happaþrennunnar í gær
Kvikmyndasjóður íslands:
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
PÚSTKERFI
í EFTIRTALDAR BIFREIÐIR
AMC Hornet, Concord, Willysieep, Wagoneer Jeep.
Audi 80,100, Allegro 1300,1500, Autobianchi.
BMW 315,316,318,320,3231,518,620, 525.
Chev., Chevelle, Malibu, Nova, Citiation,
Capris, Blazer.
Citroen, Ami 8, Visa, GS, DS, CX, BX.
Daihatsu Charade, Charmant, Thaft, Rocky,
sendibill.
Datsun, 100A, 120A, 120Y, 140Y, 140J, 160J, 160B,
180B, 220D, 280D.
Datsun Cherry, Sunny, Micra, Stansa, Bluebird,
1500,2200 pickup.
Datsun Urvan, King, Cab, Patrol.
Dodge, Dart, Aspen, Volare, Le Baron, Omini, Ramc-
harger.
Fiat 126,127,128,125,131,132, Panda, Uno, Ritmo,
Regata, Argenta, Polonez.
Ford, Escort, Cortina, Taunus, Sierre, Fiesta, Fairm-
ont, Pinto, Comet, Maveric, Econoline Bronco,
Transit.Traider.
Honda, Clvic, Ballade, Quinted, Accord, Prelude.
Isuzu, Gemini, Esusu, Trooper.
Lada 1200,1300,1500,1600, Sport.
Land Rover bensín, Land Rover dísil.
Mazda 1000,1300,323,616,818,626,929,1600,
1800, pickup.
Mercedes 200D, 220D, 240D, 300D, 230B, 250B,
280B.
Mercedes sendibOar 207D, 307D, 309D, 508D, 608D.
Mitsubishi Colt, Lancer, Tredia, Cordia,
Galant, Sapporo.
Mitsubishi L200, L300, L3004x4, Pajero.
Marina, 1,3—1,8 — mini 850—1000.
Opel, Kadett, Ascona, Manta, Rekord.
Peugeot 305, 504D, 504B, 505D, 505B.
Renault R4, R5, R9, R12, R14, R16, R18, R20Traflc.
Range Rover Jeep.
Rússajeppi GAZ 69, WAS 452.
Saab 93,3 cyl., 95 v4 - 99,900,99 turbo, 900
turbo, 96 v4.
Scout 6 cyl., 8 cyl.
Skoda 120, Amigo.
Sgbarl 1400,1600,1800.
Suzukl Alto, St. 80/90 sendibill, Lj80, Jeep, SJ410
Jeep.
Talbot Simca 1100, Horizon, 1307,1308.
Toyota, Starlet, Tercel, Corolla, Carina, Celica, Cor-
ona MKII.
Toyota, Camry, Cressida, Crown, HiLux,
HiAce, Landcruiser.
Vauxhall, Chevette, Viva.
Volkswagen, Derby, Golf, Jetta, Passat,
Santana.
Volkswagen, 1200,1300,1302,1303, Transporter
Bus, 1300,1500,1600.
Volvo 343,345, Amason, 142,144,145,242,244,
245.
Volvo 164,262,264 265,740,760.
Wartburg.
KÚTAR (VÖRUBÍLA: Mercedes 1113,1413,1513,
1313.
Scania L80,110, L36,140, Lb 140, L141.
Volvo, Lv 150, L246, L495, B514, F12, F88, N88,
N86, F86, F89, N7, N12.
Mjög hagstætt verð, svo gefum við 5% afslátt af
heilum settum gegn staðgreiðslu í peningum
KbvörubúÍin
FJÖÐRIN
Sketfunni2
82944
83466
Nýjar reglur um sölu
kvikmynda til myndbanda-
fyrirtækja og sjónvarps
Kvikmyndasjóður íslands hef-
ur lagt fram nýja reglugerð um
dreifingu íslenskra kvikmynda á
íslandi. I reglugerðinni felast
þau ákvæði, að þeir framleiðend-
ur sem frá styrk úr sjóðnum, til
gerðar leikinna kvikmynda,
skuldbindi sig til að selja mynd-
irnar ekki til myndbandadreif-
ingar hérlendis, eða til sjónvarps
á Islandi, fyrstu þrjú árin eftir
gerð þeirra.
Að sögn Guðbrands Gíslasonar,
framkvæmdastjóra Kvikmynda-
sjóðs, hafa hingað til ekki gilt
neinar hliðstæðar reglur um dreif-
ingu á íslenskum kvikmyndum
innanlands. Brögð hafi jafnvel verið
að því að íslenskar kvikmyndir
kæmu á myndbandamarkaðinn
hálfu ári eftir að sýningar hæfust
á þeim í kvikmyndahúsum
Tilganginn, með setningu reglu-
gerðarinnar, kvað Guðbrandur vera
þríþættan. í fyrsta lagi réði listrænt
sjónarmið þessari ákvörðun. ís-
lenskar kvikmyndir væru gerðar
fyrir breiðtjald og vildi Kvikmynda-
sjóður með þessu hvetja almenning
til að sjá myndirnar í kvikmynda-
húsum, vegna þess að margir hlutir
færu forgörðum þegar fólk sæi þær
í sjónvarpstækjum og legði kannski,
þar af leiðandi, ekki rétt mat á þær.
í öðru lagi væri þetta gert til að
halda styrktarhlutfalli frá Kvik-
myndasjóði niðri. Með þessu væri
verið að reyna að fá fólk til að
koma í kvikmyndahúsin til að sjá
myndimar, þannig að aðsókn að
myndunum stæði að miklum hluta
undir kostnaði við gerð þeirra. í
þriðja lagi, og í framhaldi af þessu,
ætti íslensk kvikmyndagerð í harðri
samkeppni við myndbandaleigur og
sjónvarpsstöðvar. Með því að selja
íslenskar kvikmyndir til þessara
miðla innan þriggja ára og áður en
fullreynt væri að láta þær ganga í
kvikmyndahúsum, væri minni von
Guðbrandur Gíslason
til að þær stæðu undir sér, þar sem
kaupverð þessara aðila væri mjög
lágt.
Guðbrandur sagði að á síðustu
árum hefði aðsókn að íslenskum
kvikmyndum dalað. Vissulega
stæðu grínmyndir, eins og Stella í
orlofi, fyrir utan þetta. Þessi minnk-
andi aðsókn virtist aðeins eiga við
kvikmyndir um alvarlegt efni. Hélt
hann að sú vissa áhorfenda að
myndimar kæmu fljótlega á mynd-
bandaleigur ætti einhvem þátt í
því. Hann kvað þó að vandi kvik-
myndagerðarinnar fælist kannski
að einhverju leyti í því, að þótt fram-
leiddar væm myndir sem em
alvarlegs eðlis, vantaði kannski
raunvemleg átök í þær og þess-
vegna næðu þær ekki til fólksins.
Hann sagðist eiga von á því að
þetta myndi breytast næstu árin.
Kvikmyndaiðnaðurinn á íslandi
væri ung grein, en með áfram-
haldandi hvatningu og aukinni
reynslu, hlytu kvikmyndagerðar-
menn að taka þau mál til athugun-
ar.