Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Sifjaspell Innlegg í umræðuna eftir Benedikt Jóhannsson Mikil umræða hefur verið opnuð að undanförnu um sifjaspell, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Það er tvímælalaust af hinu góða að létta þannig á þeirri leynd sem hvílt hefur yfir slíkum verknaði, því sjálf leyndin er ein forsenda þess að kynferðisafbrot gegn bömum geti ítrekað átt sér stað. Ofbeldis- maðurinn setur fórnarlambið svo að segja í sálræna spennitreyju með því að banna því með hótunum að segja frá því sem gerðist. Fyrsta skrefið í aðstoð við fómarlambið er því ávallt fólgið í því að styðja það í því að virða þetta bann að vettugi, og segja frá reynslu sinni. Þar geta þeir áhugamannahópar sem nú bjóða fram aðstoð sína vissulega komið að gagni. Oft em sálarflækjur fórnar- lambsins hins vegar orðnar það miklar og rótgrónar, að leita þarf aðstoðar fagfólks. Einnig er rétt að benda á að þó að kalla beri of- beldismennina til ábyrgðar, þá em kynferðisafbrot gegn bömum tví- mælalaust merki um tmflanir í sálarlífi þessara manna. Þeir þurfa því einnig á aðstoð að halda, þó þeir séu tregir til að ieita hennar af sjálfsdáðum. Sé fjölskyldulíf þessara einstakl- inga skoðað að öðm leyti, kemur einnig ýmislegt í ljós. Þannig veit móðirin stundum um kynferðisaf- brot eiginmanns síns, en tekur engu að síður þátt í að halda þeim leynd- um, og þar með óbeint í að viðhalda þeim. Oft er hjónabandið ófullnægj- andi, og makarnir leita því á vit bamanna með fullnægingu þarfa sinna. Reyndar er algengt að erfið- leikar í hjónabandi leiði til þess að kynslóðabilið í Qölskyldunni riðlist, og að hjónin leiti til bamanna með þarfír sem eðlilegra er að makinn sinni. Það að beina kynhvötinni að bömum sínum er eitt ýtrasta og hörmulegasta dæmið um þetta. Sifjaspell em sérstaklega alvar- V erðákvörðunarkerf i landbúnaðarvara: Núverandi kerfi með öllu óhæft EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Varðar 3. mars síðastliðinn: „Nýjasta vandamálið í verðlagn- ingu landbúnaðarvara sýnir ljóslega að núverandi verðákvörðunarkerfí er með öllu óhæft. Eðlilegasta leið- in í verðlagningarmálum bænda er sú, að láta almenn viðskiptalögmál ráða verði. Er þá komið í veg fyrir síendurteknar deilur um verðlagn- ingu auk þess, sem framleiðslustýr- ing ætti því sem næst að vera óþörf. Ef verð á landbúnaðarvöm verð- ur látið hækka til samræmis við kröfu bændafulltrúanna í verðlags- nefnd, þá myndi markaðsstaða hefðbundinna landbúnaðarvara skerðast enn frekar en nú er orðið og ala auk þess á úlfúð milli stétta. Með öllu er óþolandi, að sú hóg- væra leiðrétting sem samið var um í desembermánuði sl. á kjömm til- tölulega fámenns hóps láglauna- manna, verði til þess að hlutfalls- lega sama nettólaunahækkunin nái til allrar bændastéttarinnar jafnt, burtséð frá tekjudreifingu innan stéttarinnar. Um það var rætt við gerð jóla- föstusamninganna, að undir engum kringumstæðum mætti láglauna- hækkunin ná upp allan launastig- ann. Ef laun allra bænda eiga að hækka hlutfallslega jafnt til sam- ræmis við jólaföstusamningana, þá er þessi gmndvallarforsenda samn- inganna brostin." Benedikt Jóhannsson „Sifjaspell eru sérstak- leg-a alvarleg- vegna þess að sitji fórnar- lambið eitt uppi með reynslu sína, getur hún fylgt því ævilangt, og hindrað það í að lifa eðlilegu kynlífi á full- orðinsa!dri.“ leg vegna þess að sitji fórnarlambið eitt uppi með reynslu sína, getur hún fylgt því ævilangt, og hindrað það í að lifa eðlilegu kynlífí á full- orðinsaldri. Þannig lenda konur sem orðið hafa fómarlömb siijaspclls oft í erfiðleikum í hjónabandi síðar meir, sem geta jafnvel bitnað á frjöl- skyldulífinu öllu. Sýni maki þeirra tilhneigingu til að nálgast börnin kynferðislega, eiga þessar konur einnig erfítt með að spyma við því, nema þær hafí náð að vinna úr reynslu sinni. Að framansögðu er ljóst að siíja- spell er ekki aðeins ömurleg lífsreynsla fyrir fómarlambið, sem getur fylgt því ævilangt. Það er einnig merki um tmflanir á sál- arlífi ofbeldismannsins og jafnvel hjónabandi hans og fjölskyldulífi að öðm leyti. Þessir aðilar þurfa því á aðstoð fagfólks að halda. Talsvert er nú af vel þjálfuðu fólki sem leggur stund á sálfræðilega meðferð, bæði hjá því opinbera og á eigin vegum. Það er því ekki haldbær afsökun fyrir því að láta ofbeldið og hörmungarnar viðgang- ast, að ekkert sé hægt að gera. Höfundur er sálfræðingur og starfar í Reykja vík. Fyrirspurn til Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra eftirJón Benediktsson I sambandi við fyrirhugað stað- greiðslukerfi skatta hefur verið bent á sérstöðu þeirra skattborgara sem flytja frá Islandi fyrir skatt- kerfisbreytingu og fiytja síðan heim aftur eftir að staðgreiðslu skatta er komið á. Þetta fólk greiðir tvisv- ar skatt á sama ári þegar flutt er utan, þ.e.a.s. greiddur er skattur af tekjum í gistilandinu jafnframt því sem verið er að greiða eftirá skatt af tekjum liðins árs á Islandi. Meðan núverandi kerfi er í gildi getur þetta fólk þegar flutt er aftur til íslands unnið fyrsta árið án þess að greiða skatt fyrr en eftirá. Við- komandi hafa þar með fengið sína sanngjörnu uppbót fyrir að hafa greitt tvöfaldan skatt árið sem flutt var úr landi. Ef staðgreiðslufmm- varpið verður hins vegar samþykkt í núverandi mynd þurfa viðkomandi að he§a skattgreiðslu um leið og flutt er til íslands að nýju, þrátt fyrir tvöfalda skattgreiðslu í heilt ár nokkmm ámm fyrr. Bent hefur verið á sérstöðu þessa hóps í grein undirritaðs í Morgun- blaðinu 30. des. sl. og einnig í ágætri grein eftir Jón Hálfdánarson í Morgunblaðinu 5. febr. sl. Þessum ábendingum hefur hingað til ekki verið mótmælt opinberlega en ekki hafa heldur komið fram vísbending- ar um að taka eigi tillit til þeirra. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að taka tillit til sérstöðu þessa hóps með sérákvæðum í væntanlegum lögum t.d. með skattfrelsi fyrstu 8—12 mánuðina eftir að flutt er til landsins. Annar möguleiki er að viðkomandi fái endurgreidda með vöxtum þá skatta sem þeir greiddu á íslandi eftir brottflutning en fyrri möguleikinn er þó eflaust einfaldari í framkvæmd. Tekið skal fram að hér er ekki verið að fara fram á nein forréttindi heldur aðeins að fá að sitja við sama borð og aðrir ís- lendingar. Fyrirspurn mín til Þorsteins Páls- sonar fjármálaráðherra er því eftirfarandi: Er pólitískur vilji fyrir því að taka tillit til sérstöðu þessa Jón Benediktsson „Ef vilji er fyrir hendi er hægt að taka tillit til sérstöðu þessa hóps með sérákvæðum í væntanlegum lögum.“ hóps og ef svo er mun sá vilji sýna sig við endanlega afgreiðslu stað- greiðslufnamvarpsins? Svar óskast fyrir þinglausnir. Höfundur er læknir og starfar i Svíþjóð. Varð undir strætisvagni KONA slasaðist síðdegis á þriðju- dag þegar hún varð undir strætisvagni. Atburðurinn varð um kl. 16.30 við Hlemm. Konan hljóp að vagni sem var lagður af stað frá biðskýl- inu. Vagninn ók í krappa beygju og konan hrasaði um leið. Hægri hönd hennar varð undir öðru aftur- hjóli vagnsins og meiddist hún nokkuð illa á hendinni. Þá hlaut hún einnig nokkur meiðsli á hægi-i upphandlegg og á vinstra hné. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Afengismínjasafn Islands Hinn glæsilegi árangur sem íslendingar hafa náð í baráttunni við áfengisbölvaldinn, hefír vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Fjöldi þeirra landsmanna, sem farið hefír í meðferð og snú- ið til betri vegar, eykst stöðugt. Slíkar persónur þykja betri starfs- kraftur heldur en hinar, sem Bakkus á enn greiðan aðgang að. En nú steðja að aðrar hættur, sem jafnvel gætu varpað skugga á sjálft áfengisbölið. Hér á ég við eiturlyfin og eyðnina. Við því má búast, að hinir ötulu frammámenn áfengisvarnarmála verði til kall- aðir og þeir beðnir að hjálpa til með björgun þjóðarinnar frá hin- um mikla, nýja háska. Áður en áfengistímabil íslend- inga líður undir lok og gl< ymist, fínnst mér að þjóðinni beri skylda til að varðveita ýmsar þær minjar og minningar, sem tilheyra þess- um tíma. Ýmsir andstæðingar áfengis verða eflaust á móti þess- ari tillögu. En ég vil minna á að gyðingar hafa reist mörg minja- söfn víðs vegar, til þess að minna þjóðir heimsins á „Holocaust", en það kalla þeir tilraun Hitlers til að útrýma gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Vissulega er það álit marga bindindisfrömuða, að Bakkus konungur hafi á skipu- legan hátt reynt að útrýma Islandsmönnum. íslendingar ættu að reisa áfengisminjasafn og koma þar fyrir völdum hlutum, listaverkum, myndum og bókum, sem glögga mynd gætu gefíð af hinum langa valdaferli Bakkusar á Fróni. Við eigum §ölda sérfræðinga og lista- manna, sem gætu komið upp slíku safni með myndarbrag. Auðvitað þarf að útvega fé til framkvæmd- anna, en það ætti ekki að vera allt of erfitt. Til dæmis væri ekki ósanngjamt að biðja þá, sem frels- ast hafa úr klóm áfengisbölvunar- innar að gefa andvirði tveggja brennivínsflaskna á ári í sjóðinn. Fyrir all mörgum árum þóttist ég geta séð, hvert stefndi í þessum málum, og skráði ég þá á blað lýsingu á helztu tegundum íslenzkra drykkjumanna. Ef til vill mætti útbúa vaxmyndír af þessum kunnuglegu fuglum og sýna þær á minjasafninu. Hér eru svo tegundimar: Málgefni maðurinn: Þetta er fjölmennasti flokkurinn. Á undra- verðan hátt og næstum yfimátt- úmlegan, fá hinir fámálugustu menn mikla talhæfíleika eftir nokkur glös og hafa þeir skyndi- lega frá feiknum að segja. Ix-ndi þeir í vandræðum að fínna áhey- rendur, grípa þeir til símans og er það þá oft á hvaða tíma sólar- hrings sem er. Ekki er þessi símnotkun bundin við innanbæj- arsímtöl, heldur er hringt um land allt og jafnvel milli landa. Landsíminn mun eiga um mjög sárt að binda, þegar þessi algenga tegund drykkjumanna líður undir lok. Sterki maðurinn: Hún er ekki ein af skemmtilegri tegundunum þessi. Þeir sem þennan flokk fylla, verð fflefldir að því er þeim sjálf- um fínnst. Fá þeir mikla hvöt til að efna til iildeilna með ásökun- um, sem oft enda með barsmíðum. Þessir flokksmenn komast undir manna hendur oft á æviskeiðinu. Rólegri „sterku mennimir", sem ekki komast oft út af heimilum, verða oft að láta sér nægja að dangla í eiginkonur sínar. Svartsýni maðurinn: I þessum flokki eru fjölmargir landar vorir. Meðlimir hans verða mjög angur- værir og bljúgir, og þarf ekki mikið að ske, til að þeir beygi af og vatni músum. Svo fyllast þeir af minnimáttarkennd, og telja sjálfa sig einskis virði og lítilmót- legustu persónu jarðar. Mjög erfítt er að tala þá til, því sam- fara svartsýninni er tortryggni út í alla aðra, jafnvel beztu vini og ættingja. Sem sagt, heldur dapur- legur hópur. Kvensami maðurinn: Hér er um að ræða nokkuð skemmtilega fugla. Guðaveigamar virðast hlaupa beint niður í þá, eins og sagt er, og þangað virðist líka hverfa öll hugsunin. Engin kven- kyns persóna er óhult fyrir þessum görpum. Þeir era líka oft fjörkálfar og það era þeir sem með hinni einstrengingslegu kvennaleit sinni, skapa flesta þá hneykslisatburði á árshátíðum og öðram samkundum, sem talað er um í marga mánuði á eftir. Stund- um endist umtalið allt upp í rúma níu mánuði, því afleiðingarnar era ekki ósjaldan bamsfæðingar og vandræði með feðranir o.þ.h. Þeg- ar þessir fuglar hverfa af sjónar- sviðinu mun öragglega hægja á fjölgun þjóðarinnar. Þessar fáu tegundir sem hér hafa verið upp taldar, era bara þær algengustu. Til eru vitanlega fleiri flokkar og fjöldi afbrigða. Þótt talað sé um meðlimi flok- kanna í karlkyni, er ég alls ekki að kasta neinni rýrð á fósturlands- ins freyjur. Lýsingamar gilda jafnt um þær, en þær hafa sótt sig á í þessum málum á seinni áram. Skylt er einnig að benda á, að ekki er óalgengt, að ein og sama persóna geti fundið sér stað í fleiri en einum flokki. Svo halda sumir því líka fram, að mismun- andi tegundir áfengis hafí á þá mismunandi áhrif. Þekkt hefí ég menn, sem segjast t.d. verða kvensamir af gini, daprir af skota en málgefnir af vodka. Það er ekki dónalegt að geta þannig far- ið í sinn hvem flokkinn eftir því hvað drakkið er. Tilbreytingin er krydd lífsins. Svo mörg vora þau orð. Höfundur er ræðismaður ís- lands í Suður-FIórída og framkvæmdastjóri hjá fisksölu■ fyrirtæki í Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.