Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 46

Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 46 Asdís Péturs- dóttir - Minning Ásdís Pétursdóttir fæddist 27. nóvember 1909 á Vesturgötu 51 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðrún Gróa Jónsdóttir og Pétur sjómaður Sigurðsson, gjaman nefndur Pétur saltari. Adda, eins og hún var oftast kölluð, var mikill Vesturbæingur í hjarta sínu og knattspymuunnandi. Alla tíð KR-ingur. Spilaði fótbolta á Landakotstúninu í æsku og fylgd- ist með bræðrum sínum en Siguijón var markvörður í KR. Siguijón lést ungur að árum og iét eftir sig eigin- konu, Sigríði Loftsdóttur, og eina dóttur. Bróðir hennar, Kjartan Reynir, fórst með togaranum Apríl og lét eftir sig eiginkonu, Valgerði Sigurgeirsdóttur, eina dóttur og tvíbura, þá ófædda. Með Öddu og Kjartani vom miklir kærleikar. Ósjaldan gaf hann henni peninga fyrir dansæfingum og hárlagningu. Fyrir fyrstu mánaðarlaunin sín á skrifstofu keypti Adda körfuhús- gögn fyrir ungu hjónin, Valgerði og Kjartan Reyni. Gunnar, bróðir hennar, sem lést fyrir þrem ámm, var kvæntur Guðmundu Þorgeirs- dóttur. Eina eftirlifandi systkinið er Guðrún, gift Bimi Bjömssyni. Mikiil samgangur var milli heimil- anna og vom systkinabömin saman á sumrin við Álftavatn. Elst bama Guðrúnar og Péturs var Friðmey. Hún var tvígift og var síðari maður hennar Jón Bogason, sem ávallt var nefndur Jón bryti. Hann fórst með m/s Dettifossi. Adda minntist æskuáranna með mikilli gleði. Margt var brallað á Vesturgötunni sem hún hafði gam- an af að segja frá. Adda og vinkona hennar, Steina Sveins, sömdu leik- rit, seldu aðgang og sýndu a.m.k. við mikinn fögnuð flytjenda. Gaman var að heyra um og kynnast þessum Yesturbæingum gegnum frásagnir Öddu. Hún var lífsglöð og hennar létta lund var henni mikill styrkur. Leið hennar lá í Hvítárbakkaskól- ann, Verzlunarskóla íslands og síðan tii skrifstofustarfa. Ásdís var góð tungumálakona og kom það sér vel síðar á lífsleiðinni. Hinn 16. október 1932 giftist Ásdís eftirlifandi maka sínum, Ól- afi Þorgrímssyni hæstaréttarlög- manni, og hafa þau verið saman í nær 55 ár. Reyndar giftu þau sig tveim dögum áður en Ólafur varð þrítugur þar sem Adda vildi alls ekki giftast karlmanni á fertugs- aldri. Börn þeirra urðu tvö, Erna Guðrún, sem giftist Einari Inga Jónssyni og eiga þau þtjú böm, og Kjartan Reynir, sem kvæntur er Kristínu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Með Ólafi kynntist Adda miklu tónlistarlífi. Tónlistarfélagið var að stíga sín fyrstu spor og þurftu að- standendur þess að taka á moti erlendum tónlistarmönnum, vera þeim persónulega innan handar og halda þeim veislur. Þeirra fallega heimili var ávallt opið og voru tón- listarmenn eins og Adolf Busch, Serkin og Franz Mixa tíðir gestir. Adda naut sín vel sem gestgjafi og aldrei var hún glaðari en þegar hún gat veitt öðrum. Hún lét málefni heymardaufra til sín taka, stofnaði happdrætti og aflaði fjár til þeirra mála. Það var aðeins hin síðustu ár sem Adda hafði ekki heilsu til að fara með kökur og konfekt í klaustur og fangelsi fyrir hver jól. Tómstundaiðja Oddu vom hannyrð- ir. Eftir hana liggja ótal fögur verk, bæði á hennar eigin heimili og ann- arra. í tæp 50 ár hefur hún átt við vanheilsu að stríða. Síðustu árin var hún á Hvítabandinu þar sem henni Ieið mjög vel og þótti henni einlæg- lega vænt um starfsfólkið. Engin orð fá lýst þakklæti Qölskyldu Öddu til starfsfólks Hvítabandsins sem annaðist hana af kærleik dag og nótt. Umhyggja Ólafs fyrir Öddu átti sér ekki takmörk. Stundum vom kröfumar til hans miklar. Adda kunni að meta manninn sinn og var samkomulagið ævinlega gott milli þeirra hjóna. Adda var kirkjurækin og trúuð kona. Á fund skapara síns hefur hún nú gengið fagnandi eftir langa bið og mikla þrá. Við kveðjum góða konu í dag sem er hvfldinni þakklát og minnumst hennar sem glæsilegr- ar konu; hjálpsamrar og glaðværrar sem elskaði hljómlist, dans og fót- bolta, en mest af öllu að rétta þeim hjájparhönd sem á þurftu að halda. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Öddu, eiga hana fyrir tengdamóður og ömmu barnanna minna, Guðrúnar og Ólafs Þor- steins, sem kveðja hana með virð- ingu og þakklæti fyrir samfylgdina og góðar minningar. Kristín Sigurðardóttir t Eiginkona mín, móðir og dóttir okkar, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, Hraunhóli 7, Nesjahreppl, andaðist á kvennadeild Landspítalans mánudaginn 2. mars 1987. Kveðjuathöfn fer fram frá Langholtskirkju i dag, fimmtudag 5. mars, kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag fslands. Ásmundur Gíslason og börn, Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 2. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Bjarnason. t Eiginkona mín, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Þórsgötu 15, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. mars kl. 13.30. Sigtryggur Jónatansson. t Faðir okkar og tengdafaðir, EGILL FRIÐRIKSSON, Skarði, Þykkvabœ, sem andaðist í Landspítalanum þann 27. febrúar verður jarðsung- inn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Hábæjarkirkju njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Egilsdóttir, Grettir Jóhannesson, Helgi Egilsson, Guðríður Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR VALDEMARSSON, Flötusfðu 6, Akureyri, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 3. mars. Bryndís Magnúsdóttir og börn. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÞÓRÐUR PÉTURSSON, Blikabraut 5, Keflavfk, andaöist í Borgarspítalanum 4. mars 1987. Inga Kristjónsdóttir og börn. t Frænka min, INGIBJÖRG INGIBJARTSDÓTTIR, Krfuhólum 4, áður Bjargarstfg 16, er látin. Anna Hjartardóttir. t Útföreiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS ÞORGEIRSSONAR, Markholti 16, Mosfellssveit, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Jarð- sett verður í Lágafellskirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Svanlaug Þorsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þorgerður Aöalsteinsdóttir, ísfold Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Birgir Aöalsteinsson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, barnabörn og Hólmfrfður Guðjónsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Jón Björnsson, Kristján Hauksson, Kristín Egilsdóttir, Ásbjörn Þorleifsson, Ásthildur Skjaldardóttir, Brynjar Viggósson, barnabarnabörn. t Sonur okkar, unnusti, faðir og bróðir, ÞÓR ALEXANDERSSON, Nesbala 18, sem lést af slysförum 27. febrúar, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.30. Hjördfs Guömundsdóttir, AÍexander Guðmundsson, Hafdfs Bylgja Guðmundsdóttir, Hjördfs Dögg Þórsdóttir og systkini. í dag kveðjum við ömmu okkar Ásdísi Pétursdóttur, sem við ævin- lega kölluðum ömmu Öddu. Við systkinin ólumst upp frá blautu bamsbeini í húsi afa og ömmu á Víðimel 63. Mikill sam- gangur var mikill heimilanna og þar af leiðandi höfðu afí Ólafur og amma Adda mótandi áhrif á okkur. Það var góð tilfinning að vita af ömmu og afa á efri hæðinni og ávallt hægt að leita til þeirra með allt. Eflaust hafa þau dekrað bama- bömin heldur um of en margt gott hafa þau gefíð okkur í veganesti fyrir lífíð. Það var notalegt að alast upp við þá miklu hlýju og gagn- kvæma virðingu sem alla tíð ríkti milli afa og ömmu. Oft var amma kát og sló á létta strengi enda fannst vinum okkar systkinanna gaman að hitta hana. Áhugamálin vom mörg. Hún hafði unun af fallegri tónlist og naut þess að hlusta á afa grípa í píanó- ið. Þá var hún og mikil hannyrða- kona og em útsaumslistaverkin sem eftir hana liggja mörg. Amma var mikill fagurkeri eins og heimili þeirra ber vitni um. Hún hafði líka ánægju af að klæða sig vel og var falleg kona. Hún hafði stórt hjarta og mikla þörf fyrir áð rétta öðrum hálparhönd. Ogleymanlegum stundum hefur flölskyldan eytt saman í sumarbú- staðnum við Álftavatn þar sem amma naut sín með bömum, bama- bömum og fleiri skyldmennum. Amma var trúuð kona og emm við sannfærð um að það veitti henni ómetanlegan styrk á erfíðum stund- um í veikindum hennar. Við kveðjum ömmu Öddu með þakklæti í huga og biðjum góðan guð að styrkja afa á þessari stundu. Megi hún hvíla í friði. Kristján Ingi, Hildur og Ásdís Hrund. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er. á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. SLÓMN* HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrákl. 09—21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími21330.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.