Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 21 RAFUAGNSVEITA REYKJAVlKVR Suóurlandabraut 34 109 RKYKJAVlK ÞROUN RAFORKUVERDS* Uióað vii byggingarvísitölu I Skattar I Orkukaup I Takjxihluti RR 2-MAR-87 MBlutfall ralknlngafmróra ára— ■ takna < Irínum og heildar orJtujðlu < trA 160J 150. 140. 130. 120. 110. 100 90 ao 70 60. 50 40 30 20, ,10 1971=100 Áœtlaö 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 ÁR verð eins sígarettupakka sem er um 100 kr. Verð hjá öðrum rafveitum er þó nokkru hærra — nema á Akureyri og Akranesi, þar er munurinn lítill. Raforkuverð til iðnaðar í Reykjavík, þ.e. til þeirra fyrirtækja sem nýta aflið vel og nota allmikla orku, er verulega lægri í Reykjavík en annars staðar. Meðal þessara fyrirtækja er Grandi hf. Almennt hefur raforkuverð lækkað mjög verulega miðað við vísitölu á sl. 4 árum. Sem dæmi má nefna að al- mennur taxti lækkar um tæp 50% frá 1983 til 1987. Á sama hátt lækkar meðalverð þessara ára um 40%, eins og súlurit í nýlegri grein borgarstjóra hér í blaðinu sýndi. Súlurit þetta er birt hér aftur vegna prentgalla í fyrri birtingu. Raforkuverð til rafhitunar er hins vegar alls ekki lægst í Reykjavík. Hér koma til pólitísk byggðasjónar- mið og niðurgreiðslur — en vitað er að t.d. hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins og Orkubúi Vestfjarða er raforka til hitunar seld verulega undir kostnaðarverði. Samanburður við önnur lönd Loks er rétt að leiðrétta algengan misskilning, sem sé þann að raf- orkuverð hér á landi sé óeðlilega hátt og mun hærra en í grannlönd- um okkar. Þetta er ekki rétt. Staðreyndimar eru þessar, en Samband íslenzkra rafveitna gerði nýlega samanburð á raforkuverði í 18 Evrópulöndum: Með sköttum er það lægra en á íslandi í aðeins 3 löndum (Svíþjóð, Finnlandi, Noregi). Þetta giidir einnig um iðnaðar- taxta (afltaxta) og má þá bæta Grikklandi við. Án skatta er íslenzka verðið enn hagstæðara að því er iðnaðartaxt- ann varðar. Aðeins í Svíþjóð er verðið lægra. í þessum samanburði er miðað við tilteknar forsendur alþjóðasam- bands raforkufyrirtækja (UNIPEDE). Leiðari Mogunblaðsins og „Kerfið“ Leiðari Morgunblaðsins miðviku- dag 25. febrúar bar yfirskriftina „Kerfisviðbrögð". Ef ég skil orðið „kerfí“ rétt get ég fullvissað leiðarahöfund um, að ég er svarinn andstæðingur „kerfís- ins“ — engan veginn málsvari þess. Eigi höfundurinn við að Rafmagns- veitan sé „kerfíð" í þessu máli minni ég á að það er til annað „kerfi“, hið æðra kerfí stjórnmálanna pólitíska kerfið. Meira um það í lokin. Aukaatriði Leiðarahöfundur vitnar í viðtal undirritaðs við blaðamann Morgun- blaðsins daginn áður. Réttilega er þar talið upp að „formlegt erindi" hafí ekki borizt frá Granda hf., ekki hafí verið svigrúm til sérsamn- inga, rekstur rafstöðva yfír vissum stærðarmörkum sé háður leyfi ráð- herra og að dísilstöð Granda hf. hafi ekki verið tengd samkvæmt öryggisreglum. En þetta er ekki mergurinn málsins, eins og ég hef rekið hér að framan. Misskilningur í leiðaranum er það talin „upp- götvun" Granda hf. og fleiri fyrir- tækja, að hagkvæmt geti verið að nota dísilvél þegar skyndiálagstopp- ar verða eða að nota gas til eldunar, a.m.k. að hluta til. Þetta hefur lengi tíðkast bæði hérlendis og erlendis. Enda er þessi „uppgötvun" ekkert annað en heilbrigð skynsemi. Ein- faldlega hagkvæmasta lausn fyrir alla aðila. Morgunblaðið heldur áfram: „Þegar fyrirtæki eins og Raf- magnsveita Reykjavíkur standa frammi fyrir því að þeir sem þjón- ustu hafa keypt af þeim sjá sér ekki hag í áframhaldandi við- skiptum og finna nýjar og ódýrari leiðir ...“ (feitletr. greinarhöf.) Þetta er einfaldlega út í bláinn sagt. Grandi hf. sér sér auðvitað hag í áframhaldandi viðskiptum við Rafmagnsveituna enda meðal- verð fyrirtækisins býsna lágt, líklega um 2,30 kr/kWh. það sem málið snýst um er sérstök, ný og skyndileg skammtímanotkun. Orka frá rafveitukerfi til slíkra nota verð- ur oftast dýrari en orka til venju- legra nota og þá kann dísilvél að vera ódýrasta lausnin. Þá verður bara að kyngja því að útlend olía frá vondum Rússum eða aröbum er betri en alíslenzkt vatn fóstur- jarðarinnar. Og hið sama getur gilt um útlent gas til eldunar, þar sem það á við. „Kerfið“ Þessi kerfis-leiðari Morgunblaðs- ins rís hæst í lokin þar sem segir: „Sá tími er liðinn, að opinber fyrir- tæki geti átölulaust í skjóli einok- unar og margs konar forréttinda sett framtaki einstaklinga stól- inn fyrir dymar, haft að engu leikreglur heilbrigðra markaðsvið- skipta eða látið sem þau taki ekki eftir hræringum og framvindu í atvinnu- og viðskiptalífinu." (feit- letr. greinarhöf.) Það er rétt að pólitíska kerfíð hefur með lögum fyrirskipað að rafveitur skuli hafí einkaleyfi til raforkusölu hver á sínu svæði. Stjórnendur rafveitna, þar á með- al Rafmagnsveitu Reykjavíkur, vilja helzt af öllu reka rafveiturnar sem viðskiptafyrirtæki, ekki sem „stofn- anir“ undir daglegri miðstýringu hins pólitíska kerfis. Það kerfi gerir rafveitunum ósjaldan erfítt fyrir um hvers konar breytingar í Ungmennafélagið Þórsmörk í Fljótshlíð frumsýnir leikritið Jóa eftir Kjartan Ragnarsson í kvöld, fimmtudaginn 5. mars í félags- heimili Fljótshlíðinga, Goðalandi, og hefst sýningin klukkan 21. Þessi sýning er sett upp í tilefni 70 ára afmælis ungmennafélags- ins á þessu ári. Ungmennafélagið Þórsmörk var stofnað 10. nóvember 1917. Félagið hefur alltaf látið leiklistina mikið til sín taka enda er mikill leiklistar- áhugi í Fljótshlíðinni og er uppsetn- ing leikritsins nú ávöxtur hans. í fyrra var haldið leiklistarnámskeið þar sem færri komust að en vildu. Félagið hefur á fimm ára fresti sett upp stór leikverk. Á 60 ára afmælinu var það Hreppstjórinn á Hraunhamri og 1982 Húrra krakki. Þess á milli hafa verið settir upp smáþættir og sýndir á skemmtun- um. „Þetta hefur gengið mjög vel, auðvitað er aðstaðan dálítið erfið en þetta hefst allt saman,“ sagði frjálsræðisátt, hvort heldur um er að ræða breytingar á verðskrám eða nútímaleg þjónustuvinnubrögð. Ef rekja ætti baráttu rafveitna, eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur við „pólitíska kerfið“ til að ná fram ýmsum umbótum yrði það löng lesning. Nokkur dæmi duga: * Það tók rafveiturnar 20 ár að fá einhvern vitlausasta skatt sem um getur, verðjöfnunargjald á raforkusölu, afnuminn. * í borgarkerfinu tekur að jafnaði nokkur ár að ná fram einfaldri lagfæringu á verðskrá, sem mið- ar m.a. að því að aðlaga fyrir- komulag orkusölu „leikreglum heilbrigðra markaðsviðskipta", eins og segir í leiðara Morgun- blaðsins. * Afskipti ríkisvaldsins af verð- lagningu raforku hafa löngum leikið rafveitur grátt — en fyrst og fremst þó almenning, sem hefur þurft að greiða hærra verð en ella vegna þessara afskipta. Ótrúleg vinna hefur farið í þessa baráttu fyrirtækjanna við „pólitíska kerfið“. * Rafmagnsveitan var orðin 50 ára, þegar tókst að byggja fyrri áfanga eigin húsnæðis yfir starf- semina. Og önnur 12 ár liðu þar til fjárhagur og skilningur dugðu til að ljúka síðari áfanganum. * Stefna hins „pólitíska kerfis“ í launamálum og sú mikla mið- stýring sem þar ríkir gerir opinberum þjónustufyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Afgreiðsla mála er fádæma seinvirk og þung- lamaleg. Ungt, velmenntað fólk Ingunn Jensdóttir þegar litið var inn á æfingu í Goðalandi síðastliðið þriðjudagskvöld. „Þetta er sérstak- lega viljugt og skemmtilegt fólk að vinna með. Það var sagt í gamla daga að það væri alltaf sérstakt fjör í Fljótshlíðinni og ég staðfesti að svo er enn,“ sagði leikstjórinn einnig. Allir leikendur eru Fljótshlíðingar og láta það ekkert á sig fá þó að- eins tveir þeirra hafi leikið á sviði áður. Fólk leggur bara harðara að sér. Kristín Jónsdóttir frá Lambey sem hannaði búninga og leikmynd og axlar að auki eitt hlutverk sagð- ist ekki hafa unnið að leikhússtarfi áður heldur við auglýsingagerð en þetta væri stórskemmtilegt. Frumsýningin verður fimmtu- daginn 5. mars og síðan verða sýningar í Goðalandi 6., 7., og 8. mars. Hægt er að panta miða hjá Sigurði Eggertssyni formanni leik- nefndar í síma 8471. Leikendur lögðu áherslu á að fólk passaði upp á að koma á sýningarnar í Goða- fæst hreinlega ekki til starfa, nema í mjög skamman tíma. * Skilningur „pólitíska kerfisins" á því að fyrirtæki eins og Raf- magnsveita Reykjavíkur opnaði eina stöðu manns til að skipu- leggja endurmenntun starfsfólks og annast almannatengsl á nútímavísu hefur fram að þessu enginn verið. * Það tók allmörg ár að fá leyfi hins pólitíska kerfis til að taka dráttarvexti af orkuskuldum. Ráðstöfun sem var ekkert annað en sjálfsögð aðgerð í „heilbrigð- um markaðsviðskiptum“. Hún verðtryggði Rafmagnsveitunni útistandandi skuldir og lagfærði misrétti sem skilvísir notendur voru beittir. Jákvæður árangur Rafmagnsveitu Reykjavíkur hef- ur, þrátt fyrir þessa baráttu við pólitíska kerfið, tekist margt vel. Ég tel Rafmagnsveituna hafa verið með framsæknari opinberum fyrir- tækjum í landinu. Hún hefur verið fljót að taka nýjustu tækni í þjón- ustu sína, t.d. verktækni og tölvu- stýringu dreifikerfísins. Hún tók snemma upp hvetjandi launakerfi við framkvæmdir (kaupaukakerfi) samfara róttækum hagræðingarað- gerðum. Hún tók fyrir nokkrum árum í notkun öflugt og mjög full- komið tölvukerfi m.a. til útskriftar orkureikninga (svonefnt sívinnslu- eða beintengt kerfi) þar sem við- skiptavinir geta með skjótum hætti fengið hvers konar upplýsingar. Hér var Rafmagnsveitan í farar- landi því ekki væri áformað að sýna leikritið annarstaðar í sýslunni. I aðalhlutverkum eru Gunnar Karlsson sem leikur Jóa, Guðmund- ur Svansson leikur Dóra og Ólöf Sveinsdóttir fer með hlutverk Lóu. Leikarar eru alls 7 en um 20 manns koma nærri uppsetningu leikritsins. Tónlistin í leikritinu er eftir Guðna Fransson. Húsgagnaiðjan Hvols- velli leggur til veglegt sófasett í leikmyndina og er í hópi fleiri aðila broddi, en hún var líka frumkvöðull í skýrslutæknimálum hér á landi þegar Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar voru stofnaðar fyrir 40 árum. Með tæknivæðingu og hagræð- ingu hefur starfsfólki Rafmagns- veitunnar fækkað jafnt og þétt sl. tvo áratugi þrátt fyrir geysilega stækkun veitukerfisins og aukningu í allri starfsemi. í árslok 1968 voru starfsmenn 272, í árslok 1986 voru þeir 219. Niðurstaða Leiðara Morgunblaðsins lauk með upphrópun um „skjól einok- unar“ og forréttindi opinberra fyrirtækja eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. „Skjól einokunar" er til komið vegna kröfu pólitískra yfírvalda um að rafveitur skuli hafa einkaleyfí til orkusölu hver á sínu svæði. Ég tel mig hafa hrakið fullyrðingu leið- arans um misnotkun Rafmagns- veitu Reykjavíkur á þessu „skjóli". „Forréttinda" Rafmagnsveitu Reykjavíkur hef ég leitað frá því að ég las þennan leiðara Morgun- blaðsins — en hvergi fundið. Þess í stað hef ég fundið urmul af skert- um réttindum ef borið er saman við einkafyrirtæki. Ég hef rakið nokkur þeirra hér að framan. „Niðurstaða mín varðandi kerf- isskrif Morgunblaðsins í garð Rafmagnsveitu Reykjavíkur er þessi: Ég tel Rafmagnsveituna, miðað við allar aðstæður sem opin- bert fyrirtæki, vera tæknilega og fjárhagslega vel á vegi stadda. Hún hefur átt því láni að fagna, og á enn, að hafa á að skipa góðu starfs- fólki, sem vinnur störf sín af samvizkusemi og trúmennsku. Ég tel þjónustu við notendur góða þeg- ar á heildina er litið. Hins vegar má að sjálfsögðu færa ýmsa þætti þjónustunnar og tengsla við notendur til enn betri vegar. Þjónustu má alltaf bæta. Ef Rafmagnsveitan væri sjálf- stæðari, ekki eins bundin við þunga yfírbyggingu og miðstýringu póli- tíska kerfisins, yrði það léttara verk. Rafveitur landsins hafa og rætt það á sameiginlegum fundum, að breyting í þessa átt sé æskileg. í grannlöndum okkar eru raf- veitur ýmist í eigu opinberra aðila, iðnaðarfyrirtækja eða annarra einkaaðila. Mismunandi eignarfyr- irkomulag er þar notað, en m.a. eru mörg þeirra rekin sem hlutafélög, jafnvel þótt eigandinn sé opinber aðili, t.d. sveitarfélög, eitt eða fleiri. Kannski myndu rafmagnsnot- endur, þ.á m. Grandi hf., njóta enn betri þjónustu, ef orkusalinn héti Rafmagnsveita Reykjavíkur hf. Höfundur er rafmngnsstjóri. sem leggja eitt og annað til. Hún gekk snurðulaust fyrir sig æfíngin, sem litið var inn á hjá leik- urunum og leikstjóranum í Goða- landi. Leikritið hentar kannski frekar stóru leikhúsunum, en snjall- ar lausnir leysa þann vanda sem hin þrönga aðstaða veldur. „Það er gaman að fást við svona verk og þetta skilur heilmikið eftir,“ sagði einn leikendanna og þau orð fylgdu gestum út í nóttina. — Sig.Jóns. Jói frumsýndur í Goðalandi í Fljótshlíð Ungmennafélagið Þórsmörk 70 ára Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikarar og hluti aðstoðarmanna fyrir framan leiksviðið ásamt leik- stjóra. í efstu röð: Ragna Björnsdóttir, Kristín Aradóttir, Ingunn Jensdóttir leiksijóri og Ingibjörg Halldórsdóttir. Miðröð: Kristinn Jónsson, Jón Ólafsson, Einar Eiríksson. Fremst eru Einar Magnús- son, Guðmundur Svavarsson, Þorsteinn Guðjónsson, Gunnar Karls- son, Ólöf Sveinsdóttir, Katrin Jónsdóttir og Ólafur Þ. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.