Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 20

Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ1987 Svar við skrifum um Granda hfRafmagns- veituna og „kerfið“ eftir Aðalstein Guðjohnsen Eftir skrif dagblaða, einkum DV og Morgunblaðsins, um samskipti Granda hf. og Rafmagnsveitu Reykjavíkur tel ég almenning og alla rafmangsnotendur eiga kröfu á að vita staðreyndir málsins. Hjá þessu verður heldur ekki komist úr því að Grandi hf. kaus að gera f]öl- miðla að vettvangi þessara sam- skipta. Upphaflega snerist mál þetta ein- göngu um dísilstöð Granda hf. og orkuþörf vegna loðnufryst- ingar. Framhald blaðaskrifa leiddi fljótt til hugleiðinga um gjaldskrá og orkuverð, þ.á.m. samanburð við olíu og gas. í síðustu viku fyllti þó leiðari Morgunblaðsins um „kerfið“ mælinn, en gefur um leið tilefni til að koma af stað hlutlausri umræðu um orkuverð. Lítum á ofantalda þijá þætti málsins, fyrst „í stuttu máli“ — síðan í heild. Aðalsteinn Guðjohnsen er til að koma í veg fyrir slys af völdum rafmagns. Grandi hf. full- nægði ekki öryggiskröfum — en úr Grandi hf: ★ ★ ★ ★ ★ Fjölmiðlar voru valdir sem vettvangur af hálfu Granda hf. Dísilstöð var besta lausnin að dómi beggja aðila. Öryggiskröfur þóttu minna fréttaefni í fjölmiðlun. Flaustur og ónákvæmni einkenndu fréttaflutning. Rafmagnsveitan hefur lagt áherslu á góð samskipti. Raforkuverð: ★ „Innlend" orka er orðin trúaratriði, þótt olía eða gas sé ódýrari orkugjafí við sérstakar aðstæður. Verðskrár rafveitna eiga að endurspegla raunverulegan tilkostnað en jafnframt vera einfaldar og auðskildar. ★ Raforkuverð hefur lækkað um 40—50% miðað við vísitölu, á undanfömum íjórum árum. ★ „Dæmigerð" Qölskylda á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur greiðir 40 kr. á dag fyrir rafmagn. Sígarettupakki kost- ar 100 kr. ★ Rafmagn á íslandi er ódýrara en í flestum Evrópulöndum. Morgunblaðið og „kerfíð": ★ Aukaatriði eru oft blásin upp og gerð að „aðalatriðum". Öryggis- frágangur raflagna er sjálfsagður hlutur. ★ Morgunblaðið ræðst, fyrir hönd „Granda" hf., á Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem eitthvert „kerfí". Rafmagnsveitan er fyrirtæki sem því miður þarf um of að lúta hinu raunverulega „pólitíska kerfí“. ★ Dæmi um neikvæð áhrif pólitískrar ofstjómar era mörg og alvar- leg. ★ Upphrópun um „einokun" og „forréttindi" fyrirtækis, sem gerir sitt besta til að veita góða þjónustu, er högg undir beltisstað. Hún er órökstudd, byggð á misskilningi og fellur því um sjálfa sig. ★ Því ekki að auka sjálfstæði opinberra þjónustufyrirtækja og gera um leið auknar kröfur til þeirra um árangur og ábyrgð. Rafmagn- sveita Reykjavíkur hf. því var fljótlega bætt með samvinnu aðila. Auk þessa bárast þegar í upphafi kvartanir um mikinn háv- aða frá stöðinni. Einnig þetta hefði mátt sjá fyrir, en ráðstafanir munu þó hafa verið gerðar til að bæta úr þessu. Okunnugleiki Ókunnugleika má eflaust kenna um margt af því sem hér hefur verið rakið, enda skyndilegt álag á rafkerfí vegna loðnufrystingar óvenjulegt í Reykjavík. Annars staðar á landinu, t.d. á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, er þetta næsta árvisst. Þar bregðast allir við með orkustýringu innan veggja fískvinnslustöðvanna og notkun dísilstöðva, þegar það er báðum aðilum fyrir bestu. Sérsamningar geta einnig leyst vandann, þar sem aðstæður leyfa. Það er svo „aukaatriði", sem dagblöðin slá þó upp, að samkvæmt Orkulögum þarf leyfí ráðherra til að reka dísilstöð 200 kW eða stærri. Þetta er nú eitt af ákvæðum Orku- laga, sem flestir telja úrelt eins og margt í þeim lögum. Tölur Granda hf. í DV vora að vísu fremur ónákvæmar, en það er ekki mergurinn málsins. Hinsvegar er það umhugsunarefni, að greiða verður söluskatt til ríkisins af allri raforkuvinnslu af þessu tagi. Viðræðufundur Á fundi, sem Rafmagnsveitan boðaði til, kom m.a. fram að Grandi hf. gæti hugsanlega komið sér upp dísilknúinni vélasamstæðu til loðnu- frystingar, án þess að nota rafmagn sem millistig. Söluskattsgreiðsla yrði þá engin! Niðurstaða þessa viðræðufundar Granda hf. og Rafmagnsveitunnar var, að fyrirtækin skyldu í samein- ingu skoða rafkerfí Granda, sem dreifist á fímm staði, og athuga hvort hægt væri að fínna betri heildarlausn. Að Hitaveitu Reykjavíkur frátalinni, er Grandi hf. meðal stærstu viðskiptavina Rafmagnsveitunnar, greiðir 9—10 milljónir króna á ári fyrir raforku. Góð samskipti Að lokum þetta um samskipti við Granda hf.: Viðskipti Rafmagnsveitunnar við Granda hf. sem og forvera þess fyrirtækis, Bæjarútgerð Reykjavík- ur og ísbjöminn hf., hafa alla tíð „Forréttinda“ Raf- magnsveitu Reykjavík- ur hef ég leitað frá því að ég las þennan leiðara Morgunblaðsins — en hvergi fundið. Þess í stað hef ég fundið urm- ul af skertum réttind- um ef borið er saman við einkafyrirtæki. verið mikil. Rafmagnsveitan lagði raunar fram mikla vinnu við að koma raflögnum BÚR í gott horf — í samvinnu við rafverktaka fyrir- tækisins. í taxtamálum var og gengið eins langt og nokkur kostur var, bæði við BÚR og ísbjöminn hf. enda góð samvinna um skipulag rafkerfis fyrirtækjanna. Raforkuverð — olía, gas „Innlend orka“ — trúaratriði Það er orðið trúaratriði hér á landi, að svonefnd „innlend raf- orka“ hljóti að vera ódýrasta og bezta orkan. Hún er innlend af því að hún er „upprannin" úr íslenzku vatni. En virkjun þessa íslenzka vatns krefst erlendra lána og efni til háspennulína og veitukerfís raf- veitna er svo til allt erlent. Grann- verð raforkunnar er því allavega ekki nema að hluta „innlent". Dísilstöð Granda hf. Dísilstöð bezti kostur Það er mesti misskilningur að Rafmagnsveitan hafí haft nokkuð á móti því að dísilstöð þessi yrði tengd. Þvert á móti svaraði Raf- magnsveitan Granda hf. þannig, að frávik frá verðskrá eða sérstök lækkun á orkuverði væri ekki heim- il, enda er það ekki sanngjamt að ívilna svo einum notanda að tapi af slíkri orkusölu þurfi að velta á aðra notendur, þ.á m. almenning. I þessu svari Rafmagnsveitunnar fólst það, að tenging dísilstöðvar, til að mæta þessum óvenjulega álagstoppi, væri skynsamlegasta lausnin og allra hagur. Eigi að síður er þetta gert að uppsláttarfrétt í DV, þótt dísil- keyrsla af þessu tagi tíðkist víða um land og þykir ekkert tiltökumál. Öryggismál Einu athugasemdir Rafmagns- veitunnar vora þær að raflagnir og tenging dísilstöðvarinnar yrðu að fullnægja reglum um öryggi. Það er ein af frumskyldum rafveitu, með Rafmagnseftirlit ríkisins að bakhjarli, að gera allt sem hægt RAFUAGNSVBITA REYKJAVlKUR 7-JAN-87 ÞRÓUN HEIMILIS- (ALUENNS) TAXTA Miöaö viö byggingarvísitölu Notkun mismunandi orkugjafa, t.d. olíu og fallvatna, getur oft, með skynsamlegum samrekstri, leitt til lægsta orkuverðs. Gas til eldunar getur á sama hátt verið ódýrasta lausnin, þrátt fyrir alla „innlenda" raforku. Eldun í veitingahúsum fer oft fram á geysistóram plötum sem haldið er heitum með mikilli raforku — það svo, að enn frekari raforku þarf til að blása hitanum burt! Gas- eldun getur verið mun hagkvæmari, með betri orkunýtingu. Auk þess sem matreiðslumeistarar telja hana oft betri við matse'.d. Verðskrá Verðskrár rafveitna eiga auðvit- að að endurspegla tilkostnað og því að vera eins „kostnaðarréttar" og unnt er. Þó mega þær ekki vera flóknar eða torskildar — og þess vegna er reynt að gera þær einfald- ar. Þar verður því að fara meðalveg — þær verða aldrei nákvæmlega kostnaðarréttar gagnvart hverjum einstökum notanda. En verðlagning á að miðast við það hvernig raf- magnið er notað, ekki til hvers það er notað. Að þessu verkefni hafa rafveitur landsins og samtök þeirra (samband íslenzkra rafveitna, SÍR) unnið um langa hríð, með góðum árangri. Rafmagnsveita Reykjavík- ur hóf mikið brautryðjandastarf á þessu sviði fyrir 15 áram. Sá taxti í verðskrám rafveitna, sem kemst næst því að vera kostn- aðarréttur (réttlátur, sanngjarn) er svonefndur afltaxti. Samkvæmt honum kaupa flest stærri fyrirtæki raforku. Þ.á m. Grandi hf. Þessi taxti er byggður á því, að í fyrsta lagi fylgir viss fastur kostnaður hveijum notanda, óháð orkunotkun hans (verð mælitækis, álestur, reikningsútskrif o.fl.). í öðru lagi hefur notandinn þörf fyrir „afl“ (kílówött, kW) (hámark, „topp") á vissum tímum (þetta gerir kröfu til „styrkleika“ kerfisins — dreifíkerfis rafveitna og vélaafls í virkjunum). í þriðja lagi þarf notandinn orku (kílówattstundir, kWh). Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur lagt mikla vinnu í stöðuga endurskoðun á verðskrá sinni. M.a. tókst nú um sl. áramót að rýmka hana á ýmsan hátt, t.d. lækka verð til fyrirtækja sem nýta raforkukerf- ið og vélaaflið vel. Einnig lækkaði verð á byggingastöðum veralega. Raforkuverð Þá er ekki úr vegi að geta þess, að verð Rafmagnsveitu Reykjavíkur er hið lægsta á landinu. Raforku- verð „dæmigerðrar" flölskyldu (ársnotkun 3500 kWh) er um 3,90 kr/kWh (um 1140 kr./mán.) eða tæpar 40 kr./dag. Þetta er verð raforku til ljósa og allra heimilis- tækja, smárra og stórra. Ekki er úr vegi að bera þetta saman við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.