Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Noregur: Olafur konung- ur greiðir tapið Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓLAFUR Noregskonungur hef- ur hefur sent 49 fyrirtækjuin ávísanir sem samtals hljóða upp á 2,3 milljónir norskra króna (tæpar 13 millj. isl.kr.). Pening- ana reiðir konungur fram úr eigin vasa til að greiða fyrir endursmíði skips hans hátignar „Noreg“. „Noregur" skemmdist í eldsvoða fyrir tveimur árum. Fyrirtæki eitt tók að sér að gera við skipið og réði til sín 49 undirverktaka til að ljúka verkinu. Verktakarnir fengu hins vegar ekki nema hluta launa sinna greiddan þar eð fyrirtækið varð gjaldþrota. Olafur konungur sendi verktaka- fyrirtækjunum 49 ávísun og þakkarbréf á föstudag. Kvaðst kon- ungur vera mjög ánægður með þær endurbætur sem gerðar hefðu verið á skipinu og að með ávísuninni vonaðist hann til að bæta að hluta þann skaða sem viðkomandi hefðu orðið fyrir. Norska Stórþingið sam- þykkti á sínum að sérstaka fjárveit- ingu til fyrirtækjanna sem nam 50 prósentum af tapi þeirra. Nokkrir norskir stjórnmálamenn hafa sagt það álitshnekki fyrir þing og þjóð að konungurinn skuli sjálf- ur þurfa að rétta hlut manna með þessum hætti. Þeir hafa og borið lof á konung fyrir réttsýni hans og trúmennsku. Kína: Utanríkisráð- herrann sækir Evrópuríki heim Peking, Reuter. WU Xueqian, utanríkisráðherra Kína, heldur á morgun, föstudag, í för til nokkurra Evrópuríkja. Ráðherrann hyggst sannfæra ráðamenn í viðkomandi ríkjum um að herferð kínverskra stjórn- valda gegn vestrænum hug- myndum muni ekki skaða samband Kína og Evrópu. Leiðtogar Evrópuríkja vænta þess að ráðherrann muni skýra hvaða afleiðingar þróun stjórnmála í Kína að undanförnu komi til með að hafa á verslun og viðskipti við- komandi ríkja. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir að stjóm- málahræringar í landinu muni á engan hátt skaða viðskiptahags- muni ríkja Evrópu. Kínverski utanríkisráðherrann mun heimsækja Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Vestur-Þýskaland, Sviss, Italíu og San Marino og er búist við að hann haldi aftur til síns heima undir lok þessa mánaðar. Stjórnvöld í ríkjum Austur-Evr- ópu hafa mörg hver fagnað þeim aðgerðum sem kínverskir ráðamenn hafa beitt til að sigrast á vestrænum lýðræðishugmyndum. Þessi ríki hafa því ekki teljandi áhyggjur af þróun mála í Kína og vænta þess að ferð Wus komi til með að styrkja tengsl kínverska kommúnista- flokksins og stjórnvalda í Austantj- aldsríkjunum. Leiðtoga ríkja Vestur-Evrópu fýsir hins vegar að fá fréttir af innbyrðis átökum í kínverska kommúnistaflokknum. I janúarmánuði var Hu Yaobang, formanni flokksins, vikið frá þar eð hann þótti hafa brugðist rangt við mótmælum kínverskra náms- manna víða um landið. Reuter. Hvílst eftir kjötkveðjuhátíð Kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro er nú lokið og þátttakendur og gestir farnir að tygja sig til heimferðar. Eru þeir margir örmagna eftir margra daga stanslaus hátíðahöld eins og t.d. þessi unga stúlka, sem hallaði sér stundarkom á bekk. Svíþjóð: Tengist Palme-morð- ið Persaflóastríðinu? Stokkhólmur, AP. SÆNSKIR fjölmiðlar hafa velt fyrir sér spurningum varðandi ólöglega vopnasölu sænskra fyr- irtækja til íran og hvort Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra hafi reynt að stöðva slíkt. Svíþjóð: Stj órnarandstaðan styður viðskiptabann Hörð viðbrögð í Suður-Afríku Stokkhólmi, Jóhannesarborg, Reuter. Stjórnarandstöðuflokkar í Svíþjóð lýstu á þriðjudag yfir stuðningi við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um að gripið verði til viðskiptaþvingana gegn Suð- ur-Afríku. Búist er við að frumvarpið verði að lögum í næstu viku. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra sagði að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hefðu lýst yfir stuðningi við frumvarpið á fundi utanríkismálanefndar á þriðjudag. Hægri menn lýstu einir yfir óánægju vegna frumvarpsins. Carl Bildt, leiðtogi Hægri flokksins, Verður danska skipinu sökkt? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA flutningaskipinu Hor- nestrand, sem kviknaði í á Ermarsundi á þriðjudag, verður ef til vill sökkt. Skipið er með 300 tonn af dýnamíti og 100 tonn af sprengibúnaði innanborðs. Áhöfnin yfirgaf skipið, þegar skipstjórinn uppgötvaði, að eldur var kominn upp í farminum. Voru skipvetjar teknir um borð í skip frá Kýpur og fluttir til Frakklands. Frönsk herskip halda vörð um flutningaskipið og hafa stjómendur þeirra fýrirskipun um að sökkva skipinu, ef það rekur of nálægt ströndum Frakklands. sagði að með því væri hlutleysis- stefnu Svía ógnað þar sem ráðstaf- anir þessar nytu ekki stuðnings Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Tillaga um refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans í Pretoríu var felld í síðasta mánuði í Öiyggis- ráðinu þegar fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna beittu neitunar- valdi. Suður-afríska dagblaðið Citizen, sem er hliðhollt stjómvöldum í Suð- ur-Afríku, vandaði Svíum ekki kveðjumar á þriðjudag. í forystu- grein blaðsins sagði að Svíar gætu farið „íjandans til“. „Okkur líka ekki refsiaðgerðir og við hefðum kosið að slíkum aðgerðyum yrði ekki beitt gegn Suður-Afríku. Svíar hafa ákveðið að beita refsiaðgerð- um og geta af þeim sökum farið fjandans til, okkar vegna,“ sagði í greininni. í grein sem birtist í bandaríska stórblaðinu The New York Times í vikunni var hið óupplýsta morð á Palme fyrir einu ári tengt tilraunum hans til að miðla málum í stríði ír- ana og Iraka og stöðva vopnasölu Svía til stríðsaðila. Aftonbladet hefur eftir varafor- manni danska sjómannasambands- ins, Henrik Berlau, að hann hafi sannanir fyrir því að Palme hafi sjálfur stöðvað sendingar á eldflaug- um til íran árið 1985. Berlau sagði að vopn hefðu verið flutt með dönsk- um skipum til Persaflóa og að ekki hefði verið fylgst með því hvort vopnin færu í raun á þá staði sem skráðir voru á fyigiskjöl. Danska sjómannasambandið bannaði á þriðjudag að þetta mál yrði rætt og var borið við að vemda þyrfti öryggi danskra skipa. Eftir byltinguna í íran 1978 bönn- uðu sænsk yfirvöld að flutt yrðu vopn þangað og einnig er sænskum vopnaframleiðendum bannað að selja framleiðslu sína til svæða þar sem styijöld geisar. Yfirmenn Bo- fors, stærsta vopnaframleiðanda Svíþjóðar, eiga að mæta fyrir rétt á næstunni sakaðir um að hafa haldið áfram að flytja vopn til íran, þrátt fyrir bannið. Einnig er verið að rannsaka þátt hollenskra og belg- ískra vopnaframleiðenda í því máli. Stjórn Mohammeds Rheza Phalevi íranskeisara hafði greitt Bofors fyr- irtækinu um 400 milljónir sænskra króna fyrirfram fyrir vopn þegar henni var steypt af stóli og hefur klerkastjómin krafíst þess að staðið væri við þann samning. Danmörk: Læra að taka til- lit til stúlkna Kaupmannaliöfn. Frá Nils Jörgcn Bruun, Dönskum menntaskólakennurum gefst nú kostur á að taka þátt í námskeiðum á vegum mennta- málaráðuneytisins, þar sem fjallað verður um, hvemig þeir geti tekið ríkara tillit til sérstöðu og sérþarfa stúlkna í hópi nem- endanna. Býðst hveijum mennta- fréttaritara Morgunblaðsins. skóla í Danmörku að senda tvo kennara á þetta námskeið. í boðsbréfi menntamálaráðu- neytisins segir, að drengir hljóti nú langmesta eftirtekt í menntaskól- unum og hafi það neikvæð áhrif á sjálfstraust og þar með námsval og síðar starfsmöguleika stúlknanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.