Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 45 Morgunblaðið/Einar Faiur Sævar Bjarnason. Baldur Möller. Bjamason, skákmaður, sem séð hefur um skákskýringar í móts- blaðinu. Sævar sagði að strákamir hefðu teflt verr en þeir ættu vanda til. Sérstaklega ætti þetta við um þá Margeir og Helga, en Jóhann og Jón L. gætu líka teflt jafnar en þeir hefðu gert á mótinu. „Það fylg- ir því mikill þrýstingur að tefla hérlendis og það hefur I c of mik- il áhrif á þá. Þegar j jngur illa verður andrúmsloftið niikvætt og þeir fá að heyra ýmsar athugasemd- ir, þó þær séu eflaust margar vel meintar". Sævar sagði að Short hefði teflt vel og ekkert verið sérstaklega heppinn. Hann hefði þó ekki teflt skemmtilegast á mótinu. Kortsnoi, Timman, Ljubojevic og Jón L. hefðu teflt skemmtilegar, þó þeir hefðu teflt illa á köflum. „Ég hef aldrei orðið var við jafn mikinn áhuga á skákinni. Sérstak- lega er að gaman að fylgjast með því hvað fjölmiðlamir hafa tekið við sér eftir að ijölmiðlastríðið byijaði. Það hefur dálítið vantað til þessa hvað skákina snertir, að um hana væri fjallað miðað við þann áhuga sem hér er á skák. Þeir em núna að læra skákfréttamennsku líka.“ Það á að halda svona mót sem oftast og strákamir eiga ömgglega eftir að standa sig betur. Þetta er fyrsta mótið þeirra af þessum styrk- leika og það var reynt að fá alla helstu ævintýramennina til að taka þátt og taflmennskan framan af var mjög glæfraleg og spennandi. Þeg- ar þeir fá kjaftshögg gefa þeir eftir, en þeir hafa sýnt það að þeir em til alls vísir, því þegar upp er staðið kann Jóhann til dæmis að hafa unnið bæði efsta og næstefsta mann mótsins. Maður hefði viljað sjá meira, en hæfíleikamir virðast vera fyrir hendi, því hinir em svip- að sterkir. Það er mjög ánægjulegt að fyrir- tæki skuli vera farin að standa fyrir skákmótum, IBM núna og Búnaðar- bankinn fyrir fáum ámm. Það er vonandi að þessi stóm fyrirtæki taki upp á þessu og það væri mikil lyftistöng fyrir skákina. Þó við höf- um kannski tekið hálft skref aftur á bak nú er ekki ástæða til þess að ætla annað en við getum tekið hálft skref áfram á næsta rnóti," sagði Sævar Bjamason. Endurbætur á Flateyrar kirkj u Flateyri. í OKTÓBER 1986 var hafist handa við endurbætur á bekkjum í Flateyrarkirkju. Endurbótunum er nú lokið og sunnudaginn 1. mars var fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni. Eftir allmiklar umræður um hvemig standa ætti að þessum endurbótum, varð sú lausn ofan á, að nota gömlu kirkjubekkina áfram, en með talsverðum breyt- ing^um þó. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um endurbætur á sæt- um kirkjunnar, m.a. að setja bólstraða stóla í stað bekkjanna. Við slíkar endurbætur er margs að gæta og þess fyrst og fremst að varðveita það svipmót og þann stíl sem fyrir er. Því var talið að svipmót kirkjunnar yrði best varð- veitt með því að nota grind gömlu bekkjanna áfram. Gömlu bekkimir vom óbólstrað- ir og með mjög stuttri setu, ennfremur var bil milli bekkjanna of lítið. Bekkimir hafa nú verið bólstraðir, seta og bak, og jafn- framt var bil milli bekkjaraða aukið. Gengið var þannig frá fremstu bekkjaröðunum að unnt er að fjarlægja þær án mikillar fyrirhafnar, og mun þetta auka möguleika í safnaðarstarfí, kirkju- skóla og móttöku kirkjukóra, svo eitthvað sé nefnt. Ofnakerfí kirkj- unnar var breytt og tengt varma- veitu staðarins. Mikið sjálfboðaliðastarf hefur verið unnið við þessar endurbætur og peningagjafír hafa borist, en þrátt fyrir það hefur þessi fram- kvæmd kostað mikið fé, bæði vegna efniskaupa og vinnu fag- manna. 011 vinna við þessa framkvæmd hefur þó verið unnin af heimamönnum, hvort heldur var trésmíði, pípulagnir, bólstmn eða málun. Sóknarprestur er séra Láms Þorvaldur Guðmundsson og for- maður sóknamefndar er Emil Ragnar Hjartarson, en hann er einnig organisti kirkjunnar. - EFG Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir I „Islenskum orðskviðum" sem gefnar vom út árið 1820 að tilhlutan hins íslenska bókmenntafélags, er að finna „allslags forsjálnis- og var- úðarreglur, sem í mörgum tilfellum þéna mönnum fyrir almennar lífs- reglur til að breyta eptir". Eins og t.d.: „Ekkért er svo auðveldt, að ei verði torveldt, ef viljan vantar. “ — sannmæli — Bakaður fisk- ur hreiður- fylltur 700 g fískur (ýsa, lúða) 1—2 matsk. sítrónusafi salt 25 g smjörlíki [ V2 lítill laukur saxaður 2 matsk. söxuð paprika] eða V2 tsk. paprikuduft stappaðar kartöflur (uppskrift fylg- ir) 1 dós blandað grænmeti 1 stór tómatur 2 matsk. smjörlíki 1. Fiskurinn (flök), em skorin í hæfilega stór stykki og þeim síðan raðað í eldfast mót. 2. Sítrónusafa er dreypt yfir fiskinn. Smjörlíkið er brætt og saxaður lauk- ur og paprika látin krauma í feitinni þar til grænmetið er orðið mjúkt. Það er síðan sett yfir fískstykkin — eða smjörlíkið er brætt og er papr- ikuduftið sett saman við, hluta af blöndunni smurt yfír fískstykkin. 3. Fiskurinn er síðan grillaður í ofni í 5 mín. 4. Stappaðar kartöflur (sjá upp- skrift) eru settar í sérstakan sprautupoka og er þeim síðan sprautað í kringum fiskstykkin og mótað með þeim einskonar hreiður á fískstykkjunum. Afgangurinn af karöflustöppunni er notaður til að fylla upp á milli hreiðranna. Það sem eftir er af bráðinni feitinni er sett á fískinn. 6. Síðan er fiskur með kartöflu- hreiðrunum bakaður í 15 mín. í 225 gráðu heitum ofni eða þar til kartöfl- urnar hafa fengið lyftingu og ljós- brúnan lit. 7. Aður en rétturinn er borinn á borð er grænmetið bragðbætt eftir smekk og kartöfluhreiðrin fyllt með grænmetinu. Tómatur er skorinn í stóra teninga og léttsteiktur í 2 matsk. af smjörlíki. Salti stráð yfir til bragðauka. Tómatteningar eru síðan settir sem toppar á grænmetið. Þama er komin fullkomin máltíð fyrir 6 manns. Kartöflu- stappa (hefð- arfrúarinnar) 10 meðalstórar kartöflur 'A bolli mjólk 2 egg 2 matsk. smjörlíki >/2 tsk. salt til bragðauka. Kartöflurnar eru soðnar og stappaðar vel. Eggjum, mjólk, smjörlíki og salti er hrært vel saman við. Kartöflurnar fá lyft- ingu af eggjunum. Þessari kartöflustöppu (+ Örlít- ið múskat) má einnig sprauta i toppa á pönnu og baka þar til þeir hafa fengið ljósbrúnan lit. Þeir eru góðir með hverskonar kjöti. Verð á hráefni: Neytendum finnst merki- legt hve verð á fiski nær að hækka mikið í hjaðnandi verðbólgu. Nú í mars kostar 1 kg af ýsuflökum 205 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.