Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Fleiri klíkur M Igærdagsgreininni minntist ég á andstöðu núverandi menntamála- ráðherra við fyrirhugað sjónvari)s- hnattasamstarf Norðurlanda og fagnaði þeirri andstöðu og jafnframt hinum norræna kvikmyndasjóði er senn kemst á laggimar. Röksemdir mínar gegn norræna sjónvarpshnett - inum voru þær fyrst og fremst að ég óttast að í kjölfar slíks sjónvarps- faðmlags verði þrengt að frjálshuga listamönnum og vitnaði þar í snjalla grein er Kjartan Guðjónsson myndlist- armaður ritaði nýlega í Moggann, en Kjartan heldur því þar blákalt fram að listfræðingar hafi náð undir sig norrænu myndlistarmiðstöðvunum, til dæmis Sveaborg. Ekki þekki ég nægi- lega vei til þessara mála til að gerast dómari en ég trúi því vart að jafn- virtur listmálari og Kjartan Guðjóns- son skeri upp herör gegn norræna listfræðingaherráðinu að ástæðulausu. Persónulega hef ég ekkert á móti myndlistarfræðingum sem hafa gjam- an léð bæði sýningum og listaverka- bókaútgáfu hinn fagmannlegasta svip, að ekki sé talað um hið mikilvæga fræðsluhlutverk myndlistarfræðing- anna er verður seint fullþakkað en eins og Kjartan sagði: Litlar klíkur í stómm löndum geta orðið ótrúlega voldugar. Hér erum við einmitt komin að kjama málsins, þeirri staðreynd að litlar klíkur, hvort sem þær em skipað- ar listfræðingum, pólitíkusum eða listamönnunum sjálfum, geta náð kverkataki á listinni fái þær of mikil ítök. Því lít ég svo á að það beri frek- ar að dreifa valdinu á hinum norræna sjónvarpsmarkaði en safna því undir einn hatt norræns sjónvarpshnattar. í gærdagsgreininni vék ég að dæmi- gerðri norrænni snobbmynd: Kuut- amoprinssi/Mánskenprinsen sem sýnd var í ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. I þessari mynd fannst mér andleysið allsráðandi þrátt fyrir fag- mannlega myndstjóm. Undanfarið hefir áskrifendum Stöðvar 2 gefist kostur á að betja augum álíka fram- leiðslu þar sem er hið gamalkunna myndbandaleigustjörnunúmer, Lace eða Þræðir, en þessi smáþáttaröð er alþjóðleg framleiðsla skreytt nokkmm þekktum leikurum í aukahlutverkum. Slík ruslframleiðsla er samt sem áður gulltryggð. Annarsvegar standa skatt- borgaramir straum af kostnaðinum, hinsvegar almenningur — teymdur áfram af hinni almáttugu auglýsinga- vél. Og þá vaknar sú spuming hvort nokkur grundvallarmunur sé á mið- stýrðri listframleiðslu á borð við þá er barst okkur frá fínnska sjónvarpinu síðastliðið mánudagskveld og rusl- framleiðslu kvikmyndasamsteypanna er troða Lace á hinn alþjóðlega kvik- myndamarkað? í bæði skiptin er verið að plata áhorfendur, annarsvegar með kvikmynd er fær hinn listræna stimp- il norrænu listráðanna nánast sjálf- virkt og hins vegar er um að ræða ruslröð sem auglýst er í bak og fyrir af auglýsingameisturunum sem eitt- hvert meistaraverk og vér áhorfendur máski svo heilaþvegnir af auglýs- ingaáróðrinum að gagnrýnin hugsun kemst hvergi að. Með öðrum orðum erum við annarsvegar fangar mið- stýrðra ríkisfjölmiðla og hinsvegar voldugra vitundariðnaðarsamsteypa er í krafti fjármagns og auglýsinga- mennsku geta breytt nánast hvaða rusli sem er í söluvöru. Persónulega er ég á móti hverskyns valdsöfnun, hvort sem hún fer fram í skjóli ríksafskipta eða peningavalds. Vonandi höfum við hrist af okkur hinn samnorræna sjónvarpshnött er stýra skyldi sjónvarpsefni okkar Norður- Iandabúa en þá berst sú frétt frá einkageiranum að eigandi voldugs skemmtiiðnaðarhrings hér heima hyggist stofnsetja útvarpsstöð. Og ekki má gleyma því að æðsti yfirmað- ur Bylgjunnar er eigandi einnar stærstu myndbanda- og plöturirvifing- arstöðvar landsins. Er ekki sagt að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og hið sama gildi um valdið? Ólafur M. Jóhannesson Rás 1: Uppvakningar ■I í kvöld verður 30 Illugi Jökulsson, blaðamaður, með þátt, sem að þessu sinni fjallar um uppvakn- inga. Þátturinn snýst um und- arlega svefnsýki, sem heijaði á veröldina upp úr fyrri heimsstyrjöld. Sjúkl- ingamir lögðust í undar- legt dá áratugum saman, en sumir risu úr því um stundarsakir kringum 1969, þegar nýtt lyf kom á markaðinn. Sagt verður frá reynslu þessa fólks, sem vaknaði eftir svo langvinnt dá, eink- um konu nokkrar, ungfrú Rósu. Efnið byggist á víðfrægri bók, Awaken- ings, eftir dr. Oliver Sacks, og hafði m.a. áhrif á leik- ritaskáldið Harold Pinter, sem reit leikritið „A Kind of Alaska“. Það byggðist á sögu Rósu, en laut þó eigin lögmálum og vék nokkuð frá hinni raunverulegu sögu, sem rakin verður í þættinum. Leikrit Pinters var sýnt í sjónvarpinu fyrir skömmu. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 5. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundurles(4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. FÖSTUDAGUR 6. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson. Sjötti þáttur. Þýskur teikni- myndaflokkur gerður eftir kunnri barnasögu eftir Selmu Lagerlöf um ævin- týraferð drenghnokka í gæsahópi. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.25 Stundin okkar — Endur- sýning. Endursýndur þáttur frá 1. mars. 19.05 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þihgsjá. Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H). 23. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur sem gerist á neyðarsjúkrastöð þandaríska hersins í Kór- eustriðinu. Aöalhlutverk: Alan Alda. Þýðandi: Krist- mann Eiösson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Unglingarnir í frumskóg- inum. Efni: Frá Breiðóvision '87, skiðaæfingar á Skála- felli og rabb við færeyskar stúlkur á islandi. Umsjón: Örn Þórðarson. 21.10 Mike Hammer. Sjötti þáttur. Bandarískur sakamála- 11.03 Morguntónleikar. a. Kaprísur op. 1 nr. 1—6 eftir Niccolo Paganini. Sal- vatore Accardo leikur á fiðlu. b. Etýður op. 10 nr. 1 — 12 eftir Frédéric Chopin. Maurizio Pollini leikur á pianó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn — Hvað vilja flokkarnir í fjölskyldu- málum? 1. þáttur: Alþýðu- bandalagið. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Guðjón S. Brjánsson. 14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigriður Schiöth les (9). 14.30 Textasmiöjan. Lög við texta Þorsteins Eggertsson- ar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatimi. Leifur Þórarinsson kynnir íslenska samtimatónlist. 17.40 Torgið — Menningar- myndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Hammer. Aöalhlutverk: Stacy Keach. Þýðandi: Stef- án Jökulsson. 22.00 Kastljóst Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Helgi E. Helgason. 22.30 Seinni fréttir 22.40 Fram í sviösljósiö (Being There) Bandarísk bíómynd frá 1979 gerð eftir skáldsögu Jerzy Kosinskis. Leikstjóri: Hal Ashby. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLaine og Melvyn Douglas. Einfaldur og fáfróður garð- yrkjumaður stendur uppi einn og óstuddur eftir frá- fall húsbónda síns i heimi sem hann þekkir aðeins úr sjónvarpi. Atvikin haga því þó svo að máttarstólpar þjóðfélagsins taka hann upp á árma sér og hampa honum sem nýjum spá- manni vegna visku hans og mannkosta. Þýðandi: Vetur- liði Guðnason. 00.55 Dagskrárlok FIMMTUDAGUR 5. mars § 17.00 Myndrokk §18.00 Knattspyrna. Umsjón- armaður er Heimir Karlsson. straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: Grænland hefur margar ásjónur. Vernharður Linnet ræðir við Sigurð Odd- geirsson kennara í Narsaq. Fyrri hluti. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói. Fyrri hluti. Stjórnaridi Páll P. Pálsson. Einleikari á básúnu Oddur Björnsson. a. Sinfónia nr. 2 eftir Franz Schubert. b. „Jubilus" eftir Atla Heimi Sveinsson. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.35 „Bókmenntanám", smásaga eftir- Kristján Karls- son. Arnar Jónsson les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 16. sálm. 22.30 Uppvakningar. Fjallaö um dularfulla svetnsýki sem herjaöi á heiminn upp úr I 19.00 Spæjarinn. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir 20.00 Opin lína. Einn frétta- manna Stöðvar 2 ásamt gesti í sjónvarpssal fjallar um ágreiningsmál líðandi stundar og svarað er spurn- ingum áhorfenda á milli kl. 20.00 og 20.15 í síma 673888. 20.16 Ljósbrot. Valgeröur Matthíasdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklar á helstu viðburðum menning- arlifsins. 20.45 Morðgáta (Murder She Wrote). Verðlaunaveit- ing fyrir bókmenntir fer út um þúfur þegar einn rithöf- undurinn finnst látinn. §21.30 Neyöaróp (Childs cry). Bandarísk sjónvarps- mynd með Lindsay Wagner og Peter Coyote í aðalhlut- verkum. Áhrifamikil mynd um samskipti félagsfræö- ings og litils drengs sem orðið hefur fyrir kynferðis- legu ofbeldi. § 23.00 Af bæ í borg (Perfect Strangers). Bandarískur gamanþáttur. Balki notar öll tiltæk ráð til að hjálpa Larry aö verða sér úti um verð- launagrip i hornabolta. § 23.25 Á nálum (Panic in Needle Park). Átakanleg mynd með Al Pacino og Kitty Winn í aöalhlutverkum. Ungt par fer að fikta við eit- urlyf. Fyrr en varir eru þau flækt i vitahring sem engin leið virðist vera út úr. Mynd- in er stranglega bönnuð börnum. 01.10 Dagskrárlok. fyrri heimsstyrjöld. Byggt á bókinni „Awakenings" eftir Oliver Sacks. Umsjón lllugi Jökulsson. 23.10 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Ludwig van Beethoven FIMMTUDAGUR 5. mars 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir tímar á vinsældalistum, tónleikar helgarinnar, verðlaunaget- raun og Ferðastund með Sigmari B. Haukssyni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Hingað og þangað um dægurheima með Inger Önnu Aikman. 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Siguröardóttur. 17.00 Hitt og þetta. Andrea Guðmundsdóttir kynnir lög úr ýmsum áttum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. Gunnar Svanbergsson kynnir tíu vinsælustu lög vik- unnar. FIMMTUDAGUR 5. mars 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundið, opin lina, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaöurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Tónlistar- gagnrýnendur segja álit sitt á nýútkomnum plötum. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. a. Fiölusónata nr. 4 i a-moll op. 23. b. Strengjakvartett í F-dúr op. 135. Amadeus kvartett- inn leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 21.00 Gestagangur hjá Ragn- heiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórn- andi: Svavar Gests. I þætt- inum verður rætt um söngvarann Tom Jones og Lorettu Lynn, sem bæði eru börn kolanámumanna. 23.00 Noröurslóð Adolf H.E. Petersen kynnir tónlist frá Norðurlöndum. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaöar á Markaðs- torgi svæðisútvarpsins. 17.00—19.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í Reykjavik síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk- ið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spumingaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tónlist í umsjá Karls Garðarssonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur. ALFA IrlitUff étrar|MitM. FM 102,9 FIMMTUDAGUR 5. mars 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 21.00 Kvöldstund meö Tomma. 22.00 Fagnaðarerindið flutt i tali og tónum. Þáttur sér- staklega ætlaður ensku- mælandi fólki. 24.00 Dagskrárlok. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.