Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 55 L.M. er ánægð með Pál Magnússon og lið hans sem sér um fréttimar á Stöð 2. Telur hún þær vera orðnar betri en fréttir Ríkissjónvarpsins. Fréttir Stöðvar 2 frábærar Kæri Velvakandi, Ég get ekki orða bundist vegna fréttaflutningsins á Stöð 2. Smám saman hef ég horft æ oftar á Stöðv- arfréttir og þeim mun minna á fréttir Ríkissjónvarpsins. Ég verð að lýsa ánægju minni með Pál Magnússon og hans lið. í fyrsta lagi er hann með ungt og hresst lið. í öðru lagi er a.m.k. jafn mikið í fréttum á Stöð 2 og RÚV. í þriðja lagi „á hann ekki sjónvarpið“ eins og Ingvi Hrafn hjá RÚV og að lok- um eru s.k. skemmtifréttaskot bæði fleiri og lengri en nokkurn tíma hafa verið hjá RÚV. Því má svo bæta við að allar erlendar fréttir hjá RÚV eru gaml- ar fréttir fyrir þá sem horfa á Stöð 2. Mér finnst Guðjón Amgrímsson mjög góður fréttamaður. Eftir á að líta er ég einnig mjög ánægð með nýju tímasetninguna á fréttunum. Klukkann átta eru fréttimar búnar og gamanið á skjánum hefst. Ef fréttir Stöðvar 2 væru lélegar þá þyrfti maður alltaf að horfa á frétt- ir RÚV. Ég vil að lokum ítreka ánægju mína og mér finnst ótrúlegt að eft- ir að hafa starfað í aðeins nokkra mánuði sé Stöð 2 með betri fréttir en RÚV sem starfað hefur í 20 ár. L.M. „MICR0VIP“ Handhægur orkumælír til álagsgreininga INIRGl AHAU2ER MICROVIP MÆLIR OG PRENTAR ÚT: • Spennu (volt) • Straum (amper) • Raunafl (kw) • Launaflsstundir (varh) • Raunaflsstundir (kwh) • Fasvik (coso) • Mœlingartíma • Lekastraum (LmA) • Rið (Hz) • Meðai fasvik (meðal coso) • Launafl miðað við insett gildi á fasviki (coso) • Fyrir 1-fasa eða 3ja-fasa mœlingu • Höfum fœkið fyrirliggjandi á lager • Leigjum það einnig út til mœlinga Grensásvegi 7. 108 Reykjavik, Box 8294. S 681665. 686064 Vinstri menn ábyrgðar- lausir í skattamálum Heiðraði Velvakandi. Hver er afstaða vinstri manna hér á landi til vinnuveitenda sinna? Hún er hreint ekki svo réttlát né heiðarleg. Nú síðustu daga hafa vinstriflokkamir þrír látið ljós sitt skína í skattamálunum og eru sam- mála um að atvinnurekendum skuli lúskrað og þeir látnir finna fyrir sköttunum, ef þeir fengju að ráða. Þar á móti heimta þeir sífellt hærri laun og auk þess að vera skattfijálsir sjálfir. Þeir neyða at- vinnurekendur til að greiða laun sem þeim er oft ofviða með þeim skyldum sem þeim em lagðar á herðar — að halda uppi fullri at- vinnu fyrir þá sem nenna að vinna. Menn ættu að lesa grein Hannes- ar H. Gissurarsonar í DV þann 10. febrúar sl.. Hann lýsir þar vel og rétt samskiptum verkalýðs og at- vinnurekenda. Ég hef áður lýst hvernig kröfu- gerð verkalýðsins dregur úr velferð þess sjálfs í kjaramálum og sést það best af árangri af kjarabaráttu síðustu áratuga. Afleiðing þeirrar baráttu kemur okkur sífellt í meiri vanda, ekki síst hvað varðar út- flutning okkar til annarra landa, sem við verðum að borga með svo seljanlegur sé. Það er ekki athugað að við erum að gefa útlendingum með þessu háttalagi, en ekki til dæmis bændum, þegar við greiðum niður landbúnaðarvörur. Nú er verðbólga á uppleið vegna kaup- hækkana og líklegt að gengisfelling verði á næstunni. Ráðamenn launafélaga ætluðu að gera mikið átak í byggingar- og húsnæðismálum og tóku sér það bessaleyfi að hirða sjóði aldraðra, lífeyrissjóðina, til að lána Hús- næðismálastjórn til fyrirgreiðslu í húsnæðismálum, en skilur svo aldr- að fólk eftir í slæmri aðstöðu, en það átti að njóta þessa fjár. Hvemig standa svo lántakendur með þessi lán í vaxandi verðbólgu? Svo heimta þessir forkólfar og fjöld- inn enn meiri félagslega þjónustu. Hana eiga atvinnurekendur að borga líka ef á að gera alla skatt- lausa sem hafa allt að 35.000 krónur í mánaðarlaun og enn meira er heimtað af Alþýðubandalagi og Kvennalista — 50.000 króna skatt- frelsismörk. Þekkið þið kröfugerð- arflokkana? Þetta samsvarar að minnsta kosti 7000 króna kauphækkun á mán- uði, miðað við hærri skattfrelsis- mörkin, ofan á þá kauphækkun sem nú þegar er orðin og á eftir að verða á árinu. Vinstrimenn gleypa auðvitað við slíkum gjöfum frá þeim sem hærri laun hafa og atvinnurekendum þrátt fýrir skattastefnu sína á liðn- um ámm sem öllu ætlaði að koll- varpa. Lá við stórslysi sem aldrei yrði bætt þegar núverandi stjóm tók við óreiðunni. Ég sé ekki hvemig þetta getur staðist. Þessir flokkar em algjör- lega ómerkir gerða sinna og orða, þar með ábyrgðarlausir. Það er líka ábyrgðarleysi að fara að vilja vinst- rimanna með afnám skatta af tekjum sem fyrirhugaðar em. Þeir eiga að greiða skatta eins og aðrir, borga sína eigin þjónustu að ein- hveiju leiti meðan þeir krefjast sífellt hærri launa. Annað mál var það hefðu kaup- hækkanir verið stöðvaðar. Lækkun söluskatts hefði virkað á allt annan og betri veg með lækkuðu vöm- verði og byggingarkostnaði. Al- þýðubandalagið og Kvennalistinn kveða enn harðar á og vilja 50.000 króna skattfrelsismörk og er það gert til þess að reyna með brögðum að veiða atkvæði í kosningunum sem í hönd fara. Mjög tortryggilegt er hvernig þessir flokkar leggjast gegn almennum tekjuskatti nú um leið og þeir leggja alla áherslu í stefnu sinni á félagslega þjónustu og skattlagninu til slíkrar þjónustu. Ég trúi ekki að konur og karla sem em sjálfstæð í hugsun geti kosið þvílíka skattastefnu yfir sig við kjörborðið. Félagsleg þjónusta. getur ekki verið möguleg nema með skattlagningu eða gjöfum. Til dæm- is er algengt í Bandaríkjunum að vel stæð fyrirtæki gefi mikið fé til matargjafa handa fólki sem lent hefur í bjargleysi. Það verður aldrei hægt hér meðan skattpíningar- stefnan hefur afgerandi tök í afkomu atvinnurekstrar og lamar þar með allt framtak og allar fram- farir. Afleiðingin verður atvinnu- leysi. Að vísu hefur SÍS gefið talsvert til íþróttamála, en það er dálítið athyglisvert, þar sem þeir frá Sam- bandinu, t.d. forstjórinn sjálfur, segja að bændur eigi SÍS, en þá leyfist honum ekki að gefa frá bændum. Þessu er þó öðmvísi hátt- að. SÍS telur sig eiga bænduma og hagar sér eftir því. Bankar eiga heldur ekkert með að gefa. Fólkið sem leggur afrakstur vinnu sinnar til ávöxtunar í þessum stofnunum á það sem samansafnast og á að njóta þess. Starfsfólkið er kjörið til þess að sjá um þessa fjármuni og ávaxta að settum lögum og reglum. Þorvaldur Kr. Guðlaugsson • Ferð austur fyrir fjall • Lúxusdvöl og gisting á hóteli med heitum potti, gufubaði, Ijósalampa og bar • Þríréttaður kvöldverður • Skemmtun fram á nótt • Miðnæturmatur fyrir samkvæmisljónin. Verð aðeins kr. 2.100.- d manniinn miðað við gistingu í tveggja manna herbergi, þríréllaðan kvöldverð og morgunverd. Við útvegum rútu sé þess óskað fyrir 500 krónur ú manninn, búðar leiðir. Auka gistinótl kostar svo aðeins 400 kr. á mann'. Er þetta ekki ódýrasl Itelgarpakkinn á markaðnum í dag? Á Hótel Hvolsvelli eru 30 gistiherbergi og veitingasalur fyrir u.þ.b. 70 manns. Hafið samband við okkur í síma 99-8187. f HÓTEL I HVOLSVÖLLLR jL Hítðarvegi 7 860 Hvolsvelli símar (99) 8187 & 8351 • Hótel Hvolsvöllur býður starfshópum og fyrírtækjum uppá skemmtilega nýjung í árshátiðahaldinu. KÆRU ÞJARKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.