Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 30

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Hillary trúir enn að Mount Everest sé hæsta fjallið New Delhi. Reuter. Sir Edmund Hillary, annar tveggja manna sem fyrst komust á efsta tind Mount Everest, sagði í gær, að hann tryði því enn, að Everest væri hæsta fjall heims, enda þótt haldið hefði verið fram, að annar tindur væri hærri. „Þetta eru athyglisverðar upplýs- ingar, en ég hef enn ekki látið sannfærast," sagði Hillary, sem nú er sérlegur fulltrúi Nýja Sjálands í Nýju Delhi. Var Hillary þar að vitna til fregna um, að bandarískir vísindamenn héldu nú fram, að K-2, sem almennt hefur verið talinn næsthæsti íjallrisi Himalaja, kynni að vera fáum metrum hærri en Everest. „Það hefur gerst svo oft í gegn- um árin, að haldið hefur verið fram, að þessi eða hinn tindurinn væri hærri en Everest," sagði Hillary, „en það hefur ævinlega reynst rangt. Ég held, að svo verði einnig nú.“ BBC kaupir svört hálsbindi til að nota í viðlögum London. Reuter. Breska sjónvarpið, BBC, hefur keypt sex svört háls- bindi handa fréttlesurum sínum, og er hugmyndin, að þeir beri bindin, er þeir lesa sorgarfregnir. Ákveðið var að ráðast í þessi kaup, af því að talið var, að hálsbindi í skærum litum - sem eru í miklu uppáhaldi hjá fréttamönnum og lesurum - væru óviðeigandi undir vissum kringumstæðum. Glannalegu bindin vöktu athygli við æfingu BBC á fréttafrásögn af dauða Eliza- bethar drottningarmóður, sem er 87 ára gömul og við ágæta heilsu. Konungsfjölskyldan í Buck- ingham Palace vissi um þessa æfingu, sem fram fór fyrir tveimur vikum með þátttöku fjölda fréttamanna. Reuter Hersetu Kínverja mótmælt 28 ár eru liðin frá því kínverskar hersveitir réðust inn í Tíbet. í Nyju Delhi á Indlandi minntust tíbetskir útlag- ar þessa með fjölmennum mótmælum og var myndin tekin í þá mund er hópur kvenna gerði tilraun til að ryðjasf gegnum varnarkeðju lögregluþjóna. Bandaríkin: Jarðskjálft- ar á næstu 25 árum? Washington, AP. NÆRRI fullvíst má telja að sterkur jarðskjálfti muni ganga yfir austurhluta Bandaríkjanna innan 25 ára, að því er verkfræðingur er rannsakað hefur líkur á skemmdum á orkuveitum þar í landi heldur fram. Viðvörun verkfræðingsins, Ja- mes E. Beavers, kom fram í skýrslu er gefin var út nýlega af samtökum bandarískra vertakafyrirtækja. Þar sagði að skemmdir yrðu vænt- anlega miklar á mannvirkjum og einnig mætti búast við manntjóni m.a. vegna þess að byggingar í þessum hluta Bandaríkjanna væru margar ekki nógu traustar til að standast sterkan jarðskjálfta. Beavers sagði að á 17. 18. og 19. öld hefðu orðið margir jarð- skjálftar á þessu svæði, en fáir á þessari öld og því gæti verið að spenna væri að safnast fyrir djúpt í jarðlögum. Hann minnti á að þrír mestu jarðskjálftar er orðið hefðu í Bandaríkjunum hefðu orðið í Missouri-ríki á árunum 1811-1812. Sovétríkin: Fasta til stuðnings kröf- um um brottflutningsleyfi — 75 gyðingakonur í 6 borgum Moskva, AP. UM 75 gyðingakonur hófu á sunnudag þriggja daga föstu í nokkrum sovéskum borgum, til að mótmæla stefnu stjórnvalda varðandi þá sem vilja flytja úr landi og til að hvetja til að gyðingar, sem sitja í fangelsum vegna skoðanna sinna, verði látnir lausir. Konurnar, sem tilheyra allar fjöl- skyldum er sótt hafa um leyfi til að flytjast úr landi, en ekki fengið það, völdu alþóðlegan baráttudag kvenna, 8. mars, til þess að vekja athygli á því að enn væru það margir sem ekki fengju brottfarar- leyfi frá Sovétríkjunum. Inna Ioffe, húsmóðir á einu Qögurra heimila í Moskvuborg þar sem konurnar söfnuðust saman, sagði í símtali á sunnudag að 54 konur föstuðu í Moskvu, 11 í Leningrad og nokkrar í Riga, Tallin, Kharkov og Benderi. Hún sagði föstuna m.a. tilkomna vegna þess að fjölmiðlar í Sovétríkj- unum neituðu því að í ríkinu væri fólk er vildi flytja úr landi. Á áttunda áratugnum fengu all- margir sovéskir borgarar leyfi til að flytjast úr landi og urðu þeir flestir árið 1979, þegar 51.000 gyð- ingar fengu brottfararleyfi. Síðan hefur stórdregið úr leyfisveitingum þessum og í fyrra er talið að tæp- lega 1.000 manns hafi fengið slíkt leyfi. Sovésk yfírvöld héldu því í fyrstu fram að fækkunin stafaði af því að flestir er óskuðu eftir að fara úr landi væru famir, en í jan- úar sl. viðurkenndi sovéskur embættismaður að þetta væri ekki rétt og sagði að endurskoða ætti beiðni 10.000 gyðinga um brott- fararleyfi. Ioffe sagði að margar kvennanna er tækju þátt í föstunni hefðu beðið í 10 ár eða lengur eftir að fá að flytjast úr landi. Hún sagði að hún og maður hennar, sem bæði em líffræðingar, hefðu sótt um leyfi 1979, en verið synjað þess á þeirri forsendu að þau þekktu til ríkis- leyndarmála, sém hún sagði alr- angt. Þeim hefði síðan verið sagt upp störfum 2 ámm síðar. Dagblaðið Vechernyaya Moskva birti á föstudag viðtal við yfirmann skrifstöfu þeirrar í Moskvu, er gef- ur út brottflutningsleyfí og gaf hann til kynna að þeim sem synjað yrði um leyfi vegna vitneskju um ríkisleyndarmál yrði sagt hvenær þeir gætu sótt um leyfi aftur. Hing- að til hefur fólk engin svör fengið. Ioffe sagði að konumar hefðu sent Æðstaráðinu tvö bréf í febrúar og lýst aðstæðum fjölskyldna gyð- inga er sótt hefðu um brottfarar- leyfi en ekkert svar fengið. Brestir komnir í samstarf dönsku borgaraflokkanna EFTIRIB BJORNBAK DANSKA stjórnin á við ýmis vandamál að glíma þessa dagana. Eru það ekki síst umhverfisverndarmálin, sem um er deilt, og er um þau mikill ágreiningur innan stjórnarinnar, einkum milli Christians Christensen, umhverfismálaráðherra úr Kristilega þjóðarflokknum, og Brittu Schall Holberg, landbi Á næstunni verður lögð fram samræmd áætlun um mengunar- vamir en samkvæmt henni eru sveitarstjómir og landbúnaðurinn skylduð til draga verulega úr köfn- unarefnismengun í ám og vötnum og í sjónum við strendur landsins. Á þremur árum á að minnka notkun tilbúins áburðar um 100.000 tonn og á sama tíma verður miiljörðum dkr. varið í nýjan og endurbættan hreinsibúnað. Deilt um jaðarjarðirnar Ágreiningur landbúnaðarráð- iðarráðherra úr Venstre. herrans og umhverfismálaráðher- rans snýst m.a. um svokallaðar jaðaijarðir en þá er átt við land, sem ekki er talið munu borga sig að nytja til landbúnaðar þegar fram líða stundir. Er hér raunar ekki aðeins um að ræða danskt vanda- mál, heldur samevrópskt. Umhverf- ismálaráðuneytið hefur gert áætlun um leggja 400-600.000 hektara lands, sem nú er notað til land- búnaðar, undir .skóg og útivistar- svæði en það hefði í för með sér, að 20-30.000 manns á landsbyggð- inni, einkum á Jótlandi, yrðu að hætta búskap. Þess í stað fengi fólkið vinnu hjá ríkinu við að rækta upp og annast skógarsvæðin. Hvorki landbúnaðarráðherrann né bændasamtökin hafa tekið þessum hugmyndum fagnandi. Ef nahagsmálin Stjóminni hefur að ýmsu leyti tekist vel í efnahagsmálunum. Þeg- ar hún tók við voru almennir vextir 21-22% en eru nú 12% og verð- bólgunni hefur verið vaggað í ró. Hætt er þó við, að verð á nauðsynj- um muni hækka á næstu mánuðum og einkum vegna nýgerðra kjara- samninga. Forsvarsmenn í atvinn- ulífinu eru raunar enn hálf orðlausir yfír því, að stjómin skyldi gleypa við samningunum þegjandi og hljóðalaust en í þeim er kveðið á um 6-7% launahækkanir á árinu og að vinnutíminnverði styttur úr 39 í 37 tíma á viku á næstu fjórum árum. Að vísu er ekki búið að sam- þykkja samningana í öllum verka- lýðssamböndum en engin hætta er á, að þeir verði felldir. Það em aðeins margreyndir tækifæris- sinnar á vinstrikantinum, sem láta sér detta í huga að mæla gegn þeim. Annað mál er hveiju launahækk- anirnar skila fólki þegar frá líður. Margt bendir til, að skattamir og aukin verðbólga muni taka kúfinn af þeim og að lítið muni fara fyrir auknum kaupmætti. Þess vegna tekur ríkisstjómin launahækkunun- um með ró, a.m.k. fyrst um sinn. Mikill viðskiptahalli Akkillesarhæll stjórnarinnar í efnahagsmálum er viðskiptahallinn. Á síðasta ári var hann 34,5 milljarð- ar dkr. Innflutningurinn er of mikill, neyslan of mikil og útflutningurinn of lítill. Óvissan um afkomu iðnað- arins hefur svo valdið því, að Poul SchlUter, forsætisráðherra. fjárfestingar hafa dregist saman. Talsmenn ríkisstjómarinnar segjast þó ekki hafa á pijónunum neinar nýjar efnahagsaðgerðir en á það leggja fæstir trúnað. Hvenær verður kosið? Mikið er um það rætt hvenær Poul Schlúter, forsætisráðherra, telur tímabært að efna til kosninga. Hægriflokkurinn, flokkur forsætis- ráðherrans, hafa komið sér saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.