Morgunblaðið - 04.04.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 04.04.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Reuter Gatangaf sig Þessi stóri vörubíll fékk heldur betur að finna fyrir því, er g-atan undir honum gaf sig og hann féll niður í gínandi gap. Atburður þessi gerðist á fimmtudag skammt frá stórmarkaði einum í París. Til allrar mildi slasaðist bílstjórinn ekki. Bíllinn, sem er 19 tonn, var að flytja hlass af möl. Eins og gefur að skilja, varð mörgum vegfarandanum starsýnt á þá furðusjón, sem við blasti eftir óhappið. Bretland: Margaret Thatcher vin- sæl eftir Moskvuf örina London, Reuter. MEIRIHLUTI almennings á Bretlandi telur að ferð Margaret Thatcher til Sovétríkjanna hafi aukið líkur á samkomulagi um afvopnun, ef marka má niður- stöður nýrrar skoðanakönnunar. Harris-fyrirtækið gerði könnun þessa fyrir Lundúnablaðið Daily News. Rúmur helmingur þeirra 767 sem spurðir voru kvaðst telja að líkur á samkomulagi um afvopnun hefðu aukist í kjölfar ferðar breska forsætisráðherrans. 46 prósent sögðust hafa aukið álit á Thatcher en aðeins 14 prósent töldu hana hafa sett niður við ferðina. Skoðanakönnunin hefur tæpast glatt forustumenn Verkamanna- fiokksins. Vinsældir Neils Kinnock, formanns flokksins, hafa dalað mjög eftir ferð hans til Banda- ríkjanna i síðustu viku. 35 prósent aðspurðra kváðust hafa minna álit á honum en áður en 13 prósent töldu hann meiri mann en áður. í frétt Daily News er því spáð að foringjar Ihaldsflokksins muni nú þrýsta á Thatcher um að boða til kosninga í júnímánuði eða jafn- vel í maí. Ljóst er að staða hennar er sterk eftir ferðina til Sovétríkj- anna og það vilja flokksmenn færa sér í nyt. Kjörtímabili Thatcher lýk- ur í júní á næsta ári og hafa verið uppi getgátur um að hún boði til kosninga í september. í Sovétríkjunum eru menn einnig hinir ánægðustu með heimsókn frú- arinnar. Pravda, málgagn kom- múnistaflokksins, sagði í gær að heimsókn hennar hefði verið sérlega mikilvægur viðburður þrátt fyrir að ágreiningur hefði komið upp í við- ræðum Thatcher og Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga einkum varðandi vígbúnaðarmál. Sagði í frétt blaðsins að þeir Gorbachev og Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra hefðu gefið stjórnmálaráði flokksins skýrslu um viðræður þeirra og Thatcher. Sögðu þeir að viðræðurn- ar hefðu verið mikilvægar og að þeir og Thatcher hefðu verið sam- mála um mikilvægi þess að leysa ágreining um meðaldrægar kjarn- orkuflaugar í Evrópu. nrn EIO DEUVERY VAN SUBARU 3-D00R 4WD SL SUNROOF JI2 SLU 3-D00R DL 3-D00R SL 4WO TURBO 5-D00R GL 5-D00R 4WD GL JI2 4WD GLII Það sem við sýnum á þessum ^ i957-i987síðum, er ekki tæmandi varð- an(H tegundir, en sýnir vel gott úrval. COMMERCIAL VAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.